Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 8
8 Utlönd MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. BRIMBORG BÍLAGALLERÍ Opið uirka ciaga 9-18. Laugarrlaga 10-16. Siini 685870. FAKAFENI 8 Feroza Special ’90, grár, 5 g., vökv- ast., sóllúga, álfeigur, útv/segulb., ek. 8.000, v. 1.3S0.000. Honda Civic AM GL '88, rauður, sjálfsk., vökvast., útv/segulb., ek. 38.000, v. 820.000. Rocky Wagon '90, bensín, dökk- grár, 5 g., vökvast., útv/segulb., kúia, ek. 8.000, sem nýr bíll, v. 1.600.000. Subaru 4WD st. '89, hvitur, 5 g., vst., útv/segulb., aukadekk, ek. 21.000, v. 1.270.000. Ford Fiesta ’87, rauður, 4ra g., útv/segulb., ek. 14.000, v. 400.000. Rocky, stuttur, bensín, 2.0, '87, silf- ur, 5 g., vst., álfelgur, útv/segulb., ek. 43.000, v. 1.100.000. Charade TX '88, Iblár, sjálfsk., útv/segulb., ek. 21.000, v. 620.000. Volvo 360 GL '87, Ijósgrænn, 5 g., vél 102 ha, útv/segulb., upph., ek. 49.000, v. 650.000. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870 Volvo 740 GL '85, dökkgrár, sjálfsk., vst., útv/segulb., ek. 61.000, v. 950.000, fallegur bíll. Þjóðaratkvæðagreiðslan um framtíð Sovétríkjanna: Ahuginn beinist að úrslitum í Rússlandi Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í gær í Sovétríkjunum um nýja sambandsríkjasamninginn var sögð meiri en í kosningum í lýðveldunum í fyrra. Áætlað var að þátttakan hefði verið 70 prósent í Rússlandi, stærsta lýðveldinu, og allt að 90 prósent í Mið-Asíu. Það verður ekki fyrr en eftir tíu daga sem gert er ráð fyrir að lokaniðurstöður liggi fyrir en snemma í morgun voru komnar fyrstu tölur frá tveimur lýðveldum austast í Sovétríkjunum. Þar höfðu 71 prósent og 80,4 prósent sagt já við aðalspumingunni. Hún var hvort sovéskir borgarar teldu nauðsynlegt að varðveita sov- éska ríkjasambandið sem nýtt sam- band fullvalda ríkja. Lengi hefur litið út fyrir að mikill meirihluti muni svara þessari spumingu játandi. Menn hafa því haft meiri áhuga á að vita hver svörin verða við ýmsum aukaspurningum í lýðveldunum níu sem ekki neituðu að láta þjóðarat- kvæðagreiðsluna fara fram. Mikilvægasta aukaspurningin, sem bætt var við, og ef til vill sú sem er jafn afgerandi fyrir framtíð Sovét- ríkjanna og aðalspurningin er spum- ing rússneskra yfirvalda til borgar- anna um hvort þeir vilji velja forseta Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, greiðir atkvæði i gær. Hann kvaðst hafa svarað nei við spurningunni um hvort velja ætti forseta Rússlands I frjálsum kosn- ingum. Símamynd Reuter - kosningasvindl í Eystrasaltsríkjunum Mikilvægasta aukaspurningin i þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja sambandsríkjasamninginn var spurningin sem aimenningur i Rússlandi var beðinn að svara, það er hvort hann vildi velja forseta í frjálsum kosningum. Þessi spurning þykir ekki síður afgerandi fyrir framtíð Sovétríkjanna en spurningin um hvort menn vilji áfram sambands- ríkjasamning. Á myndinni má sjá Boris Jeltsin, forseta Rússland, svara spurningum fréttamanna eftir að hann greiddi atkvæði í Moskvu í gær. Simamynd Reuter í frjálsum kosningum. í morgun lá fyrir í tveimur héruðum að 70 pró- sent höfðu sagt já. Helstu menn þjóðarkvæðagreiðsl- unnar, Mikhail Gorbatsjov Sovét- forseti og Boris Jeltsin, forseti Rúss- lands, fóru báðir snemma á kjörstað í gær. Jeltsin, sem fyrir nokkrum vikum krafðist afsagnar Gor- batsjovs, var þó á undan. Þegar hann var spurður hvort gjáin milh hans og Gorbatsjovs væri óbrúanleg eða hvort þeir gætu sæst sagði hann að ekki væri hægt að orða hlutina á þennan hátt. Um væri að ræöa ágreining milli tveggja stjómmála- manna, milli tveggja pólitískra kerfa. Aðspurður kvaðst Gorbatsjov viss um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar, mikill meirihluti myndi svara spurningunni um nýja sambands- ríkjasamninginn játandi. Sjálfur kvaðst hann hafa svarað nei við spurningunni um forsetakosningar í Rússlandi þar sem þær gætu leitt til sundrungar ríkjasambandsins og þar með bara komið að gagni þeim sem ekki hafa vit á stjórnmálum og hugsa aðeins um eiginn hag. Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Lit- háen, Georgíu, Armeníu og Moldavíu neituðu að láta þjóðaratkvæða- greiðsluna fara fram. Þó var haldin atkvæðagreiðsla þar í einhveijum mæli og stóðu einstök fyrirtæki, her- fylki og samtök fyrir henni. Kommúnistaflokkurinn í Eistlandi og sovéski herinn skipulögðu þjóðar- atkvæðagreiðsluna í þeim héruðum landsins þar sem Rússar eru í meiri- hluta. Samkvæmt eistlensku frétta- stofunni Eta var hægt að greiða at- kvæði á hvaða kjörstað sem var og í húsi liðsforingjanna í Tallinn var hægt að greiða atkvæði mörgum sinnum. Fréttamaður varð var við að sumir þáttakendanna fengu fleiri en einn atkvæðaseðO. Kjörstjórinn þar fullyrti að þáttakendur fengju einungis einn seðil og að ekki væri leyfilegt að kjósa fyrir aðra. Þegar hann var spurður hvers vegna sumir fengju fleiri en einn atkvæðaseðil sagði hann að líklega hefðu menn tekið seðla fyrir ættingja sem ekki væru á kjörstað. Seðlarnir voru aðgengilegir fyrir alla og þurftu menn ekki að tilkynna að þeir væru komnir til að greiða atkvæði. Fréttamaður Baltfax kvaðst hafa getað greitt atkvæði fimm sinnum í Riga, höfuðborg Lettlands, meö því einu að sýna vegabréf sitt. í Vilnius, höfuðborg Litháens, kvaöst frétta- maður hafa séð Leningradbúa greiða atkvæða og hefðu þeir ekki þurft að sanna aö þeir byggju á staðnum. Sumir hefðu sett fleiri en einn at- kvæðaseðil í kjörkassana. Interfax fréttastofan greindi frá því að í Tash- kent, höfuðborg Úzbekistan, hefði fólk getað keypt flmm pakka af síga- rettum við kjörstaði en venjulegu eru sígarettur ófáanlegar í borginni. TT, Reuter og FNB Litháen: Yf irmaður vam- armála gripinn af Sovétmönnum Skipuleggjandi vamarmála í Lit- háen, Audrius Butkevicius, var grip- inn í nótt úti á götu í Vilnius. For- seti Litháens, Vytautas Landsbergis, hafði í nótt samband við sænsk-Uthá- iskan fréttamann, sem staddur er í Vilnius, og tilkynnti honum að Butkevicius hefði að öllum hkindum verið handtekinn. Fréttamaðurinn haföi það eftir Landsbergis að sjónarvottar hefðu séð hermenn sovéska innanríkis- ráðuneytisins grípa Butkevicius ná- lægt miðborg Vilnius. í gærkvöldi ræddi fréttamaðurinn við Butkevic- ius á hóteh sínu. Butkevicius hélt þaðan klukkan hálfeitt í nótt að stað- artíma. Fimmtán mínútum síðar sáu sjónarvottar hermennina leiða burt „mann sem líktist Butkevicius". Aðspurðar tilkynntu sveitir sov- éska innanríkisráðuneytisins í Viln- ius að tveir menn hefðu verið gripnir en aðeins annar þeirra var nafn- greindur, bílstjóri Butkevicius. TT Boris Pugo Ríkissaksóknari í Litháen mun leggja fram ákæru á hendur sov- éska innanríkisráðherranum, Bor- is Pugo. Þetta sagði Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, í út- varpsvíðtali i gær. Pugo verður ákærður vegna þess að hermenn undir stjóm hans halda áfram eft- irliti með eigum sem tilheyra þeim ekki. Með þessu átti Landsbergis við byggingar útvarpsins og sjónvarps- ins í Litháen, sjónvarpsturninn í Vilnius, blaöahúsið og fleirí bygg- ingar sem Sovétmenn réðust inn í 11. og 13. janúar. Landsbergis sagði einnig að vopnuðum sovéskum sveitum heföi fjölgað í Litháen að undan- fórnu. Litháar standa fyrir framan skrið- dreka sovéskra hermanna á leið til blaðahússins í Vilnius i janúar síðastliðnum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.