Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 10
10
MÁNUDAGUR 18. MARS. 199L
Hús verndarsj óður
Reykjavíkur
í lok apríl verður úthlutað lán'um úr Húsverndarsjóði
Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til við-
gerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem
sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða
byggingarsögulegum ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar-
góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verk-
lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1991 og skal umsókn-
um, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, kom-
ið á skrifstofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105
Reykjavík.
■{f ALTERNATORAR
** & STARTARAR
í FLESTA BÍLA, BÁTA,VINNUVÉLAR,VÖRUBÍLA. VERÐ Á ALTERNATORUM FRÁ KR. 5.900,-
Hinir vinsælu DELCO alternatorar til í 3 stærðum, 63, 85, 108 amper.
108 amp. eru hentugir fyrir fjallabíla og vinnuvélar og fólksbíla o.fl. sem þurfa mikið rafmagn við lítinn snúning. VIÐGERÐA- & VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Æm BÍLAKAF HF.,
BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700.
Stafaé
skrafab
L y k i l l a ð l e y n d a r m á l i
Þú getur fylgst meb þessum spennandi leik á
útvarpsstöbinni FM 957 á hverjum degi íþœtti
Ágústar Hébinssonar milli kl. 13.00 og 16.00.
Notabu þennan miba til ab finna rétta orbib og þú
getur orbib utanlandsferb ríkari.
Þú hlustar bara á FM 957 og verbur meb íleiknum.
3»c •-------------------
Orð/ð sem vib leitum ab í dag:
I 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 19 20
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
21 22 2.1 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35
□□□□□□□□□□□□□□□
Nafn:_____________
heimili:
Utlönd
Leiðtogaskipti með nýrri stjóm á Grænlandi:
Motzfeldt víkur
eftir 12 ára setu
- segist samt ekki vera hættur 1 stjómmálum
„Ég er ekki hættur í stjómmálun-
um ennþá. Þetta verður aðeins hlé
núna því minn tími er ekki liðinn
enn,“ sagði Jonathan Motzfeldt, leið-
togi Grænlendinga síðustu 12 árin,
eftir að ljóst var að flokksmenn hans
höfðu hafnað honum á fundi í Sium-
ut-flokknum á laugardaginn.
, Motzfeldt hefur staðið höllum fæti
í grænlenskum stjórnmálum síðustu
misseri. Árið 1989 varð hann að láta
formannsembættið í flokkum af
hendi til Lars Emils Johansen en
hélt þó enn stöðu leiðtoga og varð
enn formaður landstjórnarinnar eins
og hann hafði verið heilan áratug.
Síðustu tvö árin hefur Motzfeldt
haldið í síðasta hálmstráið til að verj-
ast sókn Johansens til valda. Segja
má að það hafi brostið þegar Motz-
feldt varð seint á síðasta ári uppvís
að sóun á almannafé ásamt ráðherr-
um sínum og áfengisneysla hans
komst enn í hámæli. Fram til þessa
hafði Motzfeldt verið óumdeilanlega
vinsælasti stjórnmálamaðurinn á
Grænlandi en í kosningunum þann
5. mars hafði Johansen betur og
fylgdi sigrinum eftir á fundi Siumut
á laugardaginn.
Þrátt fyrir áfollin munaði htlu að
Motzfeldt hefði betur. í Grænlandi
er því haldið fram að hann væri enn
formaður landstjórnarinnar ef einn
nánasti samverkamaður hans hefði
ekki þurft að bregða sér til Kaup-
mannahafnar nú um helgina. Sá er
Hans-Pavia Rosing landsþingsmaður
en í stað hans sat fund flokksins
Benedikte Thorsteinsson, andstæð-
ingur Motzfeldts. Þegar atkvæði
Lars Emil Johansen formaður landstjómar á Grænlandi:
Vinstri flokkamir náðu
saman á einum degi
í formennsku fyrir landstjórninni en
samstarfsflokkurinn fær félags- og
húsnæðismál.
Grænlendingar reikna með að
nokkur breyting verði á stefnu
stjórnarinnar með nýjum formanni.
Johansen hefur ákveðnari skoðanir
en Motzfeldt í efnahagsmálum og viU
beita ströngu aðhaldi. í þessum efn-
um nýtur hann stuðnings hægri
mannanna í Atassut enda áttu fleiri
von á að hann myndaði stjóm með
þeim. Flokksmenn inúíta vildu frem-
ur hafa Motzfeldt áfram en sætta sig
þó engu að síður við Johansen.
Efnahagur Grænlendinga hefur
farið mjög versnandi á síðustu árum.
Þar er slakri efnahagsstjóm Motz-
feldts kennt um. Hann hefur þótt
eyðslusamur og óhræddur við aö.
auka skuldir landsjóösins. Johansen
segir að ekki megi dragst lengur að
draga úr umsvifum landstjómarinn-
ar.
í ýmsum öðrum málum eru þeir
sammála. Nýja stjórnin mun leggja
áherslu á að nýta betur námur á
Grænlandi en það hefur verið sér-
stakt áhugamál Motzfeldts. Það verð-
ur þó fyrst og fremst í stíl þessara
manna sem Grænlendingar sjá mun-
inn á Motzfeldt og Johansen. Nýi for-
maðurinn þykir yfirvegaðri og
ábyrgari en Motzfeldt þykir óheflað-
ur og hefur oft sætt ámæli fyrir líf-
erni sitt.
Honum hefur loksins tekist aö velta Jonathan Motzfeldt úr sessi. Ritzau
Ný vinstri stjóm undir for-
mennsku Lars Emils Johansen tekur
við völdum á Grænlandi í byrjun
næsta mánaðar.
Johansen hóf þegar í gær tílraunir
til að mynda stjórn Siumut og flokks
inúíta. Eins og búist var við náðu
flokkarnir fljótt saman enda höfðu
óformlegar viöræður staðið yfir allt
frá því útslit kosninganna lágu fyrir
þann 5. mars.
Nýja stjórnin hefur 16 þingmenn
af 27 á landsþingjnu að baki sér. í
stjóminni verða sjö ráðherrar og
verða fimm frá Siumut. Þessir flokk-
ar hafa áöur setíð saman í stjórn eða
att tíl kosninganna 1989 þegar Jonat-
han Motzfeldt myndaði minnihluta-
stjórn til hægri með stuðningi Atass-
ut. Sú stjóm varð ekki langlíf því að
Atassut gafst upp á samstarfinu seint
á síðasta ári. Eftir það sat Motzfeldt
í minnihlutastjórn með stuöningi
inúíta.
Þingmenn Siumut eru enn í helstu
valdastöðum eins og þeir hafa vérið
allt frá því að heimastjóminni var
komið á fót á Grænlandi árið 1979.
Flokksmenn fara enn með efnahags-
og sjávarútvegsmál, auk þess að vera
Lars Emil Johansen, verðandi formaður landsljórnarinnar á Grænlandi.
Jonathan Motzfeldt hefur litla ástæðu til að gleðjast þessa dagna. Flokks-
menn hans hafa vikið honum úr embætti formanns landstjórnarinnar en
Motzfeldt hefur samt ekki sagt sitt síðasta orð.
flokksmanna voru talin munaði einu
atkvæði.
Þrátt fyrir þetta eru ekki taldar lík-
ur á að Motzfeldt getí velt Johansen
úr sessi þegar landsþingið kemur
saman þann 5. apríl og velur for-
mann landstjómarinnar. Johansen
hefur meirihluta þingmanna flokks-
ins að baki sér og á landsþinginu
vilja þingmenn úr öðrum flokkum
fremur vinna með Johansen en
Motzfeldt.
Motzfeldt verður því að bíða um
sinn áður en hann getur reynt að ná
fyrri völdum. Hann er 52 ára gamall
og aldursins vegna er ekkert því til
fyrirstöðu að hann nái að skáka and-
stæðingum sínum þótt síðar veröi.
Ritzau