Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Qupperneq 15
15
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
Loðnubrestur - ekki
bara vandi flotans
Taka verður á vanda landverkafólks og einstakra byggðarlaga, segir
greinarhöf. m.a.
Fyrir skömmu lagöi sjávarút-
vegsráðherra fram frumvarp á Al-
þingi um ráðstafanir til að mæta
vanda loðnuflotans vegna þess
aflabrests sem fyrirsjáanlegur var.
Með frumvarpinu er valin sú leið
að bæta tekjutap loðnuflotans með
tvennum hætti. Annars vegar með
því að veita sjávarútvegsráðherra
tímabundna heimild til að ráðstafa
til loðnuskipa að hluta eða öllu leyti
veiöiheimildum Hagræðingarsjóðs
sjávarútvegsins, alls 8000 þorsk-
ígildislestum. Hins vegar með því
að úthluta tímabundið 5000 lesta
viðbótarafla af úthafsrækju til
loðnuflotans.
Með frumvarpinu er því gerð til-
raun til að mæta vanda loðnuflot-
ans en ekki er tekið á þeim atvinnu-
vanda og tekjumissi sem bæði
landverkafólk og einstök byggðar-
lög standa frammi fyrir.
Byggðasjónarmið - óað-
skiljanlegur hluti fiskveiði-
stefnunnar
Hagræðingarsjóður sjávarút-
vegsins var stofnaður síðastliðið
vor. Markmiðið með stofnun hans
er meðal annars:...að stuðla að
aukinni hagkvæmni í útgerð og
koma til aðstoðar byggðarlögum er
standa höllum fæti vegna breyt-
inga á útgerðarháttum... “ eins og
segir orðrétt í 1. grein laganna.
Kvennalistakonur geta tekið
undir þetta markmið. Þingkonur
Kvennalistans hafa margoft bent á
nauðsyn þess að tekið verði fyllsta
tillit til byggðasjónarmiða við mót-
KjaUaiiim
Danfríður
Skarphéðinsdóttir
þingkona Kvennalistans,
skipar 1. sæti framboðslistans
á Vesturlandi
un fiskveiðistefnunnar. I samræmi
við þá stefnu lögðu Kvennahsta-
konur fram fjölmargar breyting-
artihögur við þau tvö frumvörp um
stjóm fiskveiða sem afgreidd hafa
verið frá Alþingi síðasthðin fjögur
ár. Með stofnun Hagræðingarsjóðs
sjávarútvegsins örlar aðeins á við-
urkenningu stjórnvalda á þeim
sjónarmiðum Kvennahstans að
nauðsynlegt sé að taka tillit til
byggðasjónarmiða í einhverjum
mæli. Núverandi fyrirkomulag er
þó enn fíarri hugmyndum Kvenna-
hstans.
Lausn fyrir flotann leysir ekki
vanda landverkafólks
Þegar frumvarp sjávarútvegsráð-
herra var lagt fram höfðu skapast
óvenjulegar aðstæður vegna afla-
brests loðnuflotans og sá hann því
ástæðu til að bregðast við vandan-
um með þeim hætti sem frum-
varpið gerir ráð fyrir og hér hefur
verið lýst. Þingkonur Kvennahst-
ans telja aðalgahann á frumvarpi
sjávarútvegsráðherra vera þann að
gert er ráð fyrir að honum verði
veitt heimild til að úthluta eftir at-
vikum öllum veiðiheimildum Hag-
ræðingarsjóðs sjávarútvegsins til
loðnuflotans eingöngu en land-
verkafólk og byggðarlög voru skil-
in eftir.
Tillögur Kvennalistans
Kvennalistakonur geta ekki sam-
þykkt að veiðiheimildum Hagræö-
ingarsjóðs veröi eingöngu úthlutað
til flotans án þess að um leið sé
reynt að leita leiða til að leysa
vanda landverkafólks og byggðar-
laga.
I umræðum um máhð vöruðu
þingkonur Kvennahstans við því
ákvæði frumvarpsins sem veitir
sjávarútvegsráðherra heimild th
að tæma Hagræðingarsjóð sjávar-
útvegsins í þessu skyni og útiloka
þar með að unnt reynist að taka á
vanda einstakra byggðarlaga sem
upp kann að koma síðar á árinu.
í ljósi þessa og með hliðsjón af
stefnu Kvennalistans í sjávarút-
vegsmálum lögðu þingkonur
Kvennahstans fram breytingartil-
lögur við umfjöllun um frumvarpið
í efri deild. Þær breytingartillögur
fela í sér að sjávarútvegsráðherra
verði veitt heimild til að úthluta
að hámarki 6000 þorskígildislestum
úr Hagræðingarsjóði beint til
byggðarlaga sem verða fyrir tekju-
missi og atvinnuleysi vegna loðnu-
brestsins. Jafnframt er kveðið á um
að sveitarstjórnir í viðkomandi
byggðarlögum skuh við úthlutun
aflans til skipa setja skilyrði sem
tryggi að starfsfólk loðnuverk-
smiðja fái atvinnu við vinnslu afl-
ans.
Með þessum breytingartillögum
vildu kvennahstakonur tryggja að
tillit yrði tekið til landverkafólks
og byggðarlaga ekki siöur en flot-
ans og gerðu því ekki athugasemd-
ir við að viðbótarrækjuafla yrði
úthlutað beint til loðnuskipanna.
Tillögurnar voru felldar í efri
deild en þingkonur Kvennalistans
í neðri deild munu að sjálfsögðu
bera þær fram aftur við afgreiðslu
málsins þar en ekki er ljóst, þegar
þetta er ritað, hvort málið fær end-
anlega afgreiðslu fyrir þinglok.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
„Kvennalistakonur geta ekki sam-
þykkt að veiðiheimildum Hagræðing-
arsjóðs verði eingöngu úthlutað til flot-
ans án þess að um leið sé reynt að leita
leiða til að leysa vanda landverkafólks
og byggðarlaga.“
Lykill að bættum
lífskjörum
.. .frelsi myndi leiða til drjúgrar hækkunar á verðmæti útflutts sjávarafla.
Fyrir okkur íslendinga er landið
okkar í rauninni ein stór auðlind.
Við eigum besta fiskinn. Við eigum
fahvötn sem búa yfir ótrúlegri
orku. Við eigum hreint loft og nátt-
úru sem er svo óspillt að útlending-
ar falla í stafi.
Þrátt fyrir þessa gjafmhdi náttúr-
unnar erum við sjálf búin að reyra
okkur svo kirfilega í fjötra úreltra
kerfa - einkum í landbúnaði og
sjávarútvegi - að hagfræðingar spá
að um aldamótin kunni íslendingar
að verða í hópi fátækustu þjóða á
Vesturlöndum.
Aukum kaupmáttinn
Sjaldan hefur því verið jafnbrýnt
og nú að finna leiðir sem gætu lyft
lífskjörum án þess að verðbólgan
shti á ný af sér tjóðrið. Þetta er
ekki síst brýnt vegna þess að eitt
mikilvægasta verkefni næstu miss-
era er að auka kaupmátt hjá launa-
fólki.
En hvernig er það hægt án þess
að leysa verðbólguna úr læðingi
aftur?
Mín leið felst í að þora - þora að
stokka upp atvinnulífið. Þora að
taka á úreltum kerfum í land-
búnaði og sjávarútvegi. Þora að
feta nýjar leiðir í markaösmálum.
Þora að þróa nýjungar í orkusölu.
Þora að beita félagslegum leiðum
th að bæta kjör þeirra verst settu.
Þetta er það sem við þurfum:
Lækkað matarverð
Uppstokkun í landbúnaði þar
sem opnað yrði á innfiutning á iðn-
framleiddum matvörum, svo sem
eggjum, svínakjöti og kjúklingum
- í fullri sátt við bændur. Matar-
KjaUaiinn
Össur Skarphéðinsson
skipar 3. sætið á lista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík
verð myndi lækka en samhliða
drægi úr nauðsyn á útflutnings-
bótum og niðurgreiðslum á inn-
lendar matvörur. Þar með yrði um
síðir verulegur spamaður hjá rík-
inu sem mætti að hluta verja í tíma-
bundnar aðgerðir til að styrkja
bændur til að laga sig að breyttum
markaði.
Fiskveiðikvóti yrði seldur þannig
að gjaldið rynni th þeirra sem eiga
hann lögum samkvæmt, þ.e.a.s.
þjóðarinnar. Þó farið yrði hægt af
stað myndi þetta skjótt leiða til
þess að milljarðar rynnu til sam-
neyslunnar. Þannig yrði hægt að
lækka skatta án þess að skera nið-
ur velferðarkerfíð.
Lögskylda ahan fisk af íslands-
miðum th að fara yfir uppboðs-
markað á íslandi. Við þetta stór-
fjölgaði smáum fyrirtækjum sem
ynnu sérhæfða vöru. í senn myndi
því aukast framboð á vel borguðum
störfum og verðmæti útflutnings á
sjávarfangi myndi ennfremur
hækka.
Algeru afnámi á einokun í út-
flutningi á frystum og söltuðum
fiski. Frelsi á þessu sviði myndi
leiða til drjúgrar hækkunar á verð-
mæti útflutts sjávarafla.
Hærri skattfrelsismörk
Varfærna uppbyggingu stóriðju
þar sem fyllstu mengunarvarna
yrði gætt. Aliðja er þó alls ekkert
lausnarorð í sjálfu sér en hún er
góð með öðru.
Jafnframt ber að stefna að orku-
sölu um streng th Evrópu. Tækni-
lega er þetta nú kleift og með slíkri
sölu væri hægt að breyta orkunni
í beinharðan gjaldeyri, án mengun-
ar og án sérstakrar tengingar við
stóriðju.
Stórátaki í ferðamannaiðnaði þar
sem hreina loftið, tæra vatnið og
ómenguð náttúra yröi markaðssett
með mun hnitmiðaðri hætti en nú
er gert.
Ofangreindar aðgerðir myndu
fljótt gjörbreyta íslensku atvinnu-
lffi, öllum til góða. Ég tel hins vegar
að sérstakar aðgerðir þurfi auk-
reitis til að bæta sérlega kjör þeirra
verst settu. Það vil ég gera svona:
Hækka skattfrelsismörk og þann-
ig í raun afnema tekjuskatt hjá lág-
launafólki.
Veita húsnæðisbætur th lág-
launafólks í leiguhúsnæði, stór-
fjölga kaupleigu- og búseturéttar-
íbúðum ásamt íbúðum í félagslega
kerfinu.
Jákvæð framtíð
Þessar thlögur ganga að sönnu í
berhögg við hagsmuni kvótakóng-
anna í Sjálfstæðisflokknum. Þær
munu heldur ekki fagna húrra-
hrópum úr glæstum salarkynnum
skrifstofubændanna við Hagatorg
sem ráða landbúnaðarstefnu
Framsóknar. En þær eru eigi að
síður lykihinn að vel reknu þjóð-
félagi þar sem hægt er að auka
kaupmátt með betri launum, lægra
matarverði, og spamaður í sjávar-
útvegi og landbúnaði dregur veru-
lega úr skattlagningu.
Þær eru lykhl að betri framtíð.
össur Skarphéðinsson
„Mín leið felst 1 að þora - þora að stokka
upp atvinnulífið. Þora að taka á úrelt-
um kerfum 1 landbúnaði og sjávarút-
vegi. Þora að feta nýjar leiðir í mark-
aðsmálum.“