Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. Afmæli________________pv Ólafur Gíslason Ólafur Gíslason fulltrúi, Skagflrð- ingabraut 33, Sauðárkróki, er sjötíu ogfimm áraídag. Starfsferill Ólafur fæddist að Pjósum í Svartadal í Austur-Húnavatnssýslu og ólst upp í Húnavatnssýslunni til tólf ára aldurs en síðan á Sauðár- króki. Ólafur stundaði bifreiðaakst- ur frá 1934. Hann keyrði langferða- bíla hjá BSA á Akureyri á árunum 1938-46 og stundaði síðan bifreiða- akstur á eigin vegum til 1959. Þá hóf hann störf hjá Pósti og síma þar sem hann starfaði í tuttugu og sjö ár, síðustu árin sem fulltrúi. Fjölskylda Ólafur kvæntist 18.3.1946 Guð- rúnu Svanbergsdóttur, f. 17.8.1927, kaupmanni, en hún er dóttir Svan- bergs Sigurgeirssonar, vatnsveitu- stjóra á Akureyri, og Aðalheiðar Jönsdóttur húsmóður. Börn Ólafs og Guðrúnar eru Gísli Ólafsson, yfirdeildarstjóri Pósts og síma á Akureyri, kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur fulltrúa og eiga þau þrjú börn, Lilju, Aðalheiði og Ólaf; Óh Ólafsson, bakari á Akur- eyri, kvæntur Sesselju Einarsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn, Lindu Björk, Birgi Rafn og Helgu Hrönn; Hörður G. Ólafsson, tann- smiður og tónlistarmaður á Sauðár- króki, og á hann þrjú börn, Guö- rúnu Helgu, Ólaf Heiöar og Elfu Hlín. Ólafur átti tvær systur. Guörúnu, skáldkonu í Reykjavík, sem er látin, og Huldu, húsmóður á Sauðárkróki. Foreldrar Ólafs voru Gísli Ólafs- son, f. 2.1.1885, d. 14.2.1967, skáld frá Eiríksstöðum, og Jakobína Þor- leifsdóttir, f. 29.6.1896, d. 29.5.1968. Jakobína var ættuð frá Kleifarhóli Ólafur Gíslason. í Langadal við Ísaíjarðardjúp en Gísli var af Skeggjastaða- og Stóra- dalsætt. Ólafur verður að heiman á af- mælisdaginn. MESTSELDI FÓLKSBÍLL I EVRÓPU VOLKSWAGEN GOLF KOSTAR NÚ AÐEINS FRÁ KR 898.000 ® Sparneytinn @ Einstök fjöðrun ® Endingargóður @ Aflmikill hreyfill 1,6 l ® Auðveldur í endursölu 0 Aflstýri 0 Lág bilanatíðni 0 Samlœsing (4ra dyra) # Ryðvörn í sérflokki @ Þriggja ára ábyrgð DRAUMABÍLL I AKSTRI HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 Andlát Else Figved frá Eskifirði lést á hjúk- runarheimilinu Skjóh þann 15. mars. Hulda Dagmar Þorfinnsdóttir, Kárs- nesbraut 125, Kópavogi, andaðist á heimili sínufimmtudaginn 14. mars. Jarðarfarir Friðjón I. Júlíusson frá Hrappsey, Austurgerði 4, Kópavogi, lést 6. mars. Jarðarförin hefur farið fram frá Kópavogskirkju. Hólmfríður Jónsdóttir, Skipasundi 21, Reykjavík, sem lést 12. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 15. Útför Þórðar Pálmasonar, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra í Borgarnesi, th heimihs aö Kvisthaga 17, Reykja- vik, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Sæta- ferðir verða frá Kaupfélagi Borgfirð- inga, Borgamesi, kl. 11.15 f.h. Jóhanna Kristin Yngvadóttir list- málari, Heimahvammi, Blesugróf, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 18. mars, kl. 13.30. Tilkyniuiigar Ljósmyndasamkeppni Nýlega undirrituðu ViÚijálmur Kristj- ánsson, formaður Hugmyndar ’81, og Davíð Scheving, framkvæmdastjóri Sólar hf., samning um ljósmyndasamkeppni. Hugmyndin er að taka myndir fyrir Sól hf. sem'nýst gætu sem auglýsingamyndir en færu jafnframt upp á vegg í fyrirtæk- inu. Samkeppnin fer þannig fram að fé- lagsmaður Hugmyndar ’81 skilar inn myndum hvort sem er í svart/hvítu, lit eða á slides. Þá tekur við myndimum dómnefnd þar sem tveir menn eru skip- aðir af Hugmynd 81 en einn af Sól hf. og velja þeir síðan 10 bestu myndimar. Þær myndir sem lenda í þrem efstu sætunum njóta síðan sérstakrar viðurkenningar frá Hugmynd ’81. Skilafrestur mynda í ljósmyndasamkeppnina er 30. mars og eru allir félagsmenn Hugmyndar ’81 hvattir til að taka þátt í keppninni. Upp- lýsingar eru veittar að Klapparstíg 26, næstu fimmtudagskvöld frá kl. 20.30-23. Leigjendasamtökin í nýtt húsnæði Leigjendasamtökin hafa flutt starfsemi sína í Alþýðuhúsið að Hverfisgötu 8-10, 4, hæð (inngangur frá Ingólfsstræti). Þangað getur fólk leitað á skrifstofutlma eftir upplýsingum og félagsmenn hvers konar aðstoða það við að ná rétti sínum, ef á þaö er hallað í leigumálum. Einnig reyna Leigjendasamtökin aö útvega fé- lagsmönnum húsnæði eftir því sem hægt er. Stjórn Leigjendasamtakanna hefur í hyggju að setja á fót löggilta leigumiðlun er annist miðlun leiguhúsnæðis. Hefur stjómin leitað til Húseigendafélagsins og Reykjavíkurborgar með samstarf í huga eða stuðning. Leigumiðlun er þannig væri að staðið ætti að geta notið trausts beggja aðila leigumálans. Stjóm Leigu- samtakanna vill hvetja alla leigjendur til að hafa samband við skrifstofuna og taka þátt í starfi samtaka sinna. Stærsta bar- áttmnál samtakanna nú er að fá viður- kenndan rétt leigjenda til húsnæðisbóta. Er full þörf á samstöðu leigjenda til að ná fram því réttlætismáli. Kaffikonsert á Húsavík Þriöjudagskvöldið 19. mars kl. 20.30 halda fiðluleikarinn Hlíf Sigurjónsdóttir og gít- arleikarinn Símon H. ívarsson tónleika í Nýja safnaðarheimilinu í samvinnu við Tónlistarskóla Húsavíkur. Einnig munu þau halda námskeið fyrir nemendur Tón- listarskólans fyrir tónleikana. Fiðla og gítar heyrast ekki oft í samleik hér á landi en hafa veriö nátengd hvort öðm í gegn- um sögu tónlistarinnar. Hér gefur því að heyra fjölbreytta tónlist frá ólíkum tíma- bilum, en á efnisskránni em m.a. verk eftir Handel, Beethoven, Paganini, Sara- sate, Gunnar Reyni Sveinsson og Al- beniz. Á tónleikunum er reynt að breyta út frá hinu hefðbundna tónleikaformi, m.a. með því að nemendur Tónlistarskól- ans taki þátt í tónleikunum og einnig verður kafii á boðstólum og gefst tón- leikagestum þá tækifæri til að ræða við flytjendur. Tapað-fundið Fjallahjól tapaðist Bláu Murray fiallahjóli var stohð úr hjólageymslu að Fálkagötu 11. Geti ein- hver veitt upplýsingar er hann vinsam- legast beðinn að hringja í síma 22378. Leikhús Aa HHíA Nqr Hiá Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas Leikstjóri Viöar Eggertsson Sýnt i Tjarnarbíói Miöapantanir í síma 620458 eftir kl. 14. 10. sýning þriðjud. 19.3. kl. 20.30. Síð- asta sýning. 1IIII ÍSLENSKA ÓPERAN ___lllll GAMLA BlO INOOLfSSTHÆTl RIGOLETTO eftir Giuseppe Verdi Næstu sýningar 20. mars, uppselt. 22. mars, uppselt. 23. mars, uppselt. (Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur hlutverk Gildu.) Ath. Óvíst er um fleiri sýningar! Miðasalan er opin virka daga frá kl. 14-18 og sýningardaga til kl. 20.00. Simi 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT ■ STÓRKOSTLEG ASKRIFTAR Ertþú örugglega oroinn áskrifandi? Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Leikendur, söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar: Ragnhildur Gisla- dóttir, Helgi Björnsson, Vilborg Halldórsdóttlr, Valgeir Skagfjörð, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Kaa- ber, Jón St. Kristjánsson, Kristján Pétur Sigurósson, Jón Benónýs- son, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Gestur Einar Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir, Nanette Nelms, Astrós Gunn- arsdóttir, Jóhann Arnarsson, Óskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sigurbjörns- son, Þorsteinn Kjartansson og Björn Jósepsson. 4. sýning föstud. 22. mars kl. 20.30. 5. sýning laugard. 23. mars kl. 20.30. 6. sýning sunnud. 24. mars kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skirdag) kl. 15.00. 37. sýning fimmtud, 28. mars (skirdag) kl. 20.30. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MTJNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.