Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ekki einir í heiminum Eftir íslenzku þingkosningarnar var í nokkrum jap- önskum dagblöðum á ensku hægt að fylgjast daglega með úrslitum og stjórnarmyndunartilraunum. Þetta var ekki hægt í bandarísku dagblaði, sem þó er gefið út fyr- ir fjölþjóðamarkað, International Herald Tribune. Þetta stafar ekki af, að dagblaðið sé svo lélegt, heldur af þröngum sjóndeildarhring Bandaríkjamanna. Þar eru erlendar fréttir Qölþjóðafréttir og aðrar fréttir, er varða hagsmuni Bandaríkjanna, en ekki fréttir, sem eru bundnar við einstök lönd, svo sem kosningar á íslandi. Þeir, sem eru staddir í Japan og hafa áhuga á evrópsk- um íþróttum, geta fylgzt með þeim í hinum enskskrif- uðu dagblöðum þar. Þeir geta það miklu síður í banda- ríska alþjóðablaðinu International Herald Tribune, sem er upptekið af amerískum hornabolta og öðru slíku. Þessi mismunur stafar af, að Japanir líta ekki á sig sem sjálft mannkynið, heldur íbúa eyjar út í hafi, háða umheiminum á ýmsa vegu. Þetta gera íslendinga líka og þess vegna eru íslenzkir fjölmiðlar fullir af erlendum fréttum, sem hvorki varða ísland beint eða óbeint. Af framgöngu Bandaríkjamanna í útlöndum má sjá, að sumir þeirra eru beinlínis hneykslaðir, ef starfsfólk í erlendum ferðaiðnaði, svo sem á flugvöllum í Japan, getur ekki gert sig skiljanlegt á ensku. Þeir gera beinlín- is kröfu til þess, að viðmælendur sínir tali á ensku. Þessi sjálfsmiðjun Bandaríkjamanna veldur miklum erfiðleikum. Fulltrúar landsins læra ekki erlend tungu- mál og vita því minna en aðrir um hugsanir og skoðan- ir fólks í öðrum löndum. Þess vegna misreiknar banda- rísk utanríkisþjónusta útlendinga hvað eftir annað. Bandaríkjaforseti og bandaríska utanríkisráðuneytið byggðu á sínum tíma upp Saddam Hussein íraksforseta sem mótvægi við erkiklerkana í íran. Þegar hann tap- aði Persaflóastríðinu vildu Bandaríkjamenn ekki eiga á hættu að Kúrdar og sjítar tækju völd í írak. Þess vegna var 700 skriðdrekum, 1500 brynbílum og öðrum stríðstólum sleppt úr herkví bandamanna, gegn vilja Frakka og Breta. Þessi vopn réðu úrslitum um, að Saddam Hussein tókst að brjóta uppreisnarmenn á bak aftur og efna til harmleiksins á svæðum Kúrda og sjíta. Bush Bandaríkjaforseti var um tíma sendiherra í Kína og hefur síðan talið sér trú um, að hann hafi sér- stakt vit á málefnum Kína. Afleiðingin er sú, að hinir elliæru glæpamenn, sem ráða ríkjum þar í landi, njóta beztu kjara og velvildar í viðskiptum við Bandaríkin. Ceaucescu Rúmeníuforseti var annar vildarvinur Bandaríkjanna og naut hinna sömu reglna um beztu kjör í viðskiptum. Það var ekki fyrr en Rúmenar tóku Ceaucescu af lífi, að bandarísk stjórnvöld áttuðu sig á, hvernig fólk hugsaði í þessu fjarlæga landi. Gorbatsjov hefur lengi verið í náðinni hjá Bandaríkja- stjórn, þótt auðvelt sé að sjá, að hann skilur ekkert í efnahagsmálum og hefur sama sem engan stuðning al- mennings í Sovétríkjunum. Stjórn hans er dæmd til að mistakast að stemma stigu við hruni Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn urðu að hrökklast við illan leik frá Vietnam. Þeir urðu hka að hrökklast frá Líbanon. Nú hefur þeim tekizt að breyta sigri bandamanna í gífurleg- an harmleik, sem mun árum og áratugum saman varpa miklum skugga á stjórnarferil George Bush forseta. Slíkum vandræðum linnir ekki fyrr en Bandaríkja- menn hætta að líta á sig sem mannkynið og byrja að skoða sjálfa sig sem aðila að samfélagi þjóðanna. Jónas Kristjánsson Viðsjár í peningamálum og heimsviðskiptum Eftir skjótan sigur á írak og lækkandi olíuverð í kjölfarið gáfu hagspámenn Bandaríkjastjórnar til kynna að þar með ætti að vera komin helsta forsendan fyrir að ríkjandi samdráttarskeiði í banda- rísku hagsveiflunni linnti. Bent var á að samdrátturinn skall á fyrir alvöru um svipað leyti og olíuverö- ið rauk upp og óvissa magnaðist eftir hertöku íraka á Kúveit í fyrra- sumar. Hagtölur, sem birtust í síðustu viku, hafa gert þessar vonir að engu. Þær leiða í ljós að samdrátt- urinn í bandarísku atvinnulífi fyrsta fjóröung ársins hefur harðn- að en ekki rénað. Þjóðarframleiðsl- an hefur dregist saman um 2,8 af hundraði og samdrátturinn segir til sín á næstum öllum sviðum. Neysla dregst saman hjá almenn- ingi og ríkisútgjöld sömuleiðis. Fjárfesting i nýbyggingum jafnt og atvinnutækjum er á niðurleið. ískyggilegast þykir þó að mest hrapar sala á varanlegum neyslu- vörum annars vegar og fjárfesting í framleiöslutækjum hins vegar. Þessu fylgdi að verðbólgustig hækkaði og náði 5,5 við síðustu mælingu. í trausti þess að sú aukn- ing sé tímabundin hefur stjóm Seðlabanka Bandaríkjanna ákveð- ið að meta viðnám við samdrættin- um meira en varúð vegna verð- bólgu og lækkað grunnvexti um hálfan af hundraði. Viðskiptabank- ar voru fljótir að lækka útlánsvexti að sama skapi. Þessar vendingar í bandarískri hagþróun og fjármálum komu nær samtímis fundi fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja í Washington til að undirbúa árlegan fund leiðtoga ríkja sinna í London í sumar. Fund- urinn leiddi í ljós grundvallarmun á peningamálastefnu Bandaríkj- anna og Bretlands annars vegar og Japans og Þýskalands hins vegar. Fyrmefndu ríkin tvö eiga við að stríða samdrátt í atvinnulífi og vilja mæta honum með því að lækka vexti. Hin ríkin tvö, sem lengi hafa búið við mikinn greiðsluafgang og safnað fjármagni, telja sér hins vegar bera brýna nauðsyn til að reka aðhaldsstefnu í peningamál- um með háum vöxtum. Japönsk stjómvöld vilja fyrir hvern mun binda enda á spákaupmennsku með lánsfjármagn áður en hún veldur meiri skaða en þegar er orð- inn. Þýska stjómin segist eiga fullt í fangi með að fjármagna endur- reisn austurhéraða landsins og lán til ríkja Austur-Evrópu við þá íjár- magnsmyndun sem nú á sér staö, hvað þá heldur ef unnið væri gegn henni meö vaxtalækkun. Forseti bankastjórnar Seðla- banka Þýskalands, Karl Otto Pöhl, sem jafnan hefur það hlutverk að segja nei við Bandaríkjamenn þannig að þeir viti að þrýstingur til að hafa sitt fram sé þýðingar- laus, komst svo að orði á fundinum Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson í Washington að gmndvallaratriðið í heimshagkerfinu sem stendur væri að iðnvædda heiminn skorti verulega fjármagn til að leysa þau verkefni sem nú kalla brýnast að. Þau em annars vegar að rétta við efnahag ríkja Austur-Evrópu og Sovétríkjanna það skjótt að þar verði forðað frá öngþveiti, hins vegar að reisa svæðið við botn Persaflóa úr stríðsrústum. Þetta tvennt kallar á slíkar fjárfúlgur að þegar gætt er annarra þarfa getur enginn viti borinn maður fariö í grafgötur um að framundan er „langt tímabil tiltölulega hárra raunvaxta", sagði Pöhl. Þetta misræmi í peningamála- stefnu öflugustu iðnvelda verður svo til þess að gjaldeyrismarkaöir verða fyrir bragðið óstöðugri en æskilegt þykir, eins og einkum hef- ur birst í sveiflum á gengi Banda- ríkjadollars síðustu misseri. Sömuleiðis torveldar ágreining- urinn um áherslur í peningamál- um viðureignina við það verkefni í efnahagsmálum heimsbyggðar- innar sem hæst ber um þessar mundir, tilraunina sem gerð er innan vébanda Gatt, Alþjóðasam- komulagsins um viðskipti og tolla, að festa enn frekar í sessi fríversl- unarstefnuna sem svo vel hefur gefist sé litið á tímabilið frá lokum síðari heimsstyrjaldar í heild. í svonefndri Uruguay-umferð hjá Gatt er leitast við að færa fríverslun út til landbúnaðarafurða pg marg- víslegra þjónustugreina. í síöustu samningalotu strandaði allt á búsaf- urðunum, þar léðu ríki Evrópu- bandalagsins og Japan ekki máls á þeim tilslökunum sem Bandaríkin og aðrir stórútflytjendur landbún- aðarafurða vildu ná fram. Með lipurð og lagni tókst Arthur Dunkel, framkvæmdastjóra Gatt, að forða frá því að upp úr slitnaði á samningafundi í vetur. Nú hefur hann komiö því til leiöar að næsta samningalota ætti að geta orðið markvissari og skjótvirkari en þær fyrri. í stað fimmtán samninga- hópa, hvers með sitt sérsvið, koma sjö. Dunkel verður sjálfur í forsæti í þeim tveim hópum sem fá til með- ferðar erflðustu viðfangsefnin, verslun með landbúnaðarvörur annars vegar og vefnaðarvörur hins vegar. Samtímis berast þær fregnir úr herbúðum EB að þar séu á lofti teikn um að eitthvað sé að greiðast úr sjálfheldunni sem ríkt hefur í framkvæmd landbúnaðarstefnu bandalagsins. Fram til þessa hefur hún ýtt undir óarðbæra umfram- framleisðlu, þar sem bændur hafa fengið styrki greidda á framleiðslu- einingu, hvort sem hún var seljan- leg eða ekki. Núverandi landbúnaðarfulltrúi í stjóm EB, írinn Ray MacSharry, hefur beitt sér fyrir að sú breyting verði gerð að bændur fái búsetu- styrki til að halda við byggð þar sem nauðsyn þykir en ekki offram- leiðsluverðlaun. Stórbændur landa EB, sem til þessa hafa fleytt rjóm- ann af landbúnaðarstefnuni jafn- framt því sem þeir leggja undir sig jarðnæði smábænda fyrir ágóðann, hafa fram til þessa beitt stjórn- málaáhrifum sínum, einkum í Frakklandi og Þýskalandi, til að koma í veg fyrir breytingu. Nú tel- ur MacSharry að meira að segja þeir séu farnir að gera sér grein fyrir að allir skaðast á hömlulausri offramleiðslu þegar til lengdar læt- ur. En þá birtist nýtt Ijón á vegi Gatt. Heimild Bandaríkjaforseta til að gera viðskiptasamninga með þeim hætti að þingið fái niöurstöðuna til skjótrar samþykktar eða synjunar en geti ekki beitt henni í neinu er að renna út. Ef nokkur von á að vera um áragnur hjá Gatt verður þetta umboð að fást endurnýjað, því eftir fyrri reynslu gerir ekkert ríki viðskiptasamning sem Banda- ríkjaþing getur svo umturnað eftir sínum geðþótta. Tillaga um framlengingu samn- ingsumboðs til forsetans liggur fyr- ir Bandaríkjaþingi, en afdrif henn- ar eru alls ekki fyrirfram ráöin. Risið hefur upp bandalag þing- manna úr báðum flokkum, sem vegna kjördæmahagsmuna vilja koma í veg fyrir að Bush forseti fái frjálsar hendur til að gera fríversl- unarsamning við Mexíkó, og horfa ekki í að skjóta Gatt-samning í kaf um leiö. Afdrif Gatt-viðræðnanna velta fyrst og fremst á afstöðu Bandaríkjanna annars vegar og Evrópubandalagsins hins vegar. Forsetarnir Bush og Mitterrand voru léttklæddir þegar þeir ræddust síðast við á frönsku Kariba- hafseyjunni Martinique. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.