Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Fréttir 25 ára karlmaður dæmdur 1 eins árs fangelsi: Smyglaði 200grömmum af amf etamíni í endaþarmi meintur flármögnunaraðili með langan sakaferil neitaði og var sýknaður Sakadómur í ávana- og fíkniefna- málum hefur dæmt 25 ára karlmann í eins árs fangelsi fyrir aö hafa staðið að innflutningi á 200 gömmum af amfetamíni frá Amsterdam árið 1989. Maðurinn gekkst fullkomlega við broti sínu og ákæruatriðum. Annar maður, 33 ára Reykvíkingur, sem einnig var ákærður og hefur mjög langan sakaferil, aðallega vegna fíkniefnamála, neitaði á hinn bóginn öllum sakargiftum. Hann var ákærð- ur fyrir að hafa lagt fram 110 þúsund krónur til innkaupaferðarinnar, sagt hinum fyrir um innkaupsstað og greitt honum síðan fyrir innkaupa- ferðina með 80 grömmum af hassi og nokkrum grömmum af amfetam- íni. Þessi maður var sýknaður. Mennirnir voru fyrrum skipsfélag- ar á fiskibát og því kunningjar. Máls- atvik, að sögn þess sem var dæmdur í fangelsi, voru að hann var orðinn peningalaus og heimsótti kunningj- ann snemma árs 1989. Þar sem sá maður var fíkniefnasali færði hann í tal hve mikinn gróða hann fengi fyrir innflutning eiturlytja. Menn- irnir sammæltust síðan um að sá fyrrnefndi færi til Amsterdam um helgi til aö kaupa 200 grömm af am- fetamini og myndi sá síðarnefndi fjármagnaða ferðina, hótelkostnað og fleira. Hinn dæmdi maður sagðist hafa flogið út og gefið sig þar aö ákveðnum manni í „samlokusjoppu" við Damstraat í Amsterdam. Þar fékk hann 200 grömm af amfetamini. Þetta setti hann í sjö smokka og „tróð þeim upp í endaþarminn" á sér brottfarar- daginn til íslands. Þegar hann kom til Islands kvað hann tollverði hafa gert á sér líkamsleit en þeir ekkert fundið. Eftir að fíkninefnin gengu niður af manninum afhenti hann þau á heim- ili hins meinta íjármagnara. Fyrir innflutninginn fékk hann síðan 80 grömm af hassi, nokkur grömm af amfetamíni og 10 þúsund krónur. Á næstu dögum var hann handtekinn á Óshlíðarvegi, skammt frá Bolung- arvík, en meintur fjármagnari var handtekinn í Reykjavík. í Sakadómi var sá sem fór i ferðina til Amsterdam dæmdur fyrir ofan- greindan innflutning. Auk þess þótti fullsannað að árið 1988 hefði hann selt og gefið ótilgreindum hópi fólks á ísafiröi og Bolungarvík um 30 grömm af amfetamíni sem mun hafa verið í eigu Englendings. Við ákvörð- un refsingar var tekið mið af því hve samvinnuþýður hann var við að gangast við brotum sínum. Meintur fjármögnunaraðili var sýknaður vegna skorts á sönnunum. Bjarni Stefánsson dómarafulltrúi kvað upp dóminn. -ÓTT Rikisstjómin boöuö til fundar á morgun: Island aftur með í viðræð- unum um EES Ríkisstjórnin kémur til fundar annað kvöld til aö ræða áfram- haldandi þátttöku íslands í viðræð- um EFTA og EB um Evrópska efnahagssvæðið. Að undanfórnu hefur íslenska sendinefndin ekki tekið þátt í þessum viðræðum til að leggja áherslu á þá afstöðu ís- lendinga að ekki komi til greina aö skipta á aðgangi útlendinga að is- lenskri fiskveiðilögsögu og toll- frjálsum aðgangi með íslenskar vörur inn á markaði EB. Búist er við að ríkisstjórnin veiti íslensku sendinefndinni endurnýj- að umboð til að ljúka samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Ekki verður þó hvikað frá fyrri afstööu íslands varðandi fiskveiðar hér við land. Náist samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um fram- hald viðræönanna mun samninga- nefnd ísíands taka aö nýju þátt í viðræðum EFTA og EB þegar í næstu viku. Formaður íslensku nefndarinnar er Hannes Hafstein. -kaa Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Halldór Jónatansson fara yfir úfboð sem opnað var vegna mannvirkjagerðar fyrir Fljótsdalsvirkjun í gær. Útboðið var í þremur þáttum: aðrennsiisgöng, stöðvarhús og frárennsli og Eyjabakkastífla og inntaksmannvirki. Lægsta tilboðið átti sænska fyrirtækið NCC International AB. Tilboð þess í alla þrjá þættina hljóðar upp á samtals tæplega 6.100 milljónir króna. Samstarfsfyrirtæki NCC eru Hagvirki og norska fyrirtækið Statkraft. DV-mynd Brynjar Gauti Slysið í Bretlandi: Einn liggur þungthaldinn íslendingurinn, sem lá meðvitund- arlaus á Royal Exeter sjúkrahúsinu í gær eftir bílslysið aðfaranótt fimmtudagsins, var enn þungt hald- inn þegar síðast fréttist í gærkvöldi. Fjórir félaga hans voru á batavegi en sá fimmti útskrifaöist af sjúkra- húsinu á fimmtudag. -ÓTT Olíuverðlækkar -bensín óbreytt Verðlagsráö hefur fallist á óskir olíufélaganna um lækkun á gasolíu. Verðið lækkar um 12,6 prósent - lítr- inn lækkar því úr 24,60 í 21,50 krón- um. Bensínverð breytist ekki en verö á svartoliu mun hins vegar lækka um 16,1 prósent. -ÓTT Þorsteinn Pálsson: Kannaróeðlilegar ráðningarÓlaÞ. Þorsteinn Pálsson hefur óskað eftir greinargerð um tilteknar embættis- ráðningar Óla Þ. Guðbjartssonar í ráðherratíð hans. Þorsteinn er að kanna hvort óeðlilega hafi veriö stað- iö að ýmsum stöðuveitingum. Lög- reglustjórinn í Reykjavík hefur ósk- að eftir að Þorsteinn staðfesti skipu- rit þar sem ekki er gert ráð fyrir hinni umdeildu stöðu aðstoðaryfir- lögregluþjóns. -ÓTT Hagnaöur Bifreiðaskoðunar 85,7 milljónir eftir skatta: „Þetta er ekki óskapnaður“ Aðrar tekjur Nýskráning 437,9 SkodjÁ ökutækja 249,5 agnaður Æ Hagnaður Eigið fé /rir skdtíár eftirskatta Svona skiptast tekjur Bifreiðaskoðunar á síðasta ári. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar Islands hf„ segir að hann geti ekki fallist á að fyrirtækið sé kallað einkavædd einokun eöa að rætt sé um það sem einhvern óskapnað sem sé hvorki einkafyrir- tæki, samvinnufyrirtæki eða ríkis- fyrirtæki. „Þarna eigið þið blaðamenn nokkra sök. Þetta er ekki óskapnað- ur heldur þjóöþrifafyrirtæki. Þetta er verktakafyrirtæki sem hefur samning við stjórnvöld um að sinna þessu hlutverki og stjórnvöld koma með þá gjaldskrá sem fyrirtækið vinnur eftir. Þannig er hagsmuna neytenda gætt í hvívetna," segir Karl. Umræður um eðli fyrirtækisins Bifreiðaskoðunar íslands hf. eru að komast í brennidepil eftir að hagnað- ur fyrirtækisins á síðasta ári nam um 32 prósentum af heildartekjum. Svo hátt hagnaðarhlutfall sýna sára- fá hlutafélög í landinu. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta var 141,1 milljón króna. Hagn- aður eftir skatta var um 85,7 milljón- ir króna. Heildartekjur voru 437,9 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækis- ins er 249,5 milljónir króna og er eig- infjárhlutfalliö um 48 prósent. Það er mjög hátt hlutfall. Bifreiðaskoðun íslands var stofnuö á miðju ári 1988 og tók til starfa í ársbyrjun 1989. Jón Sigurösson, nú- verandi viöskiptaráðherra og þáver- andi dómsmálaráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp um stofnun fyrir- tækisins. Frumvarpið var samþykkt af meginþorra þingmanna. Ríkið á helming hlutaíjárins í fyrir- tækinu, tryggingafélögin fjórðung, og ýmsir aðrir eins og bílaumboö, bifreiðaverkstæöi, FÍB og Bilgreina- sambandiö, eiga fjóröung. Stjómarformaður Bifreiöaskoðun- ar íslands hf. er Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráöu- neytinu. Karl segir að ekki megi horfa fram hjá því að með Bifreiðaskoðun ís- lands sé veriö að reisa úr rústum starfsemi Bifreiðaeftirlits ríkisins og gera alvöru úr bílaskoöun hérlendis. „Það er ekki nokkur einasti maður sem spyr að því hvernig það starf gangi. Við erum aö reyna að segja frá því að við séum búnir að byggja myndarlegar skoðunarstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöð- um og áformum aö byggja skoðunar- stöövar á fjórum stöðum, ísafirði, Borgarnesi, Húsavík og Selfossi á þessu ári.“ - Finnst þér samt ekki þessi mikli hagnaður fyrirtækisins benda til þess að gjaldskráin sé allt of há? „Fyrirtækiö þarf á þessum hagnaði að halda ef því á að takast að byggja upp skoðunarstöövar út um allt land af eigin aflafé og komast almennilega á laggirnar eins og stjórnvöld ætlast til. Þegar fram líða stundir og fyrir- tækinu vex fiskur um hrygg mun hagnaðurinn minnka. Stefnt er aö því að hann verði ekki meiri en að borga eölilegan 'arð af hlutabréfum. Það má segja aö þegar sé byrjaö á þessu. Gjaldskráin í ár er sú sama °g \ fyrra sem þýöir í raun gjald- skrárlækkun," segir Karl Ragnars. ■ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.