Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 52
e*- Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Í i í LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Jóhanna Sigurðardóttir: Ódrengilega að mér vegið af Karli Steinari NEYDARHNAPPUR FRA VARA fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða 91-293» I II/// Alhhðo ön/ggisþjónusta VARI síðan 1 969 LOKI Gott er að eiga eina Sofflu frænku í Kardemommubæ Jóns baldna! i „Ég harma þaö mjög aö Karl Stein- ar Guðnason skuli ráöast að mér meö jafnómerkilegri og ómaklegri gagn- rýni og hann gerir í viðtali við DV á fimmtudaginn. Þar setur hann fram fullyrðingar sem ekki standast og hljóta að vera byggðar á misskiln- ingi. Með ummælum sínum vegur hann hins vegar svo ódrengilega að mér að ég hlýt að taka þau til efn- islegrar umræðu innan flokksins. Ég vísa því hins vegar alfarið á bug að ég hafi ekki sinnt vinnumarkaðinum sem skyldi. Þvert á móti tel ég að þessum málaflokki hafi ekki verið eins vel sinnt í ráðuneytinu í íjölda- rnörg ár,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. í viðtalinu við Karl Steinar gagn- rýnir hann Jóhönnu fyrir að hafa með ólýöræðislegum hætti stillt þingflokki Alþýðuflokks upp við vegg við ráðherraval. Hann segir Jóhönnu hafa á síðustu stundu neit- að að taka að sér heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eins og rætt hafi verið um. Því hafi þing- flokkurinn neyðst til að hætta við að gera hann að félagsmálaráðherra eins og formaðurinn fór fram á. Einnig segir Karl Steinar að málefn- um vinnumarkaðarins hafi ekki ver- ið nógu vel sinnt í ráðuneytinu. Jóhanna segir það ekki rétt hjá Karli Steinari að búið hafi veriö að ákveða að hún tæki að sér heilbrigö- is- og tryggingamálaráðuneytið og hann færi í félagsmálaráöuneytið. „Það var ekki leitað eftir samþykki mínu fyrir slíkri breytingu fyrr en sama kvöld og flokksstjórnarfundur- inn, sem samþykkti ráðherralistann endanlega, fór fram,“ segir Jóhanna. -kaa Tvö 9 ára börn björguðu skólabróður sínum í sundlauginni á Höfn: Drengurinn var orðinn helblár og rænulaus „Þetta var i leiktímanum. Strák- urinn var að leika sér að því að kafa í sundlauginni. Svo skeði eitt- hvað. Það munaði pínulitlu aö hann næði í bakkann en svo fór hann að sökkva. Hann náði ekki að kalla á hjálp en stundi einhvern veginn. Þegar við tókum eftir hon- um var hann að sökkva og við héld- um að hann væri bara að leika sér. Við þurftum aðeins að kafa til að ná honum. Ég náði taki og Guðrún kora meðfram bakkanum og tók lika í hann. SíÖan sáum við Ólöfu sundkennara og Guðbrand koma fótbrotínn en liækjulausan hlaup- andi,“ sagði Einar Páll Benedikts- son frá Seljavöllum, 9 ára nemandi í Nesjaskóla í Homafirði, í samtali viðDV. Einar Páll og bekkjarsystir hans, Guðrún Arna Kristjánsdóttir í 4. B, náðu að bjarga dreng úr 3. bekk í sama skóla í sundlaug Hafnar- hrepps á Höfn síðdegis á fnnmtu- dag. Drengurinn var hætt kominn og nánast hættur að anda þegar honum var komið upp úr lauginni. Ólöf Valgeirsdóttir sundkennari var við hinn enda laugarinnar þeg- ar hún sá að eitthvaö var að úti í Mindlaugmm. „Ég var að kenna börnunum sund. Þau fá síðan að leika sér í smástund áður en þau fara upp úr. Ég var við hinn endann þegar ég heyrði krakkana kalla frá djúpu lauginni og þau náðu tvö taki á honum. Strákurinn var orðinn hel- blár og máttlaus þegar ég kippti honum upp úr. Ég sneri honum við og þá rann mikið vatn upp úr hon- um. Þá jafnaði hann sig en þetta mátti ekki tæpara standa. Það má segja að hann hafi verið orðinn al- veg rænulaus," sagði Ólöf. Læknir var kallaður á staðinn en þá var drengurinn búinn að ná sér. Að sögn Ólafar var hann dálítið máttlaus á eftir en hann náði scr von hráðar. Hún sagði jafnframt að ef krakkar lékju sér í sundlaug þar sem þeir bohiuðu ekki væru þeir fljótir að sökkva ef þeh' á ann- að borð byrjuðu að gleypa vatn og næðuekkiháldi neins staðar. -ÓTT ( l I < I I Karlmaður um þrítugt: I í gæsluvarð-í haldivegna | gruns um dreifingu fíkniefna Vorið er komið með rigningu og súld. En börnin setja rigninguna ekki fyrir sig. Það er enda alveg bráðskemmtilegt að sulla og drullumalla i pollunum. Þessar fallegu stúlkur voru þvi alsælar með sinar fötur og skóflur í Árbænum j gær. DV-mynd Brynjar Gauti Sakadómari í ávana- og flkniefna- málum hefur úrskurðað rúmlega þrítugan karlmann í gæsluvarðhald til 6. maí vegna gruns um dreifingu fíkniefna. Fíkniefnadeild lögregl- unnar handtók manninn á götu í Reykjavík á miðvikudag. Nokkuð magn af amfetamíni og hassi fannst í fórum hans. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði við DV í gær að hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi hefur áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar vegna innflutnings og dreifingar á fíkniefnum. -ÓTT I I I 5° 6» (l\ V T ' Veðrið á sunnudag og mánudag: Styttir upp á mánudag Á sunnudag eru horfur á norðaustanátt á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands en vestlægri eða suðvestlægri átt um sunnanvert landið. Rigning veröur víða um land og hiti á bilinu 4-8 stig. Á mánudag styttir upp aö mestu með norðlægri átt, þó má búast við skúrum sunnanlands fram eftir degi. Heldur kólnandi veöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.