Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Eurovision í kvöld: Ömurlegt klúðm' - segir Eyjólfur Kristjánsson sem er óhress með framgang mála í Róm „Ég get ekki sagt að við séum yfir okkur ánægð. Við höfum þó reynt að skemmta okkur sjálf og íslenski hópurinn er mjög hress og skemmti- legur. Hins vegar hefur Sjónvarpiö staðið sig afar illa svo ekki sé meira sagt,“ sagöi Eyjólfur Kristjánsson söngvari er helgarblaðið náði tali af honum í gær. „Það er eins og Sjónvarpið hafl ekkert kynnt sér undirbúning mannafund fyrir okkur á Sheraton hótelinu í gær og það er það eina sem gert hefur verið með viti fyrir okkur. Sjónvarpið kom ekkert nálægt þeim fundi,“ hélt Eyjólfur áfram. Margir á blaða- mannafundi Margt manna mætti á blaða- mannafundinn og sagðist Eyjólfur vera harla ánægður með hann. „Það voru tekin viðtöl við okkur og marg- ir kíktu inn. Hins vegar sáum við á þessu hóteli hvað við missum af. Við erum með Jón Ólafsson með okkur sem kann öll lög á píanó og sáum hann fyrir okkur spila fyrir gesti hótelsins og þannig hefðum við getað vakið á okkur athygli. Ef málið snýst um að sýna sig og vera í hringiðunni árum. Hópurinn hefur hins vegar sjálfur lagt upp í eigin skoðunarferð- ir m.a. til Vatikansins. „Það virðist ekki nokkur maður vita af þessari keppni hér á Ítalíu. Almenningur hefur ekkert verið fræddur um keppnina og þekkir ekki keppendur. Þetta er einungis sjónvarpsefni og auglýst sem slíkt. Hins vegar eru fjöl- margir blaðamenn hér frá öðrum löndum. Svíar eru með sjötíu manna Stefán og Hilmar á sviðinu í kvikmyndaverinu í Róm þaðan sem þeir munu láta raddir sínar óma í kvöld. Simamynd Reuter þá þýðir ekkert að vera á einhveiju lélegu gistiheimili langt í burtu." keppninnar. Okkur var plantað á eitthvert lélegt gistiheimili sem er í klukkustundar íjarlægð frá því hót- eli þar sem flestir keppendur búa þannig að við erum ekki í neinu sam- starfi með þeim né heldur fjölmiðla- mönnum. Ég efast um að nokkur maður viti að við séum til,“ sagði Eyjólfur ennfremur. „Flestar þjóðirnar eru á hóteli sem heitir Sheraton Roma og þar er allt að gerast. Ef menn vilja koma sér á framfæri þá er Sheraton aðalstaður- inn en við höfum ekki mikla mögu- leika á að koma okkur þangað. Viö erum hins vegar þar sem enginn er nema Kýpur og Malta og hér er ekk- ert að gerast. Með þetta erum viö mjög óánægð.“ Eyjólfur og samstarfsfólk hans er sammála um að ríkissjónvarpið hafi algjörlega brugðist þeim. „Ef við eig- um að halda áfram þátttöku okkar í þessari keppni verður þetta að vera almennilega gert. Plötufyrirtækið sem gefur plötuna okkar út í Evrópu, Jupiter Records, var með blaða- Eyjólfur átti ekki falleg orð yfir gistiheimiliö þeirra. „Það er engin þjónusta hér og við þurfum ekki að skipta um herbergi til að tala saman því það heyrist hvert orð á milli veggja. Síminn virkar varla og ekki nokkur maður sem talar ensku. Starfsliðið í afgreiðslunni vill ekkert fyrir okkur gera og maturinn er gjör- samlega óætur. Eftir blaðamanna- fundinn á fimmtudag fórum við á veitingahúsið á Sheraton og þar var allt fyrsta flokks og mikill munur. Viö getum ekki einu sinni skipt ferðatékkum á gistiheimilinu okk- ar,“ sagöi Eyjólfur ennfremur og bætti við: „Við vöknum eldsnemma á morgnana og reynum að fara eins langt í burt og hægt er.“ Engar skoðunarferðir Eyjólfur sagði að ekki hefði verið boðið upp á neinar skoðunarferöir eins og tíðkast hefur á undanfórnum Uð og Norðmenn með annað eins. Hér eru einnig blaðamenn frá flest- um Evrópuþjóðum, Þýskalandi, Austurríki og fleiri löndum. Við höf- um bara ekki hitt þetta fólk nema á blaðamannafundinum okkar á fimmtudag. Þetta er ömurlegt fyrir okkur og maður hálf skammast sín.“ Eyjólfur sagði að fyrir utan allt klúðrið væri ferðin búin að vera skemmtileg enda gerði hópurinn allt til þess að hafa gaman. „Við skemmt- um okkur bara sjálf.“ Eyjólfur sagðist einnig vilja taka það fram að Björn Emilsson frá Sjón- varpinu hefði staðið sig mjög vel en hann stjórnar myndavélum og því hvemig íslensku þátttakendurnir koma best út á sviðinu. Veisluhöld hafa engin verið hjá gestgjöfunum en Belgar buðu íslend- ingunum í veislu sem haldin var í sendiráði þeirra en hún var á sama tíma og blaðamannafundur þeirra svo ekki var hægt að þiggja boðið. Norðmenn voru einnig með veislu á Sheraton hótelinu og fóru nokkrir íslendinganna þangað." Keppnin í stóru stúdíói Kvikmyndaverið þar sem keppnin fer fram er mitt á milli Sheraton hótelsins þar sem flestir keppendur búa og gistiheimilisins þar sem ís- lendingamir dvelja. „Keppnin fer fram í stóru stúdíói en þar verða ekki margir áhorfendur enda er mest allt pláss lagt undir sviðið. Þetta er ósköp venjulegt kvikmyndaver með veitingahúsum, börum og þess hátt- ar. Mér sýnist ítalir ætla að gera þetta sem best úr garði fyrir mynda- vélar. Hljómsveitin er uppi á sviðinu en ekki falin eins og áður. Þaö kemur sér ágætlega fyrir okkur sem erum vanir að syngja á sviði með hljóm- sveit. Það er engin öryggisgæsla í kringum keppnina enda veit enginn af hennisagði Eyjólfur. - Hefureitthvaðkomiðþéráóvart? „Það hefur komið mér á óvart hversu Sjónvarpið stendur sig illa og hefur htinn metnað fyrir okkar hönd. Það hefur ekkert gert til að kynna okkur héma.“ - Finna þau mikinn mun sem hafa áður tekiö þátt í Eurovision eins og Stefán og Eva Ásrún? „Já, þau segja þetta aldrei hafa verið svona slæmt. Að minnsta kosti ekki hvað varðar staðsetningu okk- ar. Það veit enginn að við erum til og það er fáránlegt. ítalir virðast gera miklu minna úr þessu heldur en írar og Norðmenn. Mér sýnist ítalir bjóða upp á fimmtugan garm í keppninni til að vinna örugglega ekki aftur.“ Blaðamenn hrifnir - Finnið þið fyrir einhverri stemmn- ingu í kringum lagið ykkar? „Við heyrum ekki mikið hér varð- andi veðbanka. Hins vegar eru blaða- menn mjög hrifnir af laginu og í skoðanakönnun sem þeir gerðu sín á milli vorum við í fyrsta sæti. Hins vegar hafa þeir lýst yfir undrun sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.