Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Helgarpopp Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður og upptökustjóri: Við eigum fullt af ungum og áræðnum tónlistarmönnum. Hilmar Öm Hilmarsson stofnar hljómplötuútgáfu: Sinnir áræðnu tónlistarmönnunum Ný hljómplötuútgáfa tekur til starfa hér á landi innan skamms. Platonic Records heitir hún og verður sameign Skífunnar og Hilmars Amar Hilmarssonar, tón- listarmanns og upptökustjóra. „Markmiðið með Platonic verður að sinna fyrst og fremst tormeltari og áræðnari hluta tónlistarinnar sem verið er að skapa hér,“ segir Hilmar Örn um nýja fyrirtækið. „Hins vegar að markaðurinn fyrir þessa óhefðbundnu tónlist er lítill sem enginn hér á landi og því verð- ur fyrirtækið að hafa það að leiöar- ljósi að gefa aðeins það út sem einn- ig á möguleika erlendis." Hilmar Örn þekkir vel þennan hiuta breska tónlistarmarkaðar- ins. Hann hefur til dæmis nú ný- verið komið hljómsveitinni Rep- tilicus á markað 1 Bretlandi. Þótt plata hennar hafí enn ekki selst sérstaklega vel segir Hilmar Öm árangurinn þó vel viðunandi miðað við að platan hefur enn ekkert ver- ið kynnt. „Stofnun Platonic er í rauninni rökrétt framhald þess sem ég hef verið að gera,“ segir hann. „Við eigum hér marga unga og áræðna tónlistarmenn sem myndu kannski í mesta lagi fara út í að gefa út efn- ið sitt á kassettum hér heima en eiga fullt erindi á Bretlandsmark- að. Hvers vegna þá ekki að notfæra sér sambönd sín og reyna að koma þeim á framfæri? Sambandið við Skífuna hjálpar enn frekar því að hún er með gagn- verkandi samninga við erlend fyr- irtæki. Bjóðum við upp á eitthvað nógu spennandi eigum við því góða möguleika á höfundarréttar og út- gáfuréttarsamningum og síðan því að fara út í sameiginlega útgáfu með þeim erlendis." Blúsútgáfa Einu útgáfusamningarnir sem Platonic Records hafa gert enn sem komið er eru við blúsmennina Chicago Beau og Jimmy Dawkins sem voru hér á landi á dögunum. Hljómleikar þeirra og Vina Dóra á Púlsinum voru hljóðritaðir með plötu í huga. „Það er frekar metnaður en gróðasjónarmið sem ræður því að við gefum þessa blúsplötu út,“ seg- ir Hilmar Örn Hilmarsson. „Við takmörkum okkur við fimmtán hundruð eintaka upplag. En þessi fyrsta plata verður vonandi upp- hafið af meira samstarfi við hina og þessa bandaríska blúsmenn sem munu koma hingað á næstunni. Blúsinn getur einnig orðið útflutn- ingsvara og ég get nefnt sem dæmi að þegar hefur komið beiðni um útgáfuréttinn á Chicago Beau og Jimmy Dawkins í Japan. Þar í landi er blúsmarkaðurinn mjög stór.“ Hilmar Örn Hilmarsson er þessa dagana að líta í kringum sig eftir fleiri áræðnum tónhstarmönnum sem lítt eru gefnir fyrir troðnar slóðir. Hann segist ekki ætla að ráða menn á báða bóga heldur vanda valið vel, sinna fáum hlutum en sinna þeim vel. Eiríkur Hauksson berst á tvennum vígstöðvum: Beintúr Eurovision í þungarokkið vestanhafs Eiríkur Hauksson söngvari og keppandi fyrir Noregs hönd í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í Rómaborg segist alls ekki mega sigra í keppninni í kvöld. Slíkt myndi meö öllu raska fyrir- ætlunum hans með þungarokk- hjómsveitinni Artch. „Ég fer á þriðjudaginn ásamt trommuleikaranum í Artch til New York þar sem við hittum íjölmiðla- menn að máli vegna nýju plötunn- ar okkar,“ segir Eiríkur. „Hún heitir For The Sake Of Mankind, hvorki meira né minna, og er ný- komin út vestra.“ Artch er með hljómplötusamning við Metal Blade útgáfuna banda- rísku. Hún lætur Wamer Brothers aftur á móti dreifa plötum fyrir sig. „Enn sem komið er er platan ein- ungis komin á markað í Bandaríkj- unum,“ segir Eiríkur. „Reyndar hefur eitthvað lítilsháttar verið flutt af henni til Evrópu. Nú skilst mér hins vegar að Metal Blade- menn hafi tekið fyrir það því að vonir standa til aö útgáfusamning- ur fáist við breskt fyrirtæki. Hvað úr því öllu verður kemur í ljós á næstu dögum.“ Góðir dómar Að sögn Eiríks Haukssonar hafa dómar um For The Sake Of Man- kind enn ekki birst í stóru músík- blöðunum vestra. Nokkur smærri Meöferöarheimilið í Krýsuvik sem Krýsuvíkursamtökin hafa unnið við að koma á laggirnar að undanförnu. Norsk-íslenska hljómsveitin Artch. Eiríkur Hauksson flýgur vestur um haf á þriðjudaginn til að kynna hana bandarískum fjölmiðlamönnum. blöð hafa íjallaö um hana og yíir- leitt verið jákvæð í dómum sínum. Fyrri plata Artch, Another Return, fékk hins vegar prýðisdóma; til dæmis fullt hús stiga í þungarokk- blöðunum Kerrang! og Metal Forc- es. Meðal annars voru þau orð látin falla um Eirík að hann gæfi Bruce Dickinson, söngvara Iron Maiden, ekkert eftir. Það var gæðum Anoth- er Return til dæmis að þakka að samningar náðust við Metal Blade útgáfuna. Það er þvi ljóst að ferill Eiríks Haukssonar sem þungarokkara má illa við þvi að hann og norskir sam- starfsmenn hans í Evrópusöngva- keppninni nái toppárangri. En ef þau sigra nú með lagið Mrs. Thompson? „Þá er ég í vondum málum,“ seg- ir Eiríkur Hauksson. „Auðvitað set ég stefnuna á að ná betri árangri en með Gleðibankann forðum. Ætli við segjum bara ekki að ég setji stefnuna á annað til tíunda sætið. Alls ekki það fyrsta!" Um hundrað manns á sömu plötunni Hljómplatan Húsið er gefín út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum Platan Húsið er um það bil að koma út eftir árs meðgöngu. Þetta er átján laga gripur og eru flytjend- ur laganna hátt í eitt hundrað tals- ins. Allir gefa þeir vinnu sína til styrktar meðferðarheimihnu í Krýsuvík sem Krýsuvíkursamtök- in hafa unnið við að koma á lagg- irnar að undanfomu. „Hugmyndin að þessari plötu kviknaði þegar ein hljómsveitin, Blautir dropar, kom í stúdíóið til mín og ætlaði að taka upp lag sem hún ætlaði að gefa Krýsuvíkur- samtökunum. Ég spurði þá hvers vegna við gerðum ekki heila plötu og núna, um ári seinna, er hún að veröa tilbúin," segir Axel Einars- son útgefandi. Fyrirtæki hans, Stöðin, stendur fyrir framtakinu. Auglýst var eftir lögum á plöt- una. Mikill fjöldi barst og síðan var valið úr það áheyrilegasta. Einnig var haft í huga að velja lög með flytjendum sem víðast að af landinu. Þar af leiöandi fáum við að heyra á plötunni í hljómsveitum úr öllum landsfjórðungum. „Þarna er mikið af óreyndu fólki," segir Axel. „Gæðin eru auð- vitað upp og ofan en spilagleðin er mikil. Mér finnst ekki fjarri lagi að segja að platan Húsið sýni í hnot- skurn það sem ungir tónlistar- menn á aldrinum 18-25 ára hafa verið að aðhafast hér á landi síö- ustu mánuðina. Um það bil vika er þar til platan Húsið kemur í hljómplötuverslan- ir. Hún verður gefrn út á geisla- diski og kassettu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.