Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDÁGUR 6. JÚNÍ 1991. 9 Utlönd ísrael: Shamir lofar loftárásirnar á Líbanon Yitzhsak Shamir, forsætisráðherra ísraels, lofaði nýafstaðnar loftárásir á Líbanon og sagði að trú á „Stór- ísrael“ væri lykilhnn að því að laða mikinn fjölda innflytjenda til lands- ins að því er ísraelska fréttastofan Itim skýrði frá í gær. Shamir sagði fréttamönnum eftir ræðu sem hann hélt í Tel Aviv að hann mundi spyrja David Levy utan- ríkisráðherra um ummæli hans í París þess efnis að friðarviðræður milli Israels og araba gætu hafist innan fárra vikna. Levy lét orð sín falla í viðtali við franska ríkisútvarp- ið. „Við eigum fyrir höndum glæsta daga í ísrael... daga þar sem vélar flughersins ráðast á og vanhelga morðingjasamtök - hryðjuverka- mennina í Líbanon," hefur ísraelska fréttastofan eftir Shamir í ræðu sem hann hélt til að minnast skæruliða gyðinga sem voru teknir af lífi á valdatíma Bretlands í Palestínu, fyr- ir stofnun Ísraelsríkis. Bandaríkjamenn höfðu fyrr um daginn lýst yfir ánægju sinni með ummæli Levys og talið þau gefa von en talið er að ræða Shamirs muni draga úr henni. Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að loftárásir Isra- elsmanna á Líbanon fyrr í vikunni hafi ekki verið hjálplegar. Banda- ríkjamenn styðja grundvallaratriði ályktana Sameinuðu þjóðanna um að ísraelsmenn láti hertekin svæði af hendi í skiptum fyrir frið við ná- granna sína. Bush Bandaríkjaforseti sendi Shamir, Assad Sýrlandsforseta og öðrum leiðtogum á svæðinu bréf um síðustu helgi í tilraun til að brúa bil- Teikning Lurie ið milli ísraels og arabaríkjanna. Gianni de Michelis, utanríkisráð- herra ítahu, fagnaði samþykki ísra- elsstjórnar á því að Evrópubandalag- ið fengi að vera með á væntanlegri ráðstefnu um frið í Mið-Austurlönd- um og sagði að það væri byrjunin á sameiginlegri utanríkisstefnu bandalagsins. ísraelski utanríkisráð- herrann skýrði fréttamönnum frá samþykki stjórnar sinnar eftir fund með Mitterrand Frakklandsforseta í gær. Evrópubandalagið fengi þó ekki jafn stórt hlutverk og Bandaríkin og Sovétríkin. Reuter Vopnaðir hermenn gæta helstu bygginga í Alsír eftir óeirðir þar undanfarna daga. Símamynd Reuter Alsir* Tveir láta lífið í nýjum átökum Átök milli öryggissveita og ísl- amskra mótmælenda blossuðu upp á ný í Alsír aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Chadli Benjedid lýsti yfir neyðarástandi í landinu til að stemma stigu við vaxandi óróa. Tveir létu lífið og íjórtán særðust. Ríkisútvarp Alsírs haíöi það eftir opinberu fréttastofu landsins að átökin hefðu átt sér stað í bænum Souk Ahres í norðausturhluta lands- ins á miðvikudagskvöld milli örygg- issveitanna og stuðningsmanna íslömsku frelsisfylkingarinnar, FIS, helsta stjómarandstööuflokks lands- ins. Tilkynnt var um dauðsföllin eftir að forsetinn hafði lýst yfir neyðará- standi og rekið ríkisstjórnina eftir ellefu daga hörð mótmæli stuðnings- manna FIS. Forsetinn aflýsti einnig fyrstu fjölflokka kosningum í land- inu frá því það fékk sjálfstæði 1962 sem fram áttu að fara síðar í mánuð- inum. Seint í gærkvöldi skipaði forsetinn svo Ahmed Ghozali, fyrrum utanrík- isráðherra, í embætti forsætisráð- herra. Chadli sakaöi fyrri ríkisstjóm um að hafa ekki getað bundið enda á mótmælin. Vestrænir stjórnarerin- drekar segja að fimm manns að minnsta kosti hafi farist í Algeirs- borg. Stuðningsmenn íslömsku frelsis- fylkingarinnar hófu mótmælaað- gerðir sínar eftir að flokkurinn hafði hvatt til allsherjarverkfalls til að knýja fram breytingar á kosninga- lögum. Síðan kröfðust mótmælendur þess að Alsír yrði gert að íslömsku ríki og að forsetinn segði af sér. Nefndir á vegum hersins taka völd- in um allt landið í dag og hafa þær víðtæk völd. Tilskipun frá forsetan- um bannar líka verkfóll, mótmæla- aðgerðir og birtingu undirróðursrita. Vopnaðir hermenn gæta allra helstu bygginga landsins og útgöngubann hefur verið fyrirskipað í Algeirsborg og öðram stærri bæjum frá kl. 23 á kvöldin til hálfljögur aö morgni. Reuter Veiðimenn Verslið þar sem gæðavörur og gott verð fer saman. Verið velkomin í hina glæsilegu verslun okkar í Hafnarstræti 5. Sendum í póstkröfu. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-16. Scfentific Angfers BETRA VERÐ ÞESSA HELGI HJALLABREKKU 2 - KÓPAVOGI - SÍMI 43544 Opið: 9-20 mánudaga-föstudaga 10-19 laugardaga og sunnudaga. EDDUFELLI 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 71661 Opið: 9-18.30 mánudaga-fimmtudaga 9-19.30 föstudaga 10-14.00 laugardaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.