Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Qupperneq 31
FIMMTUDAGURÍ 6. JÚNÍ 1991. 39 Hp DV i Veiðimenn hafa áhyggjur þessa dagana af: Þumim veiðiám í júlí og ágúst Þó eru aðeins liðnir fáir dagar af veiðitímanum og ekki komnir á land nema á milli 120 og 130 laxar. Eru veiðimenn með stórar áhyggjur af vatnslausum og næsta þurrum veiði- ám í júlí og ágúst. Þessi ótti er alls ekki áhyggjulaus því í fjöllum er lít- inn snjó að fmna. Veturinn hefur verið óvenjulega góður fyrir land- ann. „Vatnið hefur mikið minnkað í veiöiánum héma í kringum mig síð- ustu daga. Þetta er í Gufuá, Gljúfurá og Norðurá," sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í vikunni og það eru fleiri sem hafa áhyggjur af þessu. „Norðuráin hefur minnkað mikið síðan við mættum á staðinn og mað- ur sér dagamun á henni, þetta verður ekki merkilegt í ágúst,“ sagði veiði- maður við Norðurá í vikunni. Fleiri sem DV hafði samband við í gærkvöldi sögðu þetta hið versta mál, en það gæti nú rignt. Það sem gæti bjargað veiðimönn- um í sumar er mikið regn svo „flest- ar“ veiðiár landsins verði ekki komnar niður í grjót. Ekki verður það snjórinn sem bjargar veiðiánum þetta sumarið. -G.Bender Vafnasvæði Lýsu: Beðið eftir að lax- inn láti sjá sig - 4 punda bleikja úr Elliðavatni „Þetta er að lifna við hérna í sveit- inni og ferðamenn eru farnir að koma aðeins," sagði Símon Sigur- monsson á Görðum í Staðarsveit í gærkvöldi er við spurðum frétta. „Silungsveiðin hefur verið þó- nokkur hérna hjá okkur og veiði- maður, sem var hér fyrir skömmu, veiddi vel á svartar flugur. Þessar flugur hafði veiðimaðurinn hnýtt sjálfur og hann veiddi margar bleikj- ur. Nokkir veiðimenn hafa fengið á milli 20 og 30 fiska. Við vonum að laxinn fari að láta sjá sig upp úr miðjum júní, eftir því biðum við. Hérna í keri hjá okkur eru 4 þúsund gönguseiði sem verður sleppt eftir nokkra daga. Við erum hræddir um að vatnsleysi verði vandamál í veiði- ánum í sumar,“ sagði Símon og flýtti sér út. Það var kominn gestur með veiðistöng í skotti. „Veiðin í Elliðavatninu hefur verið allt í lagi, þó fiskurinn mætti taka betur, en veiðimenn reyna hérna," sagði tíðindamaður okkar á árbakk- anum í gærkvöldi. „Stærsti bleikjan sem ég hef frétt af er 4 pund en þeir eru til stærri en eru tregir að taka,“ sagði tíðinda- maðurinn í lokin. -G.Bender Silungsveiðin getur verið skemmtileg og fengsæl taki fiskurinn agn veiði- manna. Hér heldur Þórarinn Ólafsson á 2,5 punda bleikju úr Fiskilækjar- vatni sem hann veiddi fyrir fáum dögum á flugu. DV-mynd G.Bender Veiðivon Sigurður Jensen með tvo laxa en hann hefur verið veiðar í Norðurá síð- ustu daga og veitt þá nokkra. DV-mynd G.Bender Norðurá: Fyrsti laxinn kominn fyrir ofan Glanna „Veöurfarið hefur breyst við Norð- urá síðustu klukktíma og það hefur kólnað," sagði Halldór Nikulásson veiðivörður í gærkvöldi og bætti við: „þetta er reytingsveiði hérna en ekk- ert meira. Það er þónokkuð af fiski að koma i ána en mætti vera meira. Þeir laxar, sem hafa sést, hafa tekið illa. Fyrsti laxinn hefur farið upp stigann viö Glanna og nokkir laxar sáust í stiganum við Laxfoss. Æth það hafi ekki veiðst á milli 60 og 70 laxar, varla meira,“ sagði Halldór ennfremur. Við fréttum af veiðimönnum sem voru að koma úr Laxá á Ásum og veiddu þrjá laxa, tveir þeirra voru niðurgöngulaxar og einn ekta. Þessir veiðimenn sáu ekkert meira i ánni og leituðu þó vel að fiski. Innan við 10 laxar hafa veiðst í Laxá á Ásum fréttum við í gærkvöldi. Fyrstu laxarnir komnir á land í Kjarrá Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Kjarrá en veiðin hófst þar á þriðju- dagsmorguninn og lofar þessi byrjun góöu þar efra. Stórir laxar hafa sést þar en ekki tekiö ennþá, hvað sem verður næstu daga. -G.Bender Fjölmiðlar Þjóðviljinn er flokkshollt blað. Nú þegar Alþýðubandalagið er komið í stjórnarandstöðu mætti ætla að ger- spilltir kapítahstar, iha innrættir embættismenn og hrokafuliir póli- tíkusar hafi tekiö höndum saman í því skyni aö knésetja varnarlausa alþýðu þessa lands. Jafnvel bílarnir, þessi andstyggilegu afkvæmi auð- valdsskipulagsíns, viröast vera að taka völdin af friðsömum gangstétt- arlýð, Þannig varþeirri spurningu velt upp í blaðinu í gær, með flenni- fyrirsögn, hvort bílar væru að her- nema Austurstræti. Á baksíðunni var þvi hhis vegar slegið upp að eig- endur þessa hemámssinnaða bíla- flota ættu von á allverulegum skattahækkunum. Á baksíðu Þjóðviljans rak maöur augun í fleiri fréttir, síst óflokks-_ hollari en þær sem skreyttu forsið- una. Þar var því meðal annars sleg- ið upp að fjármagnseigendur heföu hirt kjarabætur launafólks. En heimurinn er ekki bara vondur á íslandi, enda blaðið trútt þeirri þjóð- legu alþjóðahyggju sem Alþýðu- bandalagið hefur þróað, því þvert yflr baksíðuna var prentað stórum og svörtum stöfum að írlandshaf væri væntanleg sorptunna fyrir geislaúrgang. fnni í blaðinu var einnig að finna fjölskrúðugt eftú fyrir flokksholla lesendur. í leiðara blaðsins var blás- iö í herlúðra gegn núverandi róttæku kenningu haldið að lesend- um að helsti vandi íslenskrar náms- manna séu óp og öskur íhaldsleið- toga. En íhaldsleiðtogar eru ekki einu óvinirnir. Inni í blaöinu era ókurteisu afgreiðslufólki gerð ræki- legskil. Mér var það dágóð skemmtun að lesa Þjóðviljann í gær. Það var eins og að detta nokkur ár, ef ekki ára- tugi, aftur í tímann. Ég haföi ein- hverra hluta vegna tahð mér trú um að flokksmálgögnin vildu láta taka sig alvariega sem fréttamiðla Alla- vega að þau reyndu að hemja sig á flokkslínunni og dylja hlutdrægni sína með heiðarlegri frétta- memisku, aha vega svona inn á mhh. Svo virðistþó ekld vera. Skemmtun mín viö lestur Þjóðvilj- ans var því blandin undrun. -kaa Flokkshollustan í fyrirrúmi menntamálráðherra. Þar er þeirri EFST Á BAUGI: IS J'XSKA ALFRÆÐI ORDABOKIX lax Salmo salar: beinfiskur af laxa- 'ætt; rennilegur fiskur með bak- ugga á miðju baki og veiðiugga gegnt raufarugganum; klekst í ám og elst þar upp fyrstu 2-5 árin en gengur þá í sjó. Eftir 1-3 ár gengur 1. í ár á nýjan leik, oftast þá sömu og hann klaktist í, og hrygnir þar í sept.-des. 1. býr yfir miklum stökkkrafti og getur stokkið upp allt að 3 m háa fossa; lifir í Barents- hafi og N-Atlantshafi suður til Biskajaflóa og Portúgals og suður til Connecticut á austurströnd Bandar.; eftirsóttur matfiskur, bæði villtur og alinn; helsti sport- veiðifiskur á ísl.; allt að 1,5 m á lengd. Sjá einnig fiskeldi. Veður Norðaustlæg átt, gola eða kaldi. Skúrir eða él norð- austanlands, rigning öðru hverju á Suðausturlandi en víða bjart veður um vestanvert landið. Hiti allt að 15 stigum á Suðvesturlandi en áfram svalt norðan- og austanlands. Akureyri alskýjað 3 Egilsstaðir úrkoma 1 Keflavíkurflugvöllur skýjað 6 Kirkjubæjarklaustur rigning 4 Raufarhöfn skýjað 2 Reykjavik skýjað 5 Vestmannaeyjar alskýjað 6 Bergen skúr 6 Helsinki skýjað 10 Kaupmannahöfn léttskýjað 12 Ósló léttskýjað 9 Stokkhólmur léttskýjað 10 Þórshöfn skúr 5 Barcelona þokumóða 16 Berlin léttskýjað 10 Feneyjar alskýjað 18 Frankfurt rigning 8 Glasgow léttskýjað 5 Hamborg léttskýjaö 9 London súld 12 LosAngeles skýjaö 14 Lúxemborg þokumóða 8 Madrid skýjað 17 Malaga heiðskírt 21 Mallorca þokumóða 20 Montreal léttskýjað 10 New York léttskýjað 14 Nuuk slydda 1 Paris rigning 12 Róm þokumóða 19 Valencia skýjað 22 Vín skýjað 11 Winnipeg skýjað 17 Gengið Gengisskráning nr. 105. - 6. júní 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Saia Tollgengi Dollar 61,310 61,470 60,370 Pund 103,500 103.771 104,531 Kan. dollar 53,464 53,604 52,631 Dönsk kr. 9,1201 9,1439 9,2238 Norsk kr. 8,9884 9,0119 9,0578 Sænsk kr. 9,7488 9,7742 9,8555 Fi. mark 14,8110 14,8496 14,8275 Fra. franki 10,3468 10,3738 10,3979 Belg. franki 1,7023 1,7068 1,7168 Sviss. franki 40,9320 41,0388 41,5199 Holl. gyllini 31,0895 31,1706 31,3700 Vþ. mark 35,0253 35,1167 35,3341 Ít. líra 0,04733 0,04746 0,04751 Aust. sch. 4,9783 4,9913 5,0239 Port. escudo 0,4027 0,4037 0,4045 Spá. peseti 0,5667 0,5682 0,5697 Jap. yen 0,44018 0,44133 0,43701 irskt pund 93,746 93,991 94,591 SDR 81,6153 81,8282 81,2411 ECU 72,1312 72,3195 72,5225 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 5. júní seldust alls 62,817 tonn. Magní Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Þorskur, st. 0,255 104,08 104,00 104,41 Smáýsa 0,060 69,00 69,00 69,00 Bland 0,032 69,00 69,00 69,00 Smáufsi 0,527 42,00 42,00 42,00 Rauðmagi 0,060 50,00 50,00 50,00 Lúða 4,601 217,59 150,00 320,00 Vsa 14,416 97,53 91,00 115,00 Smárþorskur 0,521 69,00 69,00 69,00 Ufsi 0,659 56,86 42,00 57,00 Þorskur 33,688 90,75 84,00 94,00 Steinbítur 2,372 55,00 55,00 55,00 Koli 4,914 72,35 70,00 74,00 Karfi 0,710 40,00 40,00 40,00 Faxamarkaður 5. júní seldust alls 96,166 tonn. Blandað 0,121 8,00 8,00 8,00 Grálúða 5,067 82,00 82,00 82,00 Karfi 3.336 34,45 34,00 35,00 Keila 0,043 20,00 20,00 20,00 Langa 0,433 41,31 41,00 51,00 Lúða 0,563 239,01 175,00 310,00 Bland 0,010 35,00 35,00 35,00 Skarkoli 9,838 44,76 30,00 80,00 Steinbitur 0,912 38,55 38,00 50,00 Þorskur, sl. 38,638 86,46 79,00 101,00 Ufsi 3,398 59,00 59,00 59,00 Undirmál. 3,793 69,47 51,00 75,00 Ýsa, sl. 30,012 92,49 74,00 108,00 Slakið á bifhjolamenn! FERÐAL0K! UMFEROAR RÁÐ MARGFELDl 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.