Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Side 17
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1991. 25 DV íþróttir t skalli hans úr mjög þröngu færi sem fór rétt yfir þverslána. Islendingar töpuðu leiknum 0-1 og var þetta fimmti tapleik- DV-mynd Brynjar Gauti f lar en ennþá lerslumuninn ékkóslóvakíu. Atli setti nýtt landsleikjamet sóknarleikur en hver hefur raunin orð- ið og hver hefur markaskorunin verið í síðustu leikjum? Árangurinn er 2 stig af 12 mögulegum og nánast enginn sóknarleikur. Næst þegar landshðs- þjálfarinn boðar sóknarleik verða orð hans ekki tekin trúanieg. Nokkrir góðir kaflar og mun betra en gegn Albaníu Leikur íslenska liðsins í gærkvöldi var ekki alvondur og mun betri en gegn Albaníu á dögunum. Nokkrir góðir kaflar sáust til liðsins og það var síst lakári aðilinn í leiknum. En sama gamla tuggan einu sinni enn: Það vant- aði herslumuninn og við vorum óheppnir að ná ekki að skora. Leikurinn í gærkvöldi var fimmti leikurinn í röð í riðlinum sem ísland tapar með eins marks mun. Bestu leikmenn í okkar hði voru Arnór Guðjohnsen, Þorvaldur Örlygs- son og Bjarni Sigurðsson í markinu. Ath Eðvaldsson var fyrirhði á ný og lék sinn 68. landsleik, setti nýtt land- sleikjamet. Arnór í leikbann John Spillane frá írlandi dæmdi leik- inn og var áberandi slakasti maðurinn á velhnum. írinn var hreint hroðalega lélegur og misræmiö í dómum hans algert. Hann sýndi Arnóri Guðjohnsen og Vaclav Danek gula spjaldið. Þar með er ljóst að Arnór er kominn í leikbann og leikur ekki gegn Spánverjum í sept- ember. Áhorfendur voru 5300. • Lið íslands var þannig skipað: Bjarni Sigurðsson, Gunnar Gíslason, Guðni Bergsson, Atli Eðvaldsson, Sæv- ar Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Rún- ar Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Ar- nór Guðjohnsen, Sigurður Grétársson, Eyjólfur Sverrisson (Hlynur Stefáns- son 71. mín.). Staðan í 1. riðli er þessi: Frakkland.......5 5 0 0 13-3 10 Tékkóslóvakía...5 4 0 1 8-4 8 Spánn...........4 2 0 2 14-7 4 ísland..........6 1 0 5 4-7 2 Albanía........6 1 0 5 1-19 2 -SK „Vorum of hræddir í byrjun" - sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins „Þetta var agalega svekkjandi, að tapa þessum leik. Við vorum betri aðihnn lengstum í leiknum og það var ekki að sjá að við værum að hefja tímabilið en þeir að ljúka því en það er eins og alltaf ef hð skorar ekki mark þá vinnur það ekki. Við vorum of hræddir í byrj- un leiksins, gáfum þeim of mikinn tíma og sjálfstraustið var ekki í lagi. Við áttum að hefja leikinn á fuhri ferð og hreinlega kaffæra þá en það gekk ekki upp,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem lék sinn 68. lands- leik í gærkvöldi og sló 9 ára gam- alt met Marteins Geirssonar. „Áttum að sækja framar á völlinn“ „Ég var einum of nálægt stönginni þegar knötturinn barst óvænt til mín og því var plássið lítið,“ sagði Arnór Guðjohnsen sem fékk besta færi íslendinga í leiknum þegar skalh hans sleikti markslá Tékka. „Við fengum nokkur ágæt færi og hefðum átt að geta nýtt eitthvert þeirra. Annars er aöalmálið hjá okkur að ná upp sjálfstrausti í leikjum okkar. Við verðum að hafa trú á okkur og mér fannst við leika of aftarlega 1 leiknum. Á heima- velli eigum við að reyna að sækja meira og þetta tékkneska hð var ekki það sterkt að við þyrftum að hggja mjög aftarlega,“ sagði Arnór. Arnór fékk að hta gula spjaldið í leiknum og er því kominn í leik- bann. „Er ég kominn í bann? það getur ekki verið,“ sagði Arnór þeg- ar blaðamaður tjáði honum að hann væri með tvö gul spjöld. „Ég hefði sennilega ekki látið dómar- ann heyra það ef ég hefði munað eftir spjaldinu sem ég fékk gegn Tékkum í fyrri leiknum.“ „Mjög mikilvægur sigur fyrirokkur“ „Eins og ég talaði um fyrir leikinn átti ég von á erfiðum leik og það gekk eftir. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin en að sama skapi ekki leikinn sjálfan. Leikur- inn var mjög harður, íslensku leik- mennirnir léku nokkuð gróft og hefði dómarinn átt að gefa fleiri spjöld. Kubik einn okkar bestu leikmanna fékk gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni gegn Frökkum og það er slæmt fyr- ir okkur en við erum í mikilli keppni við Frakkana. Við eigum ágæta möguleika en við verðum að leika betur en viö gerðum í kvöld. Mér fannst markvörður ykkar mjög góður og þá er Arnór Guð- johnsen góður leikmaður," sagði Milan Macala, þjálfari tékkneska landsliðsins. „Skoraði með hendinni" „Þetta gerðist mjög snöggt, ég sá knöttinn mjög seint þegar fyrirgjöf- in kom og ég náði ekki að reka kollinn í hann heldur sló ég boltann með hendinni," sagði Eyjólfur Sverrisson sem skoraði mark fyrir íslendinga í síðari hálfleik sem dæmd var af. „Það var margt gott í leik okkar, við áttum margar vel útfærðar sóknir en náðum ekki binda enda- hnútinn á þær.og heppnin var ekki okkar megin. Ég átti von á Tékkun- um sterkari og bjóst við að þeir myndu sækja framar en eftir að þeir skoruðu hengu þeir á boltan- um,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur fór af leikvelli í síðari hálfleik vegna meiðsla. „Ég meidd- ist á ökkla æfingu á þriðjudaginn og meiðslin tóku sig upp þegar ég lenti illa niður á fótinn eftir skalla- einvígi. Vonandi verð ég orðinn góður fyrir helgina en Stuttgart á mikilvægan leik gegn HSV á laug- ardaginn." -GH Jordan hitti 13 sinnum i röð - Chicago vann Lakers, 107-86, í nótt Michael Jordan fór á kostum Jordan skoraði 33 stig fyrir þegar Chicago Buhs vami stórsig- Chicago og átti auk þess 13 stoð- ur, 107-86, á Los Angeles Lakers í sendingar, fleiri en nokkur annar öðrum úrslítaleik höanna um á vehinum. Scottie Pippen og bandariska meistaratitihnn í Horace Grant gerðu 20 stig hvor, körfuknattleik sem fram fór í John Paxson 16 og Bill Cartwright Chicago í nótL 12. Hjá Lakers skorað James Wort- Jordan lútti úr þrettán skotum í hy mest, 24 stig, en Vlade Divac röð um miðbik leiksins og það öðru gerði 16 og Magic Johnson 14. Pip- fremur leiddi tíl þess að heimaliðiö pen hélt Magic í skefjum þannig náöi öruggri forystu eftir að staðan að hann náði sér aldrei virkilega á í háhleik hafði verið 48-43 Chicago strik. í hag. „Viö vorum frekar óstyrkir í Liðin eru nú jöfn, 1-1, en Lakers fýrsta leiknum en nú vorum viö vann fýrsta leikinn, í Chicago, afslappaðir,“ sagði Jordan eftir 93-91. Það hð sem fyrr vinnur fjóra leikinn. „Viö þurfum einfaldlega leiki verður tneistari og Lakers fær að spila betur en þetta. Þeir stjórn- tækifæri th þess á heimavelli þvx uðu hraðanum með varnarleikn- þrír næstu leikir liðanna fara fram um og baráttunni,“ sagði Magic í Los Angeles, sá næsti aðfaranótt Johnson. laugardagsins. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.