Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 26
34' jmí inm, ,a jmaAaúTMMra FIM MTUD AGUR' 6.* JÚNf 1991.' Afrnæli Hjörtur Hjörtur Pálsson rithöfundur, Smiðjuvegi 15, Kópavogi, varð fimmtugurígær. Starfsferill Hjörtur fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal í Suöur-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúndentsprófi frá MA 1961 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ1972. Hjörtur var blaðamaður við Tím- ann 1961-62, bókavörður við ís- landsdeild Elizabeth Dafoe Library, bókasafn Manitobaháskóla í Winnipeg 1963, blaðamaður viö Al- þýðublaðið 1963-64, fréttamaöur og fleira við Ríkisútvarpið með námi 1964-72, dagskrárstjóri útvarps 1972-84, lektor í íslensku og íslensk- um bókmenntum við Árósarhá- skóla í Danmörku 1974-75, dvaldi árlangt við ritstörf í Digterhjemmet í Sonderho á Fano í Danmörku 1982-83. Hjörtur var forstöðumaður Norræna hússins í Þórshöfn í Fær- eyjum veturinn 1984-85. Hann hefur verið rithöfundur að aðalstarfi frá 1985. Hjörtur sat í stjórn Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins 1972-84, var fulltrúi íslands í dómnefnd um bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976-82, í málaársnefnd Norræna félagsins á íslandi 1978-81, í útgáfu- ráði AB1979-89, var varaformaður Norræna félagsins í Kópavogi 1981-84 og formaður þess síöan og jafnframt í vinabæjanefnd Kópa- vogs frá 1985, varamaður í sam- bandsstjórn Norræna félagsins frá 1987 og menningarmálanefnd þess frá 1988 en formaður hennar frá 1990. Hann sat í stjórn Rithöfunda- sjóðs íslands 1986-89 og formaður þar 1988-89. Þá var Hjörtur vara- maður af íslands hálfu í stjórn Norr- æna þýðingasjóðsins 1987-89. Eftir Hjört hafa komiö út bækum- ar Dynfaravísur, ljóð 1972; Alaska- för Jóns Ólafssonar 1874, sagnfræði- rit, 1975; Fimmstrengjaljóð, ljóð 1977; Sofendadans, ljóð 1982; Haust Pálsson í Heiðmörk, ljóð, 1985. Hjörtur var ritstjóri Munins á Akureyri 1960-61 og ritstjóri Norræna jóla, ársrits Reykjavíkurdeildar Norræna fé- lagsins frá 1985. Hann hefur séð um útgáfur bóka og þýtt fjölda erlendra skáldsagna. Hirti var veitt heiðursviðurkenn- ing Rithöfundasjóðs Ríkisútvarps- ins 1989 og veitt viðurkenning Rit- höfundasjóðs íslands 1990. Hann var bæjarlistamaður Kópavogs frá 1.1.—1.7.1990. Fjöiskylda Hjörtur kvæntist 21.4.1962 Stein- unni Bjarman, f. 7.10.1928, cand. phil., skjalaverði og stjórnarráðs- fulltrúa, en hún er dóttir Sveins Árnasonar Bjarman, aðalbókara KEA, sem er látinn, og Guðbjargar Björnsdóttur Bjarman húsfreyju. Dætur Hjartar og Steinunnar eru Hulda, f. 30.7.1962, í framhaldsnámi í læknisfræði i Leeds, gift Eggert Péturssyni myndlistarmanni; Guð- björg, f. 18.10.1963, myndlistarmað- ur í London, gift Michael R. Liea- man bókaútgefanda; Þórunn, f. 28.2. 1965, myndlistarmaður í Reykjavík, gift Herði Bragasyni myndlistar- manni. Stjúpdóttir Hjartar og dóttir Steinunnar og Páls Theódórssonar eölisfræðings er Kristín Pálsdóttir, f. 11.11.1950, starfsmannastjóri á Hótel Sögu í Reykjavík, gift Ragnari Lár myndlistarmanni. Bróðir Hjartar er Hreinn Pálsson, f. 1.6.1942, bæjarlögmaður á Akur- eyri, kvæntur Margréti Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjög- urbörn. Foreldrar Hjartar: Páll Ólafsson, f. 27.11.1908, d. 15.1.1982, b. á Sörla- stööum í Fnjóskadal, síðar iðn- verkamaður á Akureyri, og Hulda Guðnadóttir, f. 10.4.1913, húsfreyja á Sörlastööum og síðar á Akureyri. Ætt Páll var sonur Ólafs, b. á Sörla- stöðum Pálssonar, b. á Sörlastöðum, Hjörtur Pálsson. Jónssonar, b. í Ytrabrekkukoti í Arnarneshreppi, Jónssonar. Móðir Ólafs var Kristjana Guðlaugsdóttir, b. í Steinkirkju, Eiríkssonar, b. í Steinkirkju, Hallgrímssonar. Móðir Páls Ólafssonar var Guðrún, dóttir Ólafs, b. á Sörlastöðum, Guðmunds- sonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hulda var dóttir Guðna Vilhjálms Þorsteinssonar, b. í Skuggabjörgum, Melum og á Hálsi í Fnjóskadal, og Jakobínu Kristínar Ólafsdóttur, b. á Ytrafjalli, Guðnasonar, b. í Hlíðar- haga. Móðir Jakobínu var Hildur Jóhannesdóttir, b. á Þverá í Reykja- hverfi, Halldórssonar, b. á Brúum, Bjarnasonar. Hjörtur er að heiman. Pálmi Palsson Pálmi Pálsson, b. á Hjálmsstöðum í Laugardal í Árnessýslu, er áttræð- urídag. Starfsferill Pálmi fæddist að Hjálmsstöðum og ólst þar upp en hann hefur alltaf átt þar heimili. Móður sína missti Pálmi 1914 en faðir háns kvæntist aftur 1916, Rósu Eyjólfsdóttur, og hjá þeim ólst Pálmi upp. Pálmi gekk í barnaskóla sveitar- innar og veturinn 1930-31 var hann í Haukadalsskóla. Hann fór átján ára á vertíð til Grindavíkur en á árunum 1931-42 var hann mikið til sjós á togurum og nokkur sumur verkstjóri hjá Skógrækt ríkisins, mest við skógræktar- og mæðiveiki- girðingar. Pálmi hóf búskap á Hjálmsstöðum 1942 en stundaði jafnframt sjó- mennsku að nokkru fyrstu árin. Hann sat í hreppsnefnd Laugar- dalshrepps í tuttugu og níu ár og var grenjaskytta í u.þ.b. hálfa öld. Fjölskylda Pálmi kvæntist 3.7.1942 Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur, f. 17.7.1916, hús- freyju, en hún er dóttir Sveinbjörns Eyjólfssonar og Guðrúnar Eyjólfs- dóttur. Böm Pálma og Ragnheiðar eru Gróa Berghnd, f. 30.9.1942, húsmóð- ir á Laugarvatni, gift Hilmari Ein- arssyni byggingafulltrúa en þau eiga fimm börn og tvö barnabörn; Guðrún, f. 23.12.1943, hjúkrunar- fræðingur í Mosfellsbæ, gift Finn Hansen málarameistara og eiga þau þrjú börn; Páll, f. 7.1.1946, b. að Hjálmsstöðum, kvæntur Fanneyju Gestsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau íjögur börn; Sveinbjöm Reynir, f. 26.2.1947, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Ey- gló Þorgeirsdóttur snyrtisérfræð- ingi og eiga þau þrjú börn; Bragi, f. 28.12.1952, bifreiðasmiöur í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Kristinsdótt- ur og eiga þau þrjú börn; Þórdís, f. 15.2.1954, húsmóðir á Laugarvatni, gift Tómasi Tryggvasyni húsa- smíðameistara og eiga þau þrjú börn. Alsystkini Pálma sem nú eru á lífi eru Hildur, húsmóðir í Reykjavík, gift Bimi Jónssyni, og Grímur, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Helgu Valtýsdóttur. Látin eru af alsystkin- um Pálma, Oddný, Guðmundur, Gróa, Erlendur og Bryndís. Hálfsystkini Pálma, samfeðra, nú á lífi eru Þórdís á Hjálmsstöðum; Andrés á Hjálmsstöðum; Hilmar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Svövu Björnsdóttur; Ásgeir, kvænt- ur Guðlaugu Jónsdóttur. Látin em af hálfsystkinum Pálma; Sigurður, Guömundur og Eyjólfur. Foreldrar Pálma voru Páll Guð- mundsson, f. 14.2.1873, d. 11.9.1958, Pálmi Pálsson. b. og skáld að Hjálmsstöðum, og Þórdís Grímsdóttir, f. 2.8.1874, d. 14.8.1914. Ætt Páll var sonur Guðmundar, b. á Hjálmsstöðum Pálssonar, b. í Útey, Guðmundssonar, Vigfússonar. Móðir Páls í Útey var Steinunn Brandsdóttir í Hróarsholti, Pálsson- ar. Móðir Guðmundar á Hjálmsstöð- um var Margrét Sturludóttir. Móðir Páls á Hjálmsstöðum var Gróa Jóns- dóttir. Þórdís var dóttir Gríms, b. á Laug- ardalshólum, Jónssonar. Móðir Þórdisar var Hildur Gunnarsdóttir, b. á Laugardalshólum, Einarssonar. Pálmi verður að heiman á afmæl- isdaginn. Merming Susanna Hoffs - When You're A Boy: Getur gert betur Hljómsveitin Bangles var á sínum tíma einhver al- vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Eins og oft vill verða lendir einhver liðsmanna sveitarinnar meira í sviðsljósinu an aðrir og þá er íjandinn laus og við- komandi endar sem sólólistamaður. Þetta varð raunin með Belindu Carlisle sem var í kvennasveitinni Go- Go’s og nú er það Súsanna Hoffs úr Bangles sem fer sömu leið. Svona tilfærslur ganga ekki alltaf upp; þær geröu það hjá Belindu Carlisle en eitthvað ætlar þetta að ganga verr hjá Súsönnu Hoffs. Ekki það að þessi fyrsta sólóplata hennar sé gjörsamlega ómöguleg heldur vantar einhvern herslumun til að dæmiö gangi upp. Enda er engin trygging fyrir því að einstaklingur sem blómstrar í hópvinnu eins og hljómsveit blómstri einn síns liðs. Súsanna á þó marga góða spretti á þessari plötu, sem er aö mörgu leyti í anda Bangles; léttar poppmelódíur þar sem lögð er mikil áhersla á vandaðar raddútsetn- ingar a la það sem tíðkaðist á sjöunda áratugnum. Lög eins og On My Side of The Bed, No Kind of Love, Cyndi Lauper lagið Unconditional Love og It’s Lonely Out Here halda góðum klassa en önnur lög eru síðri Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson og sum hver gjörsamlega misheppnuð. Það á til að mynda viö um David Bowie lagið Boy’s Keep Swingin’ sem passar engan veginn Súsönnu Hoffs. Og með tilliti til þess að flest bestu lög plötunnar eru eftir Súsönnu sjáífa held ég að hún ætti bara að sjá um þetta sjálf næst. Til hamingju með afmælið 6. júní 85 ára Jóhann V. Guðlaugsson, Dalbraut 18, Reykjavík. 80 ára Lára Runólfsdóttir, Furugerði9, Reykjavík. Anna Sæmundsdóttir, Grund, Reyðarfirði. Ragnhildur Ágústsdóttir, Reykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði. Gísli Gíslason, Kársstööum, Helgafellssveit. 75 ára Guðrún Ósk Óskarsdóttir, Blómsturvöllum 20, Neskaupstað. 70 ára Stefán Jónsson, Ærlækjarseli I, Öxarfjarðarhreppi. Dýrleif Hermannsdóttir, Heiðarhvammi 4F, Keflavík. Markúsína Jóhannesdóttir, Bólstaöarhlíð 32, Reykjavik. Sigurður Guttormsson, Mánagötu 25, Reyðarfirði. Sverrir Guðbrandsson, Eyrarvegi 8, Flateyri. Elías Guðbjartsson, Klapparstíg 11, Reykjavík. 60 ára S vavar Sæbjörnsson, Tjamargötu 10, Sandgerði. Anna Sigríður Hauksdóttir, Tómasarhaga 29, Reykjavík. Sigurborg Jakobsdóttir, Dalbraut 1, Reykjavík. Hanna Jónsdóttir, Hverfisgötu 17, Hafnarfirði. Jónína Ingibergsdóttir, Vesturvegi 23B, Vestmananeyjum. 50 ára Halldóra Jónsdóttir, KambiII, Djúpavogi. Jóhann Harðarson, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Jóhann Guðbjartsson, Esjubraut 8, Akranesi. Erna Árnadóttir, Háaleitisbraut 46, Reykjavík. Grétar Jónsson, Heiðarseli 15, Reykjavík. EddaLýðsdóttir, Hraunkambi 8, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í Þrasta- heimilinu, Flatahrauni21, Hafnar- firði, efiir klukkan 18.00 á afmælis- daginn. 40 ára Jóna Pálsdóttir, Furugrund 81, Kópavogi. Ástríður Sigurðardóttir, Kalmanstungu I, Hvítársíðuhreppi. Indriði Guðmundsson, Möðrufelli 5, Reykjavík. Olga G. Snorradóttir, Kíarrmóum 35, Garðabæ. Edda Sigurðardóttir, Frostafold 58, Reykjavík. r OTADI/AOTI CA SÍMINN E R 27022 Ertþúmeð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.