Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1991. 15 Reykvíkingar velji borgarstjóra Verður efnt til almennrar könnunar meðal Reykvikinga um val á nýjum borgarstjóra? í dag mun borgarstjóm Reykja- víkur taka afstööu til þess hvort efnt verður til almennrar könnun- ar meðal Reykvíkinga um val á nýjum borgarstjóra. Tillagan, sem er fram borin af borgarfulltrúum Nýs vettvangs, gerir ráð fyrir að áhugasömum aðilum gefist kostur á að lýsa sig fúsa til starfans fyrir 15. júni nk. Síðan verði Reykvík- ingum falið að velja einn úr þeim hópi. Sá sem ílestar tilnefningar hlýtur í könnuninni verði síðan útnefndur og borinn undir atkvæði borgar- stjómar eins og lög og hefðir gera ráð fyrir. Reykvíkingar voru blekktir Tilefni þessarar tillögu er flestum kunnugt: Vandræði núverandi borgarstjórnarmeirihluta við að útnefna hæfan mann úr eigin hópi til að gegna starfi borgarstjóra. Vandi sjálfstæðismanna er m.a. fólginn í yfirlýsingum sem féllu fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar en þá var þung áhersla lögð á það að Reykvíkingar væru að kjósa um borgarstjóraefni. Sjálfur beitti Davíð Oddsson þeim rökum að sjálfstæðismenn - einir allra framboðsflokka - hefðu slíkan mann að bjóða. Gilti einu þótt frambjóðendur annarra stjórnmálaafla vöruðu við þessum blekkingum og bentu á að fyrirsjáanlegt væri að núverandi KjáUarinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs borgarstjóri myndi ekki sitja út kjörtímabilið. Nú hefur komið á daginn aö þær raddir reyndust sannar - og að fjöldi kjósenda var blekktur til fylgis við Sjálfstæðis- flokkinn - því persónufylgi Davíðs Oddssonar virðist í ljósi kosninga- úrshta hafa náð út fyrir flokksfylgi. Það getur því vart dulist nokkr- um, sem á annað borð vill sjá, að forsendur hafa verulega breyst í ljósi þess hvernig kosningabarátt- an var háð fyrir um réttu ári. Kjós- endur eiga því óskoraðan rétt á því að endurskoða afstöðu sína og segja hug sinn. Ráðaleysi við tilnefningu Sá meirihluti sjálfstæðismanna sem nú situr í borgarstjórn hefur ekki reynst þeim vanda vaxinn að tilnefna nýtt borgarstjóraefni átakalaust. Þvert á móti verður ekki betur séð en að illvíg átök eigi sér nú stað innan flokksins þar sem fráfarandi borgarstjóri fær litlu sem engu ráöið. Síðustu vikur og dægur hafa skotiö upp kollinum aðilar utan borgarmálaflokks Sjálfstæðis- flokksins sem hafa lýst sig fúsa að takast á við starf borgarstjóra. Vafalítið eru einnig ýmsir sem ekki hafa vogað sér fram í dagsljósið af ótta við að hafa ekki erindi sem erfiði inn í þá umræðu. Hingað til hefur einkum verið daðrað við hugmyndina um nokk- urs konar próíkjör innan Sjálf- stæðisflokksins. Sjálf er ég hins vegar þeirrar skoðunar að slíkt sé ósvinna. Val á borgarstjóra er ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir - einkum í ljósi þess sem fyrr sagði, að það má með rök- um draga í efa að kjósendur Davíðs Oddssonar hafi allir veriö einarðir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins. Eina lýöræðislega leiðin er því sú aö skjóta málinu til úrskurðar Reykvíkinga sem vafalaust tækju því fagnandi að geta haft áhrif á málið, hvar í flokki sem þeir standa. Jafnframt geta þá fylgis- menn annarra flokka en Sjálfstæð- isflokksins boðið sig fram til starf- ans. Eðlilegasti hlutur í heimi. Hvað ættu menn að óttast? Fari svo að sjálfstæðismenn felli þessa tillögu í borgarstjórn síðar í dag hlýtur það að teljast verulegur álitshnekkir fyrir flokkinn eftir það sem á undan er gengið. Fyrst hafa kjósendur verið blekktir til fylgis við þessa menn, sem nú sitja leiötogalausir í borgarstjórn, síðan er beruð vanhæfni sömu aðila til þess að leysa málið og loks, ef tillag- an verður felld, hafa þeir þráast við að kanna vilja kjósenda. í ljósi slíkra úrshta hlyti ein spurning að brenna á Reykvíking- um öðrum fremur: Við hvað eru mennirnir hræddir - óttast þeir hug kjósenda? Óttastþeir að fylgis- menn annarra flokká en Sjálfstæð- isflokksins gætu haft úrslitaáhrif eða óttast þeir jafnvel hug sinna eigin kjósenda? Það skyldi þó aldr- ei vera! Ólína Þorvarðardóttir. „Eina lýðræðislega leiðin er því sú að skjóta málinu til úrskurðar Reykvík- inga sem vafalaust tækju því fagnandi að geta haft áhrif á málið, hvar 1 flokki sem þeir standa.“ Skert starfs- orkaerörorka „Við vitum að örorka hefur oft ýmsan kostnað i för með sér, t.d. aksturs- kostnað, umönnunarkostnað, læknis- og lyfjakostnað.“ Hér í DV á mánudaginn birtist bréf undir fyrirsögininni „Hver er öryrki - hvar eru mörkin?" Þar er fjallað um ýmislegt sem snýr að málefnum Tryggingastofnunar ríkisins. Ég ætla að leitast við að svara spurningum bréfritara og um leið vona ég að þessi grein verði öðrum til upplýsingar. Hvað er 75% örorka? Bréfritari spyr hvar mörkin séu dregin við örorkumat, hversu skerta starfsorku þurfi að búa við til að vera metinn 75% öryrki. í lögum um almannatryggingar seg- ir að sá eigi rétt til örorkulífeyris sem er öryrki til langframa á svo háu stigi að hann sé ekki fær um að vinna sér inn fjórðung þess sem andlega og líkamlega heill maður er vanur að vinna sér inn viö þau störf sem hæfa verkkunnáttu hans. Dæmist örorka undir 50% eru ekki greiddar örorkubætur en dæmist örorka 50-74% er heimilt að greiða örorkustyrk sem metinn er með tilliti til tekna umsækjanda. Sá sem metinn er 75% öryrki á rétt á örorkulífeyri frá Tryggingastofn- un ríkisins en hann er samsvar- andi ellilífeyri. Grunnlífeyri fá allir óháð tekjum en aðrir bótaflokkar eru tekju- tengdir, þ.e. skerðast viö ákveðin tekjumörk. Þeir eru tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimilis- uppbót. Einnig er heimilt að greiða endurhæfingarlífeyri tímabundið þegar ekki veröur séð hver örokan verður til frambúðar. Sá lífeyrir er samsvarandi örorkulífeyri og tengdar bætur eru þær sömu. KjáUarinn Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar rikisins Hvernig kemst ég í hóp 75% öryrkja? „Hvað fengi ég, sem móðir með eitt bam, en í sambúð, og hvemig get ég komist í þennan ágæta hóp 75% öryrkja?" spyr bréfritari. Ég held að hver og einn megi þakka fyrir meðan hann heldur fullri heilsu og starfsorku og þarf ekki að láta meta sig til örorku. Ég efast um aö nokkur óski eftir því hlutskipti. Ef heilsan bregst er mikilvægt aö búa við gott almannatrygginga- kerfi, eiga þar bakhjarl. Ef heilsuleysið veldur því að maður verður óvinnufær verður hann að leita læknis og fá vottorð um það. Síðan sækir sjúklingurinn um örorkumat til tryggingayfir- læknis sem endanlega metur ör- orkuna. Enginn ofsæll af tryggingabótum Hversu miklar bætur fær 75% öryrki einstæð móðir í sambúð? Það fer eftir því hversu lengi sam- búðin hefur varað. Eftir 2ja ára sambúð er litið á hana eins og hjónaband. Ef sambúðin hefur var- að innan við 2 ár, fær hún grunnlíf- eyri 12.123 kr. og tekjutryggingu óskerta ef aðrar tekjur eru undir 14.800 kr. eða lífeyrissjóösgreiðslur 21.500 kr. eða lægri. Tekjutrygging- in er óskert 22.305 kr., hún fær bamalífeyri 7.425 kr. og óháð ör- orku hennar, en vegna þess að hún er einstæð fær hún meðlag 7.425 kr. og mæðralaun 4.653 kr„ alls 53.931 kr. Ef sambúðin hefur varað í meira en 2 ár fer tekjutryggingin eftir sameiginlegum tekjum sambýlis- fólksins. Reiknast helmingur tekna á hana og skerðist tekjutryggingin því um 45% tekna umfram 14.800 kr. Hún fær barnalífeyrinn og með- lag ef sambýlismaðurinn er ekki barnsfaðirinn. Hún fær ekki mæðralaun því móðir í sambúö er ekki einstæð. í þessu tilviki er ekki hægt aö gefa ákveðna heildar- greiðslu vegna ónógra upplýsinga um viðkomandi. Ég tel engan öfundsverðan af því að framfleyta sér og barni sínu á 53.931 krónu á mánuði ef engar aðrar teKjur koma til. Við vitum að örorka hefur oft ýmsan kostnað í for með sér, t.d. aksturkostnað, umönnunarkostnað, læknis- og lyíjakostnað. Hversu margir fá örorkulífeyri? í upphafi ársins voru rúmlega 58 þúsund bótagreiðslur afgreiddar frá lífeyrisdeild Tryggingastofnun- ar ríkisins. Örorkulífeyri (75% ör- orka) fá rúmlega 5 þúsund og ör- orkustyrk (vegna 50%-74% ör- orku) fá tæplega 2 þúsund manns. Bamalífeyri fá um 2.500 börn, einn- ig greiðir Tryggingastofnun fram- færslu vegna barnaörorku 1.114 barna sem er samkvæmt 10. grein laga um málefni fatlaðra en ekki almannatry ggingalögunum. Upphæðir helstu bótaflokka birt- ist í Morgunblaðinu daglega fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á greiðslum frá Tryggingastofnun. „Spilað á kerfið“ Algengt er að menn mikli fyrir sér hve sumir eru glúrnir við að ná út greiðslum úr almannasjóðum og beiti ólíklegustu brögðum við það. Við, starfsmenn Trygginga- stofnunar, fáum oft aö heyra shkar sögur sem mismikill fótur er fyrir: Það er hlutverk starfsmanna sam- kvæmt almannatryggingalögun- um, að „þeir kynni sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bóta- þega“. Mannekla hjá stofnuninni gerir það að verkum að ekki er hægt að uppfylla þetta ákvæði laganna nema aö litlu leyti. Þó reyna starfs- menn að kanna þessi mál eftir því sem kostur er. Það er reynt að koma í veg fyrir misnotkun en eg held að ekkert kerfi hversu full- komiö sem það er sé þannig úr garöi gert aö hægt sé að koma í veg fyrir aö einhver misnoti það. Ásta R. Jóhannesdóttir „Algengt er að menn mikli fyrir sér hve sumir eru glúrnir við að ná út greiðsl- um úr almannasjóðum og beiti ólíkleg- ustu brögðum við það. Við, starfsmenn Tryggingastofnunar, fáum oft að heyra slíkar sögur sem mismikill fótur er fýr- ir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.