Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Qupperneq 3
MÁNUpAGUR }. JÚLÍ1991-
25
Iþróttir
Sport-
stúfar
Valderrama til
Real Valladolid -
• Kólumbíski landsl-
iðsmaðurinn Carlos
Valderrama gerði um
helgina tveggja ára
samning við spænska félagið Real
Valladolid. Valderrama lék áður
um þriggja ára skeið með franska
liðinu Montpellier. Valladolid
þurfti að greiða um 200 milljónir
fyrir kappann. Þess má geta að
þjálfari Valladolid er Francisco
Maturana en hann var þjálfari
landsliðs Kólumbíu í síðustu
heimsmeistarakeppni.
Eiríkur vann opið
golfmót í Grafarholti
• Eiríkur Guðmunds-
son, GR, sigraði á opnu
golfmóti sem haldið
var í Grafarholti. Ei-
ríkur hlaut 38 punkta en í öðru
sæti varð Finnur Oddsson, GR,
með 37 punkta og í þriðja sæti
lenti Eyjólfur Bergþórsson, GR,
með 37 punkta. Eyjólfur er ef til
vill betur þekktari fyrir störf sín
á knattspymusviðinu en hann er
formaður meistaraflokksráðs hjá
1. deildar Uði Fram.
• Pavel Vandas skorar hið umdeilda mark í Kaplakrikanum í gær. Vandas komst einn inn fyrir vörn FH og skoraði með föstu skoti framhjá Stefáni
Arnarsyni sem kom engum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti
Stuttgart Kickers í
þýsku úrvalsdeildina
• Stuttgart Kickers
vann sér í gær sæti í
þýsku úrvalsdeildinni
í knattspymu á næsta
tímabili. Stuttgart Kickers sigr-
aði St. PauU í þriðju viðureign
Uðanna, 3-1, en eftir tvo leiki
stóðu Uðin jöfn að vígi og þurfti
því þriðja leikinn til að skera úr
um hvort Uðið fengi sætið í úr-
valsdeildinni. St. PauU, Hertha
BerUn og Bayer Uerdingen féUu
niður en Stuttgart Kickers,
Schalke og Duisburg taka sæti í
úrvalsdeildinni.
CSKA í efsta sæti
í Sovétríkjunum
• Tveir leikir fóru
fram í sovésku 1. deUd-
inni í gær. Torpedo
Moskva sigraði Pak-
htakor, 1-0, og Lokamotiv
Moskva sigraði Pamir, 2-0. CSKA
er efst í 1. deUd að loknum 16
umferðum með 24 stig en Torpedo
og Donetsk eru jöfn í öðru tU
þriðja sæti með 19 stig.
Lyn sigraði
Sogndahl
• Lyn heldur 3. sæt-
inu í norsku 1. deild-
inni eftir 2-0 sigur á
Sogndahl í gærdag. Ól-
afur Þórðarson lék með Lyn eftir
leikbann sem hann tók út um síð-
ustu helgi. Viking er efst með 22
stig í norsku 1. deUdinni, Start í
öðm sæti með 18 og síðan kemur
lyn með 17 stig.
Lendl vann með
naumindum
• Leikið var áfram á
Wimbledon-mótinu í
tennis í gær og er það
í fyrsta skipti í sögu,
mótsins sem leikið er á sunnu-
degi mUli leikvikna. Þetta var
gert vegna þess að mikU úrkoma
hefur sett alla dagskrána úr
skoröum. Tékkneski snilhngur-
inn Ivan Lendl mátti þakka fyrir
að sigra Bandaríkjamanninn M.
Washington í 2. umferðinni í gær.
Washington vann tvær fyrstu lot-
urnar en Lendl náði að vinna sig-
ur, 7-5, í 5. lotu og tryggja sér þar
með nauman sigur. ÚrsUtaleik-
imir verða leiknir um næstu
helgi ef veður leyfir.
Hasarí Krikanum
umdeilt mark kom KA-mönnum á bragðið í 0-2 sigri Akureyringa
„Þetta var auövitað geysUega mik-
Uvægur sigur fyrir okkur gegn liði
sem er á svipuðu reki og við. Nú er
bara að halda áfram upp á við og
reyna að síga upp töfluna á næst-
unni,“ sagði Ormarr Örlygsson,
þjálfari og leikmaður KA, eftir að
norðanmenn höfðu sigraö FH, 0-2, í
Kaplakrika í gærdag.
Sigur KA var sanngjarn en það
verður að segjast eins og er að fyrra
mark Uðsins var mjög umdeilt. Það
var á lokamínútu fyrri hálfleiks sem
KA-menn náðu forystunni. Löng
sending frá Einari Einarssyni fór inn
fyrir vörri FH og þar virtust tveir
KA-menn greinilega rangstæðir.
Varnarmenn FH stoppuðu og biðu
eftir að rangstæða yrði dæmd en svo
var ekki. Pavel Vnadas fékk boltann
og var algerlega einn og óvaldaöur
og skoraði auðveldlega framhjá Ste-
fáni Arnarsyni, markverði FH. Hafn-
firðingar gersamlega trylltust og aU-
ir leikmenn liðsins hópuðust í kring-
um Guðmund Jónsson línuvörð.
Sekúndum síðar, þegar flautað var
til leikhlés, fóru forráðamenn FH-
inga inn á vöUinn og mótmæltu mjög
kröftuglega og það leið nokkur stund
þar til Sveinn Sveinsson komst tU
búningsherbergja ásamt Unuvörö-
um.
„Ég var ekki rangstæður þegar
Einar spymti boltanum, það er alveg
á hreinu," sagði Vandas sjálfur um
atvikið. Það má þó segja að Guð-
mundur Unuvörður hafi ekki verið
sannfærandi í undanförnum leikjum
því hann virtist gera tvö hrikaleg
mistök í leik Stjörnunnar og Víkings
á dögunum sem bitnuðu mjög á
Stjörnunni.
Það tók FH-inga, sem verið höfðu
betri aðiUnn í fyrri hálfleik, nokkra
stund að jafna sig á mótlætinu því
KA-menn fengu 3 dauðafæri í upp-
hafl síðari hálfleiks. Vandas og Páll
Gíslason klúðruðu færum eftir að
hafa komist í gegnum vörn FH og
Einar átti síðan þrumuskot í þverslá.
Síðasta hálftímann náðu FH-ingar
undirtökum á miðjunni en náðu ekki
að skapa sér nema eitt verulegt færi
þegar Pálmi Jónsson skaut framhjá
af markteig. Vörn FH opnaðist síðan
iUa á lokamínútunni og eftir aU-
þunga sókn náði Sverrir Sverrisson
að skora annað mark KA og guU-
tryggjasigurnorðanmanna. -RR
Atletico
bikarmeistari
Atletico Madrid varð spænskur
bikarmeistari í knattspyrnu á laug-
ardaginn var. Atletico Madrid sigr-
aði Real MaUorca í úrslitaleik í
Madrid, 1-0. Alfredo Santa Elena
skoraði sigurmarkið í framlengingu.
LeUíurinn fór fram á Santiago
Bernabeu, heimavelli Real Madrid,
og var 36 stiga hiti þegar leikurinn
fór fram. Þjóðverjinn Bernd
Schuster, sem leikur með Atletico,
er fyrsti leikmaðurinn sem vinnur
spænska bikarinn með þremur félög-
um. Fyrst með Barcelona 1983 og
1988, með Real Madrid 1988 og 1991
með Atletico.
-JKS
• Manolo Sanchez með bikarinn.
o od Islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild 1991 SAMSKIPA- -O 'O
f E deildin O O
o o
ÚR-STJARNAN
á KR-velli í kvöld kl. 20.00
Snælda með nýja KR-laginu, Hverjir eru bestir, fæst í KR-heimilinu.
KR-sessurnar eru komnar. Nauðsynlegar á völlinn, í bílinn
og garðinn. Verð aðeins kr. 500.
BÍLASTÆÐIÁ MALARVELLI