Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991.
Fréttir
Lausn á vanda rækjuvinnslunnar dregst á langinn vegna sumarleyfa:
Skuldir unvfram eignir
eru um tveir milljarðar
„Hvert rækjuvinnslufyrirtæki
fyrir sig veröur tekiö og skoðað
ofan í kjölinn. í framhaldi af því
mun Byggðastofnum í samráði við
eigendur og forsvarsmenn fyrir-
tækjanna ræða við höfuðlánar-
drottna sem eru bankarnir, auk
Byggðastofnunar, þá verður haft
samband við kröfuhafa og lagðar
fram ákveðnar tillögur sem þeir
verða að samþykkja eða hafna.
Ef ekki verður unnt að ná samn-
ingum sjá mörg rækjuvinnslufyrir-
tækin fyrir endann á sínu lífi.
Það verður hafist handa við þetta
verkefni á næstunni. Annars fer
þetta eftir því hvað viö höfum af
fólki til að sinna þessum málum.
Júlí og ágúst eru ekki allra bestu
mánuðirnir til að sinna verkum
sem þessum því þá eru margir í
sumarfríum," segir Matthías
Bjamason, forstöðumaður Byggða-
stofnunar.
Að sögn Guðmundar Malmquist,
framkvæmdastjóra Byggðastofn-
unar, má ætla að nettóskuldir
rækjuvinnslunnar séu um 5 millj-
aröar, bókfærð eign í skipum er um
tveir milljarðar, að henni frádreg-
inni er skuldin komin í um þrjá
milljarða, þá er eftir aö draga frá
eignir í formi húsa og vélakosts
sem notaður er í annan rekstur upp
á rúman milljarð. Því megi ætla að
nettóskuldin sé innan við tveir
milijarðar króna.
„Það verður rætt við lánardrottn-
ana og athugað hvað þeir vilja gera,
hvort þeir vilja gefa eftir skuldir
og eða lengja lán og minnka þannig
greiðslubyrðina, þaö sama verður
rætt við almenna kröfuhafa," segir
Matthías.
„Ef það gengur upp og allir eru
að vilja gerðir og ef viðkomandi
fyrirtæki er ekki mjög illa á vegi
statt er að mínum dómi hægt að
bjarga að minnsta kosti sumum
þessara fyrirtækja.
Þar sem eru fleiri verksmiðjur
en ein á hverjum stað er sjálfsagt
að reyna að sameina þær, eins og
til dæmis á ísafirði. Þar væri ekki
óeðlilegt að hafa tvær rækjuverk-
smiðjur. Ef þessar hugmyndir
ganga eftir kemur til greina að lána
þeim verksmiðjum sem hægt er að
bjarga af þessum 200 milljónum,
hins vegar kemur ekki til greina
að lána neitt nema að annað gangi
upp því þessir peningar duga
skammt," segir Matthías.
-J.Mar
Sigurbjörn Bárðarson og Kraki voru fyrstir til að tryggja sér sæti í íslenska landsliðinu i hestaíþróttum. DV-mynd EJ
Fjórir öruggir í landsliðið í hestaíþróttum:
Þrír valdir í dag
Það gætir mikils titrings í Stekkja-
hrauni í Hafnarfirði, á keppnissvæði
Sörla. Ekki er um jarðskjálfta að
ræða heldur val á landsliði íslenskra
hestaíþróttamanna sem eiga að
keppa á heimsmeistaramótinu í
hestaíþróttum í Svíþjóð 12. til 18.
ágúst næstkomandi.
í gær fóru knapamir tvær umferð-
ir í tölti, íjórgangi og fimmgangi.
Vaidir voru fjórir landsliösknapar og
gilti meðaltal úr þessum þremur
greinum fyrir þrjá knapa en íjórði
knapinn komst inn með best hlut-
fall. Auk þess fóru fram tvær af íjór-
um umferðum í skeiði. Þar gildir
besti tíminn.
Landsliðseinvaldur velur úr-
valshest
í dag verða valdir þrír knapar. Sá
knapi sem fær bestan tíma í 250
metra skeiði fer til Svíþjóðar. Sá
sjötti og síðasti er valinn af liðstjór-
anum Sigurði Sæmundssyni. Sigurð-
ur mun ekki fara eftir neinni reglu
um það Vcd heldur velja þann hest
sem hann telur helst styrkja íslensku
sveitina.
Sigurbjörn fyrstur inn
Tæplega þrjátíu knapar leiddu
saman hesta sína í gær. Eftirtaldir
knapar hafa þegar tryggt sér þátt-
tökurétt á heimsmeistaramótinu:
Sigurbjörn Bárðarson/Kraki, sem
sigurvegarar í íjórgangi, Hinrik
Bragason/Pjakkur, sem sigurvegar-
ar í tölti, Tómas Ragnarsson/Snúður,
sigurvegarar í fimmgangi, og loks
Einar Öder Magnússon/Atgeir, sem
hlutfallspar.
Nýtt land, eigandi og knapi
Hinrik Bragason keppir að þessu
sinni á Pjakki frá Torfunesi. Pjakkur
og fyrrverandi knapi hans og eig-
andi, Ragnar Ólafsson, sigruðu sem
kunnugt er í tölti og B-flokki gæðinga
á nýliðnu fjórðungsmóti á Hellu.
Þjóðverjinn August Beyer keypti
Pjakk á fjórðungsmótinu og ætlaði
Jóni Steinbjömssyni að keppa á hon-
um á úrtökumótinu en þar sem Jón
hefur verið búsettur í Þýskalandi
undanfarin ár og er ekki skráður í
íþróttadeild íslensks hestamannafé-
lags mátti hann ekki keppa. Því var
Hinrik ráðinn og fékk hestinn í hend-
ur seinni partinn á mánudaginn.
Tvö kynbótahross koma frá
Þýskalandi
Auk landsliðsknapanna keppa
fjögur hross í kynbótakeppni fyrir
Island, öll fædd á íslandi. Þórður
Þorgeirsson fer með stóðhestinn
Krika frá Hellulandi og Gunnar Arn-
arson fer með hryssuna Sprengju frá
Ytra-Vallamesi. Frá Þýskalandi
koma stóðhesturinn Gammur frá
Tóftum, sem Angantýr Þórðarson
mun sitja, og Irma frá Vatnsleysu.
Dómararnir Pjetur Pjetursson og
Einar Öm Grant munu dæma á
heimsmeistaramótinu.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hesta-
íþróttasamband íslands stendur eitt
og óstutt að vali á landsliði í hesta-
íþróttum.
-EJ
Austurstræti opnað
fyrir bflaumferð
Tillaga Þróunarfélagsins um opn-
un Austurstrætis verður tekin fyrir
á skipulagsnefndarfundi á mánudag
og afgreidd til borgarráðsfundar á
þriðjudag þar sem meirihluti er fyrir
samþykkt hennar.
í borgarráði sitja 5 menn. Að
minnsta kosti þrír borgarráðsmenn,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Árni
Sigfússon og Sigrún Magnúsdóttir,
lýstu sig í gær styðja tillöguna þann-
ig aö fullvíst má telja að hún verði
afgreidd. Borgarstjórn er í sumar-
leyfi þannig að afgreiðsla borgarráðs
er endanleg.
Tillagan felur í sér að opnun fyrir
bílaumferð verði reynd í 6 mánuði.
Þegar tillagan hefur veriö samþykkt
verður hafist handa við breytingar
og verður því væntanlega hægt að
aka gegnum Austurstrætið i ágúst.
-PÍ
Dagvist hækkar um 9%
Dvalargjöld barna í Reykjavík var samþykkt í borgarráði í lok síð-
hækka um 9% frá 1. september nk. asta mánaðar og var afgreitt á borg-
Erindi Dagvistar barna þessa efnis arstjórnarfundi í gærkvöldi. -pj
Sauðárkrókur:
Eiturefni á ógirtu
svæði nærri íbúðum
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Ógirt svæöi er við suðurenda sút-
unarverksmiöjunnar Loðskinns og
hefur ávallt tíðkast að geyma þar
sýru-og eiturefni sem notuð eru við
sútunina. Hefur á seinni árum risið
íjölbýlishúsahverfi við Víðimýri
skammt frá verksmiðjunni. Það ná-
lægt að innan við 100 metrar er í
næstu hús. Börn eru oft að leik í
nágrenninu en engar kröfur hafa
verið geröar til að loka svæðið af,
hvorki af heilbrigðiseftirlitinu né
Hollustuvernd.
Meðal þeirra efna sem þarna eru
geymd eru maurasýra og krómefni.
Eru þetta stórhættuleg efni fyrir önd-
unarfæri eða húð og hálftóm ílát með
þessum efnum eru einkar varasöm
vegna eitraðrar gufu sem leggur frá
þeim. Haft er á orði að unglingar
hafi sniffað þarna fyrir nokkrum
árum og að minnsta kosti einn þeirra
fallið í yfirlið.
Ein ástæða sinnuleysis af þessu
tagi getur verið sú að starfsleyfi
verksmiðjunnar er orðið gamalt. Svo
virðist sem nýrri fyrirtæki og verk-
smiðjur séu undir strangara eftirliti
hvað mengun og hollustuhætti varð-
ar en eldri starfsemi. Er mörgum
sjálfsagt enn í fersku minni lætin er
urðu í fyrravor vegna hættulegra
eiturefna sem áttu að vera grafin í
jöröu á lóð Steinullarverksmiöjunn-
ar.
Eins og sjá má er ekki nema steinsnar frá ógirtu efnabúri Loðskinns yfir
í íbúðahverfi. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson