Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1991.
39
„Laxveiðin í Rangánum er róleg og
laxarnir eru aðeins 6 sem komnir eru
á land, sá stærsti er 12 pund,“ sagði
Jóna Laufdal, tölusérfræðingur
Rangánna, í gærdag.
„Þann stærsta, þennan 12 punda,
veiddi Sigurður Gunnsteinsson. í
gær veiddust tveir laxar og í fyrradag
tveir, þetta er lítil veiði, ennþá. Sel-
lækurinn hefur gefið 300 urriða og
þar er mjög góð veiði,“ sagði Jóna í
lokin.
400. laxinn
kominn á land í Þverá
„Lax númer 400 veiðist í Þverá í
dag, það er á hreinu,“ sagði Jón Ól-
afsson, leigutaki Þverár, í gærdag en
Þverá er á toppnum þessa dagana í
veiðinni.
„Stærsti laxinn er 18 pund og þetta
er allt í lagi,“ sagði Jón í lokin.
Rólegt í Hofsá
og Selá í Vopnafirði
„Hofsá hefur gefið 10 laxa og við
fengum 4 í ánni, ekki eru margir lax-
ar í hyljum árinnar," sagði Eiríkur
Sveinsson á Akureyri en hann var
að koma úr Hofsá og Selá í Vopna-
firði.
„Laxamir sem við veiddum voru
7,5, 8,10 og 11 punda. Þetta var ekki
gott veiðiveöur þessa daga sem við
vorum aö veiða. Það var 27 stiga stigi
þegar ég var að kasta flugunni síð-
asta morguninn. Selá hefur gefið 14
laxa og hann er 12 pund sá stærsti.
Það vantar vatn í þessar veiðiár,
Hofsá og Selá, því þær eru vatnslitlar
þessa dagana. Fnjóská hefur gefið 14
laxa og 14 bleikjur sem er allt í lagi.
Hann er 13 pund sá stærsti," sagði
Eiríkur ennfremur.
Fengu10 laxa
hollið í Laugardalsá
„Þetta var aUt í lagi, hollið veiddi
10 laxa og þeir stærstu voru 9 og 10
pund,“ sagði Magnús Jónasson en
hann var að koma úr árlegri veiði-
ferð í Laugardalsá í ísafjarðardjúpi.
„Áin var mjög heit og fiskurinn var
tregur að taka agnið hjá okkur. Ekki
eru nú mikið af fiski í ánni en þetta
er allt lagi. Hollin hafa verið með
þetta 5 og 6 laxa,“ sagði Magnús enn-
fremur.
Norðurá hefur gefið 266 laxa
„Veiðin í Norðurá gæti orðið góð
næstu daga því þaö fór að rigna í
gærmorgun," sagði Friðrik Þ. Stef-
ánsson en hann var að koma úr ánni
- 6 laxar og 12 pund sá stærsti
Ólafur E. Ólafsson með 14 punda lax úr Kistufossi i Vesturá á maðkinn.
DV-mynd G.Bender
Oddrún Kristjánsdóttir með 14 punda hæng sem hún
veiddi á Breiðunni við Stekkinn í Norðurá.
Leifur Magnússon með 15 punda hæng sem hann fékk
í Stekkjarfijótinu í Norðurá. Áin hafði gefið 266 laxa í
gærkvöldi.
í fyrrdag með nokkra laxa í skottinu.
„A þessari stundu er Norðuráin
komin í 266 laxa og við erum sæmi-
lega sáttir við þessa veiði.
Hollið veiddi 35 laxa og hann var
12 pund sá stærsti. Ég setti í 15-16
punda fisk í Víðinesfljótinu á fluguna
en hann slapp,“ sagði Friörik enn-
fremur.
Sogið hefurgefið 11 laxa ,
Sogið var komið með 11 laxa og um
100 bleikjur á svæðum Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur. Stóra-Laxá í
Hreppum er komin í 120 laxa.
Það er rétt að taka það fram að
vatnið jókst í Norðurá, Laxá í Kjós
og Miðá en ekki öfugt eins og skilja
mátti á texta í gærdag.
-G.Bender
Fjölmiðlar
Góðar beinar lýsingar
Einkahúmor heppnast sjaldan í
útvarpi en þó eru tíl undantekning-
ar. Þeir Jón Axel Ólafsson og Gunn-
laugur Helgason, sem eru jafnan
með morgunþætti frá 9-12 á FM957,
eru undantekning. Þeir eru yfirleitt
stórskemmtílegir strákarnir og tón-
listarvalið hjá þeim er í betri kantin-
um. Þeir eiga þó sennilega frekar
upp á pallboröið hjá ungu fólki, enda
eiga þættirnir sennilega að ná til
þessmarkhóps.
í gær fóru fram þrír leiltír í Is-
landsmótinu í knattspyrnu og Rás 2
og Bylgjan gerðu þeim að venju góð
skil. Þaðergeysilega mikils virði
fyrir áhugamenn um knattspyrnu
að geta hlustað á lýsingar úr leikjum
í beinni útsendingu og ekki skaðar
aö fa fréttir frá öllumleikjunum sem
ígangieru.
Þegar beinar íþróttalýsingar eru í
gangi vel ég yfirleitt að hlusta á
Valtý Björn á Bylgjunni. Hann er
ótrúlega hress náungi sem getur
jafnvel lífgað upp dauflegustu leiki.
Honum til aðstoðar í gær var Guð-
mundur Þorbjörnsson sem á árum
áður gat sér gott orð fyrir knatt-
spymuiðkun 1 Val. Hann hefur gott
vit á knattspyrnu og vinsælt er að
fá hann í beinu lýsingamar. Lýsing-
in í gær var hin besta skemmtun
og mikil spenna í öllum leikjunum.
Þeir enduðu allir með eins marks
mim.
í gær var sýndur síðasti tónlistar-
þátturinn með Ieikaranum Dudley
Moore og Sir George Solti. Það er
söknuður að þeira því þetta voru
vandaðir þættir sem settu mann vel
inn í þann heim sem tónlistarfólk í
sinfóníuiiljómsveit býr við. Auk
þess vora í þáttunum spilaöír kaflar
úr mörgum frægustu klassísku tón-
verkum veraldar. Biómyndin
Myndbandahneykslið, sem á eftir
fylgdi á dagskrá Stöðvar 2, var ekki
í sama gæðaflokki. Þaö er hrein
móögun við áhorfendur að bjóða
upp á my ndir sem er u þvílíkt rusl
einsogþessivar.
ísak Örn Sigurðsson
Veður
Sunnan- og suðvestanátt, gola eða kaldi. Við strönd-
ina sunnan- og vestantil á landinu verður skýjað og
víða súld eða þoka en léttskýjað á Norður- og Austur-
landi og sums staðar inn til landsins sunnan- og
vestanlands. Hiti 10-17 stig sunnan- og vestanlands
en sums staðar yfir 25 stig siðdegis norðanlands og
austan. Á hálendinu verður allhvasst á stöku stað.
Vestan og sunnan Hofsjökuls verður þokuloft eða
súld fram eftir degi en bjart veður norðan Vatnajök-
uls.
Akureyri skýjað 20
Egilsstaðir léttskýjað 18
Keflavíkurflugvöllur rign/súld 12
Kirkjubæjarklaustur súld 13
Raufarhöfn hálfskýjað 14
Reykjavík rigning 14
Vestmannaeyjar súld 11
Bergen léttskýjað 17
Helsinki skýjað 16
Kaupmannahöfn léttskýjað 18
Ósló léttskýjað 18
Stokkhólmur léttskýjað 22
Þórshöfn alskýjað 9
Amsterdam léttskýjað 18
Barcelona skýjað 19
Berlin léttskýjað 18
Chicagó léttskýjað 18
Feneyjar þokumóöa 23
Frankfurt heiðskírt 21
Glasgow mistur 15
Hamborg heiðsklrt 17
London mistur 18
LosAngeles þokumóða 17
Lúxemborg léttskýjað 19
Madrid léttskýjað 15
Malaga léttskýjað 20
Mallorca léttskýjað 22
Montreal skúr 19
New York skýjað 20
Nuuk rigning 6
Orlando skýjað 25
París heiðskirt 21
Róm þokumóða 22
Valencia þokumóða 19
Vin þokumóða 21
Winnipeg léttskýjað 17
Gengið
Gengisskráning nr. 125. - 5. júlí 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 63,740 63,900 63,050
Pund 102,057 102,313 102,516
Kan. dollar 55,753 55.893 55,198
Dönsk kr. 8,9585' 8,9810 9,0265
Norskkr. 8,8750 8,8972 8,9388
Sænsk kr. 9,5763 9,6004 9,6517
Fi. mark 14.5475 14,5840 14,7158
Fra. franki 10,2139 10,2396 10,2914
Belg. franki 1.6831 1.6874 1.6936
Sviss. franki 40,1259 40,2266 40,4750
Holl. gyllini 30.7559 30,8331 30,9562
Þýskt mark 34,6310 34,7179 34,8680
It. líra 0,04653 0,04665 0,04685
Aust. sch. 4,9211 4,9334 4,9558
Port. escudo 0,3965 0,3975 0,3998
Spá. peseti 0,5520 0,5534 0,5562
Jap. yen 0,45805 0,45920 0,45654
irskt pund 92,707 92,939 93,330
SDR 83,1705 83,3793 82,9353
ECU 71,1785 71,3571 71,6563
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
4. júlí seldust alls 124,688 tonn.
Magn í Verö í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Gellur 0,108 240,00 230,00 250,00
Keila 0,347 10,00 10,00 10,00
Smáufsi 0,285 52,00 52,00 52,00
Skötuböró 0,030 205,00 205,00 205,00
Skata 0,015 70,00 70,00 - 70,00
Ýsa 8,542 105,07 96,00 132,00
Þorskur 29,872 85,05 83,30 87,00
Karfi 39,440 30,85 30,00 32,00
Ufsi 43,448 53,77 49,00 56,00
Steinbítur 0,775 50,42 49,00 55,00
Lúða 0,059 207,54 160,00 325,00
Langa 0,179 4035 30,00 48,00
Koli 1,587 73,31 69,00 76,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
4. júlí seldust alls 129,211 tonn.
Skata 0,035 67,06 65,00 71,00
Sólkoli 0,050 70,00 70,00 70,00
Skarkoli 0,020 49,00 49,00 49.00
Hlýri 0,050 34,00 34,00 34,00
Blálanga 0,080 56,00 56,00 56,00
Koli 0,697 74,00 74,00 74,00
Blandaó 0,082 16,00 16,00 16,00
Langa 0,530 44,96 41,00 57,00
Þorskur 30,813 85,74 81.00 95,00
Steinbítur 0,395 46,18 35,00 60,00
Skötuselur 0,140 220,00 175,00 385,00
Karfi 17,061 30,79 30,00 37,00
Blálanga 0,401 49,58 49,00 50,00
Ýsa 18.766 98,23 55,00 111,00
Lúða 0,311 324,34 240,00 340,00
Ufsi 59,778 51,71 36,00 55,00
RAUTT LJÓS
RAUTT UÓS/
IFERÐAR
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900