Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. Útlönd Vísindamenn íengja bein Hópur japanskra vísindamanna hefur þróað nýja aðferð til að lengja hand- og fótleggi um meira en 25 sentímetra með sérstakri bónskurðarað- gerð og vélknúnu tæki, að því er dagblað í Japan skýrðí fi-á í gær. Hin nýja aðferð þykir henta fyrir aðgerðir á dvergvöxnu fólki og þeim sem verða fyrir því að útlimír þeirra styttast eftir slys. Tæknin hefur verið notuð á um 40 sjúklingum á aldrinum 4 til 57 ára á undanfómum tveimur áram. Dagblaðið sagöi frá 16 ára stúlku, hverrar vinstri fótleggur var styttri en sá hægri vegna æxlis, sem nýju tækninni var beitt við og óx fótleggur hennar um 35 sentimetra. Aðferðin er í tveimur þrepum. í því fyrsta er beinið í limnum sem á að lengja skorið og beinið læst í fastri stöðu utanfrá. Eins millímetra bil er síðan myndað þar sem beinið var skorið og nýtt bein vex og reynir að sameina hlutana tvo. Vélknúna tækið er notað til að víkka bilið. Sjúklingar þurfa að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði eftir að beinið er skoriö. Samiðumfiugvöll í Hong Kong John Major, forsaetísráðherra vegar r tyiu yiu au næa ™ æiígio Bretfands, fer til Kína til að undir- ?ö vera meö t raðum og neituðu að rita samkomulag um umdeildan legBa Wessun sína yfir verkiö þo flugvöll við Hong Kong. svo aö ™verandi flugvöliur Hong Teiknlng Lurle Kong sé að verða allt of litill. Kostnaðurinn við gerð nýja flugvallarins er áætlaður verða sem svarar um þúsund milljörðum íslenskra króna. Reuter Fleiri kjarnorkueftirlitsmenn til íraks Sameinuðu þjóðirnar ætla að senda fleiri kjarnorkueftirhtsmenn til fraks til að leita að tækjabúnaði sem nota má við kjarnavopnafram- leiðslu. Alhstair Livingston, umsjónartnaður SÞ með eyðileggingu á vopnabúri íraka, sagði í gær að 37 eftirhtsmenn til viðbotar mundu koraa til íraks í næstu viku. Nefnd háttsettra embættismanna Sameínuðu þjóðanna fór frá Bagdad á miðvikudag eftir árangurslausar tilraunir til að fá að skoða tæki og staöi þar sem grunur leikur á aö írakar smíði kjamavopn á laun. Stjómvöld i Washington hafa sakað íraka um aö reyna að fela tæki til kjarnasprengjugerðar og að hafa ekki skýrt rétt frá efnavopnum og lang- drægum flugskeytum sínum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur væntanlega saman til fundar í dag tii að ræða hvernig þvinga megi íraka til að veita eftirhtsmönnum ótakmarkaöan aðgang og til að hlýða á skýrslu sendinefndarinnar. Kenýaf orseti varar við fjölflokkatali Daniel arap Moi, forseti Kenýa, vill ekki heyra minnst á fjölflokkakerfi I landlnu. Daniel arap Moi, forseti Kenýa, hefur fyrirskipað iöndum sínum aö minnast ekki einu orði á eins árs afmæli óeirða sem urðu um allt land þegar íbúamir kröföust fjölflokkakerfis. „Ég hef fyrirskipað öiium lögregluþjónum og hermönnum að fylgjast vel með því hvort einhveijir tah um 7. júlí,“ sagöi Moi viö opnun markaðs- torgs í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, á miðvikudag. „Það er lögbrot að segja 7. júh. Það þýðir að viðkomandi hafi verið viðstaddur.“ Að minnsta kosti tuttugu manns létust í óeirðunum á síðasta ári sem blossuðu upp þegar Moi neitaði að fyigja fordæmi annarra Jeiðtoga Afríku- ríkja og koma á fjölflokkakerfi. Aöeins einn flokkur hefur verið leyfður í Kenýa frá 1982. Evrópubandalagíd kannar símaokur Evrópubandalagið hefur haflð formlega rannsókn á þvl hvort símafélög bandalagsríkjanna selji raiililandaslmtöl sín of dýrt. I yfiriýsingu, sera var gefin út í Brassel í gær, sagði að bráðabírgðakönn- un gæfi tii kynna að neytendur borguðu of mikið fyrir símtöl til landa utan EB ef miðað væri við það sem þjónustan kostaði í raun. Rannsókninni er ætlað að tryggja að íbúar landa Evrópubandalagsins fái eitthvaö fyrir sinn snúö og að símafélögin fari eftir samkeppnisreglum. Reuter Bresk og kínversk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að byggja nýjan flugvöll i bresku nýlendunni Hong Kong sem fellur aftur undir stjóm Kínveija 1997. John Major, forsætisráðherra Bretlands, mun fara til Kína til að undirrita samkomulagið. John Major var sagður fagna fréttunum um samkomulagið sem gert var opinbert í morgun en mikl- ar deilur hafa staðið um fyrirhug- aðan flugvöh um langt skeið. Breska síjórnin í Hong Kong átti frumkvæðið að flugvallarbygging- unni 1989 til að auka trúnað manna á nýlendunni eftir aö Kínverjar brutu lýðræðishreyfinguna á bak aftur á Torgi hins himneska fr iðar. Kínversk stjórnvöld fóru hins Steinar Bastesen, formaður Hrefnuveiðifélags Norður-Noregs, heldur grilluðu hrefnukjöti og skutli á lofti. Simamynd Reuter Norskir hrefnuveiðimenn: Héldu hvala- grillveislu - til að mótmæla veiðibanni Norskir hvalveiðimenn héldu í gær grillveislu þar sem boðið var upp á grillaðan hval í mótmælaskyni við fimm ára hrefnuveiðibann í ábata- skyni. Veiðimennirnir buðu gestum og gangandi í höfninni í Svolvær í Norður-Noregi að smakka hvalkjöt og renna því niður meö bjór. Norska ríkisstjórnin hafði farið þess á leit við hvalveiðimenn aö eng- ir hvahr yrðu veiddir í ár þar sem það væri ólöglegt. Stjómvöld sögöu í gær að hvalkjöt- ið, sem boðiö var upp á í veislunni, væri örugglega af nokkrum dýram sem festu sig í fiskinetum um síöustu helgi en hvalveiðimennimir neituðu því. „Við veiddum í þessa veislu á venjulegan máta með skuth. Dýrin deyja fljótt og örugglega en það sama er ekki hægt að segja um þau sem veiðast í net. Það kjöt, sem við buðum upp á þarna, er allt af hrefnum sem veiddar hafa veriö á þessu ári, sumt var frosið en sumt ferskt," sagði Steinar Bastesen, formaður Hrefnu- veiðifélags Norður-Noregs. Fyrr í vikunni hætti Hrefnuveiðifé- lagið við fyrirhugaðar skipulagðar hrefnuveiðar í ábataskyni en lét hverjum og einum meðlimi félagsins eftir að taka ákvörðun þar að lútandi. Noregur sagðist ætla að taka úr- sögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu til vandlegrar athugunar eftir að ráðiö samþykkti í maí síðastliðnum áfram- haldandi hrefnuveiðibann þrátt fyrir aö vísindanefnd ráðsins segði að hrefnustofninn væri nægjanlega stór og legði til að takmarkaðar veiðar yrðu leyfðar. Reuter Gorbatsjov: Vesturlönd eiga ekki að þvinga okkur Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sagði í gær að Vesturlönd ættu ekki að þvinga eigin þróunar- hugmyndum upp á Sovétríkin. Hann sagði Carlos Sahnas de Gortari, for- seta Mexíkó, sem er í opinberri heim- sókn í Moskvu, að hvorki kapítalism- anum né sósíalismanum hefði enn tekist að leysa vandamál mannkyns- ins. „Við erum greinilega á leið inn í einhverja nýja menningu og að henni verður engin ein fyrirmynd," hafði Tass-fréttastofan eftir honum. „Jafn- vel börn sömu móður eru ekki eins.“ Gorbatsjov sagði að hann mundi bera upp þær hugmyndir sínar aö þörf væri á nýrri skipan alþjóðlegrar samvinnu þegar hann hittir leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London um miðjan mánuðinn. „Við erum ekki að tala um neina góðgerðarstarfsemi heldur um sam- starf sem báðir aðilar hagnast á. Það er vonandi að leiðtogar Vesturlanda hafi visku og hugmyndaflug til að taka þetta allt með í reikninginn því það er mjög mikilvægt að ástandið fari ekki úr böndunum, að per- estrojkunni miði áfram." Leiðtogar vesturveldanna eru reiðubúnir að bjóða Gorbatsjov að koma honum í samband við alþjóð- legar fjármálastofnanir og gefa hon- um góð ráð um endurskipulagningu sovésks efnahagslífs en þeir munu ekki veita honum mikla fjárhagsað- stoð á fundi þeirra í London. Breskir embættismenn sögðu að Gorbatsjov skildi það að íjárhagsað- stoð væri ekki á dagskránni og þeir byggjust við því að ekki yrði komið með slíkar óskir á fundinn. „Það sem ég held að leiðtogar iðn- ríkjanna óski eftir eru uppbyggilegar og opinskáar viðræður við Gorbatsj- ov,“ sagði einn breskur embættis- maður. Talið er að á fundinum verði þeirri hugmynd hreyft að veita Sovétríkj- unum aukaaðild eða sérstök tengsl viö Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Al- þjóðabankann. Reuter Friður næst milb Líbanonhers og Palestinumanna: PLO lætur bækistöðvar sínar af hendi Ríkisstjóm Líbanons og PLO lýstu því yfir í gær að tekist hefði að semja um endalok stríðsins sem staðið hef- ur á milli stjórnarhers Líbanons og skæruhða PLO síðustu fjóra daga. PLO samþykkti að beygja sig undir líbanska yfirstjóm eftir að hafa notið nokkurs konar sjálfsstjómar í Suð- ur-Líbanon fyrir utan lög og reglur líbanska ríkisins í tvo áratugi. „Við náðum samkomulagi um öll málefni og nú vonum við aö ekkert muni hindra útfærslu þessa samn- ings,“ sagði Yasser Arafat, leiðtogi PLO, en hann er nú staddur í Túnis. Samningurinn felur í sér að líb- anski herinn tekur við yfirráðum í Suður-Líbanon en PLO lætur þar Yasser Arafat fagnaði friðarsam- komulaginu. Simamynd Reuter með af hendi síðustu bækistöðvar sínar í landinu. Að sögn Arafats hafa líbanskir ráðamenn fengið loforð fyrir því að Bandaríkjamenn muni nú beita ísraela þrýstingi til að þeir yfirgefi svokallað öryggissvæði, syðst í Líbanon. PLO hefur fengið loforð líbönsku ríkisstjórnarinnar fyrir því að öryggi tvennra flóttamannabúða þeirra, Miyeh Miyeh og Ain al-Hilwe, veröi tryggt. Örfáum klukkustundum eftir aö tilkynnt var um friðarsamkomu- lagiö þagnaði sprengjugnýrinn um- hverfis flóttamannabúðimar. Bardagamir kostuðu líf 65 manns, aðallega óbreyttra borgara. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.