Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. 13 Fréttir Ekki útlit fyrir hækkandi f iskverð erlendis á næstunni Bv. Páli ÁR seldi afla sinn i Englandi Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Verðíerl. mynt Meðalverð kg Söluverð ísl. kr. Kr. kg Þorskur 75.515,00 86.175,00 1,14 8.806.137,07 116,61 Ýsa 20.280,00 27.821,00 1,37 2.843.000,17 140,19 Ufsi 3.060,00 2.270,00 0,74 231.969,03 75,81 Karfi 1.600,00 932,00 0,58 95.240,15 59,53 Koli 2.905,00 2,875,00 0,99 293.793,38 101,13 Blandað 3.216,00 2.773,00 0,86 283.370,10 88,11 S8mtals 106.576,00 122.846,00 1,15 12.553.509,89 117,79 Gámasölur í Englandi 24.-28. júní Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg Verðíerl. mynt Meðalverð kg Söluverðisl. kr. Kr. kg Þorskur 368.497,25 410.045,78 1,11 41.876.151,02 113,64 Ýsa 402.336,00 464.219,80 1,15 47.403.139,08 117,82 Ufsi 39.266,50 27.662,05 0,70 2.824.638,81 71,94 Karfi 18.434,75 11.719,90 0,64 1.196.797,97 64,92 Koli 242.762,50 244.091,15 1,01 24.922.877,55 102,66 Grálúða 6.500,00 9.017,20 1,39 920.791,38 141,66 Blandað 255.374,50 217.340,10 0,85 • 22.193.482,81 86,91 Samtals 1.333.196,50 1.384.095,26 1,04 141.337.805,06 106,01 Aö undanförnu hefur verö á fersk- fiski lækkað nokkuð en það er meðal annars af því að borist hefur mikið af fiski á markaðina í Þýskalandi og Englandi frá Grænlandi og Barents- hafi. Mánudaginn 8. júlí á eitt skip að selja afla sinn í Þýskalandi og virðist ekki mjög bjart yfir markaðn- lim þann dag. Búist er við þýskum togurum sem eru á karfaveiðum á Dornbanka og þó aö þeir séu ekki með mikinn afia hver fyrir sig munar um það á markaðnum ef mörg skip koma með 60 tonna karfaafla til við- bótar þeim 300 sem von er á héðan. Danmörk Danir eru mjög uggandi um sinn hag ef svo fer að Norðmenn gerast aðilar að evrópsku efnahagssvæði, EES, og eru þeir hræddir um að missa þau viðskipti með fisk sem þeir hafa haft. í þessum pisth er lítil- lega sagt frá því hvað Norðmenn hugsa sér í fiskvinnslunni ef svo fer að þeir gerast aðilar að EES. Bandaríkin Freðfiskur hefur lækkað nokkuð í verði í Bandaríkjunum að undan- fórnu en ekki meira svo að í íslensk- um krónum talið verður það svipað og það var fyrir hækkanirnar. Senni- lega þarf að bíða til hausts til að fá úr því skorið hvort verðið veröur lágt áfram. Forsvarsmenn í fiskiðn- aði erlendis hafa sagt að allar líkur séu á að í framtíðinni komist verðið á sama stig og það var 1988. Margir fiskverkendur hafa lagt upp laupana vegna þess að þeir segja innkaups- veröið of hátt, þeir geti ekki unnið fiskinn og selt með hagnaði. England Bv. Skarfur seldi afla sinn í Hull 20. júní, alls 70,4 tonn fyrir 8,4 millj- ónir króna. Þorskur seldist á 124,08 kr. kg., ýsa á 133,62, ufsi 84,96, karfi 115,05 og blandað á 89,14 kr. kg. Meðalverð 120,40 kr. kg. Bv. Börkur seldi í Grimsby 26. júní, alls 173 tonn fyrir 18,5 milljónir kr. Þorskur seldist á 107,27 kr. kg, ýsa 118,21, ufsi 70,09, koh 110,03 og bland- að 63,94 kr. kg. Meðalverð 105,93 kr. kg. Bv. Ottó Wathne seldi í Grimsby 26. júní. Noregur Nýlega var seldur til Englands ein- hver best búni frystitogari Norð- manna og verður hann gerður út frá Hull í framtíðinni. Menn í heimahöfn skipsins, Öksnes, harma mjög sölu þess þar sem ekki hafl of margir tog- arar verið gerðir út þaðan. Útgerðar- menn, sem áttu skipið, sögðu of mik- ið tap á því og þess vegna hefði það verið selt. 60 menn missa atvinnu við þetta og fara þeir á atvinnuleysisbæt- ur. Fullvinnsla á fiski: Ef svo fer að Noregur nær samkomulagi við EES um fríverslun á fiski verður allt ann- að að eiga við fiskvinnslu en áður. Þá verður hægt að fullvinna aflann heima í stað þess aó senda hann Fiskmarkaðuriim Ingólfur Stefánsson óunninn út. Miklir markaðir eru fyr- ir fullunninn fisk í Evrópu, sérstak- lega í Þýskalandi. Nú er sendinefnd frá Noregi í Cuxhaven að kynna sér það nýjasta í fiskvinnslu. í Cuxhaven er einhver fullkomnasta fiskverk- smiðja í Evrópu. Miklar breytingar er verið að gera á höfninni í Krist- jánssandi svo þar verði hægt að taka við meiri fiski en áður. Margir þeirra sem nú eru atvinnulausir fá atvinnu og verðmæti fisksins verður marg- falt meira en þegar hann er seldur nýr eða frosinn til útlanda. New York Mjög breytilegt verð hefur verið á öllum tegundum fiskmetis. í júní- mánuði var lítil sala og lélegt verð á laxi á Fultonmarkaðnum. Chileskur og írskur lax lækkaði um 10-15% og töldu menn það við hæfi vegna geng- ishækkunar dollarans. Ekki hefur verið á markaðnum lax frá Maine eða New Brunswick og talið er að lítið af laxi komi þaðan fyrr en slátr- un hefst á árgangi 1990. Norskur lax hefur verið á markaðnum en verið misgóður og þó að kaupmenn hafi tekið honum sæmilega hafa neytend- ur hafnað honum og verðið hefur verið 415-425 dollarar lbs. en lækkaði skyndilega um 70-80 sent lbs. Kaup- menn vildu kenna því um að norskur lax hefði ekki verið á markaðnum um tíma og fólkið orðið vant öðrum laxi sem hefði lækkað í verði um 12-15% lbs. Norsk laxaflök hafa verið á markaðnum og hefur verðið verið um 750 kr. kg. Sumarleyfislaxinn vinsæll Ferðir með skemmtiferðaskipum eru mjög vinsælar og má reikna með aukinni sölu um borð í þeim. Sála á fiski um borð í skipunum hefur auk- ist um 10% á ári síðustu árin. Amer- íska útgerðarfyrirtækið Cruise Line Intemational Association, sem er með 98% allra skemmtiferðaskipa sem sigla við austurströnd Ameríku, reiknar meö 50 milljarða dollara aukningu á næstu áram, fram til 1996. Félagið gerir út 112 skip núna en býst við að þeim fjölgi um 34 skip fram til ársins 1995, með 42.208 rúm- um en fyrir voru skip með 82.000 rúmum samtals. Fyrir árið 2000 er reiknað með að farþegar verði 10 milljónir á ári. Flest skipin hafa tvö- faldað sölu á sjávarréttum. Holland American Line segir að miklar breytingar hafi orðið á mat- seðlum um borð í skipunum. Áður fyrr var venjulega aðeins einn fisk- réttur á boðstólum en nú eru að minnsta kosti tveir réttir fyrir utan langborð með alls kyns fiskréttum meðal annars. 1984 báðu aðeins 10% um fiskrétti en nú er það svo að 40% farþega á Karíbahafinu óska eftir sjávarréttum en 50% af farþegum, sem sigla norður til Alaska, biðja um fiskrétti. Mest selst af rækju og humri en skelfiskur af öllum gerðum og tegundum er einnig vinsæll. Eins og fyrr segir selst mest af rækju, humri, laxi, krabbadýram, sverð- fiski og margs konar reyktum fiski. Frosið hráefni Flest fyrirtækjanna nota frosið hráefni til matargerðar en nú er far- ið að hugsa um að hafa nýmeti á boðstólum í styttri ferðum sem eru 7-10 daga og ferðum sem standa að- eins 3-A daga. Einstaka fyrirtæki kaupa fiskflök en nú eru fleiri að hugsa til þess að breyta til. Nokkur fyrirtæki kaupa heilfrystan fisk og láta starfslið um borð hantéra hann í það sem þeir vilja hverju sinni. Forðast er að vera með fisk sem fáir þekkja, menn eru ekki fyrir það að prófa nýjar fisktegundir. Stytt og endursagt úr Fiskaren Húsavík: Fé tómstunda- bænda skorið Jóhannes Sigurjónsscm, DV, Húsavík; Nú er í burðarliðnum samningur milli Fjáreigendafélags Húsavíkur og Bæjarstjórnar Húsavíkur um niður- skurð á öllu sauðfé á Húsavík á kom- andi hausti. í samningnum er ákvæði um að fé tómstundabænda verði í gæslu í sumar, verði sem sé ekki sleppt á fjall. í haust verður féð skoöað og þeir sem eiga riðulaust fé geta hafið búskap aftur að ári, hinir verða að bíöa í 2 ár. Samkomulagið var samþykkt sam- hljóða í bæjarstjórn, án umræðu, en einn bæjarfulltrúi lýsti því yfir að það væri stór stund þegar tækist að ná samkomulagi um þessi mál, enda hefur þetta verið mikið deilumál á Húsavík um alllangt skeið. Bjartsýni í Árneshreppi Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Það er víða farið að bera á vatnss- korti í húsum hér í Árneshreppi. Geta allir ímyndað sér hvaða vand- ræði geta hlotist af því. Heilsufar er gott í hreppnum. Er fólk mikið sól- brennt, sællegt og ánægt með hfið. Hér ber ekki á þunglyndi en Árnes- hreppsbúar sjá htið annað en björtu hhðarnar á þessu jarðneska lífi. 60 sérfræðingar bílatímarita frá 17 löndum gáfu Renault Clio hæstu einkunn eftir reynsluakstur. Clio var kjörinn BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU1991 með einkunninni 312 stig, heilum 54 stigum meira en sá bíll hlaut sem komst næst Clio. BlLL ÁRSINS 1991 Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633. Clio Fullkomnir yfirburðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.