Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991. 33 Afmæli Óðinn og Þór Sigþórssynir Tvíburabræðumir Óðinn Sig- þórsson, b. og hreppstjóri að Ein- arsnesi í Borgarhreppi í Mýra- ■sýslu, og Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins, Bollagörð- um 9, Seltjarnarnesi, eru fertugir í dag. Starfsferill Óðins Óðinn fæddist að Einarsnesi í ■ Borgarhreppi og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Bifröst 1970, stundaði bankastörf við Landsbanka íslands til 1971 og vann í bókhaldsdeild Eimskipafé- lags íslands til 1972. Þá stundaði hann framhaídsnám við The Lon- don School of Foreign Trade 1972-73. Óðinn hefur verið b. að Einars- nesi frá 1974. Hann er hreppstjóri Borgarhrepps frá 1980 og formaður í Veiðifélaginu Hvítá frá 1989. Óð- inn hefur tekið virkan þátt í störf- um Sjálfstæðisflokksins, m.a. átt sæti á framboðslista flokksins til tveggja þingkosninga, átt sæti í miðstjóm hans um fjögurra ára skeið og setið í landbúnaðarnefnd flokksins í rúman áratug. Fjölskylda Óðins Óðinn kvæntist9.10.1971 Björgu K.B. Jónsdóttur, f. 10.10.1951 en foreldrar hennar eru Soffía Karls- dóttir og Jón H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri í Keflavík. Óðinn og Björg eiga sjö börn. Þau eru Þórunn María, f. 29.5.1972, nemi í MR; Kristín Birna, f. 19.6. 1974, nemi í MR; Sigríður Þóra, f. 9.3.1981; Jón Karl, f. 20.1.1983; Soff- ía Björg, f. 14.8.1985; Guðmundur Bergmann, f. 27.6.1988; Þórarinn Halldór, f. 18.3.1990. Starfsferill Þórs Þór ólst upp í Einarsnesi, lauk stúdentsprófi frá MA1971, fyrri- hlutaprófi í lyfjafræði lyfsala við HÍ1973 og kandidatsprófi í lyfja- fræði frá Danmarks Farmaceu- tiske Hejskole 1976. Hann starfaði við lyfjafram- leiðslu í Ingólfs apóteki 1976-77, var yfirlyfjafræðingur í Laugavegs apóteki 1977-86 og var skipaður forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins sumarið 1986 en því starfi hefur hanngegntsíðan. Þór sat í stjóm Lyfjaf'ræðingafé- lags íslands 1978 og 79 er hann var varaformaður, sat í stjórn Stéttar- félags íslenskra lyfjafræðinga 1985 og 8Þ6 er hann var varaformaður. Hann hefur verið fulltrúi Stéttarfé- lags íslenskra lyfjafræðinga í stjórn Lífeyrissjóðs apótekara og lyfja- fræðinga, var fulltrúi í stjórnskip- aðri nefnd til undirbúnings laga um lyfjadreyfingu 1979-80, í eitur- efnanefnd frá 1987 og formaður hennarfrál989. Fjölskylda Þórs Þór kvæntist 24.8.1974 Guðnýju Björgu Þorgeirsdóttur, f. 30.10. 1952, húsmóður, en hún er dóttir Þorgeirs Jónssonar, b. í Gufunesi, og Guðnýjar Guðlaugsdóttur hús- freyjuþar. Börn Þórs og Guðnýjar Bjargar eru tvíburamir Jóhanna og Salvör, f. 1.9.1973, og Sigþór Karl, f. 12.12. 1978. Systkini og foreldrar Systkini Óðins og Þórs eru Þórar- inn Sigþórsson, f. 22.11938, tann- læknir, kvæntur Ragnheiði Jóns- dóttur danskennara; Guðmundur, f. 20. október 1940, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, kvænt- ur Herborgu Árnadóttur; Helga f. 23. janúar 1943, viðskiptafræðing- ur, gift Þórði Steinari Gunnarssyni hrl.: Jóhanna, f. 10. ágúst 1949, blaðamaður hjá DV, gift Hjalta Jóni Sveinssyni, blaðamanni; Sigríður, f. 30. júní 1953, arkitekt, gift Hallm- ari Sigurðssyni leikhússtjóra. Foreldrar Óðins og Þórs eru: Sig- þór Karl Þórarinsson, f. 28. janúar 1918, d. 23. janúar 1981, b. og hrepp- stjóri í Einarsnesi í Borgarhreppi, og kona hans, Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 11. desember 1917. Faðir Sigþórs var Þórarinn, skipstjóri í Rvík, Jónsson, b. á Svarfhóli í Hraungerðishreppi, Sigurðssonar, b. í Brekkum í Holtum, Runólfsson- ar. Móðir Þórarins var Gyðríður Steinsdóttir, skipasmiðs á Eyrar- bakka, Guðmundssonar. Móðir Óðinn Sigþórsson. Sigþórs var Sigríður Gísladóttir, búfræðings í Hlíð í Kollafirði, Björnssonar. Móðir Gísla var Þór- dís Guðmundsdóttir, b. á Kleifum á Selströnd, Einarssonar, dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar, fóður Ragnheiðar, langömmu Torfa, fv. tollstjóra, og Snorra skálds Hjart- arsona. Móðir Sigríðar var Þórdís Jónsdóttir, b. á Sæbóli í Dýrafirði, Bjarnasonar og Guðrúnar Skær- ingsdóttur. Sigríður er dóttir Guðmundur, b. og hreppstjóra á Valbjarnarvöll- um í Borgarhreppi, Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Jóhanns Hjartarsonar skákmeistara. Móðir Sigríðar er Þórunn Jónsdóttir, b. og pósts í Galtarholti í Borgar- Þór Sigþórsson. hreppi, Jónssonar, b. í Galtarholti, Jónssonar. Móðir Jóns í Galtar- holti var Þórunn Kristófersdóttir, bókbindara á StóraFjalh, Finn- bogasonar, bróðir Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Þórunnar var Sigríður Guðmunds- dóttir, gullsmiðs á Kvíum, Stefáns- sonar, og konu hans, Þórunnar, systur Þórdísar, ömmu Halldórs Þorbjarnarsonar hæstarréttar- dómara og langömmu Þorsteins skálds frá Hamri. Þórdís var dóttir Þorbjarnar, b. á Helgavatni, Sig- urðssonar og konu hans, Margrét- ar Halldórsdóttur „fróða“, b. á Ás- bjarnarstöðum, Pálssonar. Þór og Óðinn verða að heiman á afmælisdaginn. Dýrflnna Helga Klingenberg Dýrfinna Helga Khngenberg Sig- urjónsdóttir ljósmóðir, Hraunbæ 75, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Dýrfmna Helga fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún lauk ljós- mæðraprófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1952. Dýrfinna Helga var ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans 1953-54, við mæðradeild Heilsu- vemdarstöövar Reykjavíkur 1956-77 og hefur starfað á Fæðing- arheimili Reykjavíkur frá 1977. Þá hefur hún jafnframt verið starfandi ljósmóðir í Reykjavík frá 1956 og tekið á móti börnum í heimahúsum í Reykjavík og nágrannabyggðar- lögum. Fjölskylda Dýrfmna Helga giftist 12.6.1954 Sigurði Ingvari Jónssyni, f. 23.1. 1927, iðnaöarmanni en hann er son- ur Jóns Sigfúsar Hermannssonar, fyrrv. b. að Sæbóli í Aðalvík, er nú dvelur að Hrafnistu í Hafnarfirði, og Elínóm Guðbjartsdóttur hús- móður sem nú er látin. Börn Dýrfinnu Helgu og Sigurðar Ingvars: Elínborg Sigurðardóttir, f. 27.10.-1953, kennari að Iðu III í Biskupstungum, gift Guðmundi Ingólfssyni og eiga þau fimm börn; Elínóra Inga Sigurðardóttir, f. 20.12.1954, jarðfræðingur og hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, gift Júhusi Valssyni og eiga þau þrjú börn; Magnús Jóhannes Sigurðar- son, f. 27.3.1957, húsasmíðameist- ari í Kópavogi, kvæntur Margarítu R. Raymondsdóttur og eiga þau tvö börn; Þórey Stefanía Sigurðardótt- ir, f. 17.7.1961, garðyrkjufræðingur í Olfusi, gift Gunnari Þór Hjalta- syni og eiga þau tvö börn; Sigríður Helga Sigurðardóttir, f. 14.4.1963, hárgreiðsludama í Kópavogi, gift Guðmundi Vernharðssyni og eiga þau tvö börn; Jón Helgi Sigurðarr son, f. 6.7.1969, sölumaður í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Birnu Gylfadóttur; Sigrún Jóna Siguröar- dóttir, f. 6.7.1969, nemi í Reykjavík. Systkini Dýrfmnu Helgu: Sigríð- ur Sigurjónsdóttir, f. 16.10.1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Onundarsyni og eiga þau sex börn; Ingibjörg Sigurjónsdóttir, f. 31.10. 1933; Jörgen J.H. Sigurjónsson, f. 12.11.1935, atvinnurekandi í Mos- fellsbæ, kvæntur Önnu Ingólfsdótt- ur og eiga þau eitt barn; Magnús Tómas Sigurjónsson, f. 12.11.1937, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Ingimarsdóttur og eiga þau fimm börn; Jón Oddur Sigurjónsson, f. 5.5.1942, atvinnu- rekandi í Reykjavík, kvæntur Helgu Snorradóttur og eiga þau þrjúbörn. Foreldrar Dýrfmnu Helgu: Sigur- jón Jónsson, f. 6.8.1907, verkamað- ur í Reykjavík, og kona hans, Elín- borgTómasdóttir, f. 16.9.1906, hús- móðir. Ætt Sigurjón er sonur Jóns Odds, verkamanns í Reykjavík, Jónsson- ar, hreppstjóra í Galtarholti í Borg- arfirði, Jónssonar, b. þar, Jónsson- ar. Móðir Jóns hreppstjóra var Ses- selja Guðmundsdóttir. Móðir Jóns Odds var Þórunn Kristófersdóttir, b. á Stórafjalli, Finnbogasonar, og Helgu Pétursdóttur. Móðir Sigur- jóns var Ingibjörg Gilsdóttir, b. í Krossnesi í Álftaneshreppi á Mýr- um, Sigurðssonar, og Guðrúnar Andrésdóttur. Elínborg er dóttir Tómasar, gest- gjafa á Borðeyri, Jörgenssonar, b. á Borðeyri, Jörgenssonar, b. á Elín- arhöfða á Akranesi, Magnússonar, húsmanns á Ehnarhöfða, Jörgens- sonar, b. á Elínarhöfða, Hanssonar Klingenbergs, b. á Krossi á Akra- nesi, ættfóður Klingenbergsættar- innar. Móðir Jörgens Hanssonar var Steinunn Ásmundsdóttir, syst- ir Sigurðar langafa Jóns forseta. Móðir Tómasar var Dýrfinna Helgadóttir, b. í Hundadal í Miðdöl- um, Sigurðssonar, b. í Fremri- Hundadal, Bjarnasonar, b. á Gilla- stöðum í Laxárdal, Sigurðssonar, b. á Gillastöðum, Jónssonar. Móðir Dýrfmnu var Dýrfinna Jónsdóttir, b. í Lækjaskógi, Guðmundssonar. Dýrfinna Helga Klingenberg. Móðir Jóns var Kristín Magnús- dóttir, prests á Kvennabrekku, Einarssonar, og konu hans, Helgu Oddsdóttur, prests í Keldnaþing- um, Þórðarsonar. Móðir Elínborgar var Þórunn Kristjánsdóttir Fjeldsted. Dýrfinna Helga tekur á móti fólki eftir klukkan 18.00 á afmæhsdag- inn að Skipholti 70. Páll Vígkonarson Páll Vígkonarson framkvæmda- stjóri, Aratúni 40 í Garðabæ, er sex- tugurídag. Starfsferill Páh er fæddur og uppahnn í Reykjavík. Hann lauk gagnfræða- skólaprófi í Reykjavík 1948. Prófi í prentsmíði 1953, síðar í prentmynda- ljósmyndun og fékk meistarabréf 1966. Páh var við prentiðnaðarstörf íKaupmannahöfn 1953-1954.' Hann var verkstjóri í prent- myndagerðinni Litrófi 1955-1957. Páh var stofnandi og framkvæmda- stjóri Myndamóta hf. 1957-1989 þar til hann seldi Árvakri hf. (Morgun- blaðinu) fyrirtækið 1989. Nú rekur Páll fyrirtækið H. Pálsson hf. ásamt syni sínum, Hákoni, og er hann jafn- framt framkvæmdastjóri þess. Páll sat í stjórn Félags prent- myndagerðareigenda 1964-1971 og í stjóm Félags ísl. prentiðnaðarins 1971-1981. Hann var í stjórn Lífeyr- issjóös prentara 1976-1981, auk ann- arra félaga og fyrirtækja. Páll var formaður prófnefndar í prent- myndasmíði 1965-1985. Fjölskylda Páll kvæntist 28. júlí 1956 Ernu Arnar, f. 21.9.1930, skrifstofustjóra. Foreldrar hennar eru Rannveig Þórarinsdóttir Arnar, f. 6.9.1909, húsmóðir og Bernhard B. Arnar, f. 6.10.1903, kaúpmaður. Börn Páls ogErnu: Dr. Bernhard Öm, f. 1957, prófessor í lífefnaverk- fræði við University of Wisconsin, Ann Arbor USA. Kona hans er Lilja Mahsid, f. 1957, efnaverkfræðingur. Börn þeirra eru Shireen María, f. 1982, og Sirus Bernhard, f. 1985. Hákon rafmagns- og tölvuverkfr., f. 1959, ókvæntur, starfar við eigið fyrirtæki í Reykjavík; Rannveig f. 1952, sjúkraþjálfari í Reykjavík, gift Birni Júhussyni bútæknifræðingi. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1979, Sveinn Júlíus, f. 1980 og Páll Þórar- inn, f. 1982. Páll Vígkonarson. Háfbróðir Páls er Þórður Vígkon- arson, kaupmaður í Reykjavík. Foreldrar Páls voru Vígkon Hjör- leifsson, f. 1.12.1895 á Eyrabakka, d. 1968, húsasmíðameistari og Sig- ríður Pálsdóttir, f. 2.10.1893, Páls- dóttir bónda, útgerðarmanns og skipstjóra, Kirjubóli í Korpudal í Önundarfirði, d. 1983, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Páll verður að heiman í dag. Pálmi Alfreð Júlíusson Pálmi Alfreð Júhusson, Syðra- Skörðugili, Seyluhreppi í Skaga- firði, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Pálmi fæddist að Á í Unudal í Hofshreppi í Skagafirði og ólst upp í foreldrahúsum til tólf ára aldurs en flutti þá að Grindum í Deildardal til Sólveigar Júlíusdóttur og Jóns Júlíussonar sem þar bjuggu. Sólveig og Jón voru hálfsystkini Pálma af fyrra hjónabandi föður hans en móðir þeirra var Guðný Jónsdóttir. Pálmi var að Grindum til 1961 en flutti þá að Syðra-Skörðugih á Lang- holti til Sigrúnar systur sinnar og Sigurjóns og hefur hann átt þar heima síðan. Pálmi hlaut vinnu- hjúaviðurkenningu frá Búnaðarfé- lagi Íslandsl975. Alsystkini Pálma: Sigrún Júlíus- dóttir, f. 5.6.1907, húsfreyja að Syðra-Skörðugili í Skagafirði, gift Sigurjóni M. Jónassyni, b. þar; Anna S. Júliusdóttir, f. 11.7.1910, d. 22.8.1968, húsfreyja, var gift Jó- hannesi H. Jóhannessyni, fyrrv. b. að Neðri-Vindheimum í Eyjafirði; Sigurjóna Jóhanna Júlíusdóttir, f. 22.12.1912, húsmóðir á Eskifirði, ekkja eftir Ingvar G. Jónasson sjó- Pálmi Alfreð Júiíusson. mann, d. 22.5.1985; Dagmar Aðal- heiður Júlíusdóttir, f. 14.9.1914, húsmóðir á Akureyri, ekkja eftir Stefán J. Jóhannesson, d. 29.11.1955, bifreiðastjóra; Halldór J. Júhusson, f. 14.8.1918, d. 21.10.1943; Gestur Júhusson, f. 18.8.1919, d. 29.10.1961. Foreldrar Pálma voru Gunnlaug- ur Júlíus Jónsson, f. í Hólkoti í Unadal 15.7.1870, d. 24.6.1957, b. í Skagafiröi og síðar verkamaður á Dalvík, og kona hans, Aðalbjörg Sig- urjónsdóttir, f. í Gljúfurárkoti í Skíðadal 21.5.1884, d. 10.4.1964, hús- freyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.