Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 11
• LAiíGMB5)A<SIíRI20/,0æiM19?y % MÉÉÉÉMAÉÉÉT UÉÉÉÉÉÉÉM UÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉÍ Böm og búskapur Líf og störf stórfjölskyldunnar er viðfangsefniö í þáttunum Böm og búskapur sem Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöldum. Hliðar fjöl- skyldulífsins eru margar og í þátt- unum er fjallað um þær á heldur gamansaman hátt. Á frummáhnu kallast þættirnir Parenthood en kvikmynd með sama nafni um sama umijöllunarefni gerði það gott í bíóhúsum borgarinnar fyrir ekki margt löngu. Þar var aðalhlut- verkið í höndum grínarans góð- kunna, Steve Martin, en hann kem- ur þó hvergi nálægt sjónvarpsþátt- unum. Þó Martins njóti ekki við í þáttun- um eru engir aukvisar í aöalhlut- verkum. Ed Begley leikur heimilis- fóðurinn Gil Buckham en Ed þessi hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í myndum á borð við She-Devil, Cat People og Proto- col. Eiginkonu hans, Karen, leikur Jayne Atkinson en margir muna e.t.v. eftir henni úr Revenge of A1 Capone. Af öðrum leikurum má nefna Wilham Windom, Sheha MacRae, Maryedith Burrell, Susan Norman og Ken Ober. Aðalpersónur þáttanna eru hjón- in Gil og Kate og börnin þeirra. Uppeldisaðferðir hjónanna og reyndar annarra ættingja eru oft á tíðum skrautlegar. Sérstaklega á þetta við um Susan, systur Kate. Barn hennar, sem er þriggja ára gamalt, er þátttakandi í karate- tímum, sækir spænskutíma og les verk eftir pólska rithöfundinn Kafka. Gil og Kate taka hlutverk sitt sem foreldra alvarlega en þó með öðrum hætti en Susan og eig- inmaður hennar, Nathan, sem hef- ur frumkvæðið að þessu námi barnsins. Gh reynir sjálfur að theinka heimhinu eins mikinn tíma og hann mögulega getur en hann fmn- ur fljótt að hann fær ekki öllu ráð- ið um uppeldi barnanna og kemur þar ýmislegt th. Karen reynir líka að eyða miklum tíma með fjöl- skyldunni en á í vandræðum með að gera upp við sig hvort það eigi að bitna á starfsframa hennar. líf og störf stórfjölskyldunnar Steve Martin lek aðalhlutverkið i kvikmyndinni Parenthood en Sjónvarpið sýnir nú framhaldsmyndaflokk sem er byggður á sama efni. Framleiðandi þáttanna er The Imagine Television en fyrirtækinu innan handar er enginn annar en Ron Howard, sá hinn sami og leik- stýrði kvikmyndinni með samnefnt nafn. Howard er sjóaður í bransan- um og hefur m.a. leikstýrt Splash með Howard og Cocoon. Honum til aðstöðar er Splash. Brian Grazer en hann vann einmitt að Parenthood og Vísnaþáttur Ljúft er að snúa að lokum heim Fátt er það af fyrirbærum lífsins sem blekkir okkur jafnáþreifan- lega og tíminn. Meðan við erum að vaxa úr grasi rétt mjakast hann áfram, en þegar ellin færist yflr fer hann á sem næst ólöglegum hraða, að sumum finnst. Og alla leiðina frá æsku th ehi sóum við tímanum hugsunarlítið og hann okkur. En öhum væri okkur fuh þörf á að íhuga orð spekingsins Benjamíns Frankhns sem sagði: „Ef þú elskar lífiö skaltu ekki sóa tímanum, því úr honum er lífið gert“. Og ekki sakar að minna á orð annars spaks manns, sem ég veit því miður ekki hver er, eða var, en þau eru svo- hljóðandi: „Mundu að dagurinn í dag er fyrstur þeirra daga sem þú átt eftir ólifaða". Ásgrímur Kristinsson frá Ás- brekku í Vatnsdal lýsir viðhorfi sínu þannig: Okkar stutta æviskeið ýmsar kreppa skorður. Sárt er að vera á suöurleið er sumarið heldur norður. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum telur sig hafa verið vanbúinn til ferðar, er lífsganga hans hófst: Elhn þagði um sárin særð, svikabragð og falhð. Æskan sagði: Indæl færð, er ég lagði á fjallið. Og þegar farið er að halla undan fæti kveður hann, og kallar stök- una Afturfor Gerast hár á höfði grá, hæhinn sár í skónum. Berast árin að og frá eins og bára á sjónum. Guðmundur Gunnarsson frá Tindum á Skarðsströnd lýsir reynslu sinni á eftirfarandi hátt: Æskuspaug er falhð frá, fjör úr taugum þokast. Svefninn augun sígur á, senn fara þau að lokast. Bráðum fundinn friður er foldar undir grasi. Lífsins pund var lánað mér, lækkar á stundaglasi. Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal, lengi úrsmiður á Akureyri, var mjög snjah hagyrðingur. Hann orti oftast í gamansömum tón og þá ekki síður um sjálfan sig en aðra. Ekki veit ég hvort hann hefur verið að yrkja um sjálfan sig, er hann kvað: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Æviskeið er orðið langt, oft var meira en hálfur, aldrei dæmdhaðra strangt, enda breyzkur sjálfur. Hann sagði ennfremur: Alltaf þyngist elhn mér, ævi svignar greinin. Dagur kemur, dagur fer, dropinn holar steininn. Syndir eins og fjaðrafok finnast kringum veginn, þegar ég í leiðarlok lendi hinum megin. Alnafni hans, Bjarni Jónsson frá Sýruparti á Akranesi, var spurður hvemig hehsa hans væri. Hann svaraði: Gigtin hamast, bognar bak, brotalamir séröu. Allt er gamalt ónýtt brak og eins að framanverðu. Björn Friðriksson frá Bergsstöð- um á Vatnsnesi hefur verið lítið betur á sig kominn, er hann kvað: Lúnir armar, lundin þreytt, lömuð af galdri norna. Nú er ekki eftir neitt annað en skapið foma. Og Ásgrímur Kristinsson frá Ás- brekku tekur í sama streng: Eytt og glatað er mér flest, ævifatið slitið. Þung er gatan, þrekið mest þurfti í matarstritið. Faðir Ásgríms, Kristinn Bjarna- son frá Ási í Vatnsdal, lýsir kjörum sínum þannig: Æska í fumi fram hjá mér frá sér numin gengur. Fyrir hruman öldung er ekkert sumar lengur. En hann er þó ekkert á því að gefast upp, því hann segir: Þegar elh þyngir fót, þor og kraftur dvínar, hugurinn getur mælt sér mót við minningarnar sínar. Jórunn Kristinsdóttir frá Minni- Þverá í Fljótum, seinni kona Sæ- mundar Sæmundssonar, skip- stjóra á Hjalteyri, kveður svo: Mér er farin að fórlast sýn og fleiri sjást þess merki, að út er shtin æskan mín og ellin sezt að verki. Lokaorðin á Þórhildur Sveins- dóttir skáldkona: Ljúft var að snúa að lokum heim, liðu tímar hljóðir, en alltaf sá ég eftir þeim ef þeir voru góðir. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.