Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Side 14
14 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Apabúr í Austurstræti Næturlíf um helgar er ekki mikið í miðbæ Reykjavík- ur í samanburði við ýmsa miðbæi í útlöndum. í miðbæn- um í Madrid á Spáni er hundrað sinnum stærra flatar- mál fullt af mörg hundruð sinnum fleira fólki, sem held- ur virka daga uppi dampi til klukkan fimm að morgni. Aðaltorgið í Madrid, Plaza de Puerta del Sol, er ið- andi af fólki allan sólarhringinn nema milh fimm og sjö á morgnana. Þetta er þeirra Lækjartorg, miðstöð stræt- isvagna og neðanjarðarlesta. En bragurinn á góðviðris- nótt er annar en hann er á Lækjartorgi íslendinga. í Madrid og annars staðar á meginlandi Evrópu er ekki til siðs, að fólk ráfi slyttingslega um götur og torg eins og aumingjar. Þar ekki til siðs, að fólk veifi áfengis- flöskum, gargi og þrugli. Þar er ekki til siðs, að fólk slefi af góðsemi í eyrað á náunganum eða beiji hann til óbóta. Á meginlandi Evrópu er til siðs, að fólk, sem er að skemmfa sér, ber sig vel. Sumt er undir áhrifum áfeng- is eða annarra flkniefna, en það hagar sér samt ekki mjög ólíkt öðru fólki. Það lætur að minnsta kosti ekki eins og apar. Það verður sér ekki til stórskammar. Á íslandi hefur hins vegar mótazt sú venja, að ungir ' sem gamlir geta afklæðzt persónuleikanum og hagað sér eins og fávitar. Þetta gera hinir fullorðnu heima hjá sér og unglingarnir úti á götu. Þetta er meinsemd, sem einkennir íslendinga umfram margar aðrar þjóðir. Sumir íslendingar eru svo ruglaðir í ríminu, að ódrukknum fmnst það bara fyndið að sjá ölæðishegðun sína á myndbandi, í stað þess að fyrirverða sig og verða að gjalti, svo sem efni standa til. Hér á landi vantar innri staðal fyrir hegðun fólks á almannafæri. Víðar en á íslandi er til fólk, sem kann ekki með áfengi að fara eða slettir úr klaufunum af öðrum ástæð- um. Munurinn er sá, að þar er þjóðfélagslegt samkomu- lag um, hvaða hegðun sé innan marka og hver sé utan þeirra. Slangur, slef og garg eru utan þeirra. Þetta er ekki unglingavandamál, því .að hinir full- orðnu eru ekkert skárri. Heima hjá sér gefa þeir for- dæmið, sem unglingar apa eftir á Lækjartorgi og í Aust- urstræti. Til þess að komast fyrir rætur meinsins þarf að koma upp mannasiðum hjá íslendingum almennt. Það er dæmigert fyrir óþolandi hugarfar íslendinga, að lögreglustjóraembættið í Reykjavík skuh láta við- gangast, að miðbærinn sé eins og apabúr á nóttunni. Enn verra er, að það skuli láta viðgangast, að miðbær- inn sé vígvöllur ribbalda og ofbeldismanna. Hinn nýi borgarstjóri Reykjavíkur ætlar að láta verða eitt af sínum fyrstu verkum að semja við löggæzlu ríkis- ins um að hreinsa miðbæ Reykjavíkur af ófögnuði næt- urlífsins. Það er mikilvægt skref í rétta átt og felst í, að yfirvöld fari að neita að sætta sig við ástandið. Hreinsun miðbæjarins leysir ekki þetta séríslenzka vandamál. Hún færir það að einhverju leyti til. Mergur málsins er þó sá, að hún væri angi af tilraun þjóðarinn- ar til að koma upp siðareglum í hegðun fólks, svo sem tíðkast meðal siðaðara þjóða í útlöndum. Smám saman þurfum við að koma því inn hjá okkur sjálfum, að hvert okkar hefur persónuleika og virðingu, sem ekki má í ölæði kasta fyrir hunda og manna fætur. Annaðhvort þarf fólk að „halda“ drykknum, svo notað sé amerískt orðalag, eða láta drykkinn eiga sig. Við skulum hreinsa torg og götur, heimili og sálar- kima, svo að næturlíf okkar geti færzt í heilbrigðara mynztur, sem við sjáum harvetna utan landsteinanna. Jónas Kristjánsson Sovétríkin stef na í heimshagkerf ið Niðurstaðan af fundi Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta með leið- togum sjö helstu iðnríkja heims í London er viljayflrlýsingar á báða bóga. Gorbatsjov gerði grein fyrir ásetningi um að breyta Sovétríkj- unum í raunverulegt sambandsríki á lýðræðisgrundvelb með afmark- aða vald- og verkaskiptingu milli stjóma lýðveldanna og Sovét- stjómarinnar. Jafnframt verður horfið frá miðstýringu og fyrirskip- anahagkerfi í framleiðslu og við- skiptum til félagslegs markaðshag- kerfis innan ramma almennra lagaákvæða. Fomstumenn sjöveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands, lýstu fyrir sitt leyti yfir þeim ásetningi að veita um- mynduðum Sovétríkjunum inn- göngu í sinn hóp og þá heldur fyrr en seinna. Því til sannindamerkis hétu þeir Sovétfíkjunum þegar í stað aukaaðild að helstu stjórn- stofnunum alþjóðafiármála og þró- unarsamvinnu ásamt tækniaðstoð við afmörkuð en brýn verkefni eins og hagnýtingu orkulinda, flutninga á matvælum til markaðar og breyt- ingu hergagnaiðnaðar til fram- leiðslu í þágu friðsamlegra þarfa. Formanni sjö ríkja hópsins, þetta árið breska forsætisráðherranum, John Major, er falið að fylgja eftir framkvæmd sex meginatriða í þessum fyrsta áfanga inngöngu Sovétríkjanna í heimshagkerfið. Fer hann í því skyni til Moskvu síðar á árinu. Talsmenn sovésku sendinefndar- innar í London sögðu eftir á að þeir söknuðu einkum tvenns af fyr- irheitaskrá sjöveldanna. Annað er lenging erlendra skulda Sovétrikj- anna. Hitt er að slakað verði á hömlum á útflutningi til Sovétríkj- anna á hátæknivamingi sem nota má jöfnum höndum í hergagnaiðn- aði og almennum iðnaði. Sá kafli, sem nú tekur við í per- estrojku eða endurreisnarstefn- unni sem Gorbatsjov vill kalla svo, er sér í lagi reistur á samkomulagi níu af fimmtán lýðveldum og Sov- étforsetans um nýjan sambands- sáttmála. Þar er nú ekki lengur talað um Samband sósíalískra sov- étlýðvelda heldur Samband full- valda sovétlýðvelda. Þar er meðal annars gert ráð fyrir ftjálsum kosningum til allra þjóðkjörinna stofnana og embætta í lýðveldun- um hveiju um sig og Sovétríkjun- um sem heild, þar á meðal embætt- is Sovétforseta, á næsta ári. Æðsta ráðiö samþykkti sam- bandssáttmálann með yfirgnæf- andi meirihluta, 307 atkvæðum gegn 11 með hjásetu 18, við fyrstu umræðu skömmu áður en Gorb- atsjov hélt til London. Ráðið gerir fyrirvara um tiltekin ákvæði. Mestur er ágreiningur um skatt- heimtu. Rússland og Úkraína vilja að lýðveldin sjái um hana hvert um sig og greiði sambandsstjóminni hennar skerf. Þar að auki veitti Æðsta ráðiö Sovétforseta í veganesti til London afgreiöslu þriggja lagabálka um efnahagsmál. Hinn fyrsti fiallar um rétt erlendra fiármagnseigenda til að eiga og reka að fullu fyrirtæki í Sovétríkjunum. Annar tryggir að eigendur fyrirtækja þessara geti yfirfært ágóða úr landi og tryggir þá fyrir eignaupptöku eða þjóðnýt- ingu. Þriðji lagabálkurinn fiallar Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson um stofnun og starfrækslu verð- bréfamarkaða í Sovétríkjunum. David Remnick, fréttaritari Was- hington Post í Moskvu, kemst svo að orði að fyrir misseri hefði uppá- stunga um lagasetningu af þessu tagi valdið hneykslun og uppnámi. Nú verða harðlínumenn, sem eru öflugri í Æðsta ráðinu en nokkurri annarri sovéskri löggjafarsam- komu sem máli skiptir, að láta slíkt yfir sig ganga og þar að auki að gjalda jáyrði sambandssáttmála með ákvæði um nýjar kosningar sem vafalaust svipta flesta þeirra þingsetu. Þrátt fyrir ítök sín í embættis- kerfi og atvinnulífi og ótvíræð yfir- ráð yfir forustu hers og leynilög- reglu eru harðlínumenn máttvana á úrslitastundum. Þeir hafa enga stefnuskrá og skortir frambærilega forustu. Við þetta bætist að yfir- burðasigur Boris Jeltsins í almenn- um forsetakosningum í Rússneska sambandslýðveldinu hefur fært mönnum heim sanninn um að lýð- ræðisbylgjan teygir sig nú út fyrir stórborgirnar um dreifðar byggðir þess mikla ríkis sem myndar kjarna Sovétríkjanna. Við embættistöku í Kreml, hinni fomu háborg Rússaveldis, sagðist Jeltsin vera reiðubúinn að styðja Gorbatsjov til endurkjörs í embætti Sovétforseta bjóði hann sig fram á næsta ári. Greinilegar veröur ekki staðfest að nú hafa þessir gömlu andstæðingar kosið að snúa bökum saman. Báðir bera þunga ábyrgð í ríki sem á við óstjórnleg vandamál að etja. Á einu ári hefur verðgildi rúblunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli á frjálsum markaði lækkað um tvo þriðju. Mánaðar- laun iðnverkamanns, 330 rúblur, jafngilda á þessu gengi 600 krónum. Heildarframleiðsla í Sovétríkjun- um minnkaði um einn tuttugasta á fyrsta fiórðungi þessa árs frá sama tíma í fyrra. Á fyrra misseri í ár minnkaði framleiðsla á kjöti, smjöri og osti um 13%. Á sama tímabili innheimtist aðeins þriðj- ungur af áætluðum tekjum ríkis- sjóðs og greiðsluhalli hans varð næstum fimmfalt meiri en áætlun nam. Svo tjáir Sege Schmemann New York Times frá Moskvu. Að slíkt skuli gerast í einhverju gagnauðugasta landi jarðar frá náttúrunnar hendi, þar sem aldrei hefur skort hugvit né dugnað þegar þeir eiginleikar fá að njóta sín, er auðvitað skýrasti dómurinn yfir frumkvæðis- og atorkuletjandi miðstýringarkerfi sem hefur geng- ið sér til húðar. Með auknu upplýs- ingastreymi síðustu ára verður æ fleiri Sovétmönnum ljós munurinn á sínu hlutskipti og þeirra þjóða sem njóta hagræðis frjáls heims- markaðar. Þess vegna er niðurstaða fundar- ins í London pólitískur ávinningur fyrir Gorbatsjov forseta í bráð. Þeg- ar frá líður veltur mest á hvernig Sovétmönnum tekst að nýta sér þá nýju möguleika til raunverulegrar endurnýjunar atvinnulífs, fram- leiðsluhátta og viðskiptahátta sem nú eru að opnast. Mestu hindruninni verður rutt úr vegi jafnskjótt og nýr sambands- sáttmáh verður að veruleika. Laga- og tilskipanastríð milli sambands- stjómar og lýðveldisstjórna reyrir allt í sjálfheldu og ætti þá að vera úr sögunni. Síðan kemur væntanlega til við- ræðna við lýðveldin sex, Eystra- saltslönd, Armeníu, Georgíu og Moldavíu, sem neita að taka þátt í gerð nýs sambandssáttmála og stefna að fullu sjálfstæði. John Major forsætisráöherra (t.h.) var gestgjafi á fundunum í London og sat ásamt Mikhail Gorbatsjov fyrir svörum á fundi með fréttamönnum eftir viðræður Sovétforseta við forustumenn sjöveldanna. Símamynd Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.