Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 26
38
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991.
ÚRVALSBÆKUR Á NÆSTA SOLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 62 60 lO
V '
m
n
vi vah 'spentikntign
■umcz cacitok
I0Í.V
FLuG
*
A,. &
mmmv
■ ■
útv&h snrnntn.iy.i
• ’.vnU i
us',ri \.Yi vt
Þegar George Harris, þekktur kanadískur bókaút-
gefandi, bíður bana undir neðanjarðarlest lítur
lögreglan aðeins á það sem slys eða kannski
sjálfsvíg - en blaðamaðurinn Judith Harris er
ekki sannfærð um það. Hún var að skrifa grein
um Harris og einmitt nýkomin af fundi hans þar
sem hann lék á als oddi og sagði skopsögur.
Var trúlegt að maður, sem ætlaði að fara að fyrir-
fara sér, gerði það?
Judith er fráskilin móðir tveggja barna og á þar
að auki við erfiða móður að etja. Hún hefur því
lítinn áhuga á að flækjast í rannsókn á dauðs-
falli. En hún getur ekki varist þeirri áleitnu hugs-
un að Harris hafi verið myrtur og vill fá að vita
hvers vegna. Morð á öðrum gildum bókaútgef-
Aðeins
kr. 790,
anda, í New York að þessu sinni, verður til þess
að Judith og vinkona hennar í New York, Marsha
Hillier, lenda í miðri hringiðu rannsóknarinnar og
vitsmunalegum átökum við öfluga óvini sem
einskis svífast.
En jafnvel í miðjum þessum æsilega leik fær róm-
antíkin tækifæri til að dafna og blómstra.
Þetta er fjörmikil og oft spaugileg spennusaga
og gagnrýnendur eru á einu máli um að konurnar
tvær, Judith og Marsha, séu einhverjar frískustu
og heilbrigðustu konur sem komið hafa fram í
spennusagnaheiminum hin síðari ár.
Sviðsljós DV
Dottir Rfdptins
gefurútbók
um foreldrana
Dóttir fyrrv. forsetahjónanna er
nú aö senda frá sér bók um líf
erni fjölskyldunnar.
Patti, dóttir Ronalds og Nancy
Reagan, hefur skýrt frá því aö
hún ætli sér að gefa út bók um
lif foreldra sinna, séð frá sínum
sjónarhóh. Samningur þar að lút-
andi mun hafa verið undirritaöur
og færir hann Patti litil þrjú
hundruð þúsund sterlingspund í
vasann. Bók um forsetahjónin
fyrrverandi kom út fyrir
skömmu og þótti ekki góö auglýs-
ing fyrir þau hjónin. Höfundur-
inn, Kitty Kelley, lét þar ýmislegt
flakka og heyrst hefur að Nancy
hafi veriö allt annaö en ánægö
með þau skrif.
Bókarinnar frá Patti er ekki síð-
ur beðið með eftirvæntingu enda
hefur hún ekki haft mikið sam-
band við fjölskyldu sína og t.a.m.
ekki rætt við foreldra sína í meira
en ár. Samband hennar við systk-
ini sín er, heldur ekki mikið en
Patti segist þó ekki eiga í neinum
deilum viö fjölskyldumeðlimina.
Þegar að henni er gengið viður-
kennir Patti þó að hún hafi átt
sín ágreiningsmál við foreldra
sina en segir jafnframt að bókin
sé ekki skrifuð í hefndarskyni og
sé á engan hátt ætlað að valda
þeim vandræðum.
Costneropnar
spilavíti
Costner er búinn að fjárfesta í
spilavíti I Suður-Dakota.
Bandaríski kvikmyndaleikar-
inn Kevin Costner, sem nú má
sjá á breiðtjaldi Regnbogans í
hlutverki Hróa hattar, opnar
spilavíti í Deadwood í Suður-
Dakota síðar í þessum mánuöi.
Slík starfsemi varð lögleg þar um
slóðir á seinni hluta ársins 1989
og skömmu síðar fjárfesti leikar-
inn í húsnæði undir spilavítið.
Costner lét reyndar bróöur
sinn, Ðan, sjá um þessi mál en
hann er sérstakur fjármálaráð-
gjafi stjörnunnar. Fréttir herma
að húseignin hafi kostað um eina
miUjón dollara en hluthafar eru
sagðir vera fleiri en einn þó ekki
fylgdi sögunni hverjir væru þar
með í dæminu.
Spilavítið hefur hlotiö nafhið
Midnight Star en óhætt er að
segja að Costner hafi söðlað um
því í hlutverki Hróa stal hann af
ríkum til aö gefa fátækum. Nú á
hann á hættu að vera sakaður
um aö rýja inn að skinni jafnt
fátæka sem ríka, jafiivel þótt
starfsemin sé fyllilega lögleg.