Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Side 43
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1991. 55 Menning Heillandi Norsari Urta heitir lítið forlag sem er farið aö láta aö sér kveða, enda mjög sérhæft, hefur held ég ein- göngu gefið út norrænar ljóðaþýðingar. Áður hefur það m.a. gefiö út þýðingar Njarðar Njarð- vík á ljóðum Tómasar Tranströmer sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, þýðing- ar Hjartar Pálssonar á úrvali ljóða Danans Hen- rik Nordbrandt, og nú þýðingar hans á 50 ljóðum Norðmannsins Rolf Jacobsen. Sá er nú hálfní- ræður og sendi fyrstu ljóðabókina frá sér 1933. Þær eru tólf talsins, heildarsafnið þó innan við 300 bls. Svið ljóða Jacobsens er borg og sveit, jafnt og ósnortin náttúra. Flest er lífi gætt hjá honum og gáski áberandi. Ljóðin eru þrungin tilfinning- um án þess að um þær sé talað, þær birtast í myndrænum lýsingum umhverfisins. Ekki þekki ég ljóð Jacobsens svo vel að ég geti dæmt um val ljóðanna í þessa bók en yfirleitt þýðir Hjörtur vel. Hann fylgir norska textanum mjög nákvæmlega, en oröar þó allt svo vel að íslensk- um hætti að aldrei er hægt að sjá að þýtt sé. Orðaforðinn er mikill og þýðandi sýnir mikla leikni og þjálfun. En hann er oft of hátíðlegur. Svo notuð sé slitin líking þá má skáld ekki láta sér nægja hæstu tónana í hörpunni, hann verð- ur að hafa tök á þeim öllum, ella skilar hann ekki frumtextanum. Fáein dæmi um stílmun á þýðingu og frum- texta: mulden puster mot foten - moldin andar mér við il (bls. 9) lefter de store klemt - lyftir hrynþungum hljómum (bls. 9) Þegar Jacobsen taiar um „gratis appelsiner", þá heitir það ekki ókeypis appelsínur hjá Hirti, heldur „gefins glóaldin" (bls. 28). Orðið „mil“ þýöir hann með „rastir" (bls. 13), „som vi her- er“ verður „ber okkur að eyrum". „Slakteren som hugger op sine koteletter" verður: „slátrar- inn sem heggur sundur kjötið í rifiasteikina sína“ (bls. 32). Þetta er eins og að sjá öflugan íþróttamann þreyta hástökk íklæddan smóking, þaö er vissulega tilkomumikiö, en áhorfandinn hlýtur aö segja: „Að hugsa sér hvað hann gæti...“ Ónákvæmni er sjaldgæf, sem fyrr segir. En breytingar, svo sem á línuskiptingu, finnst mér ekki mega gera nema af ótviræðri þörf. Og hana sé ég ekki í „Sumar þistlanna" (bls. 18); höfund- ur lagði áherslu á lokalínu með því að hafa hana mun styttri en hinar, enda er með henni stokkið yfir á annað svið, eftir að sumri var lýst segir um það: „dreymt dýpst í hjarta Guðs“. „Gömlu konumar" er ónákvæmt þýtt framan af: Ungu konurnar svo eldsnöggar í hreyfmgum hvert eru þær að fara ar“ eða „hljóðlátar" og „eldsnöggar í hreyfing um“ skilar ekki nógu vel „med lynsnare fott- er“, því ljóðiö beinist svo mjög að því að lýsa líkama hlutlægt. Lok 1. línu er þýðing á „hvor blir det af dem“, en nákvæmara væri: „hvað verður um þær“. Á sama hátt væri betra að þýða „fetevarer" með „flesk" en „matvöru", því mælandi Ijóðsins er að rifia upp nákvæmlega Bókmenntir ðrn Ólafsson Langt úti í tímanum þegar þær eru orðnar stilltar Síðasta orðið er þýðing á lýsingarorðinu „stille“, og léti nær að þýða það með „kyrrlát- skynhrif bernsku sinnar. í öðru ljóði er jörðinni líkt við dagblað sem er að fara í prentun. Og þar sýnist mér gæta misskilnings: Blossinn ljósmyndar leifturhratt smáatriði sem máli skipta Prófarkalesarinn á næturvakt- inni fellir niður það sem er beinlínis meiðandi, annars veröur allt birt. Fyrsta orðið er þýðing á „Lynef‘ og það væri betra að þýða einfaldlega með „eldingin", því hér er talað um hörðina í heild. Og „meiðandi" er villandi þýðing á „pinligt", sem merkir, „neyðarlegt, óþægiiegt". Svona athugasemdir mega þykja lítilvægar, en ónákvæmni getur spillt að nokkru áhrifum ljóös, svo sem „Olíu- skipið". Það skip, „ískalt, hljóðlaust, innilokað í sjálfu sér“ er borið saman við persónugerð skip fyrri tíma, „þegar sérhvert skip var drottn- ing sem feimin lyfti/ knipplingum hulin kjól sín- um í dans“. Einmanaleiki olíuskipsins er sýndur í lok ljóðsins, en fer forgörðum í flóknu orðalagi þýðingarinnar, vegna þess að þar eru höfð hausaskipti á þolanda og „geranda": Engin mannleg höfn veitir þeim hvíld. Vörtu i skerjagarðinum þekkir enginn nema hið svefnvana skip með skeytingarlausan dómsdag í hjarta sér. Meiningin er hins vegar sú að enginn þekkir skipið nema eitt ómerkilegt sker, sannkölluö „varta“ í skerjagarðinum, o.s.frv. En við skulum láta þessar aðfinnslur nægja og líta frekar á dæmi alls þess sem vel er gert. Skjálfandi símastaurar Hljóöið í þungum kvamarsteinum stjamanna sem hverfast hægt um heljarmiklar naflmar, og snúa alhrímuðum andlitunum hver að öðrum og sveigja þau aftur undan handan við ljósár, - allt sem hreyfist úti í himingeimnmn á tröllauknum kúlulegum, stafar frá sér lágum hfjóðum, syngjandi þyt sem kafnar í órafirrð geimsins. Það er þetta sem suð símalínanna ber okkur að eyrum, Hjörtur Pálsson þýddi Ijóð Rolfs Jacobsen. þær eru loftnet sem nema hljóðmerki geimsins og hrópa þau út yfir mýrar og móa á nóttunni þegar stauramir muldra og kalla órólega eins og þegar maður hefur illar draumfarir og eitthvað veldur honum sting fyrir brjósti, þjakandi hugsanir sem hann skilur ekki og ryðja sér braut gegnum kokið, en stöðvast við góminn og verða einungis slitrótt óp, það er hljóðið frá öllum stjörnunum, þannig þýtur án afláts úti í himingeimnum. Þetta ljóð virðist mér dæmigert um hvernig Jacobsen tengir stórt og smátt. Fyrst er alheims- myndin, það sem vart verður skynjað vegna þess hve stórt það er. Það tengist svo hinu sem naumast verður skynjað vegna þess hve hvers- dagslegt það er. En hvorttveggja er þó sónn, eins og frá lífveru, og tengslin liggja því m.a. í persónugervingu dauðra hluta. Allar líkingarn- ar eru ofurkunnuglégar lesendum. Stjörnurnar birtast eins og einhverjir hrímþursar úr norsk- um þjóðsögum, en jafnframt eru þær skynjaðar með líkingum við tækni, forna og nýja (kvarnar- steinar hverfast um nafir/á kúlulegum). Og tal um nútímatækni, loftnet, tengir geiminn við hið nálæga, mýrar og móa. „Jafnvel símastaurar syngja", renna saman við mann sem sefur óró- lega. Þannig sýnir ljóðið hvemig allt, stórt og smátt er þrungið sama lífi, sem maðurinn í ljóð- inu skynjar, en getur ekki orðað. Þýöandi skrifar tveggja bls. formála, sem virð- ist eiga að brúa bilið milli ljóða og lesenda. Lít- ill fengur er þó að honum, hér er lítið um upplýs- ingar um skáldið, og engar um fyrri þýðingar ljóða þess á íslensku (Hannes Sigfússon þýddi tólf í Norræn ljóð), bara almenn lýsing á ljóðum þess. Þetta er mestmegnis venjulegt heimsó- sómaraus, khsjur sem renna upp úr mönnum alveg sjálfkrafa; „með aldrinum hefur orðið æ ljósara hvern kvíðboga hann ber fyrir því að stjórnlaus tímgun tækni og stórborga með til- heyrandi mengun og umhverfisspjöllum sem ógna vistfræðilegu jafnvægi, geti endað með ósköpum" o.s.frv., o.s.frv. Þótt ekki sé hér á Jacobsen logið skoðunum, er orðalagið fiarri honum. Þessi bók er aðgengileg og þó nýstárleg meðal íslenskra ljóða, vönduð og merk. Meira af svo góðu! Rolf Jacobsen: Bréf til birtunnar. Hjörtur Pálsson íslenskaði. Urta 1991, 64 bls. EFST Á BAUGI: Svidsljós Tryggðiá sér munn- inn fyrir einamillj- ón dollara Munnur og bragðkirtlar Johns Harri- son, yfirsmakkara hjá ísfyrirtækinu Edys Granc, sem er í Chicago í Bandarikjunum, eru svo mikilvægir að hann lét tryggja á sér munninn Fyrir eina miiljón dollara eða um 63 milljónir ísl. króna. Simamynd-Reuter isi .i:\siv4 ALFRÆÐI ORDABOKIX kjarnavopn kjamorkuvopn: sprengjur þar sem orkan myndast við kjarnahvörf, ýmist kjarnaklofnun eða kjamasamruna; mjög öflug miðað við stærð og efnismagn; gefa frá sér varma- geislun, birtu, jónandi geislun, rafsegul- högg, sem spillir rafeindatækjum og fjarskiptum, og þrýstibylgjur ef sprengt er í lofti eða á jörð. Þegar sprengt er ofanjarðar myndast auk jress geisla- virkt ryk sem berst upp í háloftin og þaðan um mestalla jörðina (sjá geisla- virkt ofanfall). Jafnframt þyrlast ryk og sót upp í lofthjúpinn, m.a. vegna eldstróka frá borgum og skógum (sjá kjamorkuvetur). Sprengimætti k er lýst með samanburði við sprengiefnið TNT og jafngildir eitt kílótonn (kt) sprengi- mætti 1000 t af TNT og eitt megatonn (Mt) sprengimætti l mljó. t. af TNT. Veður Á morgun verður austangola eða kaldi sunnanlands en annars staðar hægviðri. Skýjað verður um allt land og hætt við smá súldarvotti við suðurströnd- ina.. Hiti 7-14 stig. Akureyri skýjaö 11 Egilsstaðir alskýjað 9 Keflavikurflugvöllur léttskýjað 14 Kirkjubæjarklaustur skýjað 14 Raufarhöfn alskýjað 9 Reykjavík skýjaö 14 Vestmannaeyjar léttskýjað 14 Bergen skýjað 17 Helsinki skýjað 19 Kaupmannahöfn rigning 19 Úsló skúr 19 Stokkhólmur þrumuv. 20 Þórshöfn skýjað 12 Amsterdam alskýjað 17 Barcelona léttskýjað 27 Berlín skúr 18 Chicago heiðskírt 23 Feneyjar léttskýjað 26 Frankfurt léttskýjað 24 Glasgow skýjað 19 Hamborg skúr 17 London skúr 18 LosAngeles alskýjað 18 Lúxemborg skýjað 18 Madrid skýjað 34 Malaga heiðskírt 28 Mallorca léttskýjað 31 Montreal léttskýjað 24 Nuuk skýjað 9 Paris skýjað 19 Róm heiðskírt 28 Vin skýjað 23 Winnipeg heiðskírt 16 Gengið Gengisskráning nr. 135. -19. júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,420 61,580 63,050 Pund 103,496 103,765 102.516 Kan. dollar 53,120 53,258 55,198 Dönsk kr. 9,0490 9,0726 9,0265 Norskkr. 8,9782 9,0016 8,9388 Sænsk kr. 9,6709 9,6961 9,6517 Fi. mark 14,5493 14,5872 14,7158 Fra. franki 10,3114 10,3383 10,2914 Belg. franki 1,6993 1,7037 1,6936 Sviss. franki 40,4571 40,5625 40,4750 Holl. gyllini 31,0665 31,1474 30,9562 Þýskt mark 34,9972 35,0883 34,8680 It. líra 0,04705 0,04717 0,04685 Aust.sch. 4,9739 4,9868 4,9558 Port. escudo 0,4081 0,4091 0,3998 Spá. peseti 0.5601 0,5616 0,5562 Jap. yen 0,44881 0,44998 0,45654 irskt pund 93,546 93,789 93,330 SDR 81,9116 82,1249 82,9353 ECU 71,9382 72,1256 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 19. júlí seldust alls 90,703 tonn. Magn 1 Verð I krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,149 20,65 5,00 67 Grálúða 0,058 75,00 75,00 75,00 Karfi 26,353 41,59 32,00 46,00 Keila 0,087 33,00 33,00 33,00 Langa 1,639 46,48 40,00 52,00 Lúða 0,836 243,11 165,00 330,00 Langlúra 0,057 40,00 40,00 40,00 Skata 0,025 20,00 20,00 20,00 Skarkoli 1,492 45,88 44,00 50,00 Sólkoli 0,032 50,00 50,00 50,00 Steinbítur 2,718 57,85 55,00 61,00 Þorskur, sl. 23,305 85,49 69,00 95,00 Þorskur, smár 0,221 60,00 60.00 60.00 Ufsi 7,427 63,23 20,00 67,00 Undirmálsfiskur 5,248 51,67 20,00 59,00 Ýsa, sl. 21,056 88,18 18,00 125,00 Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði 19. júli seldust alls 56,123 tonn Sild 0,011 10,00 10,00 10,00 Smáþorskur 0,114 64,00 64,00 64,00 Smáufsi 1,009 103,00 103,00 103,000 Smáýsa 2,381 78,53 75,00 90,00 Ufsi 0,790 60,00 60,00 60,00 Skötuselur 0,096 165,00 165,00 165,00 Lúða 0054 289,26 150,00 395,00 Öfugkj, 0,097 20,00 20,00 20,00 Ýsa 29,258 100,24 80,00 106,00 Þorskur 9,417 89,01 86,00 96,00 Steinbítur 0,590 56,90 56,00 62,00 Langa 0,563 56,00 56,00 56,00 Koli 0,263 70,00 70.00 70,00 Karfi 9,373 43,77 37,00 47,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 19. júlí seldust alls 63,141 tonn. Skötuselur 0,584 279,97 150,00 370,00 Langlúra 0,463 56,00 56,00 56,00 Undirmál 0,517 35,03 30,00 50,00 Ufsi 5,820 57,25 40,00 66,00 Hlýri/Steinb. 0,067 55,00 55,00 55,00 Langa 0,469 52,00 52,00 52,00 Koli 0,237 40,00 40,00 40,00 Blandað 0,189 60,00 60,00 60,00 Humar 0,045 1100,001100,001100,00 Blálanga 2,146 55,00 55,00 55,00 Öfugkjafta 1,805 34,72 30,00- 37,00 Steinbltur 0,856 53.52 49,00 56,00 Sólkoli 0,037 60,00 50,00 50,00 Skata 0,115 69,13 50,00 73.00 Grálúða 1,680 74,00 74,00 74,00 Ýsa 1,618 104,88 60,00 139,00 Lúða 0,256 333,26 150,00 480,00 Karfi 18,633 37,51 15,00 49,00 Þorskur 27,603 82,15 38,00 105,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSIMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.