Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Qupperneq 44
p
IT T A S
T
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.'
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augíýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991.
Fann blásýru
þarsembörn
voru að leik
„Ég sá nokkra krakka vera að leika
sér hjá yfirgefnu húsi úti á Nesi og
datt í hug að skoða það nánar. Á efstu
hæð þess fann ég pilluglas, vandlega
merkt „eitur". í því voru ellefu bláar
töflur með hauskúpu á og það var
einnig hauskúpa á glasinu."
Þetta sagði ungur maöur sem ekki
vill láta nafns síns getið opinberlega.
Hann fann töflurnar í húsinu eftir
að hafa verið á gangi á Seltjarnar-
nesi. Maðurinn telur að þær inni-
haldi blásýru.
„Það var mjög einkennilegt um að
litast inni í húsinu: allt innbú á sín-
um stað eins og einhver heföi bara
gengiö út og skilið allt eftir. Þar fann
ég hin undarlegustu skjöl, einhvers
skonar bókhald yfir eignir fyrir-
tækja, fullt af rottueitri og gömul
morstæki," sagði maðurinn.
Hann sagði að sér hefði verið tjáð
að útlendingar heföu búið á staðnum.
Aðspurður sagðist hann ekki vita
hvað hann ætlaði að gera viö töflu-
glasið en taldi þó líklegt að hann
myndi láta rannsaka innihaldið.
-ingo
Á gatnamótum Álmgerðls og Grensásvegar er nú unnið að þvi að setja
upp umferðarljós. Eru þaö ein fernra nýrra umferðarijósa sem sett verða
upp á gatnamótum f Reykjavík á þessu sólrfka sumrl. Þar með verða
umferðarljós I borglnnl 68 en auk þeirra eru um 30 gangbrautarljós.
DV-mynd GVA
Lára Halla Maack sem sagði upp sem yfirlæknir:
Vilji þeir réttargeð
lækningar er sam
starfsgrundvöllur
„Staðan, sem ég var ráðin í, haföi
ekkert með Sogn að gera og staðan,
sem nú er auglýst, hefur heldur
ekkert með Sogn aö gera. Það að
réttargeðdeild eigi að vera á Sogni
er bara hugmynd Sighvats. Ég átti
að byggja upp réttargeðdeild og það
var óvlst hvar sú deild ætti aö vera
og hvernig hún yrði. Réttargeð-
deild er fy rst og íremst öry ggismeð-
ferð. Þama á ekki að fara fram
nein öryggismeðferð," sagði Lára
Halla Maack sem nýlega sagði
starfi sínu sem yfirlæknir réttar-
geðdeildar upp.
Lára segir aö ekki sé hægt að
framkvæma réttargeölækningar
„að hætti Sighvats. Hann kann þær
ekki“ segir Lára: „Máiið er hins
vegar aö ef þeir vilja réttargeð-
lækni og réttargeðlækningar er
samstarfsgrundvöllur. En ef þeir
vilja að ég íremji einhver ódæðis-
verk í þeirra nafni þá er náttúrlega
enginn samkomulagsgrundvöllur
fyrir hendi.
Ég fór í réttargeðlækningar af því
að ég hef áhuga á þeim og ég kann
þær. Sighvatur er heppinn að hafa
mig en hann veit ekki af þvi. Það
er ekki tíl neinn annar réttargeð-
læknir hér á landi en ég. Það er til
þessi Bogi í útlöndum og það vita
ailir af hverju ráðuneytið hefur
ekki viljað nýta hann. Þaö vita allir
sem eitthvað vita um öryggismeð-
ferð að hún verður ekki rekin með
yfirmanni í útlöndum."
- Má af þessu skilja að þú sért
ómissandi?
„Nei, nei eins og þú sérö eru þeir
komnir á fullt meö einhverja fúsk-
ara Þeir eru á fullu í að fá eitt-
hvert fólk til þess að innrétta þenn-
an stað sem veit ekkert um öryggis-
gæslu. En staðreyndin er sú að
þeir eru ekki búnir að ákveða
hvernig meðferö
fram.
Það er synd að
á að fara
þarna
ráðuneytísmenn
skuli vera svo blindir að þeir skuli
halda áfram þessati vitleysu uppi
í sveit, vitandi ekki neitt, án þess
að tala við kóng eða prest.
Málið er náttúrlega að það á eng-
inn læknir eftir að sækja um þetta.
Á íslandi er enginn til sem hefur
áhuga á því að lemja sig uppi í sveit.
Náttúrlega eru allir þessir þrír
sem ráðherann talar um stór-
hættulegt fólk. En hann svona von-
ast til þess að þetta séu góðar sálir
inn við beinið og muni bara verða
góðir ef þeir fara í sveitina. Þetta
er verri lausn en engin. Að setja
svona stórhættulegtfólk upp í sveit
endar með mannsláti," sagði Lára
Halla Maack.
Bætur og ofgreiddir skattar:
Tæpir 7 milljarðar útborgaðir
Greiddar verða bætur og ofgreidd-
ir skattar úr ríkissjóði 1. ágúst næst-
komandi. Ákvarðaðar bætur og end-
urgreiðsla ofgreiddra skatta nema
rösklega 6,8 milfjörðum en þegar
skuldajafnað hefur verið vegna
skulda einstaklinga og barnabóta-
auki hefur að hluta verið greiddur
stendur eftir upphæð sem nemur um
5 milljöröum króna. Kemur hún til
greiðslu á næstunni.
Af heildarupphæðinni eru barna-
bætur og barnabótaauki liðlega 2
milljarðar, vaxtabætur og húsnæðis-
bætur 2.4 milljarðar og endur-
greiösla ofgreiddra skatta 2.3 millj-
arðar.
Nýtt greiðslufyrirkomulag hefur
verið tekið í notkun og stefnt er að
því að sem flestir móttakendur
greiðslna úr ríkissjóði fái þær greidd-
ar beint inn á bankareikning í stað
þess að fá póstsendar ávísanir eins
og tíðkast hefur. Eyðublöð liggja
frammi í öllum útibúum banka og
sparisjóða fyrir þá móttakendur sem
vilja fá bæturnar greiddar inn á
reikning.
-tlt
Hafnarfjörður:
Dreng bjargað frá drukknun
Ungur drengur, sem var að leik í
sundlauginni við Hringbraut í Hafn-
arfiröi.var hætt kominn í gær. Bam-
iö var að leika sér í dýpri enda laug-
arinnar, sem er um 1,80 á dýpt, og
haföi þaö tekið af sér sundkúta. Taliö
er að drengurinn hafi rekið höfuðið
í laugarbarminn og misst við það
meövitund. Fulloröinn maður, sem
var á sundi, sá drenginn liggja á botni
laugarinnar og kafaöi eftir honum. j
Sundlaugarvörður blés síðan lífi í |
bamið og er tahð að því hafi ekki'
orðið meint af volkinu. *
-J.Mar |
LOKI
Ég erekkivissum
að þau séu aðtala um
rétta geðdeild.
Veðrið á simnudag
ogmánudag:
Léttskýjað
suðvestan-
og vestan-
lands
A sunnudag og mánudag verð-
ur austan- og norðaustangola eöa
kaldi. Skýjað verður viö suöur-
og suðauströndina en víöa létt-
skýjað 1 öðrum landshlutum,
einkum suðvestan- og vestan-
lands. Hiti veröur á bilinu 10-16
stig.
111
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SIDUMULA :i() SIMI 686H22
í
4
4
4
14
5
----—