Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR l ÁGÚST 1.991. 3 Fréttir Af lamiðlun er vita gagnslaus - segir Stefán Gunnlaugsson, fyrrverandi alþingismaður Stefán Gunnlaugsson. „Aflamiðlun er vita gagnslaus," sagði Stefán Gunnlaugsson, fyrrver- andi alþingismaður og fyrrum skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu, í viðtali við DV i gær. Stefán var um langt skeið manna mest ábyrgur í málefnum sjávarútvegs en er nú sestur í helgan stein og setur fram gagnrýni á ríkjandi kerfi. „Ég tel að afnema eigi svokallaða aflamiðlun í þvi formi sem hún er rekin í dag,“ segir Stefán. „Útflutning á ferskum fiski á að gefa frjálsan, þó með því skilyrði að allur fiskur, sem menn hafa áhuga á að selja á erlendum mörkuðum, fái fyrst sölumeðferð á íslenskum fiskmörkuðum. Þar gætu íslenskir fiskverkendur annars veg- ar og ísfiskútflytjendur hins vegar keppst um kaupin. Til þess að mis- muna ekki fiskvinnslunni eða út- gerðarmönnum eftir landshlutum verða að koma til fiskmarkaðir í ein- hverju formi, til dæmis fjarskipta- markaðir, í þeim landshlutum þar sem þeir eru nú ekki fyrir hendi.“ „Óvenjuleg“ skilyrði „Það á að afnema algerlega einok- un Sölusambands íslenskra saltfisk- framleiðenda á útflutningi saltfisks svo og einokun Síldarútvegsnefndar á saltsíldarútflutningi. Öðrum út- flytjendun verði gefinn kostur á að selja umræddar vörur til útlanda án þess að þeim veröi gert aö uppfylla „óvenjuleg" skilyrði, eins og þeim hafa verið sett af SÍF, eftir því sem mér skilst, fyrir þá sem vilja spjara sig við sölu á saltfiski til Ameríku. Þau skilyrði eru að því er viröist eft- irfarandi: Útflytjandi þarf að leggja fram skriflegan samstarfssamning við saltfiskverkendur. Útflytjandi og verkendur á hans snærum þurfa að vera skuldlausir við aðra útflytjend- ur og eiginfjárhlutfall útflytjenda þarf að nema minnst 25 prósentum. Slíkir afarkostir, sem útflytjendum eru þarna settir, hafa ekki áður sést hér á landi í sambandi við úflutning afurðanna. Þetta er greinilega aðgerð til verndar hagsmunum SÍF. Nú til dags er „seljendamarkaður" með fisk, meiri eftirspurn heldur en framboð á fisktegundum okkar. Við þær aðstæður er auðvelt að selja. Hæfileikar íslenskra kaupsýslu- manna eru nú ekki nýttir því aö allt er í fjötrum einokunar. Sölu á afurðum okkar til Austur- Evrópulanda á að gefa frjálsa og hún ætti að vera öllum útflytjendum heimil. Ef einokun SÍF og Síldarútvegs- nefndar væri afnumin yrði ekki leng- ur þörf fyrir útflutningsleyfakerfi ríkisins," sagði Stefán Gunnlaugs- son. „Það kerfi mætti þá leggja nið- ur. Eins og það hefur vérið um nokk- urt skeið hefur sú tilhögun verið til lítils annars en að tryggja að áður- nefnd tvö fyrirtæki gætu verið í friði fyrir samkeppni frá öðrum, það er haldið einokun sinni. Sú var auðvit- að tíðin að þetta fyrirkomulag hafði mikilsveröu hlutverki að gegna. En það er löngu liðin tíð og algjör tíma- skekkja að ennþá skuli það líðast að einokun ríki á sölu og útflutningi afurðanna.“ Útgerðarauðvaldið „Hvað sem öðru líður hef ég ekki mikla trú á að tillögur eins og mínar um mikilvægar breytingar á sjávar- útvegs- og útflutningsstefnu nái fram að ganga. Það gildir einnig um þá nauðsyn að afnema ætti það brask sem nú á sér stað meðal útgerðar- manna um fiskikvótana. í stað þessa brasks ætti að gera útgerðarmönn- um að greiða gjald í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir réttinn til að hagnýta verðmætustu auðlind þjóö- arheildarinnar, fiskinn í sjónum. íslensk verkalýðshreyfmg hefur nú um nokkurra ára skeið búiö við veika forystu sem ekki er tekið tillit til eins og áður var gert. Samtímis hefur máttur hins svokallaða útgerð- ar- og peningaauðvalds aukist. Ráð- herrar og aðrir ráðamenn fara að ábendingum og tillögum þessa auð- valds,“ sagði Stefán. „Ég hygg að það sé andvígt þeim tillögum sem ég hef komið með. Þar af leiðir að þær munu ekki ná fram aö ganga. Ég hef ekki trú á að ríkisstjórnin springi út af þessum málum. Um áratugaskeið hafa verið í gildi lög sem hafa veitt viðkomandi ráðu- neyti heimild til að ákveða að ekki megi bjóða, selja eða flytja út vöru nema að fengnu leyfi. Úflutningsleyfi hefur ráðuneytið getað bundið skil- yrðum sem nauösynleg hafa verið talin. Þessi heimild hefur verið notuð varðandi mestan hluta útflutnings landsmanna, allt frá gildistöku laga um þetta efni. Þetta kerfl reyndist vel í upphafi en með breytingu á lög- um um Ríkismat fiskafurða kom los á þetta kerfi. Svo má segja að útflutn- ingsleyfakerflð hafi setiö uppi með að sjá um þrennt: Að engir aðrir en SÍF seldu saltfisk til útlanda. í öðru lagi að gæta þess aö engir aðrir en Síldarútvegsnefnd flyttu út saltsíld. í þriðja lagi að sjá til þess að SH, SÍS og Sölustofnun lagmetis sætu ein að mörkuðum Austur-Evrópulanda fyr- ir frystar fiskafurðir og lagmeti. Þetta eru dæmi um hvernig einokun- in hefur hreiðraö um sig en nú er svo komið að ekki er lengur þörf á einka- rétti af þessu tagi,“ sagði Stefán Gunnlaugsson. -HH Norðurland eystra: Hvert fara krakkarnir? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Lögreglan á Húsavík veltir því nú talsvert fyrir sér hvert sá ald- urshópur unglinga sem venjulega hefur dvalist í Vaglaskógi undanf- amar verslunarmannahelgar muni halda í ár. Að þessu sinni er skipulagt skáta- mót í Vaglaskógi og þvi verða þess- ir krakkar, sem flestir eru á aldrin- um 14-16 ára, að leita eitthvað ann- að. Lögreglumaður á Húsavík, sem DV ræddi við, sagði að venjan und- anfarin ár heföi verið sú að í Vagla- skógi hefðu nokkur hundruö ungl- inga dvalið. Þetta væru unglingar sem ekki hefðu verið til vandræða, langflestir þeirra kæmu frá Akur- eyri og Húsavík og öðrum bæjarfé- lögum á Norðurlandi eystra. Ekki taldi lögreglumaðurinn að þessir krakkar myndu leita í Húnaver og velta lögreglumenn því nú fyrir sér hvert leið þeirra liggi. Því eins og lögreglumaðurinn orðaði það, þá þarf að líta til með þessum ungling- um þótt engin vandræði séu í kring um þá. VEGGSKÁFAR OQ KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI Teg. Hit., 272 cm, litur pearl- mut, fæst einnig svört. Teg Sole II, 272 cm, litur svört/grá, fæst einnig svört eða í pearlmut. Komdu í stærstu húsgagna- verslun landsins og sjáöu hið mikla úrval afveggskápum og öðrum húsgögnum BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.