Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 12
12
Spumingin
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991.
Hvað ætlar þú
að gera um verslunar-
mannahelgina?
Þurý Björk Björgvinsdóttir, 12 ára, i
vist: Ég fer aö Kirkjubæjarklaustri
meö fjölskyldu minni.
Óla Sturludóttir, 12 ára nemi: Ég fer
norður til Blönduóss með fjölskyldu
minni.
Guðrún Hrafnkelsdóttir, vinnur í
Eldsmiðjunni: Ég ætla að vinna alla
helgina.
Eva Þorsteinsdóttir, atvinnulaus: Ég
ætla bara að vera heima um helgina.
Sigríður Jónsdóttir, vinnur hjá
Sveini Bakara: Ég verð að vinna alla
helgina.
Harpa Stefánsdóttir, 14 ára, í vist:
Ég ætla í Galtalæk.
Lesendur
Á að kyngja
kommúnismanum?
Haraldur Flóki skrifar:
Auðvitað geta ritdeilur haldið velh
þótt komið sé undir lok 20. aldar.
Fátt er skemmtilegra en að lesa rit-
smiðar manna sem trúa á og hafa
sína bjargföstu skoðanir á einu eða
• öðru. Það er oft háttur smáborgara
að gera lítið úr þeim sem skrifa sig
fasta í trú sína. Hefur það sannast á
þeim sem þykjast sjá lítið annan en
brandarabanka í þeim skrifum sem
birst hafa nýlega eftir þá Björn
Bjarnason alþm. og Árna Bergmann
ritstjóra um kommúnismann fyrr og
nú - að svo miklu leyti sem hann er
ekki upprættur á yfirborðinu a.m.k.
Spurningin um kommúnismann
(fyrrverandi?) er nefnilega þessi: Á
að kyngja honum eða á að leyfa hon-
um að lifa í þeim sem hafa trúað á
hann og lifað eftir kenningum hans
leynt og ljóst? Uppgjör við fortíðina
reynist mörgum erfitt og fáir vilja
viðurkenna að þeir hafi haft rangt
fyrir sér í öllum greinum, ef þeir
samþykkja þá uppgjör yfirleitt. Hvað
varð um þá menn hér á landi sem
aðhylltust kommúnismann og
hvemig fóru þeir út úr honum? Hafa
þeir kannski misst vinnuna eða hafa
þeir flúið land eða em í felum?
Auðvitað ekki. Þessir menn sem
hér trúðu á kommúnismann eru
margir enn í fullu íjöri og gegna sín-
um störfum, gömlum eða nýjum. Og
„Auðvitað geta ritdeilur haldið velli á
maður og Árni Bergmann ritstjóri.
þeir hafa ekkert látið á sjá. Þeir em
enn við sama heygarðshornið og vilja
verja sinn málstað þótt hann sé
einskis nýtur nú. Þetta kemur t.d.
vel fram í ritdeilum þeirra Björns
Bjarnasonar og Árna Bergmann. Rit-
stjórinn gefur hvergi eftir og segir
að marxismi sé ekki þjóðskipulag
fremur en kristindómur heldur
söguskýring. Frumkvöðlar sósíal-
ismans hafi aldrei gert ráð fyrir öðru
en að hann þýddi einmitt eflingu lýð-
ræðis en ekki skerðingu þess!
20. öldinni.“ Björn Bjarnason alþingis-
Er það nú nema satt og rétt sem
þingmaðurinn Björn Bjarnason
heldur fram, aö Alþýðubandalagið,
Þjóðviljinn og ritstjóri hans vilji með
öllum ráðum kæfa umræðuna um
pólitíska dómgreind þeirra sem eitt
sinn gerðu brennheitar ástarjátning-
ar til marxismans og Sovétríkjanna
eins og þau voru þegar allt lék í
lyndi. I alræði flokks, sem varð al-
ræði miðstjómar, sem varð alræði
eins manns? - Gáum nú vel að þessu.
Ráðherra gengur laus
Erlingur Viggósson skrifar:
Helga, hann Sighvatur er kominn
út úr girðingunni sem hann var í á
Patreksfirði og þú vorkenndir hon-
um svo mikið - eins og þú segir í
frásögn þinni í bókinni „Betri helm-
ingurinn“. Og er nú að vinna þrek-
virki mikið í því að spara fyrir ríkis-
sjóð og auka tekjur hans um leið eins
og var mikil þörf á. Nú er ekki nóg
með að við gamalmennin verðum að
greiða að fullu þau meðöl sem sum
okkar nota, næst verðum við að
greiða læknishjálp og sjúkrahúslegu
að fullu. Afnema samfélagsaðstoð við
þá sem minna mega sín.
Þegar svo er komið að við veröum
að neita okkur um þessa þjónustu
vegna auraleysis er ekki nema um
eitt að gera (eða það gerist sjálf-
krafa). Við bara deyjum drottni okk-
ar. Okkur fækkar stórlega, gamla
fólkinu. Ráðherra, þú mátt ekki
klára stofninn á fyrsta ári heldur
dreifa fækkuninni svo að þetta verði
fastur tekjustofn. Nú, svo er ekki
amalegt að eiga nokkur vel útlítandi
gamalmenni til að sýna í fjölmiðlum
og hafa til minningar um stefnu
flokks ráðherrans.
Og nú kemur að hinum enda dæm-
isins, þ.e. fjölgun jarðarfara, og þar
kemur til tekjustofn fjármálaráð-
herra, svo að hann geti greitt Davíð
skuld ríkisins til borgarinnar og
haldið áfram veisluhöldum í „Kúlu-
sukki“ og vitnað í helga bók. - Já,
ríkið græðir á jarðarförum, því virð-
isaukaskattur er á því sem til fellur,
kistu, tónlist og erfisdrykkju. Allar
veitingar með skatti og það má
reikna með svo sem 20-40 þús. kr.
hagnaði ríkissjóðs af hverri jarðar-
för. Já, það er gott að losna við okkur
af elli- og örorkubótum.
Sýni úr setlögum í leyf isleysi
Starfsmaður í ferðaþjónustu skrifar:
íslensk náttúra er, ásamt tungu
okkar, frelsi og menningu, það dýr-
mætasta sem við eigum. Okkur ber
að gæta þessara verðmæta og verja
þau skemmdum af öllum mætti,
hvort sem þær eru af okkar eigin
völdum eða vegna átroðnings ann-
arra. Straumur erlendra ferða-
manna hefur aukist gífurlega und-
anfarin ár. Eftirlit með þeim og nátt-
úruperlum okkar hefur ekki verið
aukið nægilega mikið að sama skapi.
Ég lít á þetta mál mjög alvarlegum
augum. Það má ekki líða að þessir
menn komist upp með þvílíka frekju
að vaða hér um allt með hamra og
meitla og brjóta upp og skemma án
þess að nokkuð sé að gert. Að mínu
mati ætti umsvifalaust að vísa þess-
um mönnum úr landi og láta þá
greiða háa fjársekt að auki.
Haft er eftir lögregluvarðstjóra á
Egilsstöðum að málið sé of erfitt fyr-
ir þá að sanna nema þeir standi þá
að verki. Þetta skil ég alls ekki. Hvað
eru meiri sannanir en hópur fólks
sem fylgdist með aðförunum, ís-
lenskur bflstjóri, sem var með hópn-
um allan tímann, og jarðsýnin sem
hljóta að finnast í fórum þeirra? Það
eitt tel ég víst að íslendingar yrðu
ekki teknir neinum vettlingatökum
yrðu þeir uppvísir að sömu iðju í
Austurríki.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
f; —
S hO-Gustadanama
,Okkur ber að gæta þessara verömæta og verja þau af öllum krafti
maður heyrir álíka sögur. Eg frétti
t.d. frá íbúum í Borgarfirði eystra sl.
sumar að þeir vissu um að fjöldi er-
lendra skartgripagerðarmanna
kæmi reglulega hingað til lands og
hefðu með sér af landi brott íslenska
steina í kílóavis, án þess að nokkur
skipti sér af því. Þetta er alvarlegt
mál og okkur ber skylda til að gera
eitthvað í því.
Álafoss-
úftekt, takk
Margrét Guðmundsdóttir
hringdi:
Ég var að lesa bréf frá útgerðar-
manni í DV 26. júlí sl. þar sem
hann ræðir m.a. um skrif dr.
Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors
um veíðiheimildir til útgerðarfy-
ritækja án endurgjalds. Ég ætla
ekki að elta ólar við það mál sér-
staklega en er að ööru leyti sam-
mála bréfritara. Menn ættu helst
að fjalla um mál af þekkingu og
eigin reynslu.
Hitt vil ég einnig taka tmdir, þar
sem málið hefur snert mig per-
sónulega, að úttektar á Álafoss-
málinu er beðiö meö óþreyju af
mörgum, ekki síst þeim sem hafa
unnið hjá þessu gamalgróna fyr-
irtæki. Er ekki eðlilegast að þeir
sem hafa verið í stjórn fyrirtækis-
ins síðustu ár séu látnir gefa ná-
kvæma skýrslu til opinberrar
birtingar? - Eða hverjum er verið
að hlífa?
Lyfjakostnaður
og látalæti
Ólafur Björnsson skrifar:
Þau fara nú að verða skopleg
þessi látalæti sem höfð eru í
frammi af ýmsum (aðallega pólit-
ískum andstæðingum heilbrigð-
isráðherra) út af nýrri reglugerð
um greiðslu almannatrygginga á
lyfjakostnaði. Þetta er þó síöur
en svo mál sem ætti að flokka
undir pólitískt karp. Ætti að vera
feginssaga fyrir alla skattgreið-
endur sem hafa lengst af krafist
niðurskurðar af hálfu hins opin-
bera í öllum þáttum þess.
Sannleikurinn er aðeins þessi.
Tryggingastofhun ríkisins greið-
ir að fullu fyrir lyf sem sjúklingar
þurfa nauðsynlega að nota að
staðaldri vegna alvarlegra og
langvinnra sjúkdóma. Að öðru
leyti taka menn í auknum mæli
þátt í kostnaði lyfja sinna. Sjá
menn ekki að með þessu styður
samfélagið betur við þá sem eru
sannanlega sjúkir? Skoði nú hver
og einn hug sinn af sanngimi.
Aflmeiri bílar,
lélegri umgjörð
Einar S. Jónsson skrifar:
Mér sýnist sem sífellt sé verið
að gera bílana aflmeiri en um-
gjörðina utan um þá að sama
skapi lélegri. Þetta sést, svart á
hvítu, þegar litið er til umferðar-
slysanna og maður sér almenna
fólksbfla einfaldlega leggjast
saman við það eitt að fara á topp-
inn við veltu. Ekki þarf hraðinn
að hafa verið mikill til að svo fari.
Og slíkur bíll verður ekki réttur
á nýjan leik.
Þeir fóru ekki svona amerísku
drekamir sem hér vora í meiri-
hluta fyrir einum eða tveímur
áratugum. Þetta voru (og eru hk-
lega enn) stálgrindarbílar eftir
endilöngu og voru byggðir til að
standast högg og hnjask. - Ég ek
enn á slíkum bílum og tel mig
öruggari í umferðinni fyrir vikiö.
Við þurfum sterkari bíla utan um
ökumann og farþega. Það er
krafan.
Tökumá
þrjótunum
Trausti skrifar:
Það er óhugnanlegt hvemig
menn komast upp með að eyði-
leggja yerðmæti í þessari borg
okkar. í júnímánuði einum voru
unnin skemmdarverk á um eitt
hundrað bílum! Getum við látiö
þetta líðast án þess að þorparam-
ir séu látnir borga skaðann og þá
vinna fyrir honum ef þeir eru
ekki borgunarmenn?
Við veröum aö taka á þessum
þrjótum. Borgaryfirvöld verða að
skera upp herör með margfalt
þyngri refsingu gegn skemmdar-
verkum en nú er raunin.