Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991. POKON - BLÓMAÁBURÐUR LÍFSKRAFTUR BLÓMANNA ERTU MEÐ SKALLAT' HÁRVANDAMÁL? Aórir sœtta sig ekki við þaðl Af hverju skyldir þú gera það? □ Fáðu aftur þitt eigið hár sem vex eölilega □ sársaukalaus meöferö □ meðferöin er stutt (1 dagur) □ skv. ströngustu kröfum bandariskra og þýskra staöla □ framkvæmd undir eftirliti og stjóm sérmenntaöra lækna ^^imi Upplýsingar hjá EUROCLINIC LTD. Ráðgjafarstöð: Neðstutröö 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Sími 91-641923 Kvöldsími 91 642319 o w 1 OLYMPUS ALSJÁLFVIRK MYNDAVÉL (Auto Focus) AF-10 SUPER SÉRTILBOÐ KR. 9.950.- stgr. Utlönd Þrátt fyrir efasemdir um gildi samkomulags Bush og Gorbatsjovs um fækkun langdrægra kjarnavopna markar samningur þeirra tímamót í samskiptum stórveldanna. Hér má sjá forsetana skiptast á eintökum af samningnum. Simamynd Reuter Eystrasalt Líklegt er að innan fárra ára muni þorskveiðar i Eystrasalti leggjast af ef ekki verður gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og haf- ið að einhveiju leyti friðað. Salt- og súrefnisskortur á klak- stöðvum þorsksins ógnar áfram- haldandi íiskveiðum. Árið 1984 veiddust 450 þúsund tonn af þorski í Eystrasaltí en í ár stefnir í að einungis veröi veidd um 120 þúsund tonn. Að sögn Per-Olov Larsson fiski- fræðings er líklegt að ekki verði leyfðar veiöar á nema um 100 þúsund tonnum á næsta ári og skiptist sá kvóti niður á þau lönd sem liggja aö hafinu. m/dagsetningar- möguleika 11.500,-stgr. Heimsókn Bandaríkjaforseta til Sovétríkjanna: ÍS Afborgunarskilmálar (J] VÖNDUÐ VERSLUN HIJÓMCO, FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I OPIÐ ALLA DAGA Hveraportið sölumarkaöur alla sunnudaga Kínverskir töframenn sýna alla daga Til okkar er styttra en t»ú heldur Kurteisisskyldur bíða Bush í dag George Bush Bandaríkjaforseti ræðir í dag við leiðtoga Úkraínu, annars stærsta lýðveldis Sovétríkj- anna. Viðræðurnar koma í framhaldi af sögulegum fundum forsetans með Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseta síð- ustu daga þar sem samkomulag náö- ist um fækkun langdrægra kjama- vopna og friðarráðstefnu fyrir Mið- Austurlönd. Bush hefur í hyggju að ávarpa þing Úkraínu en í lýðveldinu hefur mjög gætt þjóðernishyggju á síðustu misserum. Þótt ekkert hafi verið ákveðið um ferðaáætlum Bush er talið víst að hann hitti að máli fulltrúa aðskilnað- arsinna í lýðveldinu. Bush hefur í fór sinni reynt að sigla milli skers og bám í samskiptum við yfirvöld í Sov- étríkjunum og forðast að gefa sjálf- stæðishreyfingum undir fótinn í ótíma. Svo virðist samt sem áður sem hann hafi fullan hug á að ræða við stjórnarandstæðinga með síðari samskipti í huga. í dag heimsækir Bush Babi Jar en þar hafa Sovétmenn komið upp minnismerki um þá sem létu hfið í ofsóknaræði nasista á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Babi Jar er helgur staður í hugum Sovétmanna og litið er á komu Bush til staðarins sem hápunkt heimsóknar forsetans til Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að vel hafi farið á með forsetunum og látið sé í veðri vaka að samkomulag þeirra í afvopnunar- málinu marki tímamót í samskiptum stórveldanna er viðbúið að þing beggja landanna taki öllum samning- um af þessu tagi með fyrirvara og leiðtoganna bíði erfið vinna við að fá gjörðir sínar viðurkenndar. Reuter Framkvæmdanefnd EB: Mælir með Austurríki Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins lagði til við bandalagið í gær að hafnar yrðu viðræður við Austurríki um inngöngu þess í EB. „Áht manna er jákvætt í grundvall- aratriðum. Það er skynsamlegt af hálfú Austurríkis að sækja um aðild aö EB,“ sagði Frans Andriessen sem fer með utanríkismál bandalagsins á fréttamannafundi. Andriessen varaði þó við því að skoða yrði hlutleysisstefnu Austur- ríkis vandlega til að ganga úr skugga um að hún samræmdist stefnu um pólitískt hlutverk bandalagsins í framtíðinni sem verið er að móta. Evrópubandalagið er aö reyna að bræða saman heildarstefnu í utan- ríkis- og öryggismálum sem Frakkar, Þjóðverjar og ítalir segja að verði einnig að ná til vamarmála. Andriessen sagöi að viðræður við Austurríkismenn ættu ekki aö hefj- ast fyrr en þegar liðið væri á 1993 tíl að gefa bandalaginu tíma til að ljúka vinnu við við efnahagslega, peninga- lega og pólitíska sameiningu. Viðræður um inngöngu í bandalag- ið munu taka að minnsta kostí ár og síðan þarf meiri tíma tíl að báðir aðilar getí staðfest samkomulagið. Reuter Imelda Marcos er staöráðin í að snúa aftur til föðurlandsins. Símamynd Reuter Ætlaaðákæra Imeldu Marcos fyrirskattsvik BRAGÐGOTT SEÐJANDI ■BMHanBOBBBaaanMBBi HEILDSÖLUDR. JOHN LINDSAY HF. Ríkisstjóm Filippseyja hefur ákveöið að höfða mál á hendur Imeldu Marcos, fyrrum forsetafrú, vegna meintra skattsvika. Þetta var ákveöið strax í kjölfar þess að Imelda fékk heimild til að súa aftur til fóður- landsins eftir nokkurra ára útíegð. Eftir þvi sem ríkissaksóknari á eyjunum segir er þessi ákæra aöeins upphafið að löngum hsta klögumála sem Imelda veröur að svara fyrir þegar hún kemur heim. Enn hggur ekki fyrir hvort Imelda verður hneppt í varðhald við heimkomuna enlíklegtertaliðaðsvoverði. Reuter Fljúgandi furðuhlutur í finnsktvatn Finnskir kjarnorkuöryggissér- fræðingar leituðu aö geislavirkni vdð Saukonniemivatn á miöviku- dag eftir að mæðgur tilkynntu að þær hefðu séð fljúgandi furöuhlut falla í vatniö á mánudag. „Þær heyrðu hávaða eins og úr þotu og sáu svo gulan kringlóttan hlut sem lenti í vatninu með miklu skvampi," sagði Penttí Jurvanen, slökkviliðsstjóri í bænum Lohja, sem er um 60 kíló- metra frá Helsinki. Vísindamenn við finnsku kjarnorkueftirlitsstofnunina sögðu að þeir ætluðu að rannsaka hvort einhverja geislavirkni væri aö finna við vatniö. Talsmaður stofnunarinnar sagði aö hlutur- inn gæti verið brot úr gervihnetti eða ís af flugvél. Jnrvanen slökkviliðsstjóri sagði að kafari mundi síðan kanna undirdjúp vatnsins. þurfa ekkert að borga Norsk yfirvöld þurfa nú að fæða og hýsa 72 gesti frá Eystra- saltslöndunum eftír að þeir voru sóttír út í skip sem fékk aö leggj- ast að landi vegna gruns um að það væri ryósnafley. Norðmenn synjuðu sovéska rannsóknarskipinu Akademik Ioffe um leyfi til að koma tíl hafir- ar í Bergen á mánudag þar sem þeir sögðu það vera hlaðiö háþró- uðum búnaði sem hægt væri að nota til aö kortleggja landvarna- mannvírki í kringum borgina. útanríkisráðuneytíð og borgaryf- irvöid ákváðu, með hjáip kaup- sýslumanna, að halda hópnum uppi í {jóra daga. Fjörutíu gestanna eru ferða- menn en hinir þijátiu og tveir sækja þing esperantista. Skipstjóri Akademik Ioffe sagði fréttamönnum að þó svo aö kortageröartæki væru um borö í skipinu hefði hann ekki sérhæfð- an mannskap til aö stjórna þeim. Reuter og TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.