Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 4
1 íMNtJI)XGtrR: 12. X6ÚMÝ' 1991.
Fréttir
Forstöðumaður Krossins í Kópavogi:
Trúarskoðanir ráða
úthlutun lóðar
- ofsóknarbrjálæði, segir bæjarstjóri
„Þetta er búin aö vera stanslaus
píslarganga. Við erum búin að sækja
um lóð fyrir kirkju meira og minna
í átta ár og verið dregin á asnaeyrun-
um fram og til baka um allan svörð
hér í Kópavogi," sagði Gunnar Þor-
steinsson, forstöðumaður Krossins í
Kópavogi.
Krossinum var nýveriö neitaö um
lóð númer 36 við Nýbýlaveg á þeim
forsendum að búiö væri að úthluta
henni. Gunnar segir að sótt hafi ver-
ið um lóðina eftir ábendingu skipu-
lagsins.
„Þeir hafa bent á lóðir hér og þar
en engin alvara verið að baki. Ég hef
setið a.m.k. 30 fundi með bæjarstjóra
og rætt þessi mál og fengið mikið af
fyrirheitum og jafnmikið af svik-
um,“ sagði Gunnar.
Hann ságði það vera einsdæmi
hversu málið hefði verið tafið og
þvælt í kerfinu og fengið slæma meö-
ferð.
„Ég held að ástæðan sé sú að þeir
vilja ekki leyfa okkur að byggja
kirkju af því að söfnuðurinn tilheyr-
ir ekki þjóðkirkjunni. Á þessu sama
tímabili og okkur hefur veriö neitað
um lóö hafa þjóðkirkjunni verið
boðnar lóðir hér og þar.
Eins strandar þetta á nísku ráða-
manná. Þeir tíma ekki að fella niður
gatnagerðargjöldin af lóðinni, en
samkvæmt lögum njóta trúfélög
þeirra réttinda," sagði Gunnar.
Sigurður Geirdal bæjarstjóri segist
bara vita um þessa einu lóðarum-
sókn Krossins þar sem hann hafi
ekki verið lengi í embætti og segir
það vera hreina óheppni safnaðarins
að búið var að úthluta lóðinni.
„Það er nú bara ofsóknarbrjálæði
að segja að þeir fái ekki lóð vegna
trúar sinnar, ég held að það sé enginn
í bæjarráöi með einhver sérstök trú-
mál á heilanum," sagöi Sigurður.
Hann sagöist hafa falið bæjarlög-
manni að skera úr um hvort fella
ætti niöur gatnagerðargjöld fyrir
trúfélög og niðurstaöan hefði verið
sú að þetta ákvæði ætti bara við um
þjóðkirkjuna.
„Mín afstaða er ekkert feimnismál.
Mér er alveg sama hvort það er þjóö-
kirkjan, Krossinn eða einhver önnur
samtök, ef sótt er um lóð hugsa ég
sem svo: Hvaö fær bæjarsjóður í
gjöld af þessari lóð? Getum við gefið
það?
Hér er veriö aö tala um 10-15 millj-
ónir í gatnagerðargjöld. Staðan er nú
bara ekki þannig að viö getum gefið
mönnum svona margar milljónir á
einu bretti. Við erum ekki það rík-
ir,“ sagði Sigurður.
Aöspurður af hverju þjóðkirkjan
gengi fyrir með lóð sagði Sigurður
það vera í lögum að sveitarfélögum
beri aö leggja þjóðkirkjunni til lóðir.
„Þeir sögðust vilja byggja upp á
Víghól og það var ekki samstaða um
það svo það var verið að reyna að
lokka þá á ýmsa aðra staði. Þannig
að þaö er mikill misskilningur að trú
skipti máli,“ sagði Sigurður.
-ingo
Tekjurámán. Áverðl.júlí ’90íþús. kr. '91 í þús. kr.
Ómar Ragnarsson, Stöð 2 679 728
Páll Magnússon, Stöð 2 382 410
Markús Örn Antonsson, fyrrv. útvarpsstj. 379 406
Herdís Þorgeirsdóttir,* Heimsmynd 301 323
Bogi Ágústsson, Sjónvarpinu 258 277
Kári Jónasson,' Útvarpinu 236 253
Sígmundur Ernir Rúnarsson, Stöð 2 234 251
Atli Rúnar Halldórsson, Útvarpinu 224 240
Stefán Jón Hafstein, Útvarpinu 212 227
‘Væntanlega áætlað á viðkomandi.
Úttekt á tekjum íjölmiðlafólks:
Omar Ragnarsson með
langhæstu tekjurnar
. Omar Ragnarsson er langtekju-
hæsti fiölmiðlamaðurinn, með fram-
reiknaðar tekjur upp á vel yfir
700.000 krónur. Það þarf ekki að
koma á óvart því hann er frægur
vinnuhestur og fékk góðan samning
þegar hann var keyptur yfir á Stöð
2. Þá hefur hann einnig miklar tekjur
sem skemmtikraftur.
í fyrra, þegar DV gerði sambæri-
lega könnun, vakti athygli að Jón
Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á
Stöð 2, hafði nærri helmingi hærri
tekjur en Markús Öm. Páll Magnús-
son varð ekki útvarpsstjóri fyrr en á
þessu ári og því alls óvíst hvort hann
hefur sambærilegar tekjur og Jón
Óttar hafði.
Herdís Þorgeirsdóttir fær áætlað á
sig eins og í fyrra og eru áætlaðar
tekjur hennar rúmlega 300.000 krón-
ur. Önnur þekkt nöfn í fiölmiðla-
heiminum eru öll með tekjur vel á
þriðja hundrað þúsund.
í fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði árið 1990. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar framreiknaðar til
verðlags í júlí 1991. Þá er miðað við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 7,2% frá meðaltali ársins 1990
til júlímánaðar 1991.
Ekki má blanda saman hugtökun-
um tekjur og laun og einnig verður
að hafa í huga að seinni dálkurinn
sýnir framreiknaðar tekjur í fyrra,
ekki tekjur þessa aðila í dag.
-PÍ
Venjuleg helgi í Reykjavík:
Forvitni rekur fólk í bæinn
Tiltölulega færra fólk var í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt laugardags
og sunnudags en verið hefur yfirleitt
í sumar. Hins vegar þótti lögreglu
sem fólkið væri erfiðara viðureignar
en oft áður. Einhver pirringur braust
fram, hvort sem það hefur verið
vegna sólarleysisins eða einhvers
annars.
Engin alvarleg mál komu upp en
ölvun var talsverð og gistu tuttugu
manns fangageymslur aðfaranótt
sunnudags. Helgin þótti ekkert
óvenjuleg en lögreglúmenn urðu
varir við að nokkur ungmenni höfðu
komið í miðbæinn einungis til að sjá
„laetin". Ekkert spennandi eða for-
vitnilegt var að sjá og fóru þessl ung-
menni því fýluferð í bæinn.
Sex voru teknir um helgina grun-
aðir um ölvunarakstur, 25 voru tekn-
ir fyrir of hraðan akstur, einn var
tekinn réttindalaus og annar fyrir
umferðarlagabrot. Einn bílstjóri var
tekinn á 125 km hraða á Vesturlands-
vegi og var hann sviptur skírteini
sínu og bifhjólaökumaður var tekinn
á 110 km hraða á Reykjanesbraut og
var hann einnig sviptur ökuskírteini
sínu. Þess má geta að hámarkshraði
á Vesturlandsvegi er 70 km og 60 á
Reykjanesbraut. -ELA
Það er alltaf fjölmenni i miðborginni á nóttunni um helgar. Logreglan seg-
ir forvitni reka ungt fólk í bæinn. Þessir brosmildu piltar gæddu sér á popp-
korni í bænum aðfaranótt síðastliðins laugardags. DV-mynd Anna
Tómlegt
í Eyjum
Heldur betur hefur lífið breyst
í Vestmannaeyjum frá því um
síðustu helgi þegar þar var haldin
þjóðhátíö. Lögreglan fékk ekki
eitt einasta útkall í heilan sólar-
hring og er það víst algjört met.
Að sögn lögreglunnar eru nú fle-
stallir Eyjamenn á bak og burt í
sumarfríum. Taldi hún aö um
helmingur bæjarbúa væri „utan-
lands“. Margir -fóru burt fyrir
þjóðhátíð en þá voru 70 Vest-
mannaeyingar á Benidorm á
Spáni. Hins vegar koma margir
túristar til Eyja, sérstaklega bak-
pokaferðamenn, en venjulega
staldra þeir einungis við einn dag
íbænum. -ELA
Séra útvarpsstjóri
Vahð á nýja útvarpsstjóranum kom
sannarlega á óvart. Lengst af héldu
fiestir að skilyrði til þess að hreppa
þessa stöðu væri flokksskírteini í
Sjálfstæöisflokknum. Best væri
auðvitaö aö útvarpsstjórakandí-
datinn hefði á sér menningarlegan
blæ, væri virðulegur bókmennta-
maður eða þekktur útvarpsmaður,
en menn komust fljótt að þeirri
niðurstöðu að slíkir menn fyrir-
fyndust ekki í Sjálfstæðisflokknum
eftir að Matthías Morgunblaösrit-
stjóri færðist undan því aö taka
niður fyrir sig.
Beindist þá aðallega athyglin að
öðrum kandídötum og var þar helst
nefndur til sögunnar formaður út-
varpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir,
sem lengi hefur verið dyggur
fiokksmaður og er auk þess kona.
Það þykir ávallt fengur að því að
vera kona á dögum jafnréttisins og
þegar það fer saman að vera bæði
kona og frambærilegur frambjóð-
andi að öðru leyti, eins og Inga
Jóna er, þótti það undir lokin
hreint formsatriði að ganga frá
ráðningu hennar.
En menntamálaráðherra hafði
aðrar hugmyndir um nýjan út-
varpsstjóra og valdi séra Heimi
Steinsson þjóðgarðsvörð. Séra
Heimir hefur þakkað fyrir sig með
því aö fara nokkrum vel völdum
oröum um menninguna í landinu
og ætlar að kynna stefnu sína í
útvarpsmálum á vetri kománda
með fyrirlestrum í sjónvarpinu.
Sagt er að séra Heimir sé góður
predikari svo fólk á von á góöri
sjónvarpsdagskrá þegar fyrirlestr-
ar séra Heimis hefiast. '..'!■■
Segir ekki frekar af góðum hug
þjóðgarðsvarðar til smiðju ís-
lenskrar tungu og háborgar þjóð-
ernis og menningararfleifðar en
hitt þvælist meira fyrir öðrum en
honum hvaö hafi valdið þeirri hug-
ljómun menntamálaráðherra að
sækja þrestinn til Þingvalla. Er það
til aö hressa upp á trúræknina í
Ríkisútvarpinu að náð ér í vígðan
mann til að stjórna þessum fiölm-
iöh? Eða er það til að hrekkja
starfsfólkið?
Þeim illkvittnustu dettur það
fyrst í hug að þetta sé útsmogin
aðferð sjálfstæðismanna til að
ganga endanlega frá Ríkisútvarp-
inu og þárf þá ekki að fara út fyrir
stofnunina til að sjá um jarðarfor-
ina.
Ef þetta er langtímamarkmið
Sjálfstæðisflokksins er vel til fund-
ið að sækja mann til að stjórna út-
varpi sem aldrei hefur stigið fæti
sínum inn fyrir þá stofnun nema í
prestshempu og þekkir ekki aðra
hljóðstofu en predikunarstóhnn.
En hafa verður ög í huga að sumir
af helstu forystumönnum flokksins
hafá ekki tímia til að sjá langtíma-
markmiðin rætast og þess vegna
er einnig sú skýring í gangi að hitt
sé aukaatriði hver verði útvarps-
stjóri miðað við það aðalatriöi hver
eigi að sjá um þjóðgarðinn eftir að
séra Heimir yfirgefur hann.
Kann það að vera skýring á hinni
dularfullu ráðningu klerksins í út-
varpsstjórastöðuna að Sjálfstæðis-
flokkurinn þurfi að koma flokks-
bundnum presti í starf þjóðgarös-
varðar? Ef útvarpsstjórastaöan er
orðin svo veigalítið embætti að
ekki þarf flokksskírteini tfi að öðl-
ast það hnoss þarf enginn að fara
í grafgötur um þá staðreynd að
þjóðgarðurinn tfiheyrir flokknum
og þangað fer enginn sem ekki hef-
ur farið meö guðsorð hjá innvígö-
um sjálfstæðismönnum. Verður
spennandi að fylgjast með þeirri
útnefningu þótt allt eins sé víst að
hrókeringin með Heimi hafi verið
liður í þeirri fyrirfram ákvörðun
að koma réttum manni að á Þing-
völlum.
Menn velta því sem sagt fyrir sér
hvað hafi rekið Ólaf menntamála-
ráöherra tfi gera Ríkisútvarpinu
þennan grikk. Kannske er útskýr-
ingin einfaldlega sú að séra Heimir
var ekki á síðasta landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins og verður þvi ekki
sakaður um að hafa verið með eða
móti Þorsteini eða Davið þegar
formannsslagurinn fór fram. Það
er ekki vitlausari skýring en hver
önnur því að eitt er víst að Inga
Jóna var á landsfundinum og
studdi þar vitlausan mann. Ríkis-
útvarpinu hefnist fyrir þau mistök.
Flokksskírteinið dugar sem sagt
ekki ef það er notað til að draga
taum þeirra sem tapa í flokknum.
Vonandi komast þessi boð til skila
til þeirra sem ætla sér frama innan
þess flokks sem velur sér skfiríkis-
lausan prest fyrir útvarpsstjóra.
Dagfari