Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 12
12 Lesendur MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991. Spumingin Hvernig líst þér á nýja útvarpstjórann? Nada Róbertsdóttir fiskvinnslukona: Bara vel. Karl Lúðvíksson apótekari: Ég þekki hann lítið en mér líst mjög vel á hann. Jósefína Friðriksdóttir kennari: Af- skaplega vel, ég er mjög ánægö meö hann. 7 Hulda Arnljótsdóttir kennari: Ég er mjög ánægö meö hann, mér finnst þaö góö málamiðlun. Guðgeir Guðmundsson bréfberi: Mér líst mjög vel á hann. Valur Brynjólfsson vaktmaður: Mér líst alveg sæmilega vel á hann. Já, hvað væri ef herinn færi? Hjörtur skrifar: Ég var aö lesa úttekt, sem gerð var á því starfi sem fram fer á Miðnes- heiðinni á vegum vamarliðsins og því hve gífurlega mikilvægt svæöi varnarhösins er okkur íslendingum og framkvæmdir allar á vegum þess. Þótt ekki sé minnst á neitt annað en flugvöllinn sjálfan, sem enn er notað- ur sem alþjóöaflugvöhur, sá eini hér á landi, er hann einn svo mikils virði fyrir ísland aö við væram nánast allslausir í samgöngum með farþega milli landa ef vamarliöiö hyrfí á brott. Flugvöllurinn einn og sér kostar hvorki meira né minna en rúmlega 100 milljarða króna og þá er ótaliö allt það starf sem viö fáum algjörlega ókeypis frá varnarliðinu, varðandi viðhald, slökkvihð, tæknibúnað á brautum og við lendingar, ratsjár og annað sem við heföum engin efni á að kaupa ef skyndfíega yrði tekin ákvörðun um að kalla varnarliðiö heim frá íslandi. Það er eins og menn setji hljóða hér á landi og þá ekki síst íslenska ráðamenn, þegar minnst er á Kefla- víkurflugvöll. Það er helst að þeir taki á heilum sér þegar nýja flugstöð- in er til umræðu. Flugstöðina segjast íslendingar hafa byggt. En það má öllu nafn gefa eins og þar stendur, og fáir landsmenn gera sér fulla grein fyrir því að flugvallarrekstur á Miönesheiöi er fráleitur nema þar „Flugvöllurinn einn og sér kostar um 100 milljarða króna.“ - Rekinn íslend- ingurn að kostnaðarlausu. verði óbreytt ástand um ókomin ár með einhvers konar samningum við Bandaríkin. En nú er hafinn samdráttur varn- arliða þeirra víða, a.m.k. hér á Vest- urlöndum, vegna meiri samvinnu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Fækkun hefur þegar orðið hjá ís- lenskum aðflum sem vinna fyrir varnarliðið. Og hvernig brygðumst við svo viö ef að þvi kæmi að skyndi- lega yrði allt varnarUð kallað héðan? Hvaða ráðstafanir hafa íslensk stjórnvöld gert til að mæta þeim skakkafóllum? Að sjálfsögðu engar. Hafa ekki einu sinni rætt þann möguleika að tengjast viðskiptum við vesturálfu fremur en Evrópu, þótt vitað sé að þegar eru öll sund að lokast við Evrópumarkaðssvæðið og því nauðsynlegt að leita samn- ingaleiöa við Bandaríkin, Kanada og önnur lönd vestanhafs. Þetta er stærra mál en svo að það megi drag- ast á langinn aö gera frumkönnun á möguleikum um fasta viðskipta- samninga um öU okkar viðskipti. Viö eigum ekki í nein önnur hús að venda. Parkerað á Kremlar-vísu Jóhannes Proppé skrifar: Ég fór í Perluna nýlega. Bauð þang- aö erlendum manni ásamt íslenskri konu sinni og svo minni konu að sjálfsögðu. Er við renndum upp að (ég ók bílnum), til þess að frúrnar gætu gengiö þurrum fótum beint inn, voru 4 limosínur, líkar þessum stóru rússnesku, sem við sjáum í myndum frá Kreml, parkeraðar í röð, einmitt þar sem átti að ganga inn. Bílamir voru alUr mannlausir. „Rússneska sendiráðið," sagöi ég við gesti mína um leið og þeir fóru út úr bílnum og skáskutu sér inn á miUi Umosínanna. Ég fór síðan meö minn bíl á stæðiö þar sem reiknað er með að aUir gestir skUji eftir bíla sína. Er við höfðum skoðað hin faU- egu húsakynni var haldið upp á íjórðu hæð þar sem Halldór Skafta og hans ágæta lið tók á móti okkur og leiddi tU sætis. Við tókum að snúast, hægt en bít- andi (hringurinn tók rúma 2 tíma). Meðan við skoðuðum matseðUinn heyrðist nokkur skraðnigur að ofan, en barinn er efst uppi, svo menn eru „hátt uppi“ í tvöfaldri merkingu. Þar vora á ferð utanríkisráðherra ásamt kollega sínum frá írlandi. Báðir með maka og fríðu fóruneyti. Ég og kona mín höfðum víst sem skattborgarar boðið þeim líka í mat þetta kvöld og ekki nema sjálfsagt. Hefði nú samt sleppt bamum hefði ég ráðið. Nú var komin skýring á hinum 4 limósínum fyrir utan. Rússarnir hafðir fyrir rangri sök. - Þetta voru þá bara íslenskir kommissarar! Spurningar vöknuðu: Var þörf á að skilja bifreiðirnar eftir beint fyrir framan innganginn? Mátti ekki leggja þeim á stæðið? Á kannski að búa tU sér akrein fyrir ráðherrana? En hvemig var svo Perlan? Dásam- leg þjónusta, fyrirtaks matur, og sem sé, allt til fyrirmyndar. Nema verðið. Drottinn minn! Dýr myndi Hafliði aUur, t.d. ef eitthvaö er drukkið að ráði. - En HaUdór og Co; bestu þakk- ir fyrir góðan mat og framúrskarandi þjónustu. Upphlaup Olafs Ragnars Magnús Guðmundsson skrifar: Það er ekki mikið hugrekki hjá mönnum sem kalla sig ábyrga stjórn- málamenn að fara í kerfi þegar fyrrv. fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, krefst rannsóknar á því að smjörvi eða aðrar slíkar heimilis- vörur séu komnar á fríverslunarhsta varðandi hið evrópska efnahags- svæði. Ef Ólafur getur hrært svona í öllum stjórnarliðum núverandi rík- isstjómar hefur hann meira vald á þeim en menn hefðu trúað að óreyndu. Ólafur krefst þess að sá samninga- maður sem flnnst ábyrgur fyrir þess- um „hræðilegu mistökum" verði lát- inn segja af sér. Hann krefst hins vegar ekki að utanríkisráöherra segi af sér og er hann þó yfirmaður allrar sendinefndarinnar. Auðvitað hefur utanríkisráðherra rétt fyrir sér þeg- ar hann segir að þessar vörutegundir hafi verið kynntar seint sl. vetur. Og auðvitað skipta þessar vörutegundir bara engu máli fyrir einn eða neinn Islenskur neytandi tekur fegins hendi við hvaöa vörutegund sem hægt er að setja á friverslunarlista. - nema hinn íslenska neytanda sem verslunarlista í millilandaviöskipt- tekur fegins hendi við hvaða vöru- um. tegund sem hægt er að koma á frí- DV Útvarpsstjóri með frjálshyggju? Þorsteinn Einarsson skrifar: Nú hefur liggui' langþráö ákvörðun, um ráðningu útvarps- stjóra nánast fyrir. - Mér finnst hér hafa verið vel ráðiö, og ég óska væntanlegum útvarpsstjóra velfarnaðar í starfi. Mörg nöfn voru í umræðunni, þar á meöal nöfn fólks sem hingað til hefur verið þekkt fyrir annað en sækj- ast sérstaklega eftir störfum í skjóli miðstýringar og rikisfor- sjár. Það kom því einkennilega fyrir sjónir að sjá nöfn nokurra eitil- harðra fijálshyggumanna í sam- bandi við stöðu útvarpsstjóra. Maður heföi ekki trúað því að óreyndu að slíkir menn sæktu um þessa stöðu, - Aö hinir ötulu baráttumenn frjálshyggjunnar bitust um aö komast undir pils- fald ríkisins í skjóh stöðu út- varpsstjóra! Hugsjón má sín oft lítils. Þurfumekki Fjölnismenn Knstínn skrifar: Ég las nýlega grein þar sem verið var að ólmast með menn- ingu eina ferðina enn. - Upplýs- ingar um að íslendingar sæktust t.d. fremur eftir skemmtan en fróðleik en hinar Norðurlanda- þjóðrinar vora sóttar í norræna tölfræðihandbók. Einnig, að ein- ungis um 5% af íslenskri sjón- varpsdagsskrá flokkaðist undir fræðsluefni, miðaö við 17-28% á hinum Norðurlöndunum. Bókasöfn hér væra lika minna notuð. Síðan var spurt, h vort við þy rft- um kannski á nýjum spámönnum að halda. Eldhugum. - Fjölnis- mönnum. Einhverjum sem sá til liveitis en ekki illgresis, ræktun- armönnum en ekki kjaftöskum og kverúlöntum. Nóg væri af þeim í fjölmiðlum. - Ég segi hins vegar; Við þurfum ekki fleiri Fjölnismenn, sem loka á fijálsa fjölmiðla og sá til illgresis með yfirþyrmandi predikunum hvar sem þeir drepa niður penna. Tilgamansvilég Snorri hringdi: Mér finnst orðið afar hvimleitt þegar hver spekingurinn á fætur öðram, sem rætt er við í útvarpi og sjónvarpi, jafnvel um hundó- merkilegt efni, kemur með þétta tískuinnskot: „Til gamans vil ég geta þess að... “ - Svo kemur viö- komandi með eitthvað enn leiðin- legra en hann var aö bögglast við að segja áður. Yfirleitt eru viðtöl viö menn i fréttum hér í Jjósvakamiðlunum afar einhæf og varla mönnum bjóðandi, bæði hyaö málfar snertir og efnistök. Út yfir tekur þó að þegar þessir leiðindaskarf- ar hafa tæmt sig af munnræp- unni skjóta þeir að þessari aula- setningu. Er það gjarnan löng talnaruna eða upptalning á nefndarmönnum í einhverri hrepps- eða fjallskilanefndinni. Rónaráöilum bekkjum Kristinn Sigurðsson skrifaif' Þaö er óhugnanlega mikið af rónum á götum Reykjavikur núna og má segja að allir bekkir séu uppteknir í miöborginni af þessum ógæfumönnum. - í lög- reglusamþykkt Reykjavíkur stendur að ölvun sé óheimil á al- aramanfæri og því sætir undrun að bærinn skuh ekki vera laus viö þessa menn. Lögreglan er ekki of áberandi í miðborginni, því miður. Þaö er heldur óhugnanlegt að erlendir feröamenn skuh hafa þetta að myndefni og taka með sér heim. En hvaö skyldi valda þvf að menn þessir eru ekki fluttir burt? - Eða búum við i ræflaþjóðfélagi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.