Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Eflum íþróttastarfið Á blaðamannafundi, sem heilbrigðisráðherra efndi til í síðustu viku, gerði hann að umtalsefni þá staðreynd að „verulegur hluti heilbrigðisútgjalda stafar af því að samfélagið er að bæta það tjón sem fólk hefur unnið á sjálfu sér með óhollum lifnaðarháttum“. Lyfjanotkun á í mörgum tilvikum rætur sínar að rekja til þess að fólk er að bjarga heilsu sinni þegar það sjálft hefur vanrækt líkama sinn. Alkunna er að viðnámsþróttur sjúklinga er minni þegar líkamlegt ástand þeirra er slæmt fyrir. Sjúkdómarnir eiga greiðari leið að þeim sem ekki hafa ræktað heilsu sína og heilbrigði. Langfyrirferðarmestu kröfurnar, sem gerðar eru til heilbrigðiskerfisins, eru þær að bæta fólki upp það heilsutjón sem það hefur sjálft skapað sér. Þetta eru hinar bláköldu staðreyndir, svo og þær him- inháu fúlgur sem fara af almannafé til að standa undir þeim kostnaði sem endurhæfmgin eða björgunaraðgerð- ir heilbrigðisstéttanna hafa í för með sér. Við stynjum undan þunga þess kostnaðar og af því stafar meðal ann- ars deilan um lyfjaverðið og lyflanotkunina. Þessi umræða beinir óneitanlega athyglinni að þeim þætti málsins sem lýtur að lífsháttum almennings og þeim atbeina sem hið opinbera hefur um forvarnar- starf, einkum er varðar heilsurækt og íþróttir. Ástundun íþrótta og líkamsræktar í einni eða annarri mynd er besta forvörn hvers einstaklings. Ef menn temja sér íþróttaiðkun á unga aldri og gera þá iðju að fóstum þætti í sínu daglega lífi er stöðugt verið að byggja upp viðnám gegn sjúkdómum og hrörnun. Með aukinni áherslu á íþróttastarf og almennri þátttöku í hvers kon- ar hreyfmgu og þjálfun er dregið úr líkunum á heilsu- leysi og þá um leið úr þeim kostnaði sem fylgir heilbrigð- isþjónustunni. Það er vissulega ánægjulegt þegar stjórnvöld og stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessum þætti heil- brigðismálanna, enda er ljóst að betri fjárfesting er ekki fyrir hendi heldur en sú að hvetja fólk til heilbrigðs líf- ernis. Sparnaðurinn í heilbrigðiskerfmu verður marg- faldur á við allar þær ráðstafanir sem stjórnvöld neyð- ast til að grípa til þegar allt er komið í óefni. En hver er þá þáttur hins opinbera gagnvart íþrótta- hreyfmgunni og hinu skipulagða íþróttastarfi í landinu? Hann er því miður í skötulíki. Ríkisvaldið hefur að mestu komið byggingu íþróttamannvirkja yfir á hendur sveitarfélaga og beinn styrkur í peningum talinn til íþróttanna er sáralítill. Fjárveitingar til íþróttamála eru skornar við nögl. Hinni frjálsu íþróttahreyfmgu er ætlað að taka við æskufólki og öðru fólki sem stunda vill íþróttir og stuðla þannig að hollri líkamsrækt og for- vörnum. En á sama tíma er hún hálfgerð hornreka í augum stjórnmálaaflanna og ríkisvaldsins og hefur aldrei fengið þá viðurkenningu sem henni ber. Ef nú er að vakna skilningur á almennri heilsurækt er bæði eðlilegt og sjálfsagt að ríkisvaldið geri íþrótta- hreyfmgunni kleift að byggja upp það forvarnarstarf sem sparar heilbrigðisútgjöld og venur æskufólk við heilsusamlega lífshætti. Til þess þarf fé og aðstöðu sem þó er hverfandi kostnaður miðað við fúlguna sem fer í afleiðingarnar af óhollum lifnaðarháttum. í íþrótta- hreyfmgunni eru þúsundir sjálfboðaliða sem bíða óþreyjufullir eftir langþráðum stuðningi. Þar er aflið sem á að virkja til sparnaðar fyrir ríkissjóð og til heilsu- bótar fyrir þjóðina. Ellert B. Schram Ráðherra skolar á sér munninn Sighvatur Björgvinsson, sem ber nú starfstitilinn heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur breytt lyfjareglugeröinni alræmdu sem tók gildi 1. júlí. Hann hefur með öðrum orðum hopað örlítið - hefur látið undan pólitískum og faglegum þrýstingi. Skolun -ekki hreingerning Þegar ég gagnrýndi lyíjareglu- gerðina fyrir þremur vikum svar- aði ráðherrann fullum hálsi með fúkyröum. Hann hafði efnislega það eitt til málanna að leggja að greinarhöfundur ætti að skola á sér munninn. Nú hefur ráðherrann farið að eigin ráðum og skolað á sér munninn og lagað reglugerðina örlítið. En hreingerningin er enn eftir. Hún verður bersýnilega ekki á næstunni og sjálfsagt ekki fyrr en ráðherrann hefur verið settur af. ^ Það er þegar kominn tími til þess að Sighvatur segi af sér sem jafnað- armaður, þó að hann geti sjálfsagt gengið sem ráðherra í hægri ríkis- stjórn. Heilbrigðisráðherra er hann ekki; hann er aðallega for- maður fjárveitinganefndar. Eins og stendur heldur enginn ráðherra uppi merki heilbrigðismála á Is- landi. Sjúlingaskattur - ekkert ann- að í munni ráðherra heita reglu- geröirnar um lyfjakostnað ennþá sparnaður. Það er rangt. Hér er um að ræöa skattlagningu á sjúklinga og þá sem verða að nota lyf af ýmsu tagi. Fyrir liggur að ríkis- stjórnin ætlar með þessum aðgerð- um að innheimta af sjúkum mörg hundruð milljónir króna. Fyrir liggur einnig að þessi kostnaður lendir á öldruðum og barnaljöl- skyldum fremur en nokkrum öðr- um hópum. En það er hægt að spara Það er hægt aö spara í lyfjakostn- aði. Það átti ekki að gera með þeim hætti sem ákveðið var. Það átti aö gera með því að lækka álagningu á lyfjum. Til þess þarf ekki laga- breytingu. Til þess þarf að gera ágreining í lyíjaverðlagsnefnd. Það getur fulltrúi ráðherra gert. Verði ágreiningur í nefndinni hefur ráð- herra vald til að ákveða álagning- una. Það er því fyrirsláttur að ráð- herrann hafi ekki átt neinn annan kost. í grannlöndum okkar hefur verið tekið upp það kerfi að sjúklingar borgi hlutfall af kostnaðarverði hvers lyfs. En jafnframt er sett þak á greiðslurnar til hvers einstakl- ings. Þaö mætti einnig gera hér á landi og miða við tiltekið þak á mánuði. Það gat ráöherrann líka gert. Hann gerði þaö ekki. Hann valdi verstu og vitlausustu leiðina. Alþýðuflokkurinn í skítverkin Það er athyglisvert í núverandi hægristjórn að það eru alþýðu- flokksráðherrarnir sem ganga í skítverkin fyrir íhaldið. Þeir skerða og skera velferðarkerflð. Halldór Blöndal segir nei. Þor- steinn Pálsson segir nei. En Sig- hvatur Björgvinsson gerir þaö sem kerflð ætlast til af honum, það er fjármálakerfið. En hann starfar ekki sem heilbrigðisráðherra. Af þessu tilefni hafa hundruð manna sem kusu Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum ákveðiö að snúa baki við Alþýðuflokknum. Margir þeirra hafa látið sjónarmið sín koma fram í blöðunum. Al- þýðuflokkurinn er ekki Jafnaöar- mannaílokkur íslands. Hann heitir það bara - en það er rangnefni. Hægri stjórnin starfar á ann- an hátt Athyglisvert er hverjir þaö eru Kjallarinn Svavar Gestsson þingmaður fyrir Alþýðubanda- lagið í Reykjavík og fulltrúi í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis sem hafa orðið fyrir barðinu á hægri stjórninni: Það eru sjúkling- ar. Það eru námsmenn. Það eru þeir sem skulda hús- næöislán með vaxtahækkun, bæði almennri hækkun og sérstakri vaxtahækkun aftur í tímann. Aðrir þurfa ekki að óttast um sinn hag. Fjármagnseigendur sleppa. Það er til dæmis búið að lýsa því yfir að skattar verði alls ekki hækkaðir. Það þýðir að íjár- magnsskattur verður ekki tekinn upp. Það er athyglisvert. Þjóðin er á tímamótum Með tilkomu hægri stjórnarinnar stendur þjóðin á tímamótum. Vel- ferðarkerfið er allt í hættu. Jafnað- arhugsjónir eru að engu hafðar. Forn siðalögmál íslenska samfé- lagsins eru brotin á bak aftur. í fyrirrúmi rær Alþýðuflokkurinn sem forðum eignaði sér - að vísu ranglega - almannatryggingakerf- ið. Það ætlar aö verða sögulegt hlutverk Alþýðuflokksins að eyði- leggja þetta kerfi. Þar með er orðið fátt um fina drætti. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Hún vill viðhalda velferðarkerfmu. Hún vill jöfnuð. Hún kaus ekki þessa stjórnarstefnu ójafnaðar yfir 's’g. Nú stendur uppi einn jafnaðar- mannaflokkur á íslandi. Hann heit- ir Alþýðubandalag. Eitt brýnasta verkefni komandi ára er að safna svo liði umhverfis þann flokk að menn með stefnu eins og Sighvatur Björgvinsson komist aldrei til starfa í heilbrigðisráðuneytinu framar. Svavar Gestsson Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. - „Hann valdi verstu og vitlausustu leiðina," segir greinarhöf. m.a. „í munni ráðherra heita reglugerðirn- ar um lyfjakostnað ennþá sparnaður. Það er rangt. Hér er um að ræða skatt- lagningu á sjúklinga og þá sem verða að nota lyf af ýmsu tagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.