Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1991, Blaðsíða 9
9
MÁNUDAGUR ,12. ÁGÍfST .19QU . ;
Mikill mannfjöldi tók þátt í mótmælunum gegn svarthúfusveitunum í Lithá-
en. Á fremsta mótmælaspjaldinu stendur: Uppskriftin að ógnarstjórn:
Kommúnistaflokkurinn og KGB. Símamynd Reuter
Litháar gera að-
súgaðsvart-
húfusveHunum
Reiðir Litháar gerðu í gær aðsúg
að höfuöstöðvum svarthúfusveita
innanríkisráðuneytisins þriðja dag-
inn í röð. í Litháen er því almennt
trúað að sveitir þessar beri ábyrgð á
morðunum í einni af landamæra-
stöðvum Litháa í síðasta mánuði.
Tahð er að um fimm þúsund manns
hafi tekiö þátt í mótmælunum. Krafa
mótmælenda er að sveitimar verði
fluttar úr landi. Liösmenn sveitanna
girtu höfuðstöðvarnar með gaddavír
og voru sýnilega þess albúnir að láta
hart mæta hörði kæmi til inngöngu
í bygginguna.
Fréttamenn segja að stórri vél-
byssu hafi verið komið fyrir á þaki
höfuðstöðvanna og menn verið á
verði í öllum gluggum. Þá var þjóð-
söngur Sovétríkjanna leikinn án af-
láts en heimamenn sungu ættjarðar-
lög lands síns á móti.
Svarthúfusveitirnar eru mjög illa
þokkaðar í Litháen allt frá því þeim
var beitt í átökunum í Vilnu eftir að
landið lýsti yfir sjálfstæði. Reiði al-
mennings hefur magnast um allan
helming eftir að tollverðirnir voru
myrtir þann 31. júh. Þótt ekkert hafl
sannast um hveijir voru þar að verki
eru svarthúfumenn grunaðir um aö
hafa myrt mennina. í það minnsta
er ljóst að um skipulega aðgerð þjálf-
aðra manna var að ræða. Reuter
Hópur Serba mótmælti stríðinu i landinu í gær. Króatar efuðust um heil-
indi þeirra svo sem hér má sjá þegar króatískur varðliði lætur hendur skipta
i viðskiptum við einn friðarsinnann. Simamynd Reuter
Þrír Serbar féllu í
árás eigin manna
Tveir serbneskir skæruhðar féllu
og með þeim tíu ára drengur þegar
herþotur frá sambandsher Júgóslav-
íu gerðu fyrir mistök árás á varðstöð
skæruhðanna innan landamæra
Króatíu í gær.
Eftir því sem best er vitað kom
árásin í kjölfar þess að króatískir
skæruliðar skutu á þyrlu frá hern-
um. Þegar svara átti fyrir árásina fór
flugmaður herþotunnar villur vegar
og réðst gegn skæruliðunum sem
herja í félagi við sambandsherinn.
Nokkrir særðust í árásinni og einnig
í árás flughersins á þorpið Poljana
þar í grenndinni.
Árásin á varðstöðina þykir þeim
mun merkhegri sem hún var vand-
lega merkt með fána Serbíu auk fána
Júgóslavíu. Króatar segja að Serbar
haldi uppi stöðugum skærum gegn
varðliðum þeirra þrátt fyrir að
vopnahlé eigi að heita í gildi.
Um helgina féhu einnig þrír Króat-
ar í árásum Serba. Varðhðar Króata
hafa farið hailoka fyrir Serbum í
skærunum. Nú eru um 300 menn
fattdr frá því átökin mihi þjóðanna
hOTist í síðasta mánuði.
Skærumar hafa ekki komið í veg
fyrir að Serbar og Króatar skiptist á
fóngum. Á laugardag létu Serbar tvo
varðhða Króata lausa og fengu í stað-
inn frelsi fyrir þrjá af sínum mönn-
um. Sambandsstjórnin hefur staðið
fyrir fangaskiptunum sem hafa geng-
ið hægar en vonast var til í fyrstu.
Fangaskiptin héldu áfram í gær og
vonast er th að þau geti gengið
snurðulaust í dag. Króatar segja að
Serbar hafi ekki frið í huga þótt þeir
hafi falhst á fangaskiptin. Þeir segja
að Serbar sjái þann thgang einan í
vopnahléinu að undirbúa næstu
sókn sem geti haflst þá og þegar.
Reuter
____________________Utlönd
Þrír f órust í þyrluslysi
Þrír Norðmenn létu lífið þegar
þyrla féll niður á ohuborpall í Norð-
ursjónum í gær. Þyrlan gjöreyðilagð-
ist í slysinu en menn á borpallinum
sakaði ekki.
í þyrlunni vom viðgerðarmenn en
borpallurinn hafði ekki verið starf-
ræktur frá því í byrjun mánaðarins
vegna bhunar. Ekki er enn vitað um
thdrög slyssins í smáatriðum.
Reuter
KARAT HE
Vara hlutir i flestar geröir
bifreiöa frá Evrópu og Japan
á 72timum
Reykjavik, Kleppsmyrarvegi 8
Simi: 91-687) 35 + 985-23811 Fax: 91-687133
_______Alladogavikunar 14:00-18:00______
SAGA KYNNIR
TJÆREBORG
VETRARÁÆTLUNIN
KOMIN
Tjœreborg
ALDREI MEIRA FERÐAÚRVAL
NÝIR OG SPENNANDI ÁKVÖRÐUNARSTAÐIR
Flyferíe sommer 1991
N Y H E D E R
Silkevejen - Canada - Bornholm
Marokko Rundrejse - Cruise Grækenland
Budapest - Wien • Madrid - Nazaré
ÁSTRALÍA - MALASÍA - MEXÍKÓ - EGYPTALAND - MADEIRA - TÚNIS
TENERIFE - GRAN CANARIA - COSTA DEL SOL - KÝPUR
FERÐASKRIFSTOFAN
Tjœreborg
Suðurgötu 7
- Sími 624040