Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Page 3
ÞRIÐ JUD’AGUR.'27.! ÁGÚSTI1991.'. 3 Fréttir Langtímaveðurspá frá miðjum ágúst til miðs september: íslenskir úrkomudagar ríkjandi enn um sinn Hann verður heldur hryssingsleg- ur næstu vikur með vænum skammti af vætu. Fleiri orð þarf vart að hafa um mánaðarveðurspá bandarísku veðurstofunnar NOAA fyrir ísland sem gildir fyrir tímabilið frá miðjum ágúst til miðs september. Þegar ágústspáin var birt á dögun- um var haft á orði að fólk færi nú loks að kannast við sig eftir heitt, sólríkt og í flesta staði óvenjulegt sumar. En fyrr má nú rota en dauð- rota. Sumarúrkoman virðist hafa safnast fyrir í ágúst og sum úrhellin, sem menn hafa orðið vitni að, hafa slegiö öll met með tilheyrandi flóðum í kjöllurum. Þó ekki verði slegin fleiri úrkomumet á næstunni má búast við þessum dæmigerðu íslensku úr- komudögum enn um sinn. Annars staðar í Evrópu má búast viö tiltölulega venjulegu haustveðri þar sem engar afgerandi sveiflur eru merkjanlegar. Yflr Mið-Evrópu virð- ist þó ætla að verða hlýtt og þurrt. Sem fyrr ber að geta þess að þessar mánaðarspár segja ekki fyrir um veðurfar frá degi til dags heldur megintilhneigingar í veðrinu yfir lengri tíma. I flestum tilfellum hafa þessar spár staðist þokkalega. -hlh RLR handtók mann eftir vafasöm viðskipti á bílasölu: Reyndi að kaupa bíl með fölsuðu skuldabréfi - falsaðinöfnabyrgðarmannaabrefið Rannsóknarlögregla ríkisins handtók karlmann sem reynt hafði að kaupa bifreið á bílasölu í Reykja- vík með íölsuðu skuldabréfi síðdegis á fostudag. Þarna var um að ræða skjalafals og tilraun til fjársvika. Maðurinn kom með skuldabréf upp á 480 þúsund krónur á bílasöluna. Við athugun reyndist grunur um að ekki væri alit með felldu. Við rann- sókn málsins kom fram að maðurinn hafði falsað nöfn ábyrgðarmanna á skuldabréfið. Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur hjá RLR að hafa skömmu áður reynt svipuö svik á tveimur bílasölum í Keflavík. Þar mistókust svikin. Málið er talið upplýst og verður það bráðlega sent ríkissaksóknara til meðferðar. Að sögn yfirlögreglu- þjóns hjá RLR er talsvert um að reynt sé að kaupa bifreiðir á fölskum for- sendum með líkum hætti og í fram- angreindu tilfelli. -ÓTT Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi til 15. sept. Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) * Spáin sýnir frávik frá meöalhita og meðalúrkomu á spásvæöinu Atvinnuleysi minna en á sama tíma í f yrra Samkvæmt yfirliti um atvinnu- ástandið í landinu, sem Vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneytisins sendi nýlega frá sér, eru atvinnuleys- isdagar í júlí 7.700 færri en á sama tíma í fyrra. í júlímánuöi voru skráðir 36.400 atvinnuleyisdagar á landinu öllu, 19 þúsund hjá konum en 16 þúsund hjá körlum. Það jafngiidir því að 1.700 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysisdögunum fjölgaöi þó um 6.600 daga frá mánuðinum á und- an, júnímánuði í ár, eða um 22%. Mest varð aukningin á landsbyggö- inni þar sem hlutfallslegt atvinnu- leysi nam 1,6% á móti 0,9% á höfuð- borgarsvæðinu. -ingo *aod9e ÞEIR RUríMU UT ébrinrlnn DODGE RAM PICKUP Eftirársbílarnir, sem viö fengum í sumar, hlutu sannarlega góðar viðtökur enda verðið frábært. Við náðum örfáum til viðbótar þannig að nú er tækifæri að Qárfesta í góðum pickup á hreint frá- bæru verði. BÚNAÐUR M.A.: 5,9 I sex strokka Cummins turbo disilvél, Spicer 70 afturhásing, læst mismunadrif, rafmagn i rúðum, samlæsing á hurðum, loftkæling o.fl. o.fl. föOoclge föDodge fóOodge 1.183.935 290.065 1.474.000 JÖFUR HF - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL NÝBÝLAVEGI 2, KÓPAVOGI, SÍMI 42600 VERÐ vsk BÚNAÐUR M.A.: 5,9 I sex strokka Cummins turbo disilvél, Spicer 70 afturhásing, Spicer 60 framhásing, læst mis- munadrif, 5 gira beinskipting, Qórhjóladrif, velti- stýri. DODGE RAM PICKUP 4X4 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.