Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 2.000 krónur. skoturn allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991.
Davíð Oddsson:
Góðtíðindi
„Auðvitað eru þetta góð tíðindi fyr-
ir þessi lýðveldi sem við vorum sér-
staklega að hafa forgöngu um að
_>styðja fyrstu skrefin til endurheimts
sjálfstæðis og væntanlega frelsis,"
sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra um ummæli Gorbatsjovs þess
efnis að ekki væri lengur hægt að
halda Sovétríkjunum saman.
„Hlutirnir gerast hratt þarna fyrir
austan og ummælin frá degi til dags
eru dálítið óáreiðanleg. Gorbatsjov
haföi sagt tveim dögum áður að ráða-
menn baltnesku landanna væru
slegnirpólitískriblindu.“ -JSS
Ólafur Ragnar Grímsson:
Sovétríkin búin
aðvera
„Þetta sýnir að Gorbatsjov er raun-
sæismaður þó það hafi tekið hann
nokkra daga að átta sig á aðstæðum.
Ég held að ég hafi dregið þá ályktun
um miðja síðustu viku að Sovétríkin
væru í reynd ekki lengur til,“ segir
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalags5 ns.
„Sovétríkin eru búin að vera. í
þeirra stað munu koma nokkur ný
ríki. Um leið og viö fögnum þessari
lýðræðisþróun þá þurfum við að gera
I* okkur grein fyrir að hún knýr á um
gjörbreytt öryggiskerfi í Evrópu."
-J.Mar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Ánægjulegt
„Gorbatsjov gat eiginlega lítið ann-
að gert í stöðunni. Það er hvert lýð-
veldið á fætur öðru að lýsa yfir sjálf-
stæði og ég held að hann horfist í
augu við það að ef þjóð vill vera sjálf-
stæð þá er ekki hægt að koma í veg
fyrir það. Það er ekki hægt að nota
vald nema tímabundið,1' segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, þingkona
Kvennalistans.
„Mér finnst þetta mjög ánægjulegt
og eðlilegt og nú er bara að sjá hvað
* verður um Sovétríkin." -ns
Eiður Guðnason:
Mestu tíðindi
áokkardögum
„Ætli Gorbatsjov sé ekki búinn að
viðurkenna staðreynd sem í raun-
inni hefur legið fyrir um hríð. En nú
hafa þessir heimssögulegu viðburðir
gerst, sennilega einhverjir þeir
mestu sem við höfum lifað. Afleið-
ingarnar af því sjáum við varla á
þessari stundu. En þetta eru sannar-
lega mikil tíðindi," segir Eiður
Guðnason, ráðherra Alþýðuflokks-
#ins, um yfirlýsingu Gorbatsjovs um
að ekki sé lengur hægt að halda Sov-
étríkjunum saman. JU -JGH
LOKI
Fyrst er það ráðherra-rall
ognúer það þjófa-rall.
Baru 100 kiloa
peningaskáp út
Brotist var inn á 5 stöðum i þrem-
ur bæjum á Norðurlandi í fýrrinótt
og stolið á þriðja hundrað þúsund
krónum auk ýmissa fémætra
muna. Tveir peningaskápar komu
við sögu. Annan tókuinnbrotsþjóf-
arnir á brott með sér en hinn brutu
þeir upp. Þrjú innbrot voru á Akur-
eyri, eitt í Varmahlíö í Skagafirði
og eitt á Blönduósi. Sömu aðilar eru
taldir hafa verið að verki.
í söluskála Esso á Blönduósi var
'55 þúsund krónum stolið og 15-25
lengjum af sígarettum, að sögn
starfsmanns þar. Af ummerkjum
að dæma dunduðu þjófarnir sér viö
aö fxnna lykla að bensínsjálfsala,
opna hann fyrir utan en höfðu litiö
upp úr því krafsi, að sögn starfs-
manns.
Þjófarnir brutust einnig inn í
Kaupfélagið í Varmahlíð. Þar fóru
þeir hljóðlega um þrátt fyrir að
hafa borið 100 kilóa peningaskáp
út meö sér. Útibússtjórinn svaf á
efri hæð hússins. í skápnum voru
haglabyssuskot, rifRlskot, erfða-
skrá, óstimplaðar happaþrennur
og ýmsir pappírar. Þjófarnir brutu
einnig upp sex afgreiðslukassa og
tóku úr þeim um 20 þúsund krónur
í skiptimynt. Stærri peningaskáp í
kaupfélaginu létu mennimir vera
en þar voru verulegir fjármunir
geypxdir.
„Ég vona bara að þessir menn
náist," sagði Guðmann Tóbíasson
útibússtjóri við DV í morgun.
Á Akureyri fóru þjófamir inn hjá
hjá Bílver á Draupnisgötu ogbrutu
upp peningaskáp og tóku úr honum
tæplega 100 þúsund krónur auk
10-15 þúsunda króna í peninga-
kassa á staðnum. Þjófamir
skemmdu einnig glugga hjá
Hnakkvirki og hjá bifreiðaverk-
stæðið Baugsbroti á Akureyri en
þar fundu þeir ekkert fémætt. Þjóf-
amir gerðu auk þess misheppnaða
tilraun til að fara inn hjá Bifreiða-
skoðun íslands á Akureyri.
„Við innbrotin notuðu þjófarnir
greinilega voldugt jám því um-
merkin eru þannig,“ sagði lög-
reglumaður á Akureyri við DV í
morgun. Lögreglumenn á Norður-
landi rannsaka þessi innbroL Ljóst
þykir þó aö þarna vora fleiri en
einn þ'ófur á ferð.
-ÓTT
Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni fóru að Skrauthólum á Kjalarnesi í gærkvöldi til að kanna sjórekið
dufl þar i fjörunni. Við skoðun kom t Ijós að þarna var um að ræða hættulausa bauju sem hefur slitnað upp,
sennilega einhvers staðar í Faxaflóanum. DV-mynd S
Veöriðámorgun:
HlýjastáSuð-
austurlandi
Gert er ráð fyrir vestlægri og
síð&r norðvestlægri átt. Rigning
og súld á Norður- og Vesturlandi
sem smám saman dregur úr.
Skúrir veröa suðvestanlands en
bjart veður á Suður- og Suðaust-
urlandi. Hiti er áætlaður 8-16 stig
einna svalast á Norðvesturlandi
en hlýjast á Suðausturlandi.
Steingrímur Hermannsson:
Rússland verður
efnahagsleg
þungamiðja
„Ég fagna því sem gerst hefur í
Sovétríkjunum á síðustu dögum.
Sjálfstæði lýðveldanna er einn þáttur
í lýðræðisþróuninni. Sem betur fer
er þetta að gerast í friði núna en ekki
í átökum eins og útlit var fyrir," sagði
Steingrímur Hermannsson, spurður
áhts um þá yfirlýsingu Gorbatsjovs
að lýðveldum Sovétríkjanna væri
frjálst að segja sig úr ríkjasamband-
inu.
Steingrímur kveðst þó sannfærður
um að löndin kæmu til með að vinna
saman í efnahagslegu tilliti þar sem
Rússland yrði þungamiðjan. „Þau
eru þaö háð hvert öðru að náin sam-
vinna væri af hinu góða,“ segir hann.
-kaa
Sláturkostnaður
gefinnfrjáls
haustið 1992
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sagði á aðalfundi sauðfjár-
bænda á Hallormsstað í gær hann
stefndi að því að gefa sláturhúsum
frjálsar hendur um sláturkostnað
haustið 1992.
Formaöur sauðfjárbænda, Jóhann-
es Kristjánsson, sagði fréttamanni
DV aö skoðanir hefðu verið mjög
skiptar um þetta á fundinum. Fund-
armenn skipst í tvo hópa en Jóhann-
es sagði að auðvitaö gæti þetta þýtt
lækkun sláturkostnaðar og aukið
samkeppni hjá sláturhúsum.
Fundinum var haldið áfram í
morgun og lýkur í kvöld.
Skákþingíslands:
Dregur saman
Helgi Ólafsson er enn efstur á
Skákþingi íslands eftir 5 umferðir
með 4'/; vinning en það dregur sam-
an með efstu mönnum. Helgi gerði
jafntefli í gær við unga íslandsmeist-
arann Héöin Steingrímsson. Jóhann
Hjartarson vann Þröst Þórhallsson
og er annar með 4 vinninga. Jón L.
Árnason vann Róbert Harðarson og
Karl Þorsteins vann Helga Ás Grét-
arsson. Þeir Jón Loftur og Karl eru
í 3.-4. sæti með 3 'A vinning.
Úrslit í öðrum skákum í gær urðu
þau að Margeir Pétursson vann Sig-
urð Daða Sigfússon og Snorri Bergs-
son vann Halldór G. Einarsson. Mar-
geir er í fimmta sæti með 3 vinninga.
Þröstur er með 2 'h v. Róbert 2, Hall-
dór, Héðinn, Helgi Áss og Snorri 1 'h
hver og Sigurður Daði hefur 1 vinn-
ing. -hsím
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMIU
Vönduð og viðurkennd þjónusta
Ím 0 91-29399
Allan sólarhringinn
ár Öryggisþjónusta
VARI ■-'síðan 1 969