Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Blaðsíða 15
LAypAKÐApUR ^,ApÚpT 18$. 15 Að vaða reyk viljandi „Þú segir fólki, hversu auövelt sé að hætta að reykja," sagði starfs- bróðir minn í gær. Vissulega fannst mér átak mitt gegn reykingum auð- veldara en ég hafði búizt við. Ég nefni það hér, vegna þess hve miklu reykingar skipta í þjóðfélag- inu. Lofa skal mey að morgni. Ekki fyrr, og enn á ég nokkuð eftir til að hafa fullan sigur. Af hverju ættu menn að hætta aö reykja? Við getum líklega flest verið á einu máli um, að það borg- ar sig ekki að reykja. Ég hafði reykt síðan ég var 18 ára og hafði nýlokið stúdentsprófi. Ég hef líklega byrjað þá, svo seint miðað viö félaga mína, til þess að verða „maður með mönnum". Margt er nú vitað um reykingar og hættuna af þeim, sem við vorum grunlaus um í þá daga. Margvíslegur ávinningur fylgir því að hætta að reykja, meðan kost- ir reykinga finnast naumast. Sér- fræðingamir segja, að hafi menn morgunhósta, hverfi hann á nokkr- um dögum. Maturinn verður bragöbetri, lyktarskynið næmara og þolið vex. Þegar fólk hefur reykt, eins og ég, um þrjá pakka á dag, missa menn af miklu, auk þess sem hættan á veikindum er mikil. Eftir 36 ára reykingar færði ég mig niður í fáeinar sígarettur fyrir rúmri viku. Þetta var stórt skref, að fara úr 60 sígarettum á dag niöur í svo- sem fimm. Og eftir fáa daga ætla ég að fara niður í núll. Þessi reynsla finnst mér lærdómsrík. Til að halda áfram að rekja gróðann af þvi að hætta segir einhvers staðar, að menn fái „ókeypis fegrun“. Ekki veitir af, en ekki býst ég við að verða skyndilega svo ógeðslega sætur að til vandræða horfi: Allt yfirbragðið verður hraust- legra og blóðrásin eðlilegri. Reyk- ingar valda hins vegar samdrætti í finæðakerfi húðarinnar, og jafn- framt lækkar hitinn í húðinni. Reykingafólk verður guggið, grátt og gult. Þegar menn hætta, minnk- ar þreytan. Þannig hefur reynsla mín verið þessa viku. Væntanlega bægja menn frá sér hættulegum sjúkdómum ýmsum. Betra er að hætta þótt seint sé, og ýmsir sér- fræðingar munu enn fullyrða, að langvarandi reykingar hafi þó áhrif, sem aldrei eyðast að fullu. Mér fannst fyrir nokkrum mán- uðum, að ég hefði skömm á sjálfum mér vegna svo mikilla reykinga. Það er kannski seint í rassinn grip- ið, en menn læra svo lengi sem þeir lifa. Ég ákvað að hætta með nokkurra mánaða fyrirvara, þótt ég vissi . áuðvitað ekki, hvað við tæki. Margir, sem heyrðu um þessi áform, sögðu, að ég gæti ekki hætt. Ég varaði félagana við og sagði, að ég kynni að lemja veggi og jafnvel þá sjálfa, þegar fráhvarfseinkennin sæktu að. Enn hefur enginn rotazt. Flestir sögðu, að ég mundi þá veröa býsna skapvondur, og þótti nóg um. En sú mun vera reynsla þeirra, sem reyna aö hætta, að alhr standa með mönnum í þessu átaki. Bjarga varð því sem bjargað varð. Ég var dauðuppgefinn á því að vera þræll þessa lastar. Reyklaus svæði Framkvæmdin var helzt sú, að ég bjó til reyklaus svæði, svæði þar sem ég mundi alls ekki reykja. Ég hafði komizt að því, að það væri of mikið álag að hætta gjörsamlega eftir að hafa reykt sextíu sígarettur á dag. Því varö vinnustaðurinn reyklaust svæði. Öskubakkinn var fjarlægður af borðinu. Hann hafði í áraraðir, jafnvel áratugi, vakið sérstaka athygli gesta og gangandi. Menn gátu varla ímyndað sér, að einn maður gæti afkastað slíkum reykingum eins og öskubakkinn sýndi. Þá varð bíllinn reyklaust svæði. Ég hætti að reykja eina eða tvær sígarettur, þegar ég ók nokk- urra mínútna spöl. Ég reykti sem sé ekki lengur í bílnum, hvert sem ég fór. Auk þess hætti ég að ganga um götur reykjandi, en áður hafði ég nær aldrei sleppt tækifærinu til að reykja, ef ég gekk eitthvað. Jafn- framt jók ég fremur göngumar. Og viti menn. Þrekið óx strax, og auð- veldara var að ganga hratt milli húsa í stað þess að drattast áfram. Ég rek þetta öðrum til eftirbreytni, þótt það sé ekki mikið mál fyrir fólk, þó að ég hætti að reykja eins og þúsundir íslendinga hafa gert. Þetta vora miklar breytingar. Þær nægðu til þess að fækka sígar- ettunum um eitthvað um níutíu prósent. Flest var þetta auðvelt. Ég hafði ekki reykt á fundum á vinnu- stað um langt árabii. Það gátu því verið nokkrar klukkustundir á dag, sem hvort eð er voru reyk- lausar. Sú var tíðin, eins og menn muna, að hann var sett við reyking- um í leigubílum. Síðan var bannað að reykja á ýmsum opinberum stöðum. Þessu hafði ég alltaf tekið með jafnaðargeði, þótt ég hafi bölv- að reykingabanni hjá tannlæknin- um. Biðstofur bankastjóra eru ann- að dæmi, en bankastjórar eru yfir- leitt slíkir höfðingjar, að ég gat þar Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri sætt mig við að reykja ekki til að róa taugarnar litla stund fyrir fund. Reykingar eru dæmi þess, að fólk verður hálfu taugaveiklaðra af þeim, þótt þær verki róandi í örstutta stund. Ég verð þó, þótt ég hætti reykingum, að andmæla banni við reykingum á sjúkrahús- um, þar sem leyfa ætti undantekn- ingar handa fólki, sem líður kvahr, ef það má ekki reykja, til dæmis fyrir aðgerðir. Tap þjóðfélagsins Áróður gegn rettunni hefur dun- ið yfir okkur svo lengi sem menn muna. Merkingar á sígarettupökk- um hafa líklega lítið gildi. Þó hefur þetta síazt inn í mig einhvern veg- inn. Til að herða mig á trúnni á ákvörðun mína fékk ég nokkur gögn. Samfélagið tapar á reyking- um, en hve mikið? Sérfræðingar við Kaliforníuskóla reiknuðu út, hvaða áhrif reykingar hefðu á fjár- hag bandaríska þjóðfélagsins. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að kostnaðurinn hefði árið 1976 verið um 460 dollarar á hvern reyk- ingamann. Þar er talinn beinn sjúkrakostnaður, framleiðslutap og tjón vegna eldsvoða. Þetta eru um 28 þúsund krónur á núverandi gengi, og óhætt er að færa tölurnar upp vegna verðbólgu í Bandaríkj- unum síðan. Sem sagt: fikn reyk- ingamannsins kostar samfélagið tugi þúsunda króna á ári. Heilinn og nánast allt taugakerfið verða fyrir bráðum áhrifum af nik- ótíni, ýmist örvandi eða slævandi. Reykingamanni getur orðið erfitt um svefn. Þeir geta orðið eirðar- lausir og taugaóstyrkir. Ekki þarf að rekja lengi fyrir landsmönnum þá sjúkdóma, sem reykingar geta valdið. Þar má nefna margs konar krabbamein, berkjubólgu og lungnaþembu, æðakölkun og kransæðasjúkdóma. Þetta er hrollvekja, en virkir nikót- ínistar humma þetta fram af sér. Margir eru forlagatrúar og segja, að „menn drepist hvort eð er“. Við verðum fyrir áhrifum milkill- ar mengunar. Við erum auðvitað í nokkurri hættu vegna óhjákvæmi- legrar mengunar, til dæmis vegna bílaumferðar og iðnaðar. En vissu- lega er hættulegt að lifa. Bílisminn mun enn sækja á, hvað sem ein- staka sérvitringar segja. Auðvitað þýðir ekki að segja fólki að vera margt saman í bílunum til að minnka umferð, í stað þess að þar fari oftast einn maður. Fólk mun sækjast eftir þægindunum, meðan bensín er fáanlegt. En þetta leiðir hugann að því, að við fyllum okkur af eitri og eimyrju, sem ekki verður komizt hjá. Það verður hins vegar að teljast sjálfskaparvíti, að við svælum gífurlegt magn af eitruð- um reyk, vegna þess að við sækjum í reykinn. Þetta er öfugþróun. Margir nikótínistar eru svo illa farnir, að þeir komast ekki undan rettunni án hjálpar. Fyrir slíkt fólk þurfa að vera til meöferðarstofnan- ir. Ég er farinn að samsinna þeirri kenningu, að nikótín sé mjög sterkt eitur. Reykingamaðurinn, sem andar reyknum ofan í lungun, fær um eitt millígramm af nikótíni úr hverri sígarettu. Niktótínið truflar eðlilega líkamsstarfsemi. Það er sagt auka hjartslátt um 15-30 slög á mínútu. Það þrengir slagæðar, ekki sízt á höndum og fótum. Það eykur blóðþrýsting. Það er fyrst og fremst nikótínið, sem veldur fíkn í tóbak. Skortur á súrefni Við, fíklanir, þurfum einnig að líta á áhrif tjörunnar sem slík. Samsafn föstu efnanna í tóbaks- reyknum er nefnt tjara eða tóbaks- tjara. Vegna tjörunnar verða afleið- ingar reykinga meiri eða minni súrefnisskortur. Vegna tregöu blóðrauðans að losa sig við kolsýrl- ing nær blóðið ekki að jafna sig hjá þeim, sem reykja að staðaldri. Al- gengt er, að reykingamenn hafi 5-10 prósent kolsýrlingsmettun í blóörauðanum. En hvað sem líöur allri hrollvekjunni um hugsanlega sjúkdóma af völdum reykinga, er hún aðeins einn þáttur af mörgum, sem geta valdið þeirri ákvörðun, að fólk hætti að reykja. Stór þáttur er til dæmis fjárhagurinn. Reyk- ingar mínar hafa kostað um tutt- ugu þúsund krónur á mánuði, pen- inga sem í rauninni hafa ekki verið til. Dagur í senn Ég hef nú belgt mig yfir alls kon- ar kostum þess að hætta að reykja. Við slík átök gildir „dagur í senn“, taka einn dag í einu. Þetta er vafa- laust bezta aðferðin, fremur en að stíga á stokk og lýsa yfir, að reyk- ingum sé hætt fyrir lífstíð. Ég hef haldið út minnkun um níutíu pró- sent í viku, en ekki dugir að láta þar staðar numið. Við konan mín ætlum næstu daga að hætta alveg. Reykingar hafa enga kosti, sem ég kem auga á nú, þótt þær virtust fyrrum hafa alls konar kosti. En auðvitað á ekki að útiloka reyk- ingafólk gersamlega frá dýrkun lastar síns, þvert á móti. Þeir sem reykja verða að njóta tillitssemi, því að fijálshyggjan á að hafa völd- in. Vafalaust er ýmislegt til í rökun- um um skaðsemi óbeinna reyk- inga. En fólk má ekki fyllast of- stæki. Því ekki að láta Jón í friði, þótt hann reyki en Bjarni ekki? Þjóðfélagið á að ganga í friði og til- litssemi við náungann, þótt sam- skipti manna hafi harðnað um margt að undanfömu eins og Pele segir. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.