Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Side 20
20 Kvikmyndir Alan Parker ásamt þeim sem leika í The Commitments. Enginn þeirra hafði leikið í kvikmynd áður. Skuldbinding Alans Parker: Kraftmikil mynd um rokk og unglinga - enginn leikari í aðalhlutverki hefur komið nálægt kvikmyndaleik áður Eftir aö hafa gert kvikmyndir um skeið í Hollywood, nú síðast Miss- issippi Buming og Come to the Paradise, sneri Alan Parker aftur á heimslóðir á Bretlandseyjum og er The Commitments, nýjasta kvik- mynd hans, alls ólík síðustu mynd- um sem hann gerði vestanhafs. Fjallar myndin um tólf írska unghnga sem stofna hljómsveitina The Commitments sem hefur það markmið að kynna soultónhst á írlandi og hljómsveitin slær í gegn hjá ungum Dubhnbuum. Aðalper- sóna myndarinnar er Jimmy sem er stofnandi hljómsveitarinnar og sá sem kemur henni á framfæri. Hann tekur tónhstina mjög alvar- lega og er sífeht að gera öðrum hljómsveitarmönnum grein fyrir alvörunni á bak við hljómsveitina, aö þeir séu ekki eingöngu ungt fólk sem vonast eftir frægð heldur hoð- herar tónhstarstefnu sem aðrir hafa látið líf sitt fyrir. Eins og gefur að skilja er mikið um tónhst í myndinni, tónhst sem heyrst hefur áður með soulkóngum á borð við Wiison Pickett og Otis Redding. Bakgrunnurinn er aftur á móti óvenjulegur, stræti og barir í miður góðum bæjarhlutum í Dubl- in. Handritið er uppfullt af slangur- máli götunnar þar sem allflestir hljómsveitarmennimir eiga upp- runa sinn. AUir leikarar í myndinni eru ungir og óþekktir tónUstarmenn sem ekki hafa áður leikið í kvik- myndum en hafa verið að byltast í tónlistinni. Sá sem leikur Jimmy er Robert Arkins, 21 árs. Hann byijaði að vinna fyrir sér sem tón- Ustarmaður aðeins flmmtán ára og stjómar sinni eigin hljómsveit, Housebroken á írlandi, sem þessa dagana er aö taka upp plötu. Tónlistin réð leikaravalinu Parker gerði The Commitments upp úr skáldsögu eftir Roddy Doyle sem er írskur rithöfundur sem einnig kennir ensku og landafræði í gagnfræðaskóla. Doyle, sem um- gengst unglinga daglega, notfærði sér þekkingu sína á unglingum og hvað það er sem þá langar mest að gera og tónUstin er ofarlega á blaði þegar um tjáskipti er að ræða á mUli þeirra. Parker fékk á endan- Kvikmyndir Hilmar Karlsson um Doyle til að gera handritið ásamt Dick Clement og Ian la Frenais. Alan Parker er þekktastur fyrir dramatískar kvikmyndir á borð við Shoot the Moon, Birdy, Angel Heart og Mississippi Buming, en hann hefur einnig mikla reynslu í gerð tónlistarmynda. Þrjár kvik- myndir hans sem að mestu byggj- Andrew Strong heitir pilturinn sem leikur söngvara hljóm- sveitarinnar og áðuren myndin var frumsýnd var eitt af stóru plötuútgáfufyrir- tækjunum búið að ná honum á samning. Robert Arkins leikur Jimmy, þann sem stofnar hljómsveitina. ast á tónUst em Bugsy Malone, Fame og The Wall. Ólíkar tónUstar- myndir og líkast til er The WaU sú eina sem á samleið með The Commitments. „The Commitments er mjög óhk Fame,“ segir Alan Parker aðspurð- ur. „í Fame var það ameríski draumurinn sem sigraði raunveru- leikann en The Commitments er mun raunsærri. Það er nefnUega mikill munur á uppeldi krakka í Bandaríkjunum og á írlandi. Draumurinn um frægð og frama er fjarlægari hjá þeim en banda- rískum jafnöldrum." Eins og fyrr segir hefur Parker vaUö aUs óreynda leikara í öU hlut- verkin í myndinni. „Ég vildi ekki svíkjast undan tónUstinni með því að velja vana leikara í hlutverkin heldur leitaði ég uppi tónUstar- menn sem voru á kafi í tónUst og valdi síðan þá sem mest líktust persónunum í bókinni þannig að þau þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leika heldur aðeins vera þau sjálf. En það kostaði samt mikla vinnu að fá þau til að segja setning- arnar á þann hátt sem ég vfldi.“ Dæmið hefur gengið upp hjá Alan Parker í þetta skiptið, The Commit- ments hefur verið hrósað mikið af gagnrýnendum. Mun myndin verða sýnd í Háskólabíói í næsta mánuði. -HK LA'UGARDAGUr' 31. ÁGÚST 1991. Nicholson leikurHoffa Jimmy Hoífa var á sjötta og sjöunda áratugnum ehtn valdamesti verka- lýðsleiðtoginn í Bandaríkjunum og sá ósvifnasti. Hann stjómaði; félagi sinu eins og mafluforingi og lét fjarlægja alla sem fyrir honura voru. Meðan Robert Kennedy var dómsraálaráð- herra sagði hann Hoffa stríð á hendur og tókst að koma honum frá völdum. Hoffa var síðan myrtur og haiá líkams- leifar hans aldrei fundist. Leikarinn og leikstjórinn Danny DeVito er nú að undirbúa kvikmynd um ævi Jimmy Hoffa og hefur fengið Jack Nicholson til að leika Hoffa. Hann mun einnig sjálfur leika stórt hlutverk í mynd- inni. Handritið hefur David Mamet skrifað og heitir myndin einfaldlega Hoffa. John McNaughton leikstýrir RobertDeNiro Fáar kvikmyndir hafa vakið jafn- mikið umtal að undanfömu og Henry: Portrait of a Serial Kiiler sem leikstýrt er af John McNaughton og hefur sitt sýnst hverjum um gæði myndarinnar. Nú er verið að frumsýna aðra kvik- mynd McNaughtons, Sex, Drugs, Rock & Roll sem gerð er eftir skemmtidag- skrá Eric Bogosian og hefur sú mynd ekki síður vakið umtal. McNaughton heldur samt ótrauður áfram og nú er Hollywood búin að fá hann til sín og mun hann leikstýra Mad Dog and Glory sem fjallar um löggu i Chicago sem bjargar lífi veðmangara. Sá þakk- ar fyrir sig meö því að gefa iögreglu- manninum fallega stúlku. Aðalhlut- verkin leika Robert De Niro, Bill Murray og Una Thurman. Handritið er eftir rithöfundinn Richard Price og framleiðandi er Martin Scorsese. Atlantis Bessons eröðruvísi kvikmynd í síðustu viku var frumsýnd i Frakk- landi nýjasta kvikmynd Luc Bessons, Atlantis. Atlantís varðtil í hugarheimi Bessons þegar hann var að gera The Big Blue. Þá fannst honum synd hvernig hann og kvikmyndatökiunað- ur hans þurftu ávallt að vísa íbúum hafsins á braut þegar verið var að mynda neðansjávar. Það varð því úr að liann ákvað að gera kvikmynd sem eingöngu væri tekin neðansjávar og í hlutverkum væri enginn mennskur maður. Það hefur tekið Besson og að- stoðarmenn hans tvö ár að fullgera Atlantis en kvikmyndað var allt frá norðurpólnum til Ástralíu. Besson seg- ir að kvikmyndaö hafl verið á 225 kíló- metra af fllmu en endanleg útgáfa myndarinnar er aðeins 79 mínútur. Ekkert tal er í myndinni, aðeíns tónlist sem samin er af Eric Serra og þegar höfð er í huga tónlist Serra við fyrri myndir Luc Bessons, Subway, The Big Blue og La femme Nikita, verður ör- ugglega um mikla tónlistarveislu að ræða. Óhætt er að segja að sjaldan hafi verið beðið með jafnmikilh eftir- væntingu eftir frumsýningu á nýrri kvikmynd í Frakklandi. Annarra manna peningar Nýjasta kvikmynd Norman Jewisons heitir Othér People’s Money og lýsir hann myndinni sem gamanmynd um mjög alvarlegt málefni. Aöalhlutverk- ið leikur Danny DeVito sem elskar þrennt í lífinu, kieinuhringi, peninga (sérstaklega peninga sem aðrir eiga) og tölvu sem heitir Carmen. Með að- stoö tölvu sinnar fmnur hann út fyrir- tæki sem standa tæpt fjárhagslega og gleypir þau síðan sér til ánægju og gróða. Hann hittir þó fyrir ofjarl sinn þegar hann reynir að komast yfir gam- algróið fyrirtæki. Auk Danny DcVito leika Gregory Peck, Penelope Ann Miller, Piper Laurie og Dean Jones stór hlutverk í myndinni. Handritið sem skrifað er af Alvin Sargent er byggt á vinsælu leikriti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.