Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Page 24
24 fDroplaugarstaðir Snorrabraut 58, Reykjavík Yfirsjúkraþjálfari óskast til starfa sem fyrst. Vinnutilhögun og vinnu- tími er samkvæmt nánara samkomulagi. Einnig vantar starfsfólk til starfa á vistdeild. 65% starf. Vinnutími frá kl. 8.00-12.30 virka daga. Unnið þriðju hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9 og 12 f.h. alla virka daga. Bílamálarar Vorum að fá 3ja kassettu infrarauða hitalampa, gott verð Pantanir óskast sóttar 'Á á Bifreiöaverkstæöi Tcmgarhöföa 8-12 WArru Gislasonar hf HEILWERSLUN VIDGERÐIR BILALEIGA Og (91)685504 Innritun í prófadeild (öldunga- deild) Grunnskólastig: Aðfaranám - ígildi 8. og 9. bekkjár gunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið þessum áfanga eða vilja rifja upp. Fornám - ígildi 10. bekkjar grunnskóla. Foráfangi framhaldsskólastigs. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska og stærð- fræði. Framhaldsskólastig: Fleiisugæslubraut - 2 vetra sjúkraliðanám. Viðskiptabraut - 2 vetra nám sem lýkur með verslun- arprófi. Menntakjarni - þrír áfangar kjarnagreina, íslenska, danska, enska, stærðfræði. Auk þess þýska, félags- fræði, efnafræði, eðlisfræði o.fl. Nýtt: italska til prófs, 2 áfangar. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjald miðast við kennslustundafjölda og greið- ist fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega. Kennsla hefst 16. september næstkomandi. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 2. og 3. sept. kl. 17-20. Nánari fyrirspurnum svarað í síma 12992 og 14106. Skrifstofa námsflokkanna er opin virka daga kl. 9-17. Innritun í almenna flokka verður milli kl. 17 og 20 dagana 18. og 19. sept. næstkomandi. 1.AUGAKDAGUR 31. ÁGÚST 1991. Stríð Króata og Serba er háð viðs vegar um Króatíu. Víglínur eru óskýrar og oft óljóst hver óvinurinn er. Júgó- slavneski sambandsherinn kveöst i orði vera að stilla til friðar en í verki styður hann Serba. Króatar eiga sér engan her en innan lögreglunnar hafa verið stofnaðar sérstakar sveitir þjóðvarðliða. Þær eru mannaðar ungum og lítt þjálfuðum mönnum sem mega sín lítils gegn ofureflinu. Simamynd Reuter Blaðamaður DV á ferð um Júgóslavíu þar sem háð er blóðug borgarastyrjöld: Óttaslegið fólk og ringul- reið í Zagreb - vegatálmar á götum og vopnaðir þjóðvarðliðar við allar mikilvægar byggingar far þess að serbneskur stúdent réð Franz-Ferdinand keisara af dögum. Að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni mynduðu Serbar, Króatar og Slóven- ar nýtt þingbundið konungsveldi. Konungurinn, Alexander, leysti þó fljótlega þingið upp og við tók hem- aðarlegt einræði. í seinni heimsstyij- öldinni voru júgóslavnesku ríkin hernumin af ítölum og Þjóðverjum. Eftir seinni heimsstyrjöldina komust kommúnistar undir stjórn Títós til valda og mynduðu ríkjasambandið Júgóslavíu er samanstóð af sex ríkj- um, Slóveníu, Króatíu, Serbíu, Bos- níu-Hersegóvínu, Makedóníu og Montenegro. Þjóðir Júgóslavíu em óhkar um margt þó svo að þeim hafi undir stjórn Títós verið þröngvað til sam- vinnu um nokkra áratugi. Þannig hefur hver þjóð sitt eigið tungumál þó svo að serbó-króatíska sé hið opin- bera mál. Tvenns konar letur er á skrifuðu máh, annars vegar latneskt í Króatíu og Slóveníu en kyrillískt annars staðar. Hvað trú þjóðanna varðar þá eru Króatar og Slóvenar rómversk-kaþólskir. Að öðru leyd er serbneska rétttrúnaðarkirkjan ríkj- andi á öðrum svæðum Júgóslavíu ásamt múhameðstrú. Þrátt fyrir að Titó hafi leitt þjóðir JúgóslaVíu inn á braut kommúnism- ans þá sýndi hann ætíð nokkurt sjálf- stæði gagnvart valdhöfunum í Kreml. Þegar árið 1949 sagði Júgó- slavía sig úr alþjóðasambandi kommúnistaflokka og sleit um leið stjómmála- og viðskiptatengsl við Sovétríkin og önnur austantjalds- ríki. Að sama skapi hefur Júgóslavia ætíð verið nokkuð opin gagnvart vestrænum ríkjum og fyrir vikið hafa áhrif Vesturlanda orðið meiri þar en í öðrum kommúnistaríkjum Evrópu og lífskjör betri. Einnig lagði Tító á þaö mikla áherslu að ríki Júgó- slavíu hefðu visst sjálfstæði varðandi eigin málefni. Þannig tókst honum með undraverðum hætti að halda Flugstöðin í Zagreb líktist drauga- borg, umgirt vopnuðum hermönn- um, og á flugbrautunum voru ein- ungis herflugvélar. Flugsamgöngur höfðu að mestu legið niðri en þó var heimilað flug frá París. Það fór ekk- ert á milli mála að það ríkti styrjald- arástand þarna. Blaðamaður DV átti leið um Júgó- slavíu fyrir skömmu og dvaldi meðal annars um tveggja vikna skeið í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Sú lífs- reynsla verður undirrituöum ógleymanleg. Fyrir augu bar þjóðfé- lagslega upplausn og óttaslegiö fólk. Það var ekki laust við að það færi um mann á leiðinni inn í borgina. Frá henni streymdu herflutninga- lestir til vígstöðvanna í austri og suöri. Frá vígstöðvunum var hins vegar straumur flóttamanna, mest konur, börn og gamalmenni. Inni í borginni ríkti ringulreið. Á hveiju götuhomi og við allar mikilvægar byggingar voru þjóðvarðhðar gráir fyrir járnum og á mikilvægum gatnamótum voru vegatálmar. Skól- ar, sjúkrahús og fleiri byggingar voru þakin Rauða kross fánum. Á götum og á kaffihúsum var fólk þögult og áhyggjusvipurinn leyndi sér ekki. Bros þess var kurteislegt en augljóslega framkallað af vana fremur en gleði. Að baki bjó örvænt- ing og ótti. Nokkuð bar á ungum mönnum sem voru í þann mund að kveöja vini og unnustur. Þeir voru sjálfviljugir á leið til vígstöðvanna, tilbúnir að fórna lífi sínu í skiptum fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. í kirkj- um mátti sjá mæður og feöur á bæn; Guð gefi að sonurinn snúi heill heim. Rótgróinn fjand- skapur blossar upp Það er undarleg tilfmning að vera staddur í landi þar sem þjóð heyr blóðugt stríð til varnar fuhveldi og sjálfstæði. í Evrópu hafa menn ekki upplifað slíkan hildarleik hátt í hálfa öld. í Júgóslavíu ríkir hins vegar slíkt ástand um þessar mundir. Þar geisar nú blóðug borgarastyrjöld milli Serba og Króata. Tekist er á um landsvæði og póhtískan viðskilnað þess kommúnisma sem Tító kom þar á eftir seinni heimsstyrjöldina. Við efnahagslegt og pólitískt hrun kommúnismans í austantjaldslönd- unum á undanfornum misserum hafa þjóðir risið upp gegn hinni ára- löngu kúgun. Þjóöir Júgóslavíu eru þar engin undantekning. Leið þeirra til sjálfstæðis og fullveldis virðist þó þyrnum stráð. Margir telja aö átökin milli Serba og Króata séu rétt byij- unin. Síðar eigi átökin eftir að breið- ast út um gjörvalla Júgóslavíu og fleiri þjóðarbrot taka þátt í þeim. Undirrót þeirra átaka sem nú geisa er rótgróinn fjandskapur Króata og Serbg. Markmið Króata er að endur- heimta sinn fyrri sess í samfélagi Evrópuþjóða með sjálfstæði en í hug- um margra Serba er stund hefndar- innar runnin upp. Minnast þeir með óhug þeirra tíma er Þjóðveijar, með aðstoð króatískra fasista, myrtu hundruð þúsunda Serba í seinni heimsstyijöldinni. Innan kommún- istaflokks Júgóslavíu fóstruðu Ser- bar þá hugmynd að mynda utan um sig stórt og öflugt ríki. Nú freista þeir þess að hrinda henni í fram- kvæmd til mótvægis við þá lýðræðis- þróun sem átt hefur sér stað í Aust- ur-Evrópu. Króatar stoltþjóð meó litríka sögu v Króatar eru stolt þjóö og eiga sér glæsta menningarsögu innan Evr- ópu. Ásamt Slóvenum í vestri til- heyrðu þeir Austuríska-Ungverska keisaraveldinu sem leið undir lok í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Upphaf styijaldarinnar má reyndar rekja til þess að keisaraveldið sagði Serbum í austri stríð á hendur í kjöl-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.