Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 26
26 ■LAUGMQA.GUR 31, ÁGÚST .1991, Heimsmeistaramótinu í frjálsum að ljúka: Þetta var mikið „í heildina er þetta besti árangur sem ég hef náð. Ég hef aldrei áður komist í úrslit á svona stórmóti. Þetta ár hefur verið mjög sterkt í spjótinu. Margir hafa komið fram og náð langt,“ sagði Sigurður Einars- son, sem í vikunni hafnaði í sjötta sæti í spjótkasti á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum í Tokyo, í símaviðtali við helgarblaðið. Þetta er besti árangur sem íslendingur hefur náð á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Sigurður varð þriðji á Grand Prix- móti árið 1989. Það var hans besti árangur fram að því. Þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir á heims- meistaramóti og nú stefnir hann á ólympíuleikana í Barcelona á næsta ári. „Takmarkið hjá mér núna var að komast í tólf manna úrslit. Eftir að maður er kominn í þau getur allt gerst, eins og sást á því að tveir fyrr- um heimsmeistarar klikkuðu á að komast í úrslitin. Það er þess vegna mjög mikið taugastríð að komast í úrslitin,“ sagði Sigurður ennfremur. Strangt æfingakerfi „Ég var búinn að æfa mikið undan- farið og hef æft rétt, til dæmis með því að fara í gegnum nokkur mót. Einnig var ég í ströngu fjögurra vikna æíingaprógrammi fyrir heims- meistaramótið. Eg tók þátt í keppni i Róm í júlí en fór þaðan til Banda- ríkjanna og æfði þar í tvær vikur. Einnig æfði ég heima á íslandi áöur en ég fór til Sviss þar sem lokaæfmg- ar voru fyrir heimsmeistaramótið. Við Einar Vilhjálmsson æfðum þar saman. Við undirbjuggum okkur fyr- ir keppnisrútínuna, bæði andlegu og líkamlegu hliðina, og það gekk mjög vel. Það var því miður enginn þjálf- ari með okkur þar sem engir pening- ar voru til þess. Stefán Jóhannsson, þjálfari minn, varð að sitja heima en lýsti keppninni í staðinn í sjónvarp- inu. Það er auðvitað miklu eríiðara að hafa ekki þjálfara en þannig er þetta á íslandi - lítil þjóð og litlir peningar," sagði S'gurður. Sjálfur þarf hann að standa straum af miklum kostnaði við utanfarir sín- ar en Landsbankinn og Visa ísland hafa stutt hann. „Við erum einnig á styrkjum frá afreksmannasjóði. En þetta er mjög kostnaðarsamt fyrir okkur.“ Spjótið kostar námið Sigurður hefur verið í námi í Bandaríkjunum síöastliðin átta ár og allur hans tími hefur farið í æíingar í spjótinu og námið. Hann hefur ekki getað aflað fjár með vinnu vegna þess hversu tímafrekar æfingamar eru. „Ég hef lifað á námslánum og styrkjum á undanfórnum árum. Þetta var í fyrsta skipti núna sem ég hef haft tækifæri til að komast í sér- stakar æfingabúðir. í raun tek ég mikla áhættu því ég er í stórskuld eftir þetta mót,“ sagði Siguröur enn- fremur. Vinningshafar á heimsmeistara- móti fá ekki greidd sigurlaun en slíkt er hins vegar gert á Grand Prix- mótum. „Það er viðurkenningin sem maður fær hér og hún hjálpar manni áfram. Menn, sem komast áfram á heimsmeistaramótinu og eru bestir í sinni grein, eiga auðvelda leið inn á önnur alþjóðleg mót.“ Sigurður á von á að komast á al- þjóðleg mót á næstunni. Hins vegar segir hann alltaf einhvern klíkuskap ráða hverjir komast á mótin. „ísland er lítil þjóð og við þurfum því heldur betri árangur en aðrir til að komast á mótin," segir hann. Góð viðbrögð frá grönnunum Sigurður hefur fengið mjög góð við- brögð eftir árangur sinn á heims- meistaramótinu. „Margirhafakomið til mín og óskað mér til hamingju enda ekki búist við að þetta lítið land gæti náð svona langt. Sérstaklega hef ég fundið fyrir hamingjuóskum frá öðrum Norðurlandaþjóðum en þær hafa ekki náð langt í sínum greinum. íslendingar mega vera mjög stoltir með þennan fámenna hóp sem þeir eiga hérna. Viö vorum að reikna út að miðað viö árangur stóðum við ís- lendingar okkur best í spjótinu á eft- ir Finnum ef miðað væri viö aö þrír menn séu grein. Þá hefðum við feng- ið silfrið þrátt fyrir að Einar meidd- ist. Ég held að íslendingar geri sér ekki grein fyrir hversu góðum ár- angri við höfum náð. Stuðningur viö okkur er afskaplega lítill miðað við aðrar þjóðir. íslendingar vilja alltaf vera númer eitt í öllu en þeir þurfa að átta sig á að heimurinn er stór.“ Allt lagt í æfingar - Hefur barátta þín verið erfið? „Já, að sjálfsögðu. Ég hef lagt allt sem ég á í þetta og má þakka fyrir þolinmæði konu minnar, fjölskyldu og þjálfara sem er ekki á neinum launum. Þessi íþrótt snýst ekki um peninga. Ég fer að komast á þann aldur að spyrja hvort maður vilji leggja þetta á sig í framtíðinni. Hvort ég ætla að lifa á núllinu áfram eða fara að hafa það gott.“ - Finnst þér þú hafa fallið í skugg- ann af Einari Vilhjálmssyni? „Já, ég hef gert það. Einar hefur staðið sig vel í gegnum árin. Ég hef aldrei viljað setja út á þá athygli sem hann hefur fengið heldur láta verkin tala. Einar er óumdeilanlega mjög góður spjótkastari og á allt skilið sem hann hefur fengið. Athyglin beindist að mér árið 1989 en það var á nei- kvæðan hátt. íþróttafréttamenn skrifuðu mjög neikvætt um mig, til dæmis að ég væri með ólöglegt spjót, sem þeir höfðu ekkert vit á. Það spjót, sem ég var að kasta árið 1989, er enn í gildi en verður fellt úr gildi 21. september næstkomandi. Það er spjót sem allir hafa verið að nota i gegnum árin. Umfjöllunin árið 1989 snerist ekki um góðan árangur minn heldur þetta spjót og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Mér fannst illa að mér vegið. Þetta ár var ég útnefnd- ur af frægasta frjálsíþróttablaði' heims þriðji besti spjótkastari heims. Á sama tíma var ég í áttunda sæti yfir íþróttamann ársins á íslandi. Ég vil auðvitaö ekki vera að kvarta en mér finnst að fréttamenn ættu stund- um að kynna sér málin betur.“ Vantaði athyglina frá íslandi - Finnst þér að íslenskir fréttamenn heíðu átt að vera með ykkur þarna úti? „Eðlilega. Ég fann mjög fyrir því þegar ég kom úr ■ keppninni. Hver einasti maður, sem lenti með mér í úrslitunum, var tekinn tali af hópi fréttamanna og ég stóð allt í einu aleinn. Menn, sem voru aftar en ég í úrslitunum, voru umkringdir fréttamönnum frá þjóðum sínum en enginn frá íslandi. Þaö var kannski ekki búist við miklu heima en við hefðum viljað meiri athygli," sagði Sigurður. „Þetta er engu að síður mjög skemmtilegt og þess virði að standa í því. Hins vegar er ég auðvitað að þessu fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Það þarf mikinn egóisma til að vera í spjótinu." Sigurður Einarsson hefur verið í spjótkasti allt frá þrettán ára aldri Ungir aðdáendur i Bandaríkjunum fá eiginhandaráritanir. Sigurður ásamt eiginkonu sinni, Debu Ann, sem hann kynntist í Bandaríkjun- um þar sem hann hefur verið í námi siðastliðin átta ár. Hér kemur kokkurinn upp í spjótkastaranum en við höfum það fyrir satt að Sigurði finnist hvalkjöt mjög gott. í þriðja sæti á Grand Prix-móti árið 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.