Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 27
39 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991. ■ ;;J -r : •, . /: ; . af fullri alvöru. Hann var í Glímufé- laginu Ármanni lengst af og þótti snemma mjög efnilegur. Sigurður er 28 ára gamall, fæddur 29. september 1962. Hann er kvæntur bandarískri konu, Debu Ann, og eiga þau eina dóttur, Önnu Viktoríu, sem er átta mánaða gömul. Sigurður hætti í menntaskóla á sín- um tíma en sótti um inngöngu í há- skóla í Alabama fyrir átta árum. Hann tók inntökupróf í skólann þar sem hann hafði ekki lokið stúdents- prófi en skólinn bauð honum að sleppa við öll skólagjöld ef hann kast- aði spjóti í staðinn. Mikill tími hefur farið í æfingar hjá Sigurði og hann hefur tekið þátt í fjölda móta fyrir skólann. í staðinn hefur hann full- komna æfmgaaðstöðu fyrir sig sem skólinn kostar. Sigurður er að læra consumer science eða neytendahag- fræði en íþróttin hefur tafið hann frá námi og því tekur hann oft ekki nema eina önn á vetri í stað tveggja. íþróttin var köllun „Ég veit ekki af hverju ég valdi spjótið á sínum tíma en býst við að það hafi verið eins konar egóismi. Ég náði fljótt góðum árangri og keppti í yngri flokkum og varð ís- landsmeistari. Þá kviknaði áhuginn enn frekar og ég varð ákveðinn í að ná enn betri árangri. Ég byijaði að æfa á Selfossi þar sem ég átti heima í stuttan tíma en síðan fluttum við til Reykjavíkur þar sem ég fór að æfa með Ármanni. Ég fann mig strax í þessari íþrótt og hún varð í mínum huga eins og köllun.“ Sigurður segist ekki hafa haft neinn áhuga fyrir fótboltanum á sín- um tíma eins og aðrir strákar en seg- ist þó hafa verið efnilegur í öllum íþróttagreinum. „Ég hefði getað gert hvað sem ég vildi. Spjótið er einstakl- ingsíþrótt og það hentaði mér vel. Ég vil stóla á sjálfan mig og hef trú á sjálfum mér. Ég vil ekki þurfa að byggja mína framtíð upp á ábyrgð annarra manna. Það kom því ekkert annað til greina.“ Sigurður á fimm systkini en hann einn hefur valið íþróttina. Þótt hann hafl dvalið meira og minna í Bandaríkjunum imdanfarin átta ár segist hann ekki vera sestur þar að. „Ég er alltaf með annan fótinn og hugann á íslandi. Konan mín er orðinn talsverður íslendingur í sér og getur vel hugsað sér að búa þar. Það gæti því alveg orðið úr að við flyttum heim en það veltur auðvitað á tækifærunum. Ég á eftir flmmtán einingar í skólanum og þarf að taka einn bekk alveg utanskóla á meðan ég er hér í Japan. Skóhnn er þegar byijaður og ég missi sennilega af heilum mánuði vegna móta núna á næstunni. Þótt tímabilið hafi verið erfltt er ekki hægt að slá af í sam- bandi við námiö.“ í æfingabúðum Sigurði hefur gengið mjög vel í spjótkasti fyrir skólann og hann seg- ist líta á Bandaríkin fyrst og fremst sem aðstöðu til æfinga. „Það má eig- inlega kalla skólann æflngabúðir því ég get æft eins og ég vil í mjög góðri aðstöðu þar. Aðstaðan er miklu betri en þekkist á íslandi og auk þess er veðrið heppilegra. Enda var ástæða þess að ég fór til Bandaríkjanna fyrst og fremst æfingarnar. Þetta er eins og doktorsritgerð, henni lýkur varla fyrr en ég er búinn að fá nóg.“ Geri betur næst - Ertu þá með eitthvert sérstakt tak- mark í huga? „Maður hefur alltaf takmark og ég hefði orðið mjög ánægður ef ég hefði orðið heimsmeistari núna. Á næsta ári verður ólympíumót og ég er mjög líkamlega vel á mig kominn. Þetta er fyrsta árið sem ég hef ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Reyndar meiddist ég í öxl snemma í sumar og það háði mér í fyrstu mótum sum- arsins en í heildina er þetta mitt besta ár bæði í æfingum og keppni. Ég stefni ekki á minni hlut á ólymp- íuleikunum á næsta ári en þetta er alltaf spurning um hvað maður sætt- ir sig viö og líkaminn þolir. Líkam- lega finnst mér ég vera tvítugur enn- þá og get vel haldið áfram þótt ég sé aö verða 29 ára. Þetta byggist hka upp á andlegu hliðinni og peningum. „Það þarf mikinn egóisma til að berjast áfram í spjótkastinu," segir Sigurður Einarsson sem hefur nú náð lengst allra Islendinga á heimsmeistaramóti i frjálsum iþróttum. Nú á ég fjölskyldu og verð því að hugsa meira en um sjálfan mig eins og ég hef gert hingað til. Ég fór í burtu frá fjölskyldunni í apríllok og kem ekki heim aftur fyrr en í lok september. Þetta er langur tími frá fjölskyldu sinni. íþróttin er á vissan hátt fórn og þá sérstaklega fyrir fjöl- skylduna. Eins og staðan er í dag finnst mér ég geta haldið áfram í fjög- ur ár ennþá ef ég fæ góðan stuðning. Það lítur kannski ekki vel út á papp- írunum að leita sér að vinnu í fyrsta skipti 35 ára gamall og vera ennþá á leigumarkaðnum," segir Sigurður ennfremur. „Eg stefni markvisst á ólympíu- leikana á næsta ári en skammtíma- markmiðið er haustið. Bæði mót og Grand Prix í september." - Ætlar þú að slá þetta met á ólymp- íuleikunum? Tíð meiðsli „Ég hef ahtaf haft það markmið að búastj við hinu versta. Meiðsli eru mjög algeng í spjótinu og það má segja að ég hafi verið meira eða minna slasaður síðasthðin fimmtán ár. Ég er búinn að fara í uppskurð á hné og olnboga, bijóta hryggjarliði og togna á hinum ýmsu stöðum. Þær hkur eru alltaf fyrir hendi að slas- ast, eins og raun ber vitni með Einar núna sem reif sinar í hnénu. Því lengur sem maður æfir kemur mað- ur í veg fyrir meiðsli og fer að hugsa meira um hvað er rétt og hvað er rangt. Það er betra að fara varlega." Sigurður segist ekki telja að margir ungir drengir séu að æfa spjótkast hér á landi en er þess fullviss að land- ið á marga mjög efnilega íþrótta- menn. „Það þarf að koma upp góðu æfingakerfi fyrir krakkana og virkja þá. Th þess að það sé hægt þurfa að vera til almennileg mannvirki, kast- brautir og góðir þjálfarar." - Hafa frjálsar íþróttir ekki alltaf verið út undan hér á landi? „Jú, ég myndi segja þaö. Vinsæld- irnar eru misjafnar í hinum ýmsu greinum. Boltagreinarnar hafa alltaf gengið fyrir. Þetta fer talsvert eftir því hvert fjármagnið er sett. Afreks- íþróttimar eru yfirleitt ekki vinsæl- ar enda eru þar einstaklingar sem era að ná árangri. Ég hef ekki trú á að það eigi eftir að breytast. Hins vegar verða alltaf til einstaklingar sem skara fram úr og eru nógu „geð- veikir" til að ganga í gegnum þetta. Ef ég hefði náð árangri á svipaðan hátt í knattspyrnu þyrfti ég ekki að hafa tjárhagsáhyggjur í framtíðinni." Næsta kast verður 87-88 - En þú ert ánægður með árangur þinn? „Ég get ekki verið annað. Mínar vonir bundust við að komast í úrslit- in. Aðeins tólf af fjörutíu og tveimur komast í þau og þess vegna er ég ánægður. Auk þess var ég mjög skammt frá að komast enn lengra. Fyrir síðustu umferðina þurfti ég að kasta sextíu sentímetrum lengra til að fá bronsverðlaun. Það getur allt gerst í spjótinu en ég er staðráðinn í aö bæta þetta met mitt á haustmót- um enda tel ég mig í mjög góðu formi til þess.“ Lengsta kast Sigurðar er 84,94 en á heimsmeistaramótinu kastaði hann 83,46. Kastserían, sem er meðaltal fjögurra kasta, er það besta sem Sig- urður hefur nokkurn tíma kastað. Hann segir að það bendi th þess að hann geti náð einu nokkru betra kasti og stefnir á það. „Ég ætti að geta hitt 87-88 metra í haust.“ Til gamans má geta þess að spjótið, sem notað er, vegur 800 grömm. Sig- urður vildi að lokum koma á fram- færi þakklæti til Stefáns Jóhanns- sonar þjálfara og allra stuðningsaö- ha sinna hér á landi. - En ert þú ekki besti spjótkastari íslands í dag? „Ég er sá sjötti besti í heimi.“-ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.