Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1991, Síða 31
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991. „43 , Guðmundur Benediktsson - yngsti atvinnuknattspyrnumaður í slands: Með sömu hæfileika og Marco Van Basten - miklar vonir bundnar við Akureyringinn hjá Ekeren í Belgíu Guðmundur skrifar undir samninginn við Ekeren og Jean Fraiponts fram- kvæmdastjóri fylgist með. DV-myndir Kristján Bernburg Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Germinal Ekeren er það lið sem kom einna mest á óvart á síðasta keppnistímabili í belgísku knatt- spymunni. Liðið hafði aðeins verið í 1. deild í tvö ár og hafnaði á síðasta ári í 5. sæti og vann sér með því þátt- tökurétt í Evrópukeppni í fyrsta skipti, en þar leikur Ekeren við Celtic frá Skotlandi í haust. Einn liður í uppbyggingu Ekeren var að ná í hinn stórefnilega Akur- eyring Guðmund Benediktsson og hinda forráðamenn félagsins miklar vonir við hann. Það er jafnvel talað um að hann muni taka við stöðu Hollendingsins Simons Tahamata í liðinu en Tahamata er nú orðinn 35 ára gamall og var kjörinn annar besti leikmaður 1. deildar í fyrra. Guðmundur meiddist illa á æfingu á Akureyri síðasthðinn vetur og fór nokkrum vikum síðar í uppskurð. Síðan var hann látinn reyna að leika með drengjalandshði íslands í Evr- ópukeppninni í Sviss í vor, en í fyrsta leik varð hann að yfirgefa vöilinn snemma. Daginn eftir huðust for- ráðamenn Ekeren til að koma Guð- mundi að hjá dr. Martens, einum þekktasta íþróttaskurðlækni í Evr- ópu. Hann skar síðan Guðmund upp og var grætt nýtt fremra krossband í hægra hné hans. Yngsti atvinnu- maður íslands Eftir aðgerðina fór Guðmundur tU íslands, en í lok júní ákvað hann að taka boði Ekeren. Samningaviðræð- ur fóru í gang miUi Ekeren og Þórs og tveimur mánuðum eftir aðgerðina fór Guðmundur utan á ný og byijaði strax í æfingum og fór fljótlega að æfa 4-5 tíma á dag. Guðmundur er nú yngsti atvinnuknattspymumaður íslands, verður 17 ára 3. september. Gengið var endanlega frá samning- um nú fyrir helgina, og þar sem það var gert fyrir 17. afmæhsdaginn hef- ur Guðmundur sömu réttindi og belgískir leikmenn, og telst ekki tU erlendra leikmanna í landinu. Á að komast í liðið eftir áramót Ekeren kom Guðmundi fyrir hjá fjölskyldu þar sem hann býr ásamt 16 ára leikmanni frá Senegal. DV spurði framkvæmdastjóra Ekeren, Jean Fraiponts, hvaða vonir væru bundnar við íslendinginn. „Ég held að hann hafi svo mikla hæfUeika að hann eigi að geta komist í aðaUið Ekeren Ujótlega eftir áramót. Hann er sterklega byggður, það eina sem nú er að er að hann þarf að ná sér af meiðslunum. í raun hefði verið best að hann hefði ekki farið heim tíl íslands eftir uppskurðinn, heldur verið í stöðugum æflngum undir eft- irUti dr. Martens og aðstoðarmanna hans. Nú er aUt gert til þess að hann komist sem fyrst heiU út á vöU. Von- andi koma ekki fram neinar auka- verkanir sem tefla Guðmund í að komast í toppform, og vonandi getur hann æft á fuUu og byijað að leika með varahðinu strax á nýju ári, og þar sannað hvað í honum býr. Þá mun hann fljótlega fara að leika með aðalUði félagsins.“ Erfltt að ná sama árangri Hann var líka spurður um vænt- ingar tU Uðsins eftír frábæra frammi- stöðu á síðasta ári. „Það verður erf- itt að ná sama árangri og þá en við stefnum að því að verða eitt af sjö bestu Uðum Belgíu og stuðnings- menn okkar ætlast til þess. Árangur Ekeren má þakka mjög góðri stjórn, og á meðan forseti félagsins og sú stjórn sem nú er við völd leggja eins mikla vinnu í félagið og raun ber vitni mun árangurinn ekki láta á sér standa. Lið eins og Lokeren og Bever- en hafa áður gert þetta og í Frakk- landi má finna svipað dæmi, Aux- erre. Það er Utið lið frá litlum bæ, en er samt eitt af fimm bestu liðum Frakklands. Byrjun tímabUsins verður þó mjög erfið þar sem við misstum Gunter Hofmans í sömu meiðsli og Guð- mundur á við aö stríða, en hann skoraði 18 mörk í fyrra og vann sér sæti í landsUðinu. Einnig misstum við Jos Daerden, sem fótbrotnaði í æfingaleik á dögunum, en hann á 273 leiki í 1. deild að baki. Þá misstum við góðan leikmann, Joel Bart- holomeeussen, sem KV Mechelen keyptí fyrir 70 mUljónir íslenskra króna. Lítíð lið eins og Ekeren getur ekki hafnað þannig upphæð, og mun- um við aldrei halda leikmanni hjá okkur sem viU fara eitthvað annað." DV spurði hann hvernig félagið hygðist fylgja eftir þeim árangri sem náðst hefur. „Við erum að taka í notkun nýtt æfingasvæði með flórum vöUum og þar fara aUar æfingar fé- lagsins fram. Þar er góð tómstunda- aðstaða fyrir leikmenn, og þar munu þeir einnig borða á mUU æfinga. Hér verða sex búningsklefar og yngri flokkar félagsins munu leika á þessu svæði. Þetta kostar félagið um 85 miUjónir króna. Síðan verður unnið að því að bæta stúkuna á aöaUeik- vanginum, en Uann er mjög lítUl og rúmar aðeins 12 þúsund manns.“ Get líkt honum við Marco Van Basten DV ræddi einnig við þjálfara Eker- en, Urbain Haesaert, sem er þekktur fyrir að taka að sér lítU Uð og skUa góðum árangri. Hann kom Lokeren tíl dæmis í annað sætíð þegar Amór Guðjohnsen lék þar. „Ég sá strax á fyrstu æfingu Guðmundar hjá Eker- en, fyrir meiðsUn, að hann fer aUtaf beint upp að markinu, sem er geysi- lega mikilvægt fyrir sóknarmann. Sá sem fer inn í vítateig andstæðing- anna getur skorað. Hann fer alltaf beint að markinu og ég get líkt hon- um við Marco Van Basten. Þetta er kannski öfgakennd samUking, en ég sé sömu hæfileikana. Hann er geysi- lega yfirvegaður fyrir framan mark- ið og fljótur að hugsa inni í vítateig. Hann hefur það í sér að skora mörk, er fljótur og hreyfanlegur." Þarf að bæta út- hald og skallatækni Hveijar eru veikustu hliðar Guð- mundar? - „Það er mjög erfitt að segja, en ég Guðmundur og Simon Tahamata, leikmenn sinn af hvorri kynslóð hjá Ekeren. Tahamata er 18 árum eldri og talað er um að Guðmundur verði arftaki hans i liðinu. tel þó að hann þurfi að bæta skalla- tæknina og úthaldið. Hann þarf að ná sér og svo verðum við að sjá hvernig hann byijar að leika á ný eftir að hafa misst svona mikið úr. Ég er sannfærður um að hann ætti góða möguleika á að leika nú í októb- er ef hann hefði verið í stöðugum æfingum eftir uppskurðinn. Nú er dýrmætur tími farinn til spillis og mun hann trúlega byrja með varalið- inu í janúar, og þá kemur í ljós hversu mikið úthald hann hefur. En ég bind miklar vonir við hinn unga íslending." DV ræddi einnig við Guðmund og spurði hann hvers vegna hann hefði vahð Ekeren í staðinn fyrir þýska stórliðið Stuttgart, sem einnig vildi fá hann til sín. „Ég valdi Ekeren vegna þess að ég taldi að þar væru meiri líkur á að leika með aðalliði félagsins en hjá Stuttgart, sem er mun stærra félag í alla staði. Mér leist mjög vel á Belgíu almennt, og bærinn Ekeren, sem er í útjaðri Antwerpen, er mjög rólegur og hér er gott að vera. Það búa um 25 þús- und manns í Ekeren." Hvernig er dagurinn hjá þér? - „Ég æfi stíft og byija á morgnana klukkan 10 á því að fara í sund með Gunter Hofmans sem lenti í því sama og ég þremur vikum síðar. Við fórum tíl forseta félagsins sem á gríðarstórt hús og góða innisundlaug og þar syndum við til hádegis. Síðan er há- degismatur og þá fer ég til sjúkr? þjálfara í tvo til þrjá tíma. Þar lyfti ég lóðum með fætinum, hjóla, og styrki allan líkamann. Síðan hjóla ég aftur á kvöldin.“ Finn geysi- legan mun á mér „Ég finn geysilegan mun á mér núna frá því ég var að dútla í þessu hálftíma til klukkutíma á dag heima á Akureyri. Það er eins og svart og hvítt, mér hður mun betur og ég veit að hér kemst ég miklu fyrr í æfingu. Þjálfari Ekeren vill að ég mæti í aha leiki eins og aðrir leikmenn, og eins mæti ég á allar æfingar félagsins, þó ekki sé nema tíl að heilsa upp á leik- mennina og þjálfarann. Við Hofmans förum upp á völl og borðum með leik- mönnunum líka. Ég ætía þó ekki að flýta mér um of og vona að ég getí farið að leika fljótlega eftir áramót," sagöi Guðmundur Benediktsson. HIMNESKUR MATUR FRA m: v éL? ö) Eldbakaðar fortillakökur fyllfar með leyndarmáli frumbyggjanna Uið hugsum einnig um erænmefisæfuna <■ Lúmskir kokkteilar með Þjóðardrykk Mexikana Poffaealdrar f Siöfríð Þórisdóffir J sér um mafreiðsluna s HRIFANÐI "‘Lí conte" skiphoiti 37 s. 39570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.