Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. 3 Fréttir Þór Magnússon, skipstjórl á Lómi. DV-myndLúðvíg Mjólkursamsalan kaupir nýjan bökunarofn: Sparar 1,8 milljónir í orkukostnað á ári Fjölþjóða áhöfnáLómi Lúövíg Thoiberg, DV, Tálknafiröi; Fyrstur til aö hefja veiðar meö línu frá Tálknafirði á þessu hausti var Lómur BA-257, sem er yfirbyggður stálbátur, gerður út af Þórsbergi hf. og er I eigu þess fyrirtækis. Á bátnum er sjö manna áhöfn, þar af tveir Nýsjálendingar. Skip- stjóri á Lómi er Þór Magnússon. Beitingamenn eru þrír fslending- ar, einn Ástrali, einn Nýsjálend- ingur og einn Breti. Aðallega er beitt síld en fáeinir smokkfiskar fylgja með. Haldið var til veiða miðvikudaginn 11. september og róiðmeð 48bjóð. Kvöldið eftirvar landað úr bátnum rúmlega þrem- ur tonnum af blönduðum afla. - með því að nota olíukyntan ofn 1 stað rafmagnsofns Mjólkursamsalan hefur keypt stóran og mikinn bökunarofn frá Þýskalandi sem kyntur er með olíu en ekki rafmagni eins og tíðkast víð- ast hvar. Með því að nota olíukyntan ofn sparast 1,8 milljónir króna á ári í orkukostnað, án virðisaukaskatts. Erlendur Magnússon, forstööu- maður brauðgerðar Mjólkursamsöl- unnar, segir að olíukyntur ofn sé engin nýjung hjá þeim. „Við erum búnir að vera með einn slíkan í 22 ár og erum að endurnýja hann. Það er miklu ódýrara að kynda með olíu heldur en rafmagni. Og í rauninni ættu allir bakarar að vera með olíukynta ofna, upp á sparnað- inn að gera, svo vitlaust sem það er í landi rafmagnsins. Guðni Andreasen, bakari í Guðna- bakaríi á Selfossi, notar einnig olíu- kyntan ofn og lætur vel af. „Ég hef notað olíukyntan ofn í þrjú Oliukynii ofninn sem sparar 1,8 milljónir króna á ári miðað við jafnstóran rafmagnskyntan ofn. DV-mynd BG ár og ég spara því mjög mikið í orku- kostnaöi við að nota hann. Olían kostar ekki nema þriðjung af því sem rafmagniö kostar. Þetta er náttúrlega svolítið súrt þar sem við erum á aðal- raforkusvæði landsins," segir Guðni. Annar bökunarofna Guðna er olíu- kyntur. Guðni segir að hann hafi verið mun dýrari bæði í innkaúpum og uppsetningu heldur en rafmagns- ofninn en hafi verið íljótur að borga sig upp. Guðni segir að ef hann fengi sér annan bökunarofn myndi hann fá sér olíukyntan ofn, að minnsta kosti miðað við óbreyttar forsendur. Gæði brauðanna séu þau sömu, hvort sem bakað er í olíukynta ofninum eða rafmagnsofninum. „Að mörgu leyti er olíukynti ofninn skemmtilegri en hinn. Hann heldur betur hita og er snöggur upp og nið- ur,“ segir Guðni. -ns Framtíð Austurstrætis ákveðin á borgarstjómarfundi á morgun Örlög götunnar sögð velta á einu atkvæði - talsmenn Laugavegssamtakanna vilja opna hana fyrir bílaumferð „Okkur finnst að opna eigi Austur- stræti fyrir bílaumferð og þá til reynslu. Við höfum skoðað hug um 400 hagsmunaaðila 1 miðbænum, kaupmanna og annarra er starfa þar og stunda viðskipti, til málsins. Um 98 prósent þeirra vilja opna göngu- götuna fyrir bílaumferð og hafa sýnt vilja sinn með þvi að skrifa á undir- skriftarlista þar um. Við viljum gera tilraun til að fá meira blóðstreymi í miðbæinn svo hann drabbist ekki niður og deyi hreinlega. Umferðin um Laugaveginn er geysimikil og þar er nú bullandi verslun í gangi. Þessi umferö þarf að komast hindrunar- laust niður í Austurstræti svo þeir aðilar, sem þar eru með viðskipti, fái þetta fólk til sín. Verslun í Kvosinni þrífst hreinlega ekki nema með auk- inni bílaumferð," sögðu þau Jón Sig- urjónsson og Þorbjörg Guðjónsdótt- ir, talsmenn Laugavegssamtakanna, í samtali við DV. Laugavegssamtökin eru hags- munasamtök verslunareigenda við Laugaveginn og hafa síðastliðin fimm ár barist yfir því að opna Aust- urstræti fyrir bílaumferð. Nú dregur til tíðinda í málinu þar sem örlög göngugötunnar verða ákveðin á borgarstjórnarfundi á morgun. Heimildir segja framtíð Austurstræt- is velta á einu atkvæði. „Austurstræti er mjög óaðlaðandi eins og það er nú. Þaö er kannski aðlaðandi nokkra sólardaga á sumr- in en þaö þarf líka að reka viðskipti í götunni um hávetur, í hríðarbyl og frosti. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að miðbærinn í heild hefur sterkt aðdráttarafl. Hann er yfirleitt troðfullur af bílum en þessi umferð fer of lítið um Austurstræti. Ef gera á alla Kvosina að göngu- svæði komast þangað engir bílar og enginn leggur leið sína þangað. Það verður að horfa á það sem fólk vill. Við erum bílaþjóð og fólk eyðir miklum tíma í að rúnta um bæinn. Ef það getur ekki keyrt einhverja götu fer starfsemin þar alveg fram hjá því. Þannig hafa margir ekki hugmynd um hvaða verslanir er að finna við Austurstræti. Umferðin um Kvosina strandar að miklu leyti á göngugötunni þar sem hún er nú.“ -hlh Göngugatan í Austurstræti. Bílagatan Austurstræti um 1973. HÚSGÖGN - RÝMINGARSALA V J!F Komið og gerið reyfarakaup að Bíldshöfða 8, G.B. húsgögn, v/flutnings verslunar okkar að Faxafeni 5. Barna- og unglingahúsgögn o.m.fl. SÓFASETT HORNSÓFAR STAKIR SÓFAR KOMMÓÐUR BORÐ VEGGEININGAR HVÍLDARSTÓLAR HJÓNARÚM BÍLDSHÖFÐA 8 S.686675 isirjj *i-*vrr|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.