Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991.
5
Fréttir
Nemendur Ármúlaskóla reiðir:
Leikf imiaðstaðan er
hreint og beint ömurleg
- hækkim á húsaleigu ástæðan, segir skólameistarinn
„Lögum samkvæmt á að vera leik-
fimikennsla í öllum framhaldsskól-
um landsins, þetta er meira að segja
skyldufag, en hér í Ármúlaskólanum
er engin innileikfimi og öll aðstaða
til íþróttaiðkana mjög léleg,“ sagði
reiður nemandi í Fjölbrautaskólan-
um Ármúla í samtali við DV.
„Við eigum bara að mæta með jogg-
ing-galla og hlaupa úti á milli þess
sem við höfum einhverja aðstöðu í
pínulítilli stúku í Baldurshaganum
þar sem einungis er hægt að hlaupa
eða stökkva í einhveija sandgryfju,"
sagði nemandinn.
„Það eru allir nemendurnir fjúk-
andi reiðir yfir þessu. Það hefur ver-
ið talað mn að fara í mótmælagöngu
eða eitthvað álíka því að leikfimiað-
staðan er hreint og beint ömurleg."
Hafsteinn Stefánsson, skólameist-
ari fjölbrautaskólans, segir að hingað
til hafi skólinn ávallt leigt Laugar-
dalshöllina fyrir íþróttaiðkanir nem-
enda en að eftir að leigan var hækk-
uð hafi hún reynst skólanum of dýr.
„íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur hækkaði leiguna um 52% fyrir
tveimur árum en okkur var gefinn
kostur á að borga gömlu leiguna
fram að síðustu áramótum. Síðan þá
höfum við hreinlega ekki haft efni á
að halda höllinni.
Hver tími þar kostar nú 3800 krón-
ur og miðast við að höllin sé tekin á
leigu frá klukkan 8-16 á daginn. Þetta
gerir 960 þúsund krónur á önn og
með Baldurhaganum er þetta komið
upp í tæpar þijár milljónir króna
yfir veturinn, bara húsaleigan fyrir
íþróttamannvirkin. Og þar sem
rekstrarfé skólans er einungis um 12
milljónir á ári er þetta 5% af því fé,“
sagði Hafsteinn.
„Við höfum margreynt að semja
því að við teljum okkur vera að nota
Um leigu Armúlaskóla á Laugardalshöll:
Aldrei reynt að
semja við okkur
- segir framkvæmdastjóri ÍTR
„Það er ekki rett að stjornendur
Fjölbrautaskólans Ármúla hafi reynt
að semja við okkur um leigugjöld eða
afslátt af Laugardalshölhnni. Við
höfum ekkert heyrt frá þeim,“ sagði
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur, ÍTR, í samtali við DV.
„Þeir sendu okkur uppsagnarbréf
í mars þar sem þeir sögðu upp
íþróttaaðstöðunni frá og með 24.
apríl. En í lok bréfsins sögðust þeir
vonast eftir góðu samstarfi í haust
þegar kennsla hæfist að nýju.
„Við sendum þeim því bréf í mars
og buðum þeim að koma að ræða við
okkur um notkun þeirra á íþrótta-
mannvirkjum okkar og leigugjöld
fyrir þau áður en skólastarfið hæfist.
Það hafa engar slíkar viðræður far-
ið fram því þeir hafa ekkert óskað
eftir því, en við höfum ekki fengið
neina formlega yfirlýsingu frá þeim
um að þeir æth sér ekki að nýta hús-
ið þessa önnina.
Við gerðum meira að segja ráð fyr-
ir því alveg þar til í síðustu viku að
þeir myndu nýta húsið, því það eina
sem þeir hafa sagt er að þeir æth sér
ekki að nota húsið fyrir áramótin,"
sagði Ómar.
Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi
ríkisins, sagðist aðspurður vita til
þess að Reykjavíkurborg hefði boðið
skólameistara Ármúlaskóla upp á
umræður um kjör og leigu á Laugar-
dalshöllinni.
„Þetta hlýtur að vera misskilning-
ur hjá skólameistaranum, hann hef-
ur ekki áttað sig á því að hann þurfti
að hafa frumkvæðið að því að
semja,“ sagði Reynir.
Hann benti á að skólamir væru
sífellt gerðir sjálfstæðari og sjálf-
stæðari í dag en að um leið þyrftu
þeir að halda sína fjárhagsáætlun.
„Það er náttúrlega alveg gjörsam-
lega forkastanlegt að skóli leggi nið-
ur íþróttir þegar verið er að gera átak
í þessum efnum í framhaldsskólum.
Og mér þykir mjög kyndugt ef það
á að fara að skerða íþróttir í skólan-
um því mér skilst að verið sé að fjölga
námsbrautunum. Það getur ekki
gengið á kostnað íþróttanna," sagði
Reynir. -ingo
Læknar um niöurskuröinn:
Aðförað
heilbrigðisþjón-
ustunni
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur
kallar það aðför að heilbrigðiskerf-
inu að að breyta St. Jósefsspítala í
hjúkrunarheimili og að loka skurö-
stofum úti á landi auk þeirra að-
gerða að skerða rekstrarfé Borgar-
spítalans og Landakots um hálfan
milljarð. „
Læknafélagði telur að þetta þýði
að vísa þurfi fólki frá sjúkrahúsun-
um og segja að niðurskurðurinn
komi einna helst niður á biðlista-
sjúklingum sem sumir hafa látist
án þess að komast að. Þeir telja
einnig fjarri lagi að sjúkrahúsin
séu við því búin að taka við því
viðbótarálagi sem fylgir lokim St.
Jósefsspítala, en talið er að 4.500
sjúklingar færist þaðan yfir á bið-
listahinnasjúkrahúsanna. -ingo
annars dauðan tíma í höllinni en við viðbrögð ennþá. Við erum auðvitað bara ekki hvað hægt er að gera,“
höfum hins vegar ekki fengið nein alls ekki sáttir við þetta en við vitum sagðiHafsteinn. -ingó
Panasonic
VHS MOVIE
VIDEOTOKUVEL
Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin
færir þig nær raunveruleikanum bæði hvað varðar myndgæði
og verð, hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum
fókus og vegur aðeins um 900 grömm. Komið og kynnist
þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari.
&JUOO/H
DIGITAL
LIGHTWEIGHT
&
COMPACT
3Lux
BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI
SÍMI 625200
JAPIS