Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Hamingjusöm þjóð íslendingar telja sig yfirleitt vera hamingjusama. Þeir koma aö því leyti betur út en allar aðrar þjóöir að Dönum undanskildum. Þetta eru niðurstöður könnunar á lífsskoðunum íslendinga, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert. Slík könnun var samtímis gerð í um þrjátíu öðrum löndum. Könnunin var gerð í maí og júní í fyrra. Úrtakið var eitt þúsund manns á aldrinum 18 til 80 ára. Sams konar könnun hafði verið gerð árið 1984. Niðurstöður þeirrar könnunar vöktu mikla athygli hér heima og þá voru íslendingar að eigin mati hamingjusamastir þjóða. í könnuninni nú voru menn beðnir að svara spurn- ingunni, hversu ánægðir þeir væru með lífið um þær mundir, þegar á heildina væri litið. Á kvarða fengu ís- lendingar að meðaltali 8, og reyndust aðeins Danir vera ánægðari með lífið, fengu 8,2. Þá var spurt, hversu ham- ingjusamir menn væru, og sögðust 41 prósent íslendinga vera „mjög hamingjusamir“ og 56 prósent „nokkuð hamingjusamir“. Danir einir reyndust komast lengra, 43 prósent þeirra sögðust vera mjög hamingjusamir. íslendingar reynast hafa tiltölulega mikið sjálfs- traust, sterka þjóðernistilfmningu og vera áhugasamir um vinnuna. Þá skiptir miklu, að þrír íjórðu hlutar landsmanna telja sig trúhneigða. Hlutfallslega trúa mun fleiri íslendingar á Guð en aðrir Norðurlandabúar. íslendingar eru nokkuð sérstæðir að því leyti, að þeir leggja mikið bæði upp úr einstaklingsfrelsi og jöfn- uði. Þar mætti ætla að kæmi fram töluverður klofning- ur í lífsskoðunum íslendinga. Þegar litið er á niðurstöðurnar um hamingju íslend- inga, kemur fyrst í hug, að könnunin var gerð sumarið 1990, þegar íslendingar voru staddir á miðju skeiði efna- hagslegs samdráttar. Þótt landinn reynist í shkum könn- um leggja mikið upp úr öðrum þáttum, skiptir hinn efna- hagslegi þáttur hann að sjálfsögðu einnig miklu. Þannig vill meirihlutinn leggja einna mesta áherzlu á hagvöxt. Samdráttarskeiðið nú er eitt hið versta frá stríðslokum. Margir hafa orðið að þola búsifjar þess vegna, gjaldþrot hafa verið tíð og laun hafa lítið hækkað á samdráttar- skeiðinu í heild. Jafnframt hafa sambærilegar þjóðir farið fram úr okkur á þessu tímabili. Lífskjör þeirra sumra hafa til dæmis batnað um 15-20 prósent, meðan við höfum hjakkað í sama farinu. Við þessar aðstæður hefðu menn að óreyndu ekki búizt við, að íslendingar væru meðal allra hamingju- sömustu þjóða. En sú er raunin. Auk þess geta íslending- ar ekki hælzt yfir góðri landsstjórn en eru vissulega ekki einir um það. Vafalaust er það tvískinnungurinn í afstöðu landans til þess, hvort leggja skuli meira upp úr einstaklingsfrelsi eða jöfnuði, sem kallar yfir þjóðina stjórnvöld, sem eiga erfitt með að taka af skarið í grund- vallaratriðum í landsstjórn. Útkoman verður iðulega moð í stað stefnufestu. íslendingar skipa sér í aðalatriðum mitt á milli Norð- urlandaþjóða og Bandaríkjainanna að því er tekur til lífsskoðana, og fá út úr því lífvænlega útkomu. Ef eitt- hvað skortir á öðrum sviðum, ræður hin ríka trúhneigð vafalaust úrslitum. íslendingum tekst, þegar öllu er á botninn hvolft, að finna með sjálfum sér jafnvægi miUi einstakhngshyggju og jöfnuðar, jafnvægi sem var að minnsta kosti ekki farið fyrir bí sumarið 1990. Það þarf sterk bein til að standast margra ára sam- dráttarskeið jafn vel. Haukur Helgason MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. Kauptaxtar og lífskiör Sú saga er sögö aö eitt sinn er þeir hittust Churchill og Stalín hafi lífsgæði í löndum þeirra borið á góma. Stalín spurði Churchill hvað þyrfti til að framfleyta fjölskyldu á Bretlandseyjum. „Sex pund á viku,“ svaraði Churchill. „Hvereru launin?“ spurði Stalín. „Átta pund," svaraði þá Churchill. „Hvað gera menn þá við afganginn?" spurði Stalín. Churchill svarði því tU að hann hefði ekki hugmynd um það og sér kæmi það ekki við, þar sem Bretar byggju í lýðftjálsu landi. Þegar Churchill lagði sömu spumingu fyrir Stalín varð niður- staðan sú að launin væru 200 rúbl- ur, framfærslukostnaður 250 og að þar sem Sovétmenn byggju í lýð- frjálsu landi kæmi sér alls ekki við hvar menn yrðu sér úti um það sem á vantaði. Fyrirbærið er ekki nýtt Maður nokkur, erlendur, sem hér var staddur sl. vor undraðist yfir háu verðlagi en geröi sér þó grein fyrir að íslendingar búa almennt viö góð lífskjör sem sést t.d. á bif- reiðaeign landsmanna. Óþarfi er fyrir erlenda gesti að fletta í hagskýrslum til að sjá að bifreiðafloti landsmanna er bæði meiri og nýrri en víða ber fyrir augu í öðrum löndum. - Fór þá sá erlendi aö velta fyrir sér hver laun íslendingar væru. Óhætt er að fullyröa að nú hafi málið farið að vandast því hrópandi ósamræmi er á milli útgjalda vísi- tölufjölskyldu og umsaminna kauptaxta fyrir almenna dagvinnu. Fyrirbærið er ekki nýtt og jafnvel þótt litið sé á niðurstöður Kjara- rannsóknamefndar fæst ekki við- hlítandi skýring. í hita kjarabaráttunnar heyrast einatt þær fullyrðingar að nú hafi KjaUaiinn Kristjón Koibeins viðskiptafræðingur Hagstofan reiknað út hvað fram- færsla meðalfjölskyldu kosti og að lágmarkslaun ættu að miðast við það. Slíkt er reginfirra því Hagstofa reiknar eingöngu út hvað ákveðin neysla, sem hin svokallaða vísi- tölufjölskylda veitti sér samkvæmt síðustu neyslukönnun, kostar en hún fór fram fyrir hðlega áratug. Ekki er þess getið hversu mikið vinnuframlag þarf til að fjármagna neyslu vísitölufjölskyldunnar. Á einum áratug breytist margt, en samkvæmt þjóðhagsreikningum er einkaneysla á mann nú ámóta og hún var þegar fyrrnefnd neyslu- könnun fór fram. Líklegt er að ýmsir liðir hafi aukist að vægi síð- an og aðrir minnkað. Dregur hver dám... Samkvæmt niðurstöðum Hag- stofu em útgjöld vísitölufjölskyldu (3,66 einstaklinga) nú um 215 þ. kr á mánuði og dagleg neysla einstakl- ings eftirfarandi, innan ákveðinna skekkjumarka. Dagleg útgjöld hvers einstaklings í vísitölufjölskyldunnni m.v. verð- lag í ágúst 1991: Matvara 370 kr. Drykkjarv. tóbak 84 " Fatnaður 156 " Rafmagn 24 " Hiti 40 " Húsgögn, húsbúnaður 155 " Heilsuvernd 45 " Reksturbifreiðar 317 " Sími 20 " Aðrar samgöngur 44 " Tómst., menntun 215 * Vörurogþjón.ótal. 236 " Húsnæði 223 " Alls 1929 " Dagleg neysla er því tæplega 2000 kr. á mann. Ýmis atriði ráða neyslu manna eins og framtíðarvæntingar og breyting á stöðu. Þannig að þeir sem eru nýlega komnir í álnir hegða sér öðruvísi en þeir sem hafa búið við góöan efnahag um nokk- urt skeið. Dregur hver dám af sín- um sessunaut. Neysla og tekjur Neysla getur að nokkru leyti mótast af tíðaranda. Vextir ráða eflaust nokkru, ekki endilega sem hvati til spamaðar heldur sem fæl- ingarmáttur þannig að dýrt láns- fjármagn dregur úr neyslulánum. Ennfremur ráða fjölskyldustærð, búseta, aldur og lífsviðhorf miklu. Neysla ræðst þó fyrst og fremst af tekjum. Því hærri sem tekjur era, þeim mun meiri er neyslan. Al- menn regla er þó sú að neysla vex ekki jafnhrat’t og tekjur. Nú er þess að geta að vísitölufjöl- skyldan ráðstafar ekki öllum tekj- um sínum til neyslu. Eftir er að standa straum af afborgunum og vöxtum af lánum og greiða skatta og skyldur. Heimilin eru einnig ein helsta uppspretta spamaðar í land- inu. Niðurstaöan er því sú að strípað- ir kauptaxtar verkamanna, iðnað- armanna, sjómanna, verslunar- manna, opinberra starfsmanna og maka þeirra gefa aðeins litla vís- bendingu um kaup og kjör þessara stétta. Kristjón Kolbeins . strípaðirkauptaxtarverkamanna, iðnaðarmanna, sjómanna, verslunar- manna, opinberra starfsmanna og maka þeirra gefa aðeins litla vísbend- ingu um kaup og kjör þessara stétta.“ /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.