Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 17 íþróttir /ar Jónsson og Italinn Guiseppe Manfredo, í baráttu um knöttinn. Sævar átti mjög góðan leik og var reyndar yfirburðamaður á vellinum. DV-mynd Brynjar Gauti Akureyrarmeistari tari i knattspyrnu að um skylduverk leikmanna liðanna var að ræða. Áhuga- ðanna um titilinn leysi leikmanna var allsráðandi en staöan eftir venjulegan iL leiktíma og framlengingu var 0-0. 3S greinileg merki -GK/Akureyri Leikmaður Sion handleikur knöttinn i gær eftir baráttu við Einar Pál Tómas- son. Aldrei þessu vant sá dómarinn hvað var að gerast. DV-mynd Brynjar Gauti yrir Sion, 0-1, og síðari leikurinn verður erfiður Valsmönnum knöttinn í leiknum. Staða Vals er vonlít- il þar sem mark Sion gildir tvöfalt enda skorað á útivelli. Leikurinn var annars tíðindalítill en fyrri hálfleikurinn þó snöggtum betri en sá síðari. Eftir aðeins fimm mínútna leik skall hurð nærri hælum er knötturinn hafnaði af miklu afli í þverslánni hjá Valsmönnum. Var þetta eina tækifæri gestanna í leiknum ef sigurmarkið er frátalið. í fyrri hálfleiknum áttu Vals- menn ágæt færi. Baldur Bragason skaut frábæru skoti sem fór rétt yfir og skoti frá Jóni Grétari Jónssyni var bjargað á markhnu. í síöari hálfleik átti Sævar Jónsson fallegt þrumuskot að marki Si- on en því miöur beint á markvörðinn. Leikmenn Sion byrjuðu af krafti fyrstu mínúturnar en síðan var allt loft úr þeim. Valsmenn komu meira inn í leik- inn og voru skárri aðilinn meiri part leiksins en það dugði þeim ekki til sig- urs að þessu sinni. Ljóst er að hð Sion er ekki mjög sterkt hð og mörg betri hafa leikið hér á landi. Þrátt fyrir þaö eiga Valsmenn erfiðan útileik fyrir höndum að tveimur vikum liðnum. Dómari var Daninn Svend Eric Crist- ensen og var hann óhemju slakur. Áhorfendur 1.047. -SK „Ég er mjög óhress með tapið. Við vorum farnir að vinna okkur mjög vel inn í leikinn þegar þeir svo skoruðu markið. Við lékum ágætlega úti á vellin- um en við þurfum að skora til að vínna leiki. Við gerðum mistök þegar við fengum markið á okkur og fyrir það var okkur refsað,“- sagði Ingi Björn Albertsson, þjálf- ari Vals, í samtah við DV eftir leikinn. „Leikurinn ytra verður okkur erfiður og þeir verða líklega mun beittari heldur en í kvöld. Við munum samt fara í leikinn með því hugarfari að komast í 2. um- ferö,“ sagði Ingi. Óhress með tapið „Ég er hundsvekktur og mjög óhress .með úrslitin. Mér fannst við leika vel en náðum samt ekki að skapa okkur nægilega góð marktækifæri. Það kom mér nokkuð á óvart hversu illa þeir léku og maður Itafði það á tilfinn- ingunni að þeir geröu sig ánægða meö jafntefli," sagöi Sævar Jóns- son, fyrirliöí Vals, eftir leikinn. „Viö vorum mun betri aöilinn aö minu mati og því fannst mér úrslitin mjög ósanngjörn, Mark- ið, sem réð úrslitum, var kannski klaufalegt. Boltinn fór hátt yfir mig og dekkningin á leikmannin- um, sem skoraði, var ekkí góð. Það hefur verið stígandi í okkar leik að undanfómu og við göngum óhræddir til síðari leiks- ins. Við munum eflaust leika aft- ar á vellinum og byggja á skyndi- sóknum og vonandi tekst okkur vel upp," sagði Sævar. Ánægður með úrslítin en ekki leikinn „Við lékum iha hér í kvöld og því er ég ákaflega ánægöur með aö fara heim með sigur. Við vanmát- um ekki Valsmenn. Okkur er minnisstætt hvemig Austurrík- ismenn lágu fyrir Færeyingum og því má enginn viö því að van- metaandstæðinginn,“ sagði Lyon Waiker, eimt af forráðamönnum Sion, í samtali viö DV eftir leik- inn. „Mér fannst Valsliðið leika ágætlega. Leikmenn liðsins eru líkamlega sterkir og vörnin ör- ugg. Við hljótum að leika betur síðaiá leikinn og möguleikar okk- ar á að komast í 2. umferð eru mjög góðir. Við gátum ekki stillt upp okkar sterkasta hði hér í kvöld. Argentínumaöurinn Cald- eron er meiddur en vonandi leik- ur hann í siðari leiknum,“ sagði Walker. Sárt að tapa þessum teík „Það var mjög sárt að tapa þess- um leik. Það var í rauninni ekk- ert að gerast hjá þeim og mér fannst við sterkari aðiliim. í leik- hléi sáum við að við áttum mögu- leika á að sigra og framan af síð- ari hálfleik vorum við með öh tök á leiknum. Síðari leikurinn leggst vel í mig og við munum selja okkur dýrt í þeim leik,“ sagði Steinar Adolfsson. Staða okkar ekki vonlaus „Það var algjör óþarfi að tapa þessum leik. Markið var frekar ódýrt en eins og oft er okkur refs- aðfsTirnústök. Ég átti von á þeim sterkari en við náðum að loka vel svæðunum og þvi gekk þeint illa að byggja upp sóknir. Ég vil samt ekki segja að staða okkar sé von- laus og við göngum til leiks með því hugarfari að sigra," sagði Ein- ar PáU Tómasson eftir leikmn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.