Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1991, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Ásk rift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991. Yfirvinnubann á farskipum: Enginn samn- ingafundur boðaður Enginn samningafundur hefur ver- ið boöaöur með farmönnum og út- gerðaraöilum farskipa vegna yfir- vinnubanns undirmanna á flutn- ingaskipum. Bannið gekk í gildi á mánudag og er það þegar farið að hafa talsverð áhrif. Yfirvinnubannið þýðir að flutn- ingaskip geta ekki látið úr höfn í Reykjavík eftir klukkan fimm síð- degis þar til klukkan átta að morgni. Talsverð röskun hefur orðið á skip- um Eimskipafélagsins vegna þessa. Yfirvinnubannið er til komið vegna þess að farmenn telja að útgerðirnar hafi ekki staðið við geröa langtíma- samninga sem gerðir voru 1989. -ÓTT Seiðarannsóknir: Ekki bjart framundan Mjög lítið er af þorskseiðum í sjón- um úti af Vestur-, Norður-, og Aust- urlandi og við Austur-Grænland og í Grænlandshafi. Hefur íjöldi þeirra ekki mælst jafnlítill í ágústmánmuði áður. Helst fundust þorskseiði á grunnslóð norðanlands en annars staðar var þeirra vart aðeins í mjög smáum stíl. Þetta bendir til þess að þessi árgangur þorsks verði sá sjötti í röð lélegra árganga frá 1986. Þessar niðurstöður fengust eftir árlega rannsókn Hafrannsókna- stofnunar á fjölda og útbreiðslu fi- skeiða í ágústmánuöi á fyrrnefndum svæðum. Svipaða sögu var að segja af fjölda ýsuseiða. Mikiö fannst hins vegar af loðnuseiðum en langmest var af þeim úti af Norðurlandi. Mikið var af karfaseiðum í Grænlandshafi. -hlh Faxamarkaður í morgun: Óvenjuhátt verð Um 80 tonn af fiski voru boðin upp á Faxamarkaðnum í morgun og er það magn rétt undir meðaltali. Olaf- ur E. Óláfsson hjá Faxamarkaðnum segir að algengt sé að bjóða um 450-500 tonn upp á viku. Þá var verð- ið óvenjuhátt í morgun, þorskurinn seldist á yfir 100 krónur, ufsinn á 75 krónur og ýsan á 130 krónur. „Verðið var mjög hátt í morgun og eftirspumin mun meiri en framboð- ið. Það eru margir búnir að vera svangir lengi því það hefur verið lítið fiskirí,“ segir Ólafur. -ns LOKI Ogsvo ersagtað Islendingardrekki mikið! Það var hart barist um aflann á Faxamarkaðnum i morgun og verðið rauk upp úr öllu valdi. Um 80 tonn voru boðin upp og þorskurinn fór á um 100 krónur og ýsan um 130 krónur. Á myndinni heldur hann Jói á einum rígaþorskin- um sem boðinn var upp í morgun. DV-mynd S Átök hjá gagníræðaskólapiltum: 14 ára piltur stakk skólabróð- ur sinn með hníf i 15 ára gagnfræðaskólapiltur var stungirm með hnífi í upphandlegg i Mosfellsbæ í síðustu viku. Tals- vert bæddi úr sárinu en hann mun ekki liafa slasast aivarlega. Farið var með piltinn á slysamóttöku í Mosfellshæ þar sem gert var að meiöslum hans. Málið hefur ekki verið kært til lögreglu. Samkvæmt heimildum DV "oru máisatvik þau að tveir 15 ára piitar hittu nemanda úr sama gagnfræða- skóla og þeir sækja er þeir voru á gangi í Mosfeilsbæ. Sá piltur er ári yngri en hinir en mun ekki vera vel kunnugur þeim. Annar eldri þarna gerðist og var haldinn fund- piltanna réðst síðan að 14 ára pilt- ur með foreldrum allra píltanna inum, tók liann hálstaki, skellti þarsemmáhnvoruræddogákveð- honum í jöröina og talaði niðrandi ið að grípa til viðeigandi aðgerða, orð til hans. Eftir þetta hörðnuðu Þegar DV hafði samband við lög- átökin og leiddu þau síðan tii þess reglu fengust þær upplýsingar að að yngri pilturinn dró upp hníf. Sá málið hefði ekki veriö kært þangað. sem átti upptökin að átökunum tók Aö sögn talsmanns lögreglunnar til fótanna þegar hann sá hnífinn getamál sem þessi vissulega koniið og hljóp í burtu. Félagi hans stóð upp en til að draga úr likum á að hins vegar eftir álengdar. Yngri svo verði er brýnt að foreldrar fylg- pilturinn réðst þá að honum og ist með og gæti þess aö börn þeirra stakk í upphandlegg hans. hafi ekki hnífa undir höndum. Eftir þvi sem DV kemst næst -ÓTT komust skólayfirvöld að því hvaö Veörið á morgun: Minnkandi Á morgun verður minnkandi norðvestanátt, þó enn hvöss norðaustan til á landinu fram eft- ir degi en hægviðri suðvestan- lands síðdegis. Dálítil rigning eða skúrir norðaustaniands en sjó- koma eða slydda til fjalla, léttir þó heldur til er líður á daginn. Bjart veður að mestu sunnan- lands og vestan. Heldur kólnandi í bili og má víða búast við næturfrosti. Atvinnutryggmgasj óður: 1,4 milljarðar lenda á ríkinu Byggðastofnun segir í skýrslu til forsætisráðherra að Atvinnutrygg- ingasjóður, sem nú heitir atvinnu- tryggingadeild Byggðastofnunar, sé gjaldþrota og þurfi ríkið að greiða 1.415 miiljónir á næsta ári svo sjóður- inn geti staðið í skilum með lán sem tekin voru til að endurlána til fyrir- tækja. Um það hvers vegna Byggðastofn- un sendi ekki frá sér upplýsingar um stöðu sjóðsins fyrr, svo hægt hefði verið að gera ráð fyrir framlaginu í fjárlögum, segir Matthías Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. „Fjáriög eru nú ekki komin fram ennþá. Og hvenær áttum við að koma með tölurnar? Greiðslustaða ein- stakra lánþega hefur ekki verið ljós fyrr en nýlega.“ Matthías segir að Byggðastofnun beri enga ábyrgð á Atvinnutrygg- ingasjóði eða Hlutafiársjóði þótt búið sé að gera sjóðina að deildum innan Byggðasjóðs. „Þessir sjóðir eru verk síðastu rík- isstjórnar. Hún lánaði þessa pen- inga.“ Fram kemur í skýrslu Byggöa- stofnunar að yfir 50 mál séu í upp- boðsmeðferð vegna vanskila á lánum úr Atvinnutryggingasjóði. -JGH Saltfiskurinn: Aldrei hærra verð en tapið samt 8,8 prósent „Minnkandi framleiðsla í húsun- um vegna minnkandi kvóta, sam- hliða hækkandi fiskverði, veldur hér langmestu en hlutfall hráefnis í heildarkostnaði söltunar er nú um 65-70 prósent sem er mun hærra hlutfall en t.d. í frystingu," sagði Sig- urður Haraidssson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda, er hann var beðinn að skýra út hvers vegna verð á saltfiski 'hefði aldrei verið hærra en nú, á sama tíma og saltfisk- vinnslan er rekin með 8,8% halla. „Með minnkandi afla freistast menn til að borga hærra verð fyrir fiskinn í þeirri von að ná meira magni en þetta hráefnisverð er ekki í samræmi við það verð sem fæst fyrir afurðirnar á mörkuðunum,“ sagði Sigurður. „Auk þess hefur hér mikil áhrif hár fiármagnskostnaður og greiðslur í Verðjöfnunarsjóð,“ bætti hann við. -ingo ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta 9M9399 Allan sólarhringinn Oryggisþjónusta síðan 1 9ó9 TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.