Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. Fréttir Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1992 lagt fram á Alþingi: Aukin skattbyrði boðuð með lausum endum tekjumegin - niðurskurður og aukin kostnaðarþátttaka almennings gjaldamegin sa Fjárlagafrumvarpið 1992 | ] Frumvarp '91* □ Samþykkt fjárlög'91* I I Áætlaðar '—' niðurstöður '91* I Frumvarp '92 co «3- CV4 CO o r Ifl C\l r CO W oJ N CO ------ CO Tekjur Gjöld Fjárlagahalli ' Framreiknað til verðlagsforsenda fjárlagafrumvarps fyrir 1992 Fjárlagafrumvarp 1992 var lagt fyr- ir Alþingi í gær. Samkvæmt því er gert ráö fyrir aö tekjur ríkisins á næsta ári verði 106,4 milljarðar og útgjöldin 110,1 milljaröar. Fjárlaga- halli er áætlaður 3,7 milljaröar og hrein lánsíjárþörf ríkissjóös er metin á 4 milljaröa. Að teknu tilliti til aukn- inna sértekna, þjónustugjalda og samdráttar í íandsframleiðslu má gera ráð fyrir aö heildarskattbyrðin aukist um allt aö 4 milljarða. í forsendum frumvarpsins er spáö þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári, að einkaneysla og kaupmáttur minnki um þrjú prósent og að þjóðar- tekjur dragist saman um 3,1 prósent. Viðskiptakjörin eru talin versna um 3,5 prósent, jafnvel 5,5 prósent ef ekki veröur af framkvæmdum tengd- um álveri á Keilisnesi. Miðað við áætlaða útkomu ríkis- sjóðs á þessu ári felur íjárlagafrum- varpið í sér um fimm milljarða lækk- un útgjalda og ríflega 660 milljón krónur í meiri tekjur. Á móti kemur að sértekjur einstakra stofnana hækka um tæplega 2,5 milljarða og koma til frádráttar á framlögum til þeirra. Sé hins vegar tekið mið af því fjár- lagafrumvarpi sem Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram á Alþingi fyrir ári, framreiknað til verðlagsfor- sendna nýja frumvarpsins, hækka tekjur ríkissjóðs um tæplega 2,4 milljarða og útgjöldin um tæplega 2,3 milljarða. Lausir endar tekjumegin Þó að fjárlagafrumvarpið hafi nú verið lagt fram á Alþingi hefur enn ekki verið gengið frá öllum endum varðandi tekjuhlið þess. Gert er ráö fyrir að jöfnunargjald verði lagt nið- ur sem þýðir allt að 900 milljón krón- ur í tekjutap. Til að mæta áætluðu tekjutapi er gert ráð fyrir að auka tekjuskatts- greiðslur um minnst hálfan milljarð. Um það er rætt innan stjórnarinnar að tekjutengja barnabætur og vaxta- bætur, lækka sjómannaafsláttinn, afnema frádrátt vegna hlutabréfa- kaupa og fækka undanþágum á virð- isaukaskatti og tekjuskatti. Þá er aö því stefnt að selja ríkisfyrirtæki og losa þannig um allt að 1,4 milljarða. Heilbrigðisráðuneyti fjárfrekast Hvaö varðar útgjöld til einstakra ráðuneyta verður á næsta ári mest- um fjármunum ríkissjóðs varið til heilbrigðis- og tryggingamála, sam- tals um 44,3 milljörðum. Miöað við gildandi fjárlög er um tæplega 1,7 milljarða niðurskurð að raunviröi á framlögum að ræða. Af einstökum sparnaðaráformum má geta aö í sjúkratryggingakerfinu á að spara um 1250 milljónir miðað við fjárlög þessa árs. Kostnaður vegna vistgjalda á sjúkrastofnunum lækkar um tæplega 700 milljónir, kostnaður við hjálpartæki lækkar um 42 milljónir, tannlæknakostnað- ur lækkar um 220 milljónir, með aukinni þátttöku sjúklinga, og fram- lag til niðurgreiðslu á lyfjum lækkar um 400 milljónir. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til sjúkrahúsa aukist um 7 prósent miðaö við fjárlög þessa árs. Engu að síður er gert ráð fyrir spamaði á þessu sviði. í Reykja- vík er til dæmis áformaö að ná 310 milljóna króna sparnaði með því að leggja niður bráðaþjónustu á Landa- kotsspítala og koma á sameiginleg- um rekstri með Borgarspítala. Þá á að loka Hafnarbúðum og hætta starf- semi Fæðingarheimilisins við Ei- ríkssgötu. Sjúklingar fluttir um set Utan Reykjavíkur er meðal annars gert ráð fyrir að útgjöld til sjúkra- húsanna á Patreksfirði, Blönduósi og Stykkishólmi verði lækkuð í kjölfar skipulagsbreytinga. Þá verða allir hjúkrunarsjúkhngar fluttir af Dval- arheimilinu Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum og yfir á sjúkrahúsið þar. Auk sparnaðaráformanna gerir frumvarpið einnig ráð fyrir verulegri aukningu sértekna. Samtals er stefnt að því að sértekjur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, Tryggingastofn- unar og annarra stofnana hækki úr samtals 1,6 milljörðum í 2,7 millj- arða, eða um 65 prósent. Þar af er gert ráð fyrir að komugjald á heilsu- gæslustöðvar skili 370 milljónum og hækkun göngudeildargjalds 170 milljónum. Skólagjöld í Háskólanum 17 þúsund krónur Næstíjárfrekast er menntamála- ráðuneytið og samkvæmt frumvarp- inu fær það rúmlega 17 milljaröa til ráðstöfunar á næsta ári. Miðað viö gildandi fjárlög þýðir það aukin út- gjöld upp á 820 milljónir. Munar þar mest um aukin útgjöld til Lánasjóðs Friðrik Sophusson flármálaráðherra: Ekkert svigrúm til kauphækkana „Þaö verður ekkert svigrúm til ið væriútíþaðaðskiptaeinhveiju átti von á að vextir lækkuðu um kauphækkana umfram það sem sem ekki væri til skiptanna í kjara- leið og lánsfjárþörfríkisins minnk- þegar hefur verið samið ura. Engar samningum í vetur kæmi það ör- aði. Hann málaði ástandið í efna- kauphækkanir og lækkandi verö- ugglega fram í aukinni verðbólgu, hagsmálum í nánustu framtíö held- bólga eru einar aðalforsendur þó það gerðist ekki strax sama ár. ur dökkum litum þar sem mikið þessa fjárlagafrumvarps," sagði Mundi verðbólgan éta upp kaup- bar á fortíðarvanda, arfi frá síðustu Fríðrik Sophusson fjármálaráð- hækkanirnar og skilja menn eftir ríkisstjórn, auk gjaldþrota og erfið- herra meðal annars þegar hann í nákvæmlega sömu sporum og leika i atvinnulifinu og fyrirsjáan- kynnti blaöamönnum fjárlaga- þeir stæðu í í dag og jafhvel verr legs aflasamdráttar. frumvarpið fyrir næsta ár. stadda. Þegar dæmiö yrði gert upp Friðrik lagði mikla áherslu á að Friðrik sagði að effrumvarp þetta væru það þeir sem lægst hefðu forsendur fjáriagafrumvarpsins stæðist mætti gera ráð fyrir halla- launin sem færu verst út úr því. héldu en svaraði ekki beint þegar lausumríkisrekstristraxáriöl993. Friðrik sagði af og frá að gengis- spurt var hvort hann eða ríkis- Hann sagði að afar mikiivægt væri fellingaráform væru í fjármála- stjórnin færi frá ef forsendurnar aðhaldaverðbólgunniniðri.Effar- pakkaþessararríkisstjómar.Hann mundubresta. -hlh Skipting útgjalda — framreiknað til verðlagsforsenda fjárlagafrumvarps fyrir 1992 — Umhverfisr. Hagstofa Viðskiptar. Iðnaðarr. Samgöngur. Fjármálar. Heilbr. og tryggr. Félagsmálar. Dóms- og kirkjumr. ■ Sjávarútvsr. Landbúnaðarr. Utanríkisr. Menntamr. Forsætisr. Æðsta stjórn / 148 W 141 5.017 5.626 1076 ff> 1.030 | Frumvarp 92 i Frumvarp '91* 43.384 44.317 1.407 1.374 17.056 16.121 íslenskra námsmanna en þau hækka úr rúmlega 1,7 milljarða í ár í ríílega 2,2 millljarða á því næsta. Til að mæta enn frekari útgjöldum á sviöi menntamála gerir íjárlaga- frumvarpiö ráö fyrir 1,1 milljarði í sértekjur. Er það um 65 prósent aukning miðað við gildandi íjárlög. Munar þar mest um hækkun skóla- gjalda á háskóla- og framhaldsskóla- stigi. Af hverjum háskólanema er ráðgert að innheimta allt að 17 þús- und krónur aö frátöldum félagsgjöld- um og af framhaldsskólanemum er ráðgert að innheimta allt að 8 þúsund krónur. Raunaukning til landbúnaðarins Hvað varðar útgjöld til landbúnað- armála aukast þau- að raunvirði um 27 prósent frá gildandi íjárlögum og verða tæplega 5,7 milljarðar. Útgjöld til samgöngumála aukast um 2,7 pró- sent og verða tæplega 7,9 milljarðar. Önnur ráðuneyti fá svipaða upphæð og í fyrra eða minni. Að heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu frátöldu er niðurskurðurinn mestur hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og sjávarút- vegsráðuneytinu. Stærsta hluta sparnaðarins í sjáv- arútvegsráðuneytinu á aö ná með því að láta Hafrannsóknastofnun fjár- magna sig með sölu á kvóta Hagræð- ingarsjóðs. Gert er ráð fyrir að sér- tekjur stofnunarinnar af kvótasöl- unni nemi ríflega 500 milljón krón- um. Alls er atvinnuvegaráðuneytun- um ætlað að skila 890 milljón krón- um í sértekjur á næsta ári. -kaa Snorra-styrklmir: Voru komnir á fjárlög „Það var ákvörðun fyrri ríkis- stjómar að taka frá peninga vegna 750. ártíðar Snorra. Það var nægilega mikið eftir af þeirri flárveitingu til þess að verja til þessara styrkja á árinu 1992,“ sagði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra vegna styrkja þeirra er ríkisstjómin ákvaö að veita útlendingum er vilja kynn- ast verkum Snorra. Ólafur sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að verja hluta þeirrar upp- hæðar, sem verið hefði á fjárlögum vegna ártíðar Snorra, til bókmennta- styrkja. Ekki yröi um einhverja eina greiðslu að ræða heldur yrði stefnt að því að greiða þessa styrki árlega en láta það hggja á milli hluta hversu há upphæðin yrði hverju sinni. „Það var ekki verið að bæta neinu við þama,“ sagði Ólafur. „Þessi fjár- veiting var þegar komin á fjárlög fyrir árið 1992. Ríkisstjórnin var því ekki að taka fram fyrir hendurnar á fjárveitingarvaldinu þegar hún gaf vilyrði fyrir styrkjunum." -JSS Formgallar í heimaslátrunarmáli Ægir Már Kárason, DV, Keflavflc Heilbrigðisráðuneytið hefur sent heilbrigðisnefnd Suðumesja bréf þar sem segir að formgallar hafi verið á afgreiðslu nefndarinnar á heima- slátrunarmálinu við hobbíbændur á Suðurnesjum. Magnús Guðjónsson, formaður heilbrigðiseftirlits Suður- nesja, segir að vegna þessa kunni máhð að dragast í nokkra daga, en heilbrigðisnefndin hafði ákveðið að afhenda kjötið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.