Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Side 14
14
Spumingin
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991.
Er erfitt að vakna
á morgnana?
Berglind Eiríksdóttir nemi: Nei, ég
vakna alltaf klukkan hálfátta.
Kristín Sif Ómarsdóttir nemi: Nei,
ég vakna alltaf sjálf á milli klukkan
sjö og hálfátta.
Jíinar Örn Birgisson sölum.: Já, frek-
ar, það er svo leiðinlegt ap vakna.
Jón Valentínusson: Nei, aldrei. Ég
vakna á milli hálfsjö og sjö á hverjum
morgni.
Stefán Þór Jónsson nemi: Já þræl-
erfitt. Það er svo gott að sofa.
Helena Ása Ásgrímsdóttir hár-
greiðslumeistari: Nei, ég vakna yfir-
leitt á milh sex og hálfsjö. Ég fer svo
snemma að sofa.
Lesendur
Ríkisskip:
Vinur lands-
byggðarinnar
Rúmmetrinn í gámi hjá Skipaútgerð ríkisins kostar um 2500 krónur til Aust-
fjarða en greiða þarf 5-6000 með flutningabifreið undir sama farm.
Konráð Friðfínnsson, Neskaupstað,
skrifar:
Árið 1929 var stofnsett sjófiutn-
ingafyrirtæki til að stunda áætlunar-
ferðir meðfram strönd íslands sem
brýn þörf var á. Hlaut það nafnið
Rískisskip. Það er engum blöðum um
að fletta að fyrirtækið hefur þjónað
landsbyggðinni bæði vel og dyggilega
í þau 62 ár sem það hefur verið starf-
rækt. Einnig héfur það stuðlað að
lægra vöruverði í hinni dreifðu
byggð lands. Til marks um þetta
bendi ég á aö rúmmetrinn í gámi
undir til dæmis búslóð til Austfjarða
kostaði hjá Skipaútgerð ríkisins 2500
krónur þann 15. september en aftur
á móti milli 5 og 6000 krónur undir
sama farm meö flutningabifreið.
En niðurskurðarhnífur hæstvirtr-
ar ríkisstjórnar er enn á lofti því
háttvirtur samgönguráðherra gaf
forráðamönnum Ríkisskips nýverið
skipun um að selja eitt af skipum
félagsins eða fleyið sem er í Færeyja-
siglingunum. í þessu sambandi hefur
ráðherra líka nefnt sölu fyrirtækis-
ins eða jafnvel að leggja eigi þennan
„vin landsbyggðarinnar" niður. Ég
tel afar varhugavert að stíga þessi
spor. Mín skoðun er nefnilega sú að
frekar eigi að efla þessa þjónustu en
að draga úr henni eða hætta henni
alveg. Sérstaklega yfir vetrarmánuð-
ina þegar mjöll hylur landið og spara
þar með eitthvað af þeim peningum
sem fara í snjómokstur á hverju ári.
Oft á tíðum er það vonlaust hjakk
því um leið og snjómokstursmenn-
irnir eru búnir að opna fjallvegi lok-
ast þeir jafnharðan ef vind hreyfir.
Því miöur hefur verið tap á þessum
rekstri undangengin ár en ég tel þó
réttlætanlegt að halda honum áfram
í óbreyttri mynd.
Það er gott og gagnlegt að geta spar-
að og sparnaður er mesta dyggð. Þó
má sparnaðurinn ekki ganga út í öfg-
ar. En allt aðhald er nauðsynlegt. Eg
hvet alla til að standa vörð um Skipa-
útgerð ríkisins og um þau 90 ársverk
sem þar eru unnin.
Sj ómannaafsláttur:
Sjómenn eiga rétt á þessu
G.G. sjómannskona skrifar:
-ílg hef heyrt í þjóðarsálinni og víð-
ar að fólk virðist vera mikið á móti
sjómannaafslætti af sköttum. Ég hef
verið gift sjómanni í þrjátíu ár og ég
verð að viðurkenna að ég skil ekki
svona hugsunarhátt. Maðurinn
minn hefur verið að heiman svo vik-
um skiptir og þá verð ég að sjá um
börn, bú og allar útréttingar sem eig-
inmenn sjá yfirleitt um. Ef bíllinn
bilar verð ég að koma honum á verk-
stæði, því ég get ekki gert viö hann.
Ef maöurinn minn ynni í landi gæti
hann hæglega gert við smávægilegar
bilanir í bílnum. Eins þegar eitthvað
fer úrskeiðis heima, krani fer að leka,
klósett stíflast eða þess háttar þá
verð ég að hringja í viðgerðarmenn
og það getur verið mjög dýrt. Þetta
er oft hreinn aukakostnaður sjó-
mannsheimila.
Við eigum fjögur börn, sem nú eru
uppkomin, en þau þekktu fóður sinn
í raun ekki nema sem gest. Þau gátu
aldrei leitað til hans þegar upp komu
vandamál, því hann var yfirleitt ekki
heima. Þegar hann var heima vildi
enginn vera að íþyngja honum með
áhyggjum sínum því allir voru svo
glaðir að hann væri heima. Maður-
inn minn hefur oft þurft að vera að
heiman á jólum og um áramót. Ég
held að þetta fólk, sem er að kvarta
yfir þessum sjómannaafslætti, skilji
ekki hvað jólin geta verið ömurleg
þegar eiginmaðurinn og faðirinn er
flarri heimili sínu á þessari fjöl-
skylduhátíð. Það getur verið erfitt
að útskýra fyrir litlum börnum hvers
vegna faðir þeirraVerður að vera að
heiman.
Það er nauðsynlegt að gera eitt-
hvað til að laða menn að þessari
vinnu. Þeir eru aö vinna við einn
helsta undirstöðuatvinnuveg þjóðar-
innar og eru nærri aldrei heima. Mér
finnst lágkúrlegt að vera að þrasa
yfir þessum smá aukahlunnindum
sem sjómenn fá. Fólk ætti frekar að
þakka fyrir að einhver nennir að
vinna þessi störf.
Öfug þróun í jafnréttismálum?
Jafnréttissinni skrifar:
Um daginn varð mér gengið fram
hjá barnaskóla í frímínútunum og
var þá litið inn á skólalóðina. Mér
brá, þarna mátti sjá unga drengi
leika sér í fótbolta en stelpurnar
stóðu við völlinn og höfðu í frammi
bandaríska klappstýrustæla með óp-
um, köllum og villimannadönsum.
Og ég sem hélt að við stefndum í
átt til jafnréttis. Ég sé ekki betur en
að hér hafi verið stigið skref til baka
frá því ég var í barnaskóla fyrir ekki
nema rúmlega tíu árum. Þá voru
stelpurnar virkar. Yfirleitt spiluðu
þær þó brennibolta en strákarnir
fótbolta. Þó voru til strákar sem kusu
heldur brenniboltann og eins voru
til stelpur sem vildu frekar vera í
fótbolta og enginn hafði neitt við það
að athuga. Oft voru allt að tuttugu
krakkar í hvoru liði í fótboltanum,
þar sem hver veltist um annan þver-
an og fæstir komu nokkru sinni ná-
lægt boltanum. En það gerði heldur
ekkert til, markmiðið var að
skemmta sér og það gerðum við svo
sannarlega.
Nú sé ég ekki betur en að strákarn-
ir séu allt í einu orðnir aðalatriðið.
Eiga stelpurnar þá bara að vera ein-
hver klappdýr fyrir þá? Fá þær ekki
að vera með í leiknum eða hafa þær
kannski ekki áhuga á öðru meira
krefjandi hlutverkum en að standa
til hliðar og horfa á?
Kannski vilja krakkamir sjálfir
hafa þetta svona en er það ekki öfug
þróun?
Þarna mátti sjá unga drengi leika sér i fótbolta en stelpurnar stóðu við
völlinn og klöppuðu.
Vinnuálag
Kona af Suðurnesjum hi'ingdi:
Mig langar að vekja athygli á
því gífurlega vinnuálagi sem er á
starfsfólki mötuneytis hersins á
Ketlavíkurflugvelli. Nú um nokk-
urt skeið hefur nýju fólki ekki
veriö bætt við þegar einhver
hættir heldur er bara aukin
vinna við þá sem fyrir eru. Starfs-
fólkið vinnur frá klukkan 6 á
morgnana til klukkan 7 á kvöld-
in. Fólk er orðið svo langþreytt
að það getur ekki unnið auka-
vaktir þegar einhver verður veik-
ur. Reyndar hefur aukaútköllum
vegna veíkinda eða annarrar
íjarveru starfsfólks stórfækkað.
Yfirmenn segja að ekki megi
kalla á aukavaktir því aö verið
sé að spara. Það er bara lögð enn
meiri vinna á þá sem fyrir eru.
Mér finnst þetta mjög varhuga-
verð þróun og tel rétt að þetta
mál sé rannsakað nánar.
Lyfjakostnaður
of mikiBI
A.G. hringdi
Ég er 75% öryrkí og hef engar
aðrar tekjur en örorkubæturnar
sem eru um 46.000 á mánuði. Af
þessum tekjum þarf ég að greiða
35.000 krónur í húsaleigu, síma
og rafmagn. Þá á ég lítið eftir til
að kaupa mat og aðrar nauðsynj-
ar. Ég er á lyfjum sem ég verð
að taka en eftir aö nýja fyrir-
komulagið var sett á í sambandi
við lyfsöluna hef ég ekki efni á
að greiða fyrir lyfin.
Ég get ekki fengið lyfjakort því
að þau lýf sem ég þarf að taka
falla ekki undir slík lyfjakort. Ég
hef ekki getað keypt mér lyf und-
anfarið og sé ekki fram á að ég
geti það. Líklega mun ég þvrenda
á spítala eftir einhvem tíma. Það
hlýtur að vera ódýrara íyrir rikið
að greiða niður lyfjakostnað fólks
en að vista það á sjúkrahúsi.
Bifreiðskemmd
Guðrún Ársælsdóttir skrifaði
Þegar ég kom úr vinnunni um
hádegið á fimmtudaginn, 26. sept-
ember, var búið rispa bilinn minn
á vinstri hlið. Ég vinn á Leikskól-
anum Norðurbergi og bifreiðin,
sem er ljósblá Mazda 626, stóð á
bílastæðinu við leikskólann. Það
er engu líkara en bíllinn hafi ver-
ið rispaöur með einhverju odd-
hvössu eins og lykli eða einhveiju
slíku. En á vinstri hliöinni er líka
svartur blettur eins og eftir dekk
á hjóli.
Mig langar til að biðja þann sem
gerði þetta eða ef einhver sá þetta
gert að hafa samband við mig svo
við getum rætt saman. Þáð er
hægt að ná í mig alla morgna í
Norðurbergi.
Börnlokuðúti
G.S. hringdi
Fyrir nokkru, þegar ég var
stödd á bensínstöð, kom dreng-
hnokki, svona sex ára gamall, og
bað afgreiðslumanninn að lána
sér skrúfjárn því að hann væri
lokaður úti. Þegar drengurinn
var farinn sagði maðurinn mér
að þettá væri daglegur viöburður.
Foreldramir væru að vinna úti
allan daginn og drengurinn ætti
að vera úti eða hjá einhverjum
vinum sínum þegar hann væri
ekki í skóla. En auðvitað getur
barnið ekki hangið úti allan dag-
inn. Þess vegna aumkast hann
yfir drenginn.
Til hvers er fólk að eiga börn
ef blessuö börnin mega ekki einu
sinni vera heima hjá sér?
Hringið í síma
27022
millikl. 14 og 16
- eða skrifið
Nafn og sími vérður að fylgj a bréfum