Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991.
FIMMTUDÁG\jR'3. OKTÓBER 1991!
25
íþróttir
Iþróttir
‘tjSÆ' Evrópumótin
• Tc*./ "
v k—> y • Feítletruðu liðin áfram. Tölur aftast saman -
■g lögð úrslit.
Evrópukeppni meistaraliða:
Mónakó (I'rakklandi)Swansea (Wales).......................8-0 (10-0)
Lubin (Póllandj)Uröndby (Danmörku).........................2-1 (2-1)
Apollon Limassol (Kýpur)-Craiova (Rúmeníu) ...............3-0 (3-2)
VeUko Tarnovo (Búigaríu)-Kaiserslautern (Þýskalandi).......1-1 (1-3)
Flamurtari Vlora (Aibaníu)-IFK Gautaborg (Sviþjóð)..1-1 (IFK áfram)
Dy namo Moskva (Sovétríkjunum)-KJK Helsinki (Finnlandi)...3-0 (1-0)
MarseiUe (Frakklundi)-US (Luxemburg)......................5-0 (10-0)
Rosenborg (Noregi)-Sampdoria (ítaliu).....................1-2 (1-7)
Portadown (N-írlandi)-Red Star (Júgóslaviu)...............0-4 (0-8)
Austria Vín (Austurríki)-Arsenal (Englandi)...............1-0 (2-6)
Panathinaikos (Grikklandi)-Fram (Reykjavík)0-0 (2-2 Panathinaikos áfram)
PSV Eindhoven (Hollandi)-Besiktas (Tyrklandi)..............2-1 (3-2)
Glasgow Rangers (Skotlandi)-Sparta (Tékkóslóvakíu)2-1 (2-2 Sparta áfram)
Dundalk (írlandi )-Hon ved Budapest (Ungverjalandi).......0-2 (1-3)
Hansa Rostock (Þýskalandi)-Barcelona (Spání)..............1-0 (1-3)
Grasshoppers (SviSS)Anderleeht (Belgíu)...................0-3 (1-4)
Benfica (Portúgal)-Hamrun Spartans(Möltu).................4-0(10-0)
Evrópukeppni bikarhafa:
Werder Bremen (Þýskalandi)-Bacau (Rúmeníu)................5-0 (11-0)
Banik Ostrava (Tékkóslólvakíu)-Odense (Danmörku)..........2-1 (4-1)
Iives (Finnlandi)-Gienavon (N-írlandi)...........2-1 (4-4 Ilves áfram)
Ferencvaros (Ungverjalandi)-Levski Sofia (Búlgariu)..........4-1 (7-3)
Jeunesse Esch (Luxemborg)-N orrköpi ng (Svíþjóð)...........1-2 (1-6)
Motherwell (Skotlandi)-Katowice (Póllandi)..3-1 (3-3 Katowice áfram)
Tottenham (Englandi)-Hajduk SpUt (Júgóslavíu).............2-0 (2-1)
Feyenoord (Hollandi)-Partizan Tirana (Albaniu)............1-0 (1-0)
Club Brugge (Belgíu)-Omonía Nicosia (Kýpur)...............2-0 (4-0)
Sion (Sviss)-Valur (Reykjavík)............................1-1 (2-1)
Manchester Utd (Englandi)-PAE Athinaikos (Grikklandi).....2-0 (2-0)
AS Roma (Ítaliu)-CSKA Moskvu (Sovétríkjunum)..0-1 (2-2 og Roma áfram)
Atletico Madríd (Spáni)-Fyllingen (Noregi)................7-2 (8-2)
Porto (Portúgal)-Valletta (Möltu).........................1-0 (4-0)
Evrópukeppni félagsliða:
Bayern Múnchen (Þýskalandi)-Cork Cíty (írlandi)............2-0 (3-1)
Reai Madrid (Spáni)-Slovan Bratisiava (Tékkóslóvakíu).....1-1 (3-2)
Floriana (Möltuý-Neuchatel Xamax (Sviss)..................0-0 (0-2)
Torpedo Moskva (Sovétríkjunum)-Chemie Halle (Þýskalandi)...2-0 (4-2)
Spora (Lúxemborg)-Eintracht Frankfurt (Þýskalandi)........0-5 (1-11)
Steaua Búkarest (Rúmeníu)-Famagusta (Kýpur)...............2-2 (4-3)
Ekeren (Belgiu) Glusgow Celtic (Skotlandi)................1-1 (1-3)
Trabzonspor(Tyrklandi)-Gradjanski (Júgóslavíu)............1-1 (4-3)
Galatasaray (Tyrklandí)-Eisenhuttenstádter (Þýskalandi)...3-0 (5-1)
Pecsi Munkas (Ungvetjalandi)-Stuttgart (Þýskaiandi)........2-2 (3-6)
Dinamó Búkarest (Rúmeniu)-Sporting Lissahon (Portúgal)....2-0 (2-1)
Tromsö (Noregiý-Swarowski Tirol (Austurríki)...............1-1 (2-3)
Sigma Olomouc (Tékkóslóvakíu)-Bangor City (N-írlandi).....3-0 (6-0)
Kuusysi Lahti (FínnlandiFLiverpool (Englandi).............1-0 (2-6)
Rot-Weiss Erfurt (Þýskalandif-Groningen (Hollandi)........1-0 (2-0)
Gornik Zabrze(Pó]landi)-HamburgSV (Þýskahmdi).............0-3 (1-4)
Dynamo Moskva (Sovétríkjunum)-Vac Izzo (Ungverjalandi)....4-1 (4-2)
Parma (Ítalíu)-CSKA Sofia (Búigaríu).............1-1 (1-1CSKA áfram)
Osasuna (Spáni)Slavia Sofia(Búlgaríu).....................,4-0(4-l)
FC Utreeht (Hollandi)-Sturm Graz (Austurríki).............3-1 (4-1)
Mechelen (Belgíu)-PAOK Salonika (Grikklandi)..............0-1 (1-2)
Örehro (Svíþjóðý-Ajax Amsterdam (Hollandi)................0-1 (0-4)
B1903 (Danmörku-Aherdeen (Skotlandi)......................2-0 (3-0)
Inter Milan (Ítalíu)-Boavista (Portúgal)..................0-0 (1-2)
Auxerre (Frakkiandi-Ikast (Danmörku)......................5-1 (6-1)
Tórinó (ítaliu)-KR(Reykjavik)..............................6-1 (8-1)
Lausanne (Sviss)Ghent (Beigíu) ........,.0-l(l-lGhentvann vítaspk.)
lan Rush, Liverpool, er hér í návigi við einn teikmann finnska iiðsíns
Kuusysi Lahti í leik liðanna i Finnlandi i gmr. Finnska liðið hafði
betur en Liverpoo) er samt komið áfram 12. umferð.
^ Símamynd Reuter
Kristján Arason átti stórgóðan leik með lærisveinum sínum í gær og hér skorar hann eitt af sjö mörkum sínum i leiknum. Til varnar eru Óskar Sigurðsson og Jón Örn Stefánsson. DV-mynd GS
FH-ingar skref inu á undan
- sagði Páll Ólafsson eftir að FH hafði sigrað Hauka, 22-30, á íslandsmótinu í handknattleik í gær
„Ég er aö sjálfsögðu ánægður með sig-
urinn hér í kvöld. Það var óvissa í manni
enda hef ég lítið séð til Haukaliðsins.
Við náðum að stjóma leiknum frá fyrstu
mínútu og auðvitað veikti það Haukalið-
ið þegar Baumrauk þurfti að fara aö
velli. Ég hef lagt mikla áherslu á vamar-
leikinn og ég var ánægður hvernig hún
kom út megnið af leiknum. Við erum enn
ekki komnir í okkar besta form en ég tel
að FH-liðið sé á réttri leið,“ sagöi Kristj-
án Arason, þjálfari og leikmaður FH, í
samtali við DV, eftir að FH hafði sigraö
Hauka, 22-30, í 1. umferð íslandsmótins
í handknattleik í íþróttahúsinu í Kapla-
krika í gærkvöldi.
FH með frumkvæðið
allan leiktímann
FH-ingar höfðu fmmkvæðið allan leik-
tímann og sigur liðsins var aldrei í
hættu. Haukaliðið varð fyrir áfalli í byrj-
un síðari hálfleiks. Þá tognaði Tékkinn
Petr Baumrauk á ökkla og varð af fara
af leikvelli. Þetta skarð náðu Haukarnir
aldrei að fylla. Baumrauk haíði leikið
geysivel í vöm sem sókn og það má
kannski segja að þetta hafi verið vendi-
punktur leiksins þó svo aö FH hafi haft
þriggja marka forskot þegar Tékkinn
meiddist.
FH-liðið lék sterka 6:0 vörn sem var
mjög hreyfanleg og gekk Haukum illa
aö finna sér leið framhjá múrnum. Þá
voru hraðaupphlaup FH-inga liöinu
mjög drjúg. Eins og Kristján sagði í við-
tali við blaöamann hafa FH-ingar lagt
allt kapp á vörnina en sóknina á eftir
að slipa betur. Liðsheildin var öflug en
þeir Kristján Arason, Hans Guðmunds-
son og Sigurður Sveinsson voru mjög
sterkir og falla greinilega vel inn í liöið.
FH-liðinu er spáð íslandsmeistaratitlin-
um og eftir að hafa séð til liðsins í þess-
um leik er sú spá ekki út í loftið.
Lofar góðu
ffyrir veturinn
„Ég get ekki sagt annað en að þessi leik-
ur lofi góðu fyrir veturinn og það var
nauðsynlegt að vinna Haukana. Mér
fannst það einkennileg yfirlýsing hjá
Viggó, þjálfara Hauka, þegar hann sagði
í fjölmiðlum að Haukar ættu allan mögu-
leika á að vinna FH á okkar eigin heima-
velli. Sigurinn var kannski fullstór enda
munaði miklu fyrir Haukana að Baumr-
auk fór af velli. Vörnin var okkar aðal
í leiknum og þá gengu hraðaupphlaupin
vel en við þurfum aðeins að lagfæra
sóknina," sagði Gunnar Beinteinsson,
fyrirliði FH, í samtali við DV eftir leik-
inn.
Munaði mikið
um Baumrauk
Haukar náöu að halda í við FH í fyrri
hálfleik en þegar Baumrauk fór út af var
eins og leikmenn liðsins gæfust upp.
Sóknarleikur liðsins var afar stirður og
leikkerfm gengu ekki upp. Páll Ólafsson
og Petr Baumrauk voru bestu menn lið-
ins og þá sýndi línumaöurinn Jón Öm
Stefánsson góða takta. Haukaliðið hefur
alla burði til að geta staðið sig vel í vetur
þó svo að illa hafi farið í þessum fyrsta
leik.
„FH-ingarnir
skrefi á undan“
„Við spiluðum frekar illa og eftir að
Baumrauk fór út af hmndi vamarleik-
urin gersamlega. FH-ingarnir léku
sterkan varnarleik og voru mjög hreyf
Þannig skoruðu liðin mörkin:
HAUKAR22
Mörk úr víta-
köstum eru
talin með þar sem
þau unnust
■ Langskot
Gegnumbrot
■ Horn
■ Lína
□ Hraðaupphlaup
anlegir og okkur gekk illa að finna
svar við því og það má segja að þeir
hafi verið einu skrefi á undan okkur
allan leiktímann. Það þýðir samt
ekkert að hengja haus og við munum
mæta grimmir í næsta leik sem er
gegn Stjörnunni," sagði Páll Ólafs-
son, fyrirliði Hauka, við DV eftir leik-
inn.
-GH
- Selfoss og Fram skildu jöfn, 24-24
Sveinn Hdgason, DV, Selfossi:
Selfoss og Fram gerðu jafntefli,
24-24, í æsispennandi leik í íþrótta-
húsinu á Selfossi í gærkvöldi.
Selfyssingar höföu frumkvæðið í
leiknum allt þar til 15 mínútur voru
til leiksloka. Þá tókst Fram að jafna
metin og og litlu munaði að liðinu
tækist að fara með öll stigin. Sel-
fyssingar áttu að vísu síöasta orðið
í leiknutn en mark frá Jóni Þóri
Jónssyni í lokin var dæmt af þar
sem dómararnir höfðu áður flautað
leikinn af.
„Við töpuðum þessum stigum
sjálfir. Við lékum vel í 45 mínútur
en síðan kom slæmur kaíli. Þessir
slæmu kafiar eru vandamál sem
‘ við þurfum að lagfæra," sagði Ein-
. ar Þorvarðarson, leikmaður og
þjálfari Selfyssinga, í samtali við
DV eftir leikinn.
Leikurinn var mjög skemmtileg:
ur fyrir flölmarga áhorfendur. í
síðari hálfleik var leikinn mjög
hraður handknattleikur en að
sama skapi nokkuð grófur og fengu
leikmenn oft að hvíla síg þegar á
leikinn leið.
Lið Selfoss var mjög jafnt að getu.
Eínar Gunnar Sigurðsson var mjög
sprækur framan af og Gisli Feijx
varði vel eftir að han kom inn á.
Karl Karlsson var atkvæðamest-
ur í liði Fram og gekk Selfyssingum
illa aö ráða við hann.
Stjörnusigur
- Stjarnan vann Gróttu, 13-20
„Eg er ánægður með sigurinn því
það er alltaf erfitt að vinna hér á
Nesinu. Þetta segir samt lítið um
framhaldið og ég er viss um að þetta
verður langur og strangur vetur,“
sagði Eyjólfur Bragason, þjálfari
Stjörnunnar, eftir að lið hans hafði
unnið öruggan sigur á Gróttu, 14-20,
á Seltjarnamesi í gærkvöldi.
Leikurinn var lítið spennandi því
Stjörnumenn höfðu örugga forystu
allan leikinn. Garðbæingar keyrðu
yfir heimamenn með hraðaupp-
hlaupum og tryggðu sér öruggan sig-
ur í lokin.
„Viö leikum ekki verr en í þessum
leik og ef þetta batnar ekki þá er ég
smeykur um að við fórum beint nið-
ur,“ sagði Stefán Arnarson, leikmað-
ur Gróttu, eftir leikinn.
Gróttumenn viröast ætla aö vera í
svipuðu fari og venjulega. Þeir hnoð-
ast áfram í sókninni og ógna lítið.
Varnarleikurinn var ágætur ög í
markinu hafa þeir öflugan Sovét-
mann sem var besti maður liðsins í
þessum leik. Lið Stjörnunnar virkaði
allsterkt þó að það sé kannski ekki
alveg að marka þennan leik því and-
stæðingar voru slakir. Liðiö leikur
hraðan handbolta og sérstaklega
voru hraðaupphlaupin vel útfærð.
Þá var vörnin og markvarsla Brynj-
ars Kvaran mjög góð.
-RR
Auðvelt hjá
Víkingum
- sigruöu nýliöa UBK, 17-26
Stóru liðin í kvennaboltanum sigruðu öll
íslandsmótið í kvennahandknatt-
leik hófst í gærkvöldi og voru spilaöir
þrír leikir.
Öruggur sigur FH
Leikur Hauka og FH var eins og leik-
ur kattarins að músinni, þvílíka yfir-
burði hafði FH yfir ungar og reynslu-
lausar Haukastúlkur. FH-stúlkur
komust í 8-0 og höfðu yfir í hálfleik,
15-5. Haukastúlkur komu mun
ákveönari til leiks í seinni hálfleik,
skoruðu þær fyrstu íjögur mörkin og
minnkuðu þar með munninn í 9-15.
Ekki dugði þetta því FH-stúlkur tóku
fljótlega við sér og uppskáru sann-
gjaman sigur, 25-13.
Mörk Hauka: Margrét Theódórs-
dóttir 7/2, Ragnheiður Guðmunds-
dóttir 3/1, Halla Grétarsdóttir, Guð-
björg Bjarnadóttir og Rúna Lísa Þrá-
insdóttir 1 mark hver.
Mörk FH: Rut Baldursdóttir og Jó-
linda Klimaniers 5 hvor, Arndís Ara-
dóttir 4, Berglind Hreinsdóttir og
María Sigurðar 3 hvor, Eva Baldurs-
dóttir og Sigurborg Eyjólfsdóttir 2
• hvor og Hildur Haröardóttir 1 mark.
Yfirburðir Stjörnunnar
Jafnræði var með liðunum fyrstu
mínútumar og stefndi í jafnan leik
en þegar staðan var 3-3 settu Stjöm-
ustúlkur í 5. gír og náöu aö keyra á
hraðaupphlaupin og náöu þær níu
marka forskoti fyrir hálfleik, 13-4.
Seinni hálfleikur var mun rólegri og
geta Gróttustúlkur þakkað góðri
markvörslu hjá Klöru Bjartmarz að
tapið var ekki stærra því hún varði
fjölmörg dauðafæri. Lokatölur urðu
23-9.
Mörk Gróttu: Þórdís Ævarsdóttir
3, Elísabet og Brynhildur Þorgeirsd-
ætur 2 hver, Laufey Sigvaldadóttir
og Björk Brynjólfsdóttir 1 mark hvor.
Mörk Stjömunnar: Harpa Magnús-
dóttir 7, Margrét Vilhjálmsdóttir 4,
Sigrún Másdóttir 3, Herdís Sigur-
bergsdóttir 2, Guðný Gunnsteinsdótt-
ir og Ingibjörg Andrésdóttir 1 hvor.
Sanngjarnt hjá Víking
Jafnræði var með liðunum allan fyrri
hálfleik og skiptust bæði lið á skora
og var staðan 10-12 í hálfleik Víking
í vil. Víkingsstúlkur tóku leikinn í
sínar hendur í seinni hálfleik og náðu
þær að skora þijú mörk í röð á meðan
ekkert gekk upp hjá Keflavík. „Þetta
gekk frekar illa hjá okkur í fyrri hálf-
leik og má segja að stelpumar séu
með hugann við Evrópuleikina en
sem betur fer náðum við okkur á strik
í seinni hálfleik og uppskárum við
sanngjaman sigur, 27-17," sagöi Gú-
staf Björnsson, þjálfari Víkings.
Mörk ÍBK: Hajni Mazei 6/2, Þuríður
Þorkelsdóttir 5, Kristín Blöndal 3, Ingi-
þjörg 2 og Brynja Thorsdóttir 1 mark.
Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 7/4,
Andrea Atladóttir og Svava Sigurðar 6
hvor, Svava Baldursdóttir 3, Heiða
Erlingsdóttir og Valdís Birgisdóttir 2
hvor og Inga Lára Þórisdóttir 1/1.
-BÓ/ÆMK
Leikmenn UBK voru einum of
gestrisnir í gærkvöldi er þeir mættu
Víkingum. Lokatölur urðu 17-26,
gestunum í vil. Það var aidrei nein
spuming um hvor aðilinn myndi
sigra. Víkingar voru og era einfald-
lega mörgum klössum betri en UBK
og verða í toppbaráttunni í vetur.
UBK verður hins vegar í neðri hluta
deildarinnar.
Víkingar skomðu fyrstu fjögur
mörk leiksins en það var ekki fyrr
en á lO.mínútu sem Breiðblikspiltar
skoruðu sitt fyrsta mark í 1. deild í
ár. Vörn Víkinga var gífurlega sterk
og komst UBK lítt áleiðis. Af því
leiddi að sóknarkerfi UBK brást al-
gerlega og má segja að þeir hafi beitt
hinni svokölluðu happa- og glappa-
aðferð allan leikinn.
Það sem gerði gæfumuninn í þess-
um leik var góður vamarleikur Vík-
inga og reynsluleysi Breiöabliks-
pilta. Víkingar mega þó ekki ofmetn-
ast af þessum leik því mótspyrnan
var engin.
Guðmundur Pálmason, sem lék
með KR í fyrravetur, var sá leikmað-
ur í UBK sem stóð sig best og það
nálgaöist að hann væri meö 100 pró-
sent skotnýtingu. Annar leikmaður
í UBK stóö sig vel og það var vara-
markvörðurinn Ásgeir Baldursson
en hann varði 12 skot í seinni hálf-
leik, þar af flest af línu. Einnig varði
Ásgeir eitt vítaskot. Birgir Sigurðs-
son var þestur Víkinga í fyrri hálf-
leik og skoraði þá fimm mörk en fór
út af snemma í seinni hálfleik vegna
meiösla. Árni Friðleifsson stóð sig
best Víkinga í seinni hálfleik.
-KG
Karl Þráinsson brýst hér framhjá Blikanum Inga Guðmundssyni og skorar eitt af þremur mörkum sinum í leiknum.
DV-mynd GS
Grótta-Stjarnan 14-20
Gangur leiksins: 1-4, 2-6, 4-8,
6-13, 10-13, 11-19, 14-20.
Mörk Gróttu: Guðmundur Sig-
fússon 3/3, Guðmundur Alberts-
son 3/1, Gunnar Gíslason 2, Svaf-
ar Magnússon 2, Kristján Brooks
1, Ólafur Sveinsson 1, Stefán Arn-
arson 1, Páll Björnsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Einar Ein-
arsson 6/4, Axel Björnsson 4,
Hilmar Hjaltason 4, Hafsteinn
Bragason 3, Skúli Gunnsteinsson
2, Patrekur Jóhannesson 1.
Varin skot: Grótta 14 - Stjarnan
15.
Utan vallar: Grótta 4 mínútur -
Stjarnan 4 mínútur.
Dómarar: Hlynur Jóhannsson
og Runólfur Sveinsson og komust
mjög vel frá sínum fyrsta 1. deild-
ar leik.
Áhorfendur: 287.
Haukar-FH 22-30
Gangur leiksins: 1-1, 1-3, 4-7,
(9-11), 10-14, 11-17, 13-20, 17-24,
22-30
Mörk Hauka: Páll Ólafsson 7/3,
Jón Örn Stefánsson 5, Petr
Baumrauk 4, Halldór Ingólfsson
2, Óskar Sigurðsson 2, Sveinberg
Gíslason 1 og Gunnlaugur Grét-
arsson 1.
Varin skot: Magnús Árnason 5,
Sigurður Sigurðsson 1.
Mörk FH: Kristján Arason 7,
Hans Guðmundsson 7/1, Sigurður
Sveinsson 5, Gunnar Beinteins-
son 4, Hálfdán Þórðarson 3, Þorg-
ils Óttar Mathiesen 2, Ingvar
Reynisson 1 og Pétur Petersen 1.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 12/1, Magnús Sig-
mundsson 2.
Dómarar: Rögnvald Erlingsson
og Stefán Arnaldsson og hafa þeir
oft dæmt betur.
Utan vallar: Haukar 6 mínútur,
FH í 8 minútur.,
Áhorfendur: um 1700.
UBK-Víkingur 17-26
Gangur leiksins: 0-4, 2-6, 4-6,
(7-13), 8-16, 14-21, 17-26.
Mörk UBK: Guðmundur
Pálmason 9, Björgvin Björgvins-
son 4, Jón Þórðarson 2, Sigur-
björn Narfason 1 og Elvar Erl-
ingsson 1.
Varin Skot: Ásgeir Baldursson
12/1, Þórir Sigurgerisson 4.
Mörk Víkings: Árni Friðleifs-
son 7, Birgir Sigurösson 5, Karl
Karlsson 4, Ingimundur Helga-
son 3, Björgvin Rúnarsson 2,
Guðmundur Guðmundsson 2,
Bjarki Sigurðsson 1, Alexei Truf-
an 1 og Gunnar Gunnarsson 1.
Varin Skot: Hrafn Margeirsson
6, Sigurður Jensson 4/1.
Dómarar: Hafliði Maggason og
Erlendur ísfeld.
Áhorfendur: um 150 borguðu
sig inn.
SeKoss-Fram 24-24
Gangur leiksins: 0-3, 4-4, 9-8,
(15-11), 18-16,21-21,22-24,24-24.
Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðs-
son 6, Sigurður Sveinsson 6-/1,
Gústaf Bjarnason 6/3, Sigurjón
Bjarnason 2, Jón Þ. Jónsson 2,
Einar Guðmundsson 2.
Varin Skot: Einar Þorvarðar-
son 5, Gísli Felix Bjamason 8.
Mörk Fram. Karl Karlsson 8,
Jason Ólafsson 4, Páll Þórólfsson
4, Andreas Hansen 4, Gunnar
Andrésson 3, Davíð Gíslason 1.
Varin Skot: Sigtryggur Aiberts-
son 3/2, Þór Björnsson 6.
Dómarar: Þorlákur Kjartans-
son og Kristján Sveinsson og
dæmdu þeir ágætlega.
Utan vallar: Selfoss 6 mínútur,
Fram 18 mínútur.
Áhofendur: 400.