Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 18
26 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. Iþróttir Njarðvík mætir Cibona í kvöld Njarðvíkingar raæta júgóslavneska liðinu Cibona Zagreb í Evrópu- keppninni í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn verður í Njarðvík og hefst klukkan 20. Cibona er eitt sterkasta lið sem hingað hefur komið og þurfa Njarðvíkingar á góðum stuðningi áhorfenda að halda í kvöld. Síöari leik- urinn verður í Njarðvík á laugardag kl. 16. -JKS Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Borgarvík 1, Borgarnesi, þingl. eigandi Ármann Jónasson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 9. okt. '91 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendureru Bæjarsjóður Borgarnessog Sigurður L. Halldórsson hdl. SÝSLUMAÐUR MÝRA- 0G BORGARFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Lundur 2, Lundarreykjadalshreppi, tal. eigandi Snorri Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudag 9. okt. '91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Búnaðar- banki íslands og Veðdeild Landsbanka íslands. SÝSLUMAÐUR MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLU KR-ingarnir Þorsteinn Halldórsson og Sigurður Björgvinsson eiga hér í höggi við Tórinó-leikmanninn Casagrande í leiknum á Ítalíu. Spánverjinn Martin Vazgues, Gunnar Skúlason og Ragnar Margeirsson fylgjast með. Simamynd/Reuter MEIRI HATTAR TILBOÐ Permanent og klipping frá kr. 3.200, strípur og klipp- ing frá kr. 2.500, litur og klipping frá kr. 2.500. Tilboðið gildir út október. Pantið tíma í síma 31480. HÁRSNYRTISTOFA DÓRU OG SIGGU DÓRU, ÁRMÚLA 5 ÍR - ÁRMANN í Seljaskóla í kvöld kl. 20. ÍR-ingar, mætum nú á völlinn. Stjórnin £peinn*iJafeari BÖNAÐARBANKl " ISLANDS ERUM FLUTTIR AÐ FAXAFEríI 5 Glæsileg verslun, mikið úrval sófasetta og hornsófa, sérsmiðum eftir máli. KR-ingar sprungu í síðari hálfleik - héldu í við Tórínó í fyrri hálfeik en töpuðu leiknum, 6-1 KR-ingar voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu þegar þeir mættu hinu firnasterka ítalska hði Tórínó í Evrópukeppni félagsliða í Tórínó í gærkvöldi. Tórínó sigraði í leiknum, 6-1, eftir að staðan í hálfleik var, 2-1. KR-ingar léku oft á tíðum skínandi vel í fyrri hálfleik og jöfnuðu leikinn eftir að ítalska liðið hafði náð foryst- unni í leiknum. Á sjö mínútna leikk- afla í síðari hálfleik gerðu itölsku snillingarnir hins vegar út um leik- inn þegar þeir skoruðu þrjú mörk. Gunnar Skúlason jafnaði leikinn fyrir KR-inga Giorgi Bresciano kom Tórínó yflr á 15. mínútu leiksins en aðeins einni mínútu síðar jöfnuðu KR-ingar met- in. Gunnar Skúlason fékk háa send- ingu inn fyrir vörn Tórínó og skall- aði laglega yfir markvörðinn. Dauða- þögn sló á áhorfendur þegar jöfnun- armarkiö var staðreynd. KR-ingar vöröust vel þungum sóknum Tórínó í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins vildu KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Atla Eö- valdssyni var hrint innan vítateigs en júgóslavneskur dómari var ekki á sama máli. í næstu sókn skoraði Tórínó annað mark og var Roberto Policano þar aö verki. Á stuttum leikkafla í upphafi síðari hálfleiks skoraði Tórínó þrjú mörk og voru þau öll skoruð með föstum skotum rétt fyrir utan vítateig. Mart- in Vazquez, Enzo Scifo og Giuseppe Carillo gerðu mörkin. Scifo var síðan aftur á ferðinni þegar hann skoraði sjötta markið. Á brattann var að sækja fyrir KR- inga í síðari hálfleik en Björn Rafns- son komst næst því að skora þegar fast skot hans hafnaði í stönginni. Rúnar Kristinsson og Atli Eðvalds- son voru bestu leikmenn KR-inga í leiknum. Ólafur Gottskálksson varð oft að taka á honum stóra sínum. „Lékum agað í fyrri hálfleik" „Það kom glögglega í ljós munurinn á áhuga- og atvinnumönnum. ítalska liöið lék á miklum hraða og ef til vill fékk Tórínó of mikinn tíma til að athafna sig. Við lékum mjög agað í fyrri hálfleik, sem var mjög vel leik- inn að okkar hálfu. Ungu strákarnir stóðu fyrir sínu en það var mikil upplifun fyrir okkur að taka þátt í þessum. Leikvangur Tórínó er stór- kostlegt mannvirki og stemningin ólýsanleg," sagði Atli Eðvaldsson, leikmaður KR, í samtali við DV í gærkvöldi. 15 þúsund áhorfendur fylgdust með leik liðanna í Tórínó í gærkvöldi. -JKS KA-menn óhressir Gylfi Kristjárason, DV, Akureyri: Forráðamenn handknattleiks- deildar KA voru mjög óánægðir með frestunina á leik KA og Vals, sem átti að fara fram á Akureyri á íslandsmótinu í handknattleik i gærkvöldi. Um klukkan 17.30 hringdu Valsmenn norður frá Reykjavíkurflugvelli og var þeim sagt að þar væri blíðuveður. Hálfri klukkustund siðar hringja svo KA-menn á flugvöllinn í Reykjavík enþáerþeimtjáðaöValsmennséu um aldrei áður lagt eins mikið í farnir heim. undirbúning fyrir deildarleik hvað „Við erum forviða vegna fram- varöar auglýsingar og annað. Við komunnar í þessu máli. Valsmenn tökum þessari ákvörðun ekki þegj- voru komnir út á Reykjavíkurflug- andi. Hún er óverjandi, jafnvel þótt völl og vel viðraði til flugs. Vals- íslandsmeistarar eigx í hluL“ sagði menn hættu hins vegar við vegna Sigurður Sigurðsson, formaður veðursins sem átti ekki skella á handknattleiksdeildar KA, í sam- fyrr en síöla nætur. Þeir voru að talí við DV. hugsa um Evrópuleikinn sem verð- Þess má geta að KA-menn voru ur um næstu helgi. Við vorum reiðubúnir að útvega Valsmönnum ákveðnir aö leggja mikið á okkur rútu til að keyra þá suður eftir leik- til að rífa upp mótiö i vetur og höf- inn ef ekki heíði verið flogið. Hörður til Stjörnunnar - ráðinn þjálfari til næstu tveggja ára Hörður Helgason var í gærkvöldi ráðinn þjálfari Stjörnunnar í knatt- spymu til tveggja ára. Hörður hefur þjálfað unghngalandsliðið undir 18 ára aldri en lætur af því starfi um næstu áramót og kemur þá til starfa hjá Stjömúnni sem leikur í 2. deild á næsta sumri. „Við erum mjög ánægðir með ráðn- ingu Harðar en við sóttumst hart eft- ir því að hann tæki við þjálfun liðsins og nú eru þau mál komin í höfn. Við göngum út frá því að við höldum okkar mannskap að mestu leyti. Hörður er óskaþjálfari fyrir strák- ana. Það mun koma í ljós hvort við fáum liðsstyrk fyrir næsta tímabil," sagði Páll Bragason, formaður knatt- spymudeildar Stjömunnar, í samtali við DV í gærkvöldi. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.