Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - - Dreifing: FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. Kolvitlaust veðurá Siglufirði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bæjarstarfsmenn á Siglufirði stóðu í ströngu í nótt en þeir voru kallaðir út um klukkan tvö vegna foks í bæn- um. Þá voru ruslatunnur og fleira laus- legt farið að fjúka og þegar hvessti enn meir síðla nætur fóru þakplötur að fjuka og á einum stað við Aðal- götu fauk nær heilt þak af húsi. Á fleiri stöðum fuku þakplötur og fleira lauslegt. í morgun var snarvitlaust veður á Siglufirði og fólki ráðlagt að vera ekki á ferli. Skólahaldi var frestað a.m.k. fram yfir hádegi, og á Hofsósi var skólahaldi frestað í allan dag vegna veðurs. í innsveitum norðanlands var ekki eins hvasst. Á Akureyri var t.d. ekki mjög slæmt veður en þó rigndi þar mjög mikið í nótt. EB-EFTA: Jón Baldvin svartsýnn Jón Baldvin Hannibalsson utanrík isráðherra er svartsýnn á að Evrópu- . bandalagið og EFTA-ríkin nái sam- komulagi um evrópskt efnahags- svæði og segir hann að bilið hafl breikkað. Úrslit í málinu fást á sam- eiginlegum fundi ráðherra EFTA og EB í Lúxemborg 21. október. Jón Baldvin ræddi við Gerald Coll- ins, utanríkisráðherra írlands, í Dyflinni í gær. Jón segir fundinn ekki hafa borið neinn árangur. Collins hélt stíft við þá afstöðu íra að EFTA-ríkin gætu ekki fengið að fullu frjálsan markaðsaðgang að Evrópubandalaginu. Sagði Collins að sérhagsmunir íra vegna síldar, lax og makríls réðu þar úrslitum. Aö sögn Jóns eru írar ekki eina hindrunin. Afstaða Breta er sú sama og íra. Þá mætir krafan um frjálsan markaðsaðgang vaxandi hörku Frakka sem eru þungavigtarþjóð í Evrópubandalaginu. -JGH Skeiðará: Vatnsmagnidsvipad „Það hefur ekki orðið nein veruleg breyting á vatnsmagninu í nótt. Það er svipað og undanfarna daga,“ sagði Ragnar Stefánsson, bóndi í Skafta- felli, er DV ræddi við har.n í morgun. Grunur leikur á að Skeiðarárhlaup sé nú í aðsigi. Vatnsmagn í ánni hef- ur aukist jafnt og þétt sl. tíu daga. -JSS LOKI Tímarnir breytast -jafnvel hjá Framsókn! HM í bridge 1 Yokohama: úrslitakeppnina BerglirKÍ Oddgeirsdóttir, DV, Yokohama: íslenska landsliðið hefur heldur hægt ferðina eftir frábæra byrjun á heimsmeistaramótinu í bridge. í öðrum leik annarrar umferðar, sem var síðasti leikur gærdagsins, unnu íslendingar minnsta sigur, 16-14, á Argentínumönnum. í fyrstu umferðinni i dag kom tap, 11-19, gegn Egyptum og á sama tíma unnu Bretar Ástrali, 18-12. í annarri umferð í dag gerðu íslend- ingar jafntefli, 15-15, gegn Áströl- um. Bandaríkjamenn unnu Breta naumt, 16-14, i sömu umferð. Staðán er nú þannig að íslending- ar eru sem fyrr efstir í riðlinum með 197 '/>. Næstir eru Bretar með 187, Argentína í þriðja með 179 'A, Bandaríkjamenn fjórðu með 167 % og Venesúela fimmtu með 148. Svíar hafa náð forystunni í hin- umriölinum eftir sigur, 18-12, gegn Brasilíumönnum. Svíar eru með 205 stig, Brasilía 194, Póiland 191 'A, Bandaríkin II með 182 og Hong Kong 171. Frammistaða íslendinga hefur vakiö verðskuldaða athygli. Það er oröið ljóst að góð byrjun var ekki nein bóla sem sprakk og íslending- ar eru búnir að tryggja sér rétt til þátttöku i úrslitakeppni átta þjóða. Bandaríkjamaðurinn Bobby Wolff er meöal áhorfenda á mótinu en hann verður forseti AIheimssam; bandsins í bridge á næsta ári. í töfluleiknum við Breta í gær var Wolff meðal útskýrenda. Hann hrósaði íslendingum í hástert fyrir góða spilamennsku og lýsti því yfir aö þeir gætu vel orðið heimsmeist- arar. Um 100 þjóðir eru aðilar að al- heimssambandinu í bridge en á heimsmeistarakeppninni spila 16 bestu þjóðirnar. Ljóst er að íslend- ingar hafa þegar tryggt sér sæti meðal átta bestu og er það stórkost- legur árangur þegar miðað er við þjóð afþessari stærð, Síðasti leikur íslendinga í dag er við Japani en riðlakeppninni lýkur á morgun með leikjum við Venesúela og Bandarikin. Veðrið á morgun: Þurrt sunn- anlands Á morgun eru horfur á hvassri norðan- eða norðvestanátt, fer þó að lægja allra vestast á landinu þegar líður á daginn. Þurrt verð- ur að mestu sunnaniands en rign- ing í öörum landshlutum, slydda eða snjókoma til fjalla. Veður er heldur kólnandi, fyrst vestantil á landinu. Hiti verður á bilinu 2-8 stig. Símareikningar: Sundurliðun á næsta ári Póstur og sími mun í vetur gefa þeim símnotendum, sem tengdir eru við stafræna kerfið, kost á að fá sund- urliðaða símareikninga. Er stefnt að því að hefja þessa þjónustu snemma á næsta ári. Kostnað greiða þeir sem hennar njóta. Á yfirliti því sem rétthafi símans fær sent má sjá hvert hringt var, hvenær, hve lengi símtalið stóð og hvað það kostaði. Ekki verða þó tveir síðustu stafirnir í því númeri sem hringt er í, skráðir. Innanbæjarsímtöl verða ekki skráð á þennan hátt, heldur einungis þau sem skráð eru á dýrari taxta. Þá eru grænu númerin undanþegin skrán- ingu. -JSS Tíminn breytist: Verður óháð- ur Framsókn „Eg tel líklegt að það komi fleiri aðilar inn í útgáfuna og þá verður Tíminn gefmn út sem blað óháð póli- tískum ílokkum. Ég get ekkert sagt um hvaða aðilar það eru á þessari stundu,“ segir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins og formaður útgáfustjórn- ar Timans. Öllu starfsfólki Tímans hefur verið sagt upp og búast má við að um ára- mót muni hinn nýi Tími koma út, eða hvað sem blaðið mun heita þá. „Þrátt fyrir að Tíminn verði ekki flokksblað vona ég að blaðið verði málgagn þeirrar frjálslyndu, um- bótasinnuðu stefnu sem Framsókn- arflokkurinn fylgir," segir Stein- grímur. Bæði Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eiga í svipuðum erfiðleikum og Tíminn en Steingrímur segir að þær viðræöur, sem í gangi eru, séu ekki við hin litlu blöðin. t t t t t t t t t t t t t t Þjófur 1 Hafnarfirði: t Stoliðúrpeninga- d skápámeðan heimilisfólksvaf Þröngt mega sáttir sitja, jafnt þingmenn sem almennir. Á Alþingi i gær kastaðist engu að síður í kekki milli stjórn- arsinna og stjórnarandstæðinga. Deilt var um skipan fimm fulltrúa í forsætisnefndina en í henni eiga sæti forset- ar þingsins. í nafni lýðræðis krefjast stjórnarandstæðingar þriggja fulltrúa en það gera stjórnarflokkarnir einnig i nafni þingstyrks. Hóta stjórnarandstæðingar nú að taka ekki þátt í stjórnun þingsins í vetur og tilnefna ekki fulltrúa í nefndina verði ekki orðið við kröfu þeirra. Á þingfundi í gær var Salome Þorkelsdóttir kosin forseti þingsins og fjárlagafrumvarpi 1992 var dreift til þingmanna. Ekki fengu þeir þó tækifæri til að segja sitt álit á því með nýju atkvæðabjöllunum sem sjá má á borðum þeirra. DV-mynd GVA Brotist var inn í íbúð við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði í nótt og verð- mætum stolið úr peningaskáp. Þjóf- urinn komst í lykil að skápnum á meðan heimilisfólk svaf. Hann hafði einnig á brott með sér myndbands tæki. íbúðin er á efri hæð hússins en verslun er á neðri hæðinni. Rann sóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. -ÓTT VAKTÞJÓNUSTA Oryggisverðir um alla borg... ...allan sólarhringinn Vönduð og viðurkenna þjonusta 091-29399 Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta VARI síðan 1969 t t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.